Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.06.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.06.1927, Blaðsíða 2
L U(j R J E T T A O ------------------------------- | LÖQRJBTTA Útjrefandi og ritatjóii t’orattlan ttfiliiti ÞingholtMtrœti 17. 8lmi 178. IuhelHti og iffrelðila 1 ÞingholtaitrKtl 1. Simi 186. I ------------------------------ I hann valdi til fylgdar sjer, mundu umskapast við kenningar hans. Og lærisveinunum tólf verður mikið að fyrirgefast, því frá þeim hefur maxmkynið fengið frásagnirnar um hann, um orð hans og líf. Miljónir manna hafa öfundað þá af hlutskifti þeirra og óskað sjer í þeirra spor. En oft reyndust þeir ekki verðugir þeirr- ar miklu hamingju, sem þeim hafði fallið í skaut. Símon Pjetur. Fyrir upprisu Krists var Pjetur eins og rödd frá efnisheiminum, sem fylgir hrifningu sálarinnar. Himnaríki var enn fyrir hugskotssjónum hans eins og Messíasarríki spá- mannanna. Viðumefni hans (klettur eða hellusteinn) á ekki eingöngu rót sína í trúarfestu hans, heldur einnig í því, hve þunglamalegur hann var í hugs- un. Hann var enginn andlegur vökumaður. Hann datt útaf sof- andi jafnvel þegar mest var um að vera. Hann sofnaði á fjallinu, þegar Kristur talaði við Móse og Elías, og hann sofnaði um nótt- ina í Getsemane-garði — eftir síðustu kvöldmáltíðina, þótt Jesús hefði sagt þar orð, sem svift hefðu getað skriftlærðan mann svefni um alla eilífð. Og samt er sjálfstraust hans óbilandi. Þegar Jesús skýrir lærisveinunum frá því síðasta kvöldið, sem þeir eru saman, að hann eigi að þjást og deyja, segist Pjetur vera þess al- búinn, að fylgja honum í fangelsi og dauða, þótt allir aðrir hverfi frá honum. En Jesús sagði hon- um þá fyrir, að hann mundi af- neita sjer. Haxm þekti Pjetur, en sjálfur þekti Pjetur sig ekki. Þegar Jesús var tekinn, hafði Pjetur gexl; árangurslausa tilraun til vamar honum; hann hafði höggvið eyrað af Malkusi. Hann hafði enn ekki lært það, að alt ofbeldi var andstætt vilja Jesú. Hann hafði ekki skilið, að ef Jes- ús hefði viljað forða sjer, gat hann dulist í eyðimörkinni án þess að nokkur vissi, hvar hans væri að leita, eða gengið úr hönd- um hermannanna á sama hátt og hann hafði áður gert í Nazaret. Og þetta var ekki í fyrsta sinn sem Pjetur sýndi að hann var ekki ætlunarverki sínu vaxinn. Þegar hann vaknaði á fjallinu og sá Jesús í dýrðlegu ljósi talandi við tvo anda, bauðst hann til að byggja þeim þar musteri. Jafn- vel sú sýn megnaði ekki að lyfta hug hans yfir hið jarðneska, enda bætir Lúkas við frásögnina um þetta þeim afsökunarorðum, að hann hafi ekki vitað, hvað hann sagði. Pjetur elskaði Jesú, en ást hans var jarðnesk, og hann gat ekki sætt sig við þá hugsun, að konungur sinn ætti að sæta óvirðulegri meðferð og Guð sinn að deyja. Það er fyrst eftir upprisu Kxists, að Pjetur tileinkar sjer fyllilega kenningar hans. Þegar Jesús opinberast honum við Tí- bexíuvatnið, spyr hann: „Elskar þú mig, Pjetur?“ Og þegar hann hefur endurtekið spuminguna tvisvar, svarar Pjetur:„Þú veitst alt, herra, og þú veitst líka, að jeg elska þig“. Og þessari játn- ingu sinni var Pjetur trúr upp frá því, alt þangað til hann leið píslaxvættisdauða í Róm á kross- trje eins og Kristur sjálfur. Þramusynirnir. Bræðumir Ják- ob og Jóhannes, fiskimennimir, sem á ströndinni við Kapemaum höfðu yfirgefið bát sinn og veið- arfæri og fylgt Jesú, vora á- samt Pjetri nánustu fylgdarmenn hans. Þeir þrír og aðrir ekki, vora með honum í húsi Jairs, á fjallinu, er hann talaði við Móse og Elías, og um nóttina á Olíu- fjallinu. Bræðuma kallaði hann, líklega í spaugi, þramusyni, ef til vill af því, að þeir vora ör- geðja og kappsfullir. Eitt sinn, er Jesús og læri- sveinar hans áttu leið um Sam- aríu, var þeim illa tekið í smá- þorpi einu, er þeir beiddust gist- ingar. Þessu reiddust þeir bræð- ur, Jakob og Jóhannes, og spurðu, hvort þeir ættu ekki að kalla eld af himni niður yfir þorpið og eyðileggja það. Jesús ávítaði þá. En þeir vora Galilear og töldu Samarita óvini sína. Þeir höfðu þá gleymt kenningu Jesú í fjall- ræðunni. En þar sem þeir vildu hefna mótgerða við Jesú, töldu þeir sig hafa vald yfir eldi him- insins. í þeix*ra augum var það enn rjettlæti, að eyðileggja þorp- ið af því, að íbúar þess höfðu gert sig seka í því, að taka illa á móti gestum. Svo langt voru þeir enn frá þeirri endurfæð- ingu, sem ein veitir aðgöngu í ríkið. Einu sinni sögðu þeir við Jesú: „Meistari, okkur langar til að biðja þig einnar bónar“. — „Hver er hún?“ spurði Jesú. „Að við fá- um að sitja sinn við hvora hlið þína, þegar þú kemur í ríki þitt“, svöraðu þeir. En Jesús svaraði: „Þið vitið ekki hvers þið beið- ist“. Og þegar hinir lærisvein- amir heyrðu, hvers bræðumir beiddust, reiddust þeir þeim. Jes- ús kallaði þá alla lærisveinana til sín og mælti: „Hver, sem mikill vill verða í ykkar hópi, skal vera þjónn hinna, og hver, sem vill verða öllum hinum meiri, skal vera allra þræll. Því mannsins sonur er ekki til þess kominn, að láta þjóna sjer, heldur til að þjóna sjálfur“. Bæn þramuson- anna verður til þess, að kollvarp- arinn brýnir fyrir lærisveinunum þau orð, sem allir göfugir menn fara eftir. Það era smámenni ein og ónytjungar, sem ætlast til þess, að þeir, sem máttanninni eru taldir, þjóni sjer. Sá, sem í raun og vera hefur yfirburði, þjónar ætíð þeim máttarminni. Að þjóna er ekki sama og að hlýða. Það má vel vera, að maður þjóni svo best þjóð sinni, að hann taki að sjer forgöngu og leiði hana til frelsis jafnvel móti vilja hennar. Það þarf engin und- irgefni að vera þjónustunni sam- fara. Jakob og Jóhaimes skyldu þessi sterku orð Jesú. Jóhannes varð eixm af ástfólgnustu læri- sveinum hans og á krossinum fól hann honum að ganga móður sinni 1 sonar stað. Tómas er þektur fyrir trúleysi sitt eða efagimi, og þessa vegna títt nefndur. Hann er ímynd hinna nýrri tíma, forgöngumaður Spinoza og annara afneitara upp- risunnar. Hann lætur sjer ekki nægja vitnisburð augnanna, en krefst einnig vitnisburðar hand- anna. Ást hans á Jesú gel’ði hann þó verðugan fyrirgefningar. Þeg- ar komið var til þess að segja meistaranum lát Lazarasar, vora lærisveinamir því mótfallnir, að fara til Judeu, því menn vora þeim þar andstæðir og þar var óvinum að mæta. Tómas einn hjelt því þá fram, að þeir skyldu fara þangað og deyja með Jesú. Hann dó síðar píslarvættisdauða í Indlandi. Matteus er hugþekkastur allra tólf lærisveinanna. Hann var skattheimtuþjónn og hefur að líkindum verið lærðasti maðurinn í lærisveinahópnum. Hann kom á þann hátt í lærisveinatöluna, að Jesús sá hann sitjandi við toll- búðina, ávarpaði hann og sagði: „Fylgdu mjer“. Og Matteus stóð upp, yfirgaf alt og fylgdi Jesú. Og hann hjelt honum veitslu í húsi sínu. Matteus yfirgaf meira en nokkur fiskanet; hann yfirgaf fasta stöðu, föst laun og þá fram- tíð, sem þetta gat skapað honum. Hann lagði því meira í sölumar en hinir, sem ekkert áttu. Meðal lærisveinanna var Matteus án efa sá, sem verið hafði efnaðast- ur áður en hann snerist í fylgd með Jesú. Að minsta kosti er þess ekki getið, að neinn af hin- um hafi verið þess megnugur, að halda honum veitslu. Að undan- skildum Júdasi mun Matteus hafa verið sá eini af lærisveinunum, sem kunni að skrifa. Honum eiga menn að þakka elstu frásagnir umi Jesú, sem geymst hafa, að því er mjög gamlir vitnisburðir herma. 1 guðspjalli því, sem við hann er kent, er fullkomnasti texti fjallræðunnar. Menn ættu að vera tollþjóni þessum enn þakklátari en þeir hafa verið til þessa. Mörg af fegurstu orðum Jesú væra gleymd, ef hann hefði ekki varðveitt þau. Iðja hans hafði verið, að telja peninga og heimta inn skatta, og sú iðja var í litlum metum hjá þjóð hans. En hann hefur látið eftir sig fjársjóði, sem era meira virði en allir peningar, sem slegnir hafa verið fram á þennan dag. Filippus frá Betsajda var líka reikningsmaður. Til hans sneri Jesús sjer, er mannfjöldann, sem fylgt hafði honum út á eyði- mörkina, skorti mat, og spurði, hve mikið það kostaði, að kaupa brauð handa öllum. „Tvöhundruð denarar era ekki nóg“, svaraði Filippus, og þessi upphæð — í okkar peningum um 100 kr. — var í hans augum svo há, að ekki gat komið til mála að 'hún væri fáanleg. Filippus náði Natanael í fylgd Jesú. Natanael Tólómeus- son er þektastur undir nafninu Bartolomeus. Þegar Filippus sagði honum fyrst frá Jesú, svaraði hann í háði: „Getur nokkuð gott komið frá Nazaret ?“ En Filippus hætti ekki fortölum sínum fyr en hann fjekk Nata- nael til þess að koma með sjer til Jesú. Þegar Jesús sá hann, sagði hann undir eins: „Þetta er sann- arlega svikalaus lsraelíti“. — „Hvaðan þékkir þú mig?“ spurði Natanael. Jesús svaraði: „Áður en Filippus kallaði á þig, sá jeg þig undir fíkjutrjenu“. — „Meistari, þú ert guðs sonur, þú ert konungur lsraels“, sagði Nat- anael“. — „Trúir þú því af því að jeg sagði þjer að jeg hefði sjeð þig undir fíkjutrjenu?** spurði Jesús. „Þú skalt fá að sjá annað meira*. Nikodemus var ekki eins fljót- ur til, enda vildi hann aldrei kallast lærisveinn Jesú. Hann var gamall maður og hafði gengið í skóla hjá rabbinunum. En frá- sagnimar um kraftaverk Jesú höfðu haft áhrif á hann, svo að hann fór til hans og sagði hon- um, að hann tryði því, að hann væri af guði sendur. Jesús sagði við hann: „Sannlega segi jeg þjer, að án endurfæðingar fær enginn að sjá guðs ríki“. Niko- demus skildi hann ekki og svar- aði: „Hvemig getur maður fæðst aftur eftir að hann er orðinn gamall? Hann getur ekki komist á ný inn í kvið móður sinnari*. Jesús svaraði honum aftur: „Ef hann ekki endurfæðist í andan- um, getur hann ekki gengið inn í guðs ríki“. Nikódemus skildi ekki að heldur og spurði: „Hvemig má þetta verða?“ — Jesús svar- aði: „Ert þú lærimeistari Gyð- inga og veitst ekki þetta?“ — Nikódemus bar altaf lotningu fyrir hinum unga Galílea, en fór varlega í því, að játa fylgi sitt við hann. Einu sinni, þegar æðstu prestarnir og faríseamir ætluðu að láta handtaka Jesú, ljet Nikó- demus til sín taka og varði hann. „Dæma lög okkar nokkum mann án þess að hann sje yfir- heyrður og rannsakað, hvað hann hafi gert?“ sagði Nikódem- us þá. En ekki er þess getið, að hann hafi gert neitt til þess að frelsa Jesú þegar hann var leidd- ur fyrir Kaífas, þótt hann væri i prestaráðinu. Hann lætur fyrst á sjer bera eftir að Jesús er dá- inn. Þá kaupir hann myrru og alóe til þess að smyrja líkið. Þetta hefur kirkjan launað með því, að taka hann í helgra manna tölu. Það er líka til sögn um, að Pjetur hafi síðar skírt hann og Nikódemus hafi loks látið lífið fyrir trúna á Krist. -----0----- Þjóðleikhúsið norska, sem er einkaeign, hafði upp undir 400 þús. kr. tekjuhalla síðastl. ár. Bjöm Bjömson, sem verið hefur þar leikhússtjóri, hefur látið af starfi sínu. Þrátt fyrir þessa erf- iðu afkomu ætlar fjelag í Osló að reisa nýtt leikhús innan skamms, fyrir um 2 milj. kr. með sætum fyrir 850 manns.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.