Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.06.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.06.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJBTTA LðflRJBTTA Útgefandi og rititjóri ÞontatMM UliUioo ÞinghoitutrtBtt 17. Simi 178. iBBheimta •» *fgr«lM» i ÞingholU»træH 1. Simi 185. óalandi öUum bjargráðum. Sam- vinnublöðin og fjelögin hafa einn- ig lagst á móti frv. 1 utanflokka- tímariti, eins og Review of Reviews er (af ritstjóranum, Wich. Steed) sagt, að stjórnin hafi eftir allsherjarverkfallið haft ágætt færi á því, að koma fram óhlutdræg og hafin yfir flokkaþref, en hafi látið það ganga úr greipum sjer. 1 stað þess hafi verið gerð árás á skipu- lagsbundna verklýðshreyfingu og sje það ljeleg stjórnarstefna að gera slíkt á sama tíma og 21 árs stúlkum sje veittur kosninga- rjettur og lýsi frv. stjórnarfars- legu æði og þjóðfjelagslegri blindu. Síðustu fregnir. Nýtt flugþrek var leyst af hendi nú um helgina. Flaug þá Ameríkumaðurinn Chamberlain 1 einni lotu frá New York til Þýskalands, ætlaði til Berlínar, en varð, vegna benzínþurðar, að lenda í Eisleben, fæðingarbæ Lút- hers, sem er álíka stór og Reyk- javík. Hafði hann þá verið á flugi í samtals 43 stundir, og er það met. Með Chamberlain, í flugvjelinni, var einn farþegi, auðmaðurinn Levrine, en hann hefur kostað flugferð þessa. — Frakkar hafa nýlega sett lög, sem banna innflutning á erlend- um kolum, nema sjerstakt leyfi komi til. óttast Bretar, að þetta spilli atvinnu í enskum kolanám- um og skerði markaði þeirra og hafa sent Frökkum kvörtun. 1 Lithauen var í byrjun þessa mánaðar skotinn háttsettur hers- höfðingi, sekur fundinn um her- málanjósnir fyrir Rússa. Titsje- rin utanríkismálaráðherra Rússa hefur verið í Berlín undanfarið og talið að hann sje í merkileg- um samningaerindum. Enski stjórnmálamaðurinn Lansdowne Iávarður er nýlátinn. Hann var fæddur 1845, þaul- reyndur stjórnmálamaður, hafði m. a. verið landsstjóri í Kanada og í Indlandi og ráðherra þrí- vegis, m. a. í samsteypuráðu- neyti ófriðaráranna og er ýmis- legt sagt af honum í „Heims- styrjöldinni" og er þar mynd hans. ------o..........- Fimleikaflokkur karla og kvenna hjeðan, sem Björn Jakobsson kennari hefur verið með á ferða- lagi um Norðurlönd, hefur getið sjer þar mikið lof og kvenna- flokkurinn jafnvel verið talinn „besti fimleikaflokkur Norður- landa". Stórstúkuþing hefst hjer á morgun og eru margir menn komnir hjer að norðan og vestan, sem sitja það, þ. á. m. Brynleif- ur Tobíasson stórtemplar. Kvennaskólinn í Reykjavík. Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eiginhandar umsóknir í umboði foreldra eða forráðamanns. í umsókn- inni skal tekið fram fult nafn, aldur og heimilisfang umsækjanda og foreldra. Umsóknum nýrra námsmeyja fylgi bóluvottorð ásamt kunn- áttuvottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Stúlkur þær, er ætla að sækja um heimavist í skólanum, tilkynni það um leið og þær sækja um skólann. Upptökuskilyrði í I. bekk eru þessi: 1. að umsækjandi sé fullra 14 ára og hafi góða kunnáttu í þeim greinum, sem heimtaðar eru samsvæmt lögum 22. nóvember 1907 um fræðslu barna til fullnaðar- prófs. 2. að umsækjandi sé ekki haldinn af neinum næmum kvilla og 3. að siðferði umsækjanda sé óspilt. Skólaárið byrjar 1. október n. k. Inntökupróf fyrir nýjar náms- meyjar fer fram 3.—4. okt. Kenslan í húsmœðradeild skólans hefst 1. október. Námsskeið- in verða tvö: hið fyrra frá 1. okt. til febrúarloka 1928, en híð síðara frá 1. marts til júníloka. Umsóknir sendist sem fyrst. Stúlkur þær, sem voru í skólanum sl. vetur og ætla að halda áfram námi þar, þurfa nauðsynlega að gefa slg fram sem fyrst, vegna hinna mörgu umsókna, sem skólanum hafa þegar borist. Umsóknarfrestur er til júlíloka, og verður öllum umsóknum svarað með pósti í ágúst, eða fyr, sé þess sérstaklega óskað. Reykjavík, 31. maí 1927. In^ibjörg H. Bjarnason. Lars Eskeland sextugur. Ávarp til íslenskra nemenda hans og vina. Yður mun það öllum kunnugt, að vinur vor Lars Eskeland skóla- stjóri í Vörsi varð sextugur fyrir skömmu. Hefur staðið styr mikill um nafn hans undanfarin misseri út af trúarskoðunum hans, og hefur þeim málum lokið þannig, að Eskeland lætur nú af skóla- stjórn og hverfur frá skóla sín- um, en Eysteinn sonur hans tekur við og heldur áfram starfi föður síns. Eigi mun þurfa að skýra yður frá, að nemendur Eskelands hafa staðið með honum mannjafnt í baráttu þessari, og vildu þeir fegnir styðja hann af öllu megni. Hafa þeir sýnt honum margvís- legan vott vináttu sinnar og trygðar á þessum erfiðustu stund- um æfi hans. Einnig hjer á landi bafa gamlir nemendur hans og vinir viljað sýna honum einhvern vott vináttu sinnar og þakklætis í tilefni af sextugsafmæli Eske- lands. Hefur því verið efnt til samskota og honum verið send minningargjöf hjeðan að heiman. Af vissum ástæðum varð þó gjöf þessi nokkuð síðbúin, og varð hún eigi send hjeðan fyr en 19. þ. m. Mun Guðmundur rithöfundur Hagalín hafa afhent Eskeland gjöfina í gær eða fyrradag, og borið honum kærar kveðjur og árnaðaróskir frá íslenskum nem- endum og vinum. — Minningargjöf þessi er bóka- hilla vönduð mjög og haglega gerð. Hefur Ríkarður Jónsson myndhöggvari teiknað hana og skorið af hugviti miklu og hag- leik. Kostar hillan með öllu 500 krónur. Er til ætlast, að allir ísl. nemendur Eskelands og vinir fái tækifæri til leggja sinn skerf til samskota þessara, enda hefur því verið tekið með föguði miklum víðsvegar um land, og hafa þegar fjölda margir gefið sig fram, 6ð- ar er þeir frjettu ávæning af til- tæki þessu. Skora jeg nú á alla þá, er æskja að taka þátt í samskotum þess- um, að gefa sig fram við mig sem fyrst. Er búist við, að hlut- taka verði svo mikil, að eigi komi meira en 10—12 kr. á hvern. Verður Eskeland síðan send skrautrituð skrá með nöfnum allra gefenda. En sjálfir fá þeir góða ljósmynd af hillunni til kvittunar fyrir gjaldi sínu. Reykjavik, 25. maí, 1927. Vinsamlegast Helgi Valtýsson. Pósthólf 533. Ungiingaskólar í Kaupmannahöfn. Jeg hef gert tilraun til að lýsa lýðháskólunum í Danmörku í 46. til 47. tbl. „Lógrjettu" f. á. En nú vil jeg í þessari grein gera til- raun til að lýsa öðrum tegundum Unglingaskóla í Danmörku — og þá einkum hjer í Kaupmanna- höfn. Grundtvigs hugsjón var sú að Iýðháskólarnir yrðu fyrir alla bæði í sveitum og bæjum, án til- lits til ytri skilyrða. En þeir hafa ekki náð til kaupstaðanna að neinum mun — þeir eru því að mestu leyti sveitaskólar. Þar af leiðir að aðrir tilsvarandi skól- ar hafa risið upp í ibæjunum, þó engir þeirra hafi náð þvílíkri út- breiðslu eða haft þvílík áhrif sem lýðháskólarnir. — Við, sem erum vön strjálbýlinu heima á Islandi, eigum erfitt með að gera okkur í hugarlund um þrengsli og ys stórbæjanna, fyr en við sjáum það með okkar eig- in augum. Við erum vön að hafa bláa himinhvelfinguna yfir höfð- um okkar, gott landrými og einnig viðunandi húsrými. — En hj'er í stórbæjunum verða menn að láta sjer nægja þá rönd af himninum, sem er yfir götunni, er menn búa í, þar sem bygging- arnar skyggja fyrir útsýnið tíl allra hliða. Þar af leiðir að stundum verða menn að nota ljós allan daginn í skammdeginu, til þess að sjá til við lestur eða skrift, á herbergi sínu. Og ef lit- ið er á húsrýmið í fátækari göt-> um bæjarins, er ástandið víða hörmulegt. Hver fjölskylda verð- ur að láta sjer nægja eitt eða tvö herbergi, og fleiri fjölskyldui verða að einast um eitt eldhús. Alt þetta getur kent okkur hversu það er mikils virði að geta búið í sínum eigin húsum og verið út af fyrir sig. Þegar gengið er eftir götum bæjarins á kvöldin, sjest fjöldl unglinga sem standa í portum og á götuhornum eða ganga fram og aftur. Út úr svip þeirra skín eyrðarleysi og kæruleysi. Margir af þessum unglingum eru frá þessum áðurnefndu heimnumt, sem því miður eru ekki þess virði að bera það f agra nafn. En heima geta þeir ekki verið. Er þá hægt að lá þeim þó þeir gangi út á götuna eða, ef þeir eiga einhverja skildinga, að þeir gangi inn á ein- hverja „knæpuna", sem því miður er nóg af, til þess að „drepa tím- ann?" Að minsta kosti er engin hjálp í að ásaka. Er það því ekki nema eðlilegt að margir hugsandl menn geri ýmsar tilraunir til þess að rjetta þessum unglingum hjálparhönd. Hjer skal aðens nefnd ein hlið af þessu starfi, nefnilega það sem „hinn hag- kvæmi unglingaskóli" hefur gert á síðustu árum. 1 Kaupm.höfn hafa ungling- arnir 8 tíma tómstundir. Og e» það því mikilsvert hvernig þess- um tómstundum er varið. Og fjöldinn allur af þeim sem hafa efni á því ganga á gagnfræða- skóla, handverksskóla, verslunar- skóla o. s. frv. En þeir verða eft- ir sem höfðu mest þörf á að læra að nota tómstundirnar á rjettan hátt, en þeir hafa fengið nóg af j 7—8 ára skólagöngu. Þá koma kvöldskólarnir og þar á meðal „hinn hagkvaani unglingaskóli" og bjóða sína hjálp. Þeir bjóða helst hagkvæmar lærdómsgreinar t. d. smíðar, (eða aðra handa- vinnu), reikning og æfingu i móðurmálinu. Og því er það að þessir skólar ná einkum til þess- ara unglinga, sem vita ekki hvernig þeir eiga að verja tóm- stundum sínum. „Hinn hagkvæmi unglingaskóli" (Den praktiske Ungdomsskole) skiftist í þrjár mismunandi deild- ir og er ætlaður fyrir unglinga frá 14—18 ára. Stofnandi þess- ara skóla er núverandi skólaum- sjónarmaður Folke Jacobsen. Fyrsta deild skólans er með „smíðar sem aðalnámsgrein" (Slöjd som Centralfag). Veturinn 1918—1919 byrjaði Folke Ja- cobsen með slíkan skóla og hafði 6 nemendur. Svo hefur skólinn vaxið ár frá ári og nú í vetur eru 615 nemendur í „hinum hag- kvæma unglingaskóla", með „smíðar sem aðalnámsgrein". Skólanum er nú skift í 34 deildir með 30 kennurum, og nú er Folkð

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.