Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.04.1927, Síða 3

Lögrétta - 20.04.1927, Síða 3
LÖGRJBTfA » Maður, sem fæddur er í Ljósar- vatnshreppi foma, en hafði vorið 1922 dvalið samfleytt tíu ár í Tjömeshreppi, sótti á því ári um sveitarstyrk í Tjömesshreppi. . Styrkinn fjekk hann, því hann hafði hans fulla þörf. En sveitar- i stjómin taldi hann samt ekki ; vera búinn að vinna sjer sveit 1 j hreppnum, því henni var kunn- j ugt, að fyrir tveim árum hafði j maður þessi verið kominn í þrot, og leitað þá til fæðingarsveitar- j innar, og verið upp frá því til j vorsins 1922 styrktur þaðan á j þann hátt, að oddviti Ljósavatns- \ hrepps gerði hann að viðskifta- manni í verslunardeild, sem hann veitti forstöðu og ljet honum j þannig í tje nauðsynlega vöruút- tekt, — gekst fyrir samskotum j handa honum, sem a. m. k. námu talsvert á annað þús. kr., — j lánaði honum kr. 309,00 til þess j aið kaupa fyrir kú, — og gekk | þar að auki ásamt oddvita Bárð- j dælahrepps, — sem var hin j framfærslusveitin, — í ábyrgð fyrir skuld mannsins við verslun ! í Húsavík, svo ekki yrði að hon- j um gengið og af honum tekinn j bústofn og bújörð, sem hvort- tveggja var að veði, en ekki næg trygging. Enga þessa aðstoð hafði þurfa- i maðurinn beðið sjerstaklega um, ! nema 300 kr. lánið. Hitt var fyr- j ir hann gert óbeðið, og um ábyrgðina fjekk hann t. d. lengi vel ekkert að vita. En með aðstoð- ina var skyndilega numið staðar, þegar tíu ára dvölin í Tjörnes- hreppi var fullnuð. Sveitarstjórnin í Tjörneshreppi leit svo á, að þessi mikla og í margvíslega hjálpsemi, sem fram- kvæmd var af oddvita fæðingar- sveitarinnar og sannanlega hafði komið í veg fyrir, að maðurinn þyrfti að taka dvalarsveitarlán innan 10 ára tímans, hefði við- haldið sveitfesti hans í fæðingar- hreppnum. En sveitarstjómin í Ljósa- vatnshreppi hjelt því aftur á móti fram, að hjálpin væri sveit- arfjelaginu óviðkomandi, en veitt af einstökum mönnum af vinar- þeli; hefði hætt fyrir dýrtíð og almenn fjárhagsvandræði, og maðurinn væri lögum samkvæmt búinn að vinna sjer sveit í Tjör- nesshreppi. Á þriðja ár stóð yfir sókn og j vöm málsins heima í hjeraði, eða j þar til 19. mars 1925, að sýslu- ' maðurinn í Þingeyjarsýslu kvað ; upp úrskurð á þá leið: „að öll sú fjárhagslega aðstoð, sem nefnd- um manni var veitt af oddvita fæðingar- ög framfærslusveitar sinnar, Ljósavatnshreppi hinum foma, hafi orðið til að rjúfa sveitfestisdvöl hans í Tjömes- hreppi, þar eð þessi fjárhags- lega stoð og styrkur, — þó ekki hafi verið nefndur fátækrastyrk- ur og teljist ekki hafa bakað Ljósavatnshreppi foma fjárút- lát, — virðist hafa viðhaldið staðfestu mannsins í Tjömes- hreppi hið umrædda^ tímabil og ^gert honum fært að framfleyta ómegð sinni-------og skuli hann því sveitfastur í Ljósavatns- hreppi foma. Oddviti Ljósavatnshrepps undi j ekki þessum málalokum, en skaut j málinu til úrskurðar stjómarráðs- ; ins og ljet nýja skýrslu fylgja. Og atvinnumálaráðuneytið kvað upp úrskurð sinn 26. sept. sama ár og hratt með honum úrskurði sýslumannsins. Það sagði: „Hið tortryggilegasta atriði í málinu er j einmitt oddviti Ljósavatnshrepps, i sem er frömuður að og á drýgst- j an þátt í hjálpinni, en þar sem j ekki verða færðar sönnur á það, ; að nefndur oddviti hafi haft það markmið með hjálp sinni að sveitfesta manninn í Tjörnnes- j hreppi, getur ekki grunurinn einn ráðið niðurstöðu þessa máls“. Ráðuneytið viðurkendi þetta ! mál tortryggilegt og gmnsam- j legt, en það taldi vanta sannanir j um hið innra „markmið“ oddvit- i ans, — eða öllu heldur oddvit- j anna, því hjer vom þeir tveir j að verki. Og vitanlega verða j trauðla færðar skjallegar sönn- ; ur á þetta og annað eins á með- an verjendur ganga ekki af göfl- um, og vottorð fást ekki frá hon- um, sem rannsakar hjörtun og nýrun. Raunar töluðu verkin skýrt í þessu máli og sýndu óvenjulega greinilega við hvað þau miðuð- ust. En ráðuneytið hratt samt úrskurði sýslum., sem hafði haft málið til stöðugrar meðferð- ar í meira en tvö ár, og hlaut því að vera nákunnugur bæði öllum málsatriðum — skráðum og ó- skráðum — og mönnum þeim, sem að málinu stóðu. En ein- kennilegast var það þó, að ráðu- neytið tók gilda nýja skýrslu frá oddvita þeim, sem það þó nefndi: „hið tortryggilegasta atriði í mál- inu“, og bygði að nokkru á þess- ari skýrslu í forsendum úrskurð- arins, án þess að hafa birt hin- um málsaðila, eða hjeraðs- dómaranum, hana til umsagnar. Mál þetta og niðurstaða þess er mjög glögt dæmi um það, hve núgildandi fátækralög eru ófull- nægjandi til þess að dvalarsveit- ir geti varist. yfirgangi fram- færslusveitar. Og jafnframt sýn- j ir það, að þó stjórnarráðið — j með eldri úrskurðum sínum í svipuðum málum — virðist hafa verið ákveðið í að kveða niður j slíkar aðfarir, þá getur það ver- j ið öðruvísi ,,stemt“, svo á rjett- j vísina er hjer ekki að treysta j lengra en dauður bókstafur nær. j Nú er verið að endurskoða fá- ! tækralög ríkisins, og verkefni j næsta Alþingis verður að gera i breytingar á þeim lögum og sam- j ræma þau nútíðinni. Nú er því j tími og tækifæri til þess að ; bæta úr þeim annmörkum lag- j anna, sem hjer hafa verið gerð- ! ir að umtalsefni og færðar sönn- j ur á. En hvemig verður úr þeim ! annmörkum bætt? Til mikilla bóta er að taka upp \ í fátækralögin ákvæði um bygð- j arleyfi, eins og Bemharð Stef- ! ánsson og tveir þingmenn aðrir I fluttu framvarp um í þinginu 1925 (sbr. A.-deild Alþ.t., þing- skj. 76.). En það er samt ekki fullnægjandi, því þannig ákvæði verður tæplega notað til hlítar gegn undirhyggjuráðum, vegna þess að frelsishugmyndir manna munu gera það að verkum, að því verður hikandi beitt og ekki nema óefni blasi við. 1 fljótu bragði að minsta kosti virðist sem beinast lægi fyrir að bæta líka við 35. gr. fátækralag- anna ákvæði um það, að maður vinni sjer ekki sveit, ef hann sje á sama tíma styrktur úr fram- færslusveitinni, — án samþykkis sveitarstjómarinnar þar sem hann dvelur, — af manni eða mönnum, sem ekki eru honum svo nákomnir, að þeim beri lög- um samkvæmt að veita honum styrk, og sannist það jafnframt að þessi aðstoð eigi veralegan þátt í að koma honum hjá því að þiggja af sveit meðan sveit- festistíminn er að líða. Það má auðvitað deila um hvemig lagabreytingin — eða viðbótin — skuli hljóða. En allir ættu að geta verið sammála um, að það væri þjóðarhneysa að láta lengur auðveldlega viðgang- ast hið eldgamla en síunga sið- leysi sveitarfjelaga: að smeygja sjer með yfirskyni góðleikans undan framfærsluskyldunni, til þess að koam henni á aðra, og blekkja um leið hina nauð- stöddu menn og gera þá að ginn- ingarfíflum, hrakningsmönnum og bitbeinum. Og einnig ættu allir að sjá, að það er þjóðamauðsyn, að rjetti- lega verði dregið úr þeirri vax- andi hættu, sem af styttri sveit- festisdvöl og breyttum þjóðlífs- og atvinnu-háttum leiðir fyrir þau bygðarlög, sem era þannig sett, að þangað sækir til búsetu öreigalýður hvaðanæfa. Ritað í des. 1926. Tjömesingur. Innflutningsbann á erlendum vörutegundum. Það hefur verið rætt nokkuð, bæði 1 Lögrj. og öðrum blöðum, um þá hættu sem yfir landbún- aðinum vofði, ef munn- og klaufaveikin bærist hingað til lands, en sannleikurinn er sá, að enginn hefur málað hættuna með nógu sterkum litum. Hættan er hjer meiri en í nokkura nálægu landi, vegna þess hve búfje geng- ur mikið saman og sjálfala, sjer- staklega Sauðfje. Það yrði til dæmis örðugt aðgerða ef veikin bærist til afrjetta að sumri til. I stuttu máli má fullyrða að bær- ist veikin hingað til lands og breiddist út, mundi hún verða rothögg á landbúnaðinn. Þess vegna er það brýn nauðsyn að þing, stjóm og einstaklingar leggist á eitt með að gera allar ítrastu ráðstafanir til varnar veikinni. I auglýsingu sem atvinnumála- ráðuneytið gaf út 19. des. 1926, er fyrst um sinn bannaður inn- flutningur á lifandi fuglum, heyi, hálmi, alidýraáburði, hráum og lítt söltuðum sláturafurðum hverju nafni sem nefnast, hráum og lítt söltuðum húðum, ósoð- inni mjólk og brúkuðum fóður- mjölssekkjum frá þessum lönd- um: „Danmörku, Svíþjóð, Þýska- landi, Hollandi, Belgíu og Nor- egi“. Auglýsing þessi er sett i samræmi við heimildarlög um sama efni nr. 22 15. júní 1926. Við þessi lög er það að at- huga, að þau eru alls ekki nógu víðtæk, þau eiga að ná til fleiri vörutegunda, þau eiga að ná til fleiri landa. Jeg tel skaðlaust þótt innflutningsbann væri sett á allar erlendar matvörar er við getum framleitt sjálfir, að minsta kosti til bráðabirgða. Jeg skal taka til dæmis kartöflur og ann- annan jarðarávöxt; af þeim hlýt- ur að geta stafað sýkingarhætta. Það er algengt erlendis að sjá búpening ganga um kartöflu- og rófnaakrana, sjerstaklega á haustin. Kartöflur eru líka oft settar, þegar þær eru teknar upp, í brúkaða fóðurmjölssekki, að minsta kosti hef jeg oftar en einu sinni sjeð það. Annari hlið þessa máls mun síðar lýst. Sjálfsagt var að banna inn- flutning frá Englandi og Skot- landi. Veikin er þar landlæg, en liggur niðri annað kastið. Ann- ars vita dýralæknar ekki til hlít- ar um upprana og eðli veikinnar, og er því hyggilegast að banna algerlega innflutning á þeim vörutegundum, sem mest sýk- ingarhætta stafar af. Vörumar geta oft verið ótrúlega langt að, svo erfitt er að vita hvort sýk- in er á þeim stöðum, sem vör- umar era frá. Til dæmis veit jeg til að hingað kom fyrir nokkrum áram hey frá Canada á hesta- skipi. Hey er í auglýsingunni rjettilega talið í flokki þeirr3 vörutegunda, sem hættulegastar eru sem smitberar. Því þá ekki að banna algjörlega innflutning á heyi. Innflutningur á heyi hing- að til lands er fáránleg fjarstæða, einnig frá hagfræðilegu sjónar- miði, þótt fáein kauptún geti ef til vill haft hag af því, í það minsta í bili, þá er fjarri öllum sanni að það geti verið til hags- muna fyrir þjóðarheildina. Hvaða meining er í því að ríkið styrki með fjárframlögum grasrækt (túnrækt og áveitur) í stórum stíl og flytji svo heyið inn frá Noregi eða öðrum nágrannalönd- um? Grasrækt er hjer eins góð og í nálægum löndum, ef landið er vel ræktað, og heyið er kjam- betra. Nú er mikið rætt um at- vinnuleysið alstaðar á landinu Mundi ekki þarflegra fyrir þá, sem atvinnu skortir að sumrinu, að stunda heyskap. Afarvíða á landinu deyja bestu slægjur úti. Það er reynsla með heyið eins og margt annað, að menn kaupa fremur útlendar vörar en inn- landar, þó merkilegt megi telj- ast. Reykvíkingar gátu t. d. fengið ódýrt hey í sumar, en þeir biðu eftir norska heyinu, sem selt var hjer, meðan innflutning- ur var leyfður, á 22—24 aura kilogr. Nú er farið að flytja inn skotskt hey fyrir svipað verð og er það allmjög hrakið, því í Skot- landi var rosatíð 1 sumar sem Ieið. Frh. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.