Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGEJBTTA þarf ekki stjómenda við. 1 mann- fjelagi, þar sem hver elskar annan, er ekki þörf á konungum nje dómuram nje her og hers- höfðingjum. „Konungur þjóðanna ráða yfir þeim, og þeir, sem láta þær hlýða sjer, eru kallaðir vel- gerðamenn þeirra“, segir hann við lærisveina sína. „En svona er því ekki varið um ykkur. Sá, sem mestur er yðar á meðal, á að verða eins og sá minsti og fyrir- liðinn eins og þjónninn“. — Á hinni nýju jörð á að vera full- komið jafnrjetti. Þar á ekki að þurfa skipanir nje hlýðni, ekki lög nje hegningu. Mennimir eru þar hættir að hata hver annan og hættir að sækjast eftir auð, og þessar tvær breytingar gera stjómendur óþarfa. Leiðina til fullkomins frelsis er ekki að finna í ritum þjóðmálafræðinganna, heldur í fagnaðarboðskap Krists. Sverð og eldur. Nokkrar setn- ingar, sem hafðir em eftir Kristi, hafa oft verið rangþýddar of not- aðar til þess að afsaka stríð og vígaferli. Fyrst og fremst þessi setning: „Haldið ekki að jeg sje til þess kominn, að flytja jörð- inni frið. Jeg er ekki kominn til þess að flytja frið, heldur sverð“. Þar næst þessi: „Jeg er kominn til þess að kasta eldi á jörðina". Og enn aðrir draga einnig fram til stuðnings sama máli setning- una: „Ríki himnanna taka menn með valdi og ofbeldismenn hrifsa það undir sig“. Þessar setningar hafa verið rifnar út úr rjettu samhengi með álíka varfærai og sjá má hjá apaköttum, sem kom- ast inn í blómagarð. Þegar Jesús segist vera kominn til þess að flytja sverð á jörð, eða „sundrung“, eftir því sem Lúkas segir, er hann að tala til lærisveina sinna og senda þá út til þess að boða, að hið nýja ríki sje í nánd. Og rjett á eftir skýr- ir hann með ljósum dæmum, við hvað hann á. Hann segir að koma sín valdi sundurlyndi milli föður og sonar, móður og dóttur o. s. frv., þ. e. að boðun fagnaðarer- indisins geti valdið sundurlyndi á heimilum manna, með því að sumir innan sama heimilis eða fjölskyldu munu aðhyllast kenn- inguna, en aðrir hafna henni. En þetta sundurlyndi á ekkert skylt við stríð eða vígaferli. Og þar sem Jesús talar um að hann sje kominn til þess að kasta eldi á jörðina, þá á hann við hinn hreinsandi eld, sem eyða skal óhreinindum og sorpi mannlífs- ins. Og þar sem hann talar um, að ofbeldismenn hrifsi undir sig ríki himnanna, þá á hann við, að þor og þrek þurfi til þess að standast í baráttunni fyrir hinni nýju kenningu. Orðið ofbeídis- menn þýðir: máttugir, sterkir menn. Orðin sverð, eldur og of- beldi eiga ekki að skiljast bók- staflega, heldur sem líkingar. Sverðið táknar sundurlyndi milli þeirra, sem taka við boðskapnum og hinna, sem ekki gera það. Eldurinn táknar hið hreinsandi afl og ofbeldið það sálarþrek, sem til þess þarf, að ná inngöngu í ríkið. Jesús er friðarins boðberi. öll guðspjöllin eru friðarboðun. Þeg- ar hann fæðist, boða himneskar raddir frið á jörð, og í Fjallræð- unni segir Jesús: Sælir eru þeir sem frið semja, því þeir munu guðs böra kallaðir verða. Deilur telur Jesús óhamingju og hemað glæp. Verjendur hemaðar og stórmorða blanda oft saman gamla og nýja sáttmálanum. En hemaður er afleiðing haturs. Þeg- ar hatrið er þvegið burt úr hjört- um mannanna, getur hemaður ekki framar átt sjer stað. Þá er sá dagur upp runninn, sem Esa- jas sá fyrir að koma mundi: Þeg- ar sverðum og spjótum er breytt í jarðyrkjuverkfæri, en hemaður allur lagður niður. En þá er Fjall- ræða Jesú orðin einu lögin á jörðunni. ----o---- Iþróttabálkur. Íslandsglíman var háð hjer á íþróttavellinum 20. þ. m. Áhorf- endur voru allmargir , því sífelt er hjer talsverður áhugi almenn- ings á þessari íþrótt og mætti sjálfsagt efla hann enn að mun, ef áhuginn hjá íþróttamönnun- um sjálfum væri ekki að dofna og glíman að verða blælausari og tilþrifaminni en hún getur verið og var oft áður fyr. Glímumenn- imir voru að þessu sinni aðeins fimm, en allskonar embættismenn og starfsmenn á vellinum voru miklu fleiri. Þetta er lítil þátt- taka, þegar þess er gætt, að þetta á að vera helsta glíma alls lands- ins. Nokkru meiri þátttöku mætti sennilega fá með því að hafa glímuna fyr að vorinu, meðan íþróttafjelagsskapur er enn ó- sundraður og menn meira „í æf- ingu“. Þessi glíma var í heild sinni tilkomulítil og lítill hiti bæði í glímumönnum og áhorfendum. Fjörmest var glíma þeirra Jörg- ens Þorbergssonar og Ottós Mar- teinssonar. Sigurvegari varð Þor- geir Jónsson frá Varmadal, kunn- ur glímumaður frá fyrri árum. Hlaut hann Islandsbeltið og titil- inn glímukonungur Islands. Verð- launin fyrir fegurðarglímu hlaut Jörgen Þorbergsson, eins og í fyrra. Þessi greinarmunur, sem nú tíðkast milli fegurðarglímu og kappglímu, er glímuíþróttinni og iðkendum hennar til vafasams gagns. Sigurður Greipsson, hinn fyrri glímukóngur tók ekki þátt í glímunni nú. en var samt hjer í bænum. Sumum hættir við því, að tala óþarflega stórum orðum um gildi glímunnar. Mætti vel tala minna en gera meira í þessum efnum. Þótt ekki sje glíman hið eina sáluhjálparatriði í íslenskri líkamsmentun er hún gömul og góð þjóðaríþrótt, sem sjálfsagt er að halda í heiðri og kenna meira en nú er gert. -----o--- Steingrímur Arason hefur und- anfarið flutt fyrirlestra um Is- land á ýmsum stöðum í Banda- ríkjunum og Kanada. Eimskipafjelagið. # Okeypis og burðargjaldsfrítt sendist okkar Aðalfundur Eimskipafjelagsins var haldinn hjer í bænum 25. þ. m. Fundarstjóri var Eggert Briem hæstarjettardómstjóri. Að- göngumiðar og atkvæðaseðlar höfðu verið afhentir fyrir 40.5% af hlutafjenu. M. a. sótti fundinn Ásmundur P. Jóhannsson frá Winnipeg, sem umboðsmaður Vestur-íslendinga. Formaður fje- lagsins er Eggert Claessen banka- stjóri og skýrði frá störfum fje- lagsins. Rekstrarhagnaður af skipum fjelagsins (að meðtöldum 60 þús. kr. ríkisstyrk) varð rúml. 71 þús. kr., eða um 375 þús. kr. lægri en árið 1925. Var það sagt stafa mest af lækkun farmgjalda, en þau urðu 367 þús. kr. kegri nú en árinu áður. Bæði á Gull- fossi og Goðafossi varð hagnað- ur, um 93 þús. kr., en á ferð- um Lagarfoss varð um 22 þús kr. halli. Þess var getið, að vegna enska kolamannaverkfallsins hefði kolakostnaður hans hækkað um 50 þús. krónur. Hreinn arður af rekstri fjelagsins varð samt ekki nema um 6700 krónur, en frá fyrra ári voru yfirfærðar rúml. 59 þús. kr. Af þeirri upp- hæð var varið tæpl. 44 þús. kr. til niðurfærslu á bókuðu verði á eignum fjelagsins, vegna hækkun- ar af viðgerðum og endurbótum á síðastl. ári, en annars er nið- urfærslan engin. Til ráðstöfunar á þessum aðalfundi komu tæpl. 22. þús. kr. og voru yfirfærðar til næsta árs að frádregnum 1200 kr. þóknun til hvors endurskoð- anda. Eignir fjelagsins voru bók- færðar um áramót rúml. 3 milj. 241 þús. kr. virði, eða um 416 þús. kr. meira en við næstu ára- mót á undan. Er það Brúarfoss, sem hækkuninni veldur. Hans vegna var einnig tekið danskt lán, 400 þús. kr. danskar er greiðist á 12 árum með 1% hærri vöxt- um en forvextir þjóðbankans eru á hverjum tíma. Ennfremur hef- ur verið tekin hollenskt lán, með 1. veðrjett í Brúarfossi, 300 þús. gyllini, til 10 ára með 6'/2% vöxtum. Eimskipafjelagið á því erfiða daga nú og samkepnin víð það harðnar. En væntanlega verður það rekið svo, að íslendingar sjái sinni eigin hag og sæmd í því að styrkja það til aukins gengis og þar með sjálfstæði ísl. siglinga og verslunar. ----o---- Fyrsti þingmálafundurinn var haldinn hjer síðastl. laugardags- kvöld. Ekki er það ólíklegt, að gömlu þingmennimir verði allir endurkosnir hjer. Á A-listanum er eitt sæti víst (Hjeðinn Valdi- marsson) og á B-listanum má bú- ast við að tvö sjeu viss (Magnús Jónsson og Jón Ólafsson). Það er C-listinn, sem deilt er um, listi Jakobs Möllers. En fylgi Jakobs hefur jafnan reynst drjúgt hjer í bænum, enda hefur hann marga góða þingmannskosti, og er síð- ur en svo, að ástæða sje til þess nytsama og mjög myndum prýdda vöruskrá meö gummí- og hreinlætia- vörum og leikföngum, einnig úrum, bókum og póstkortum. Samariten, Afd. 67. Köbenhavn K. fyrir Reykvíkinga, að hafna hon- um nú. „Uffe“ heitir danskt „botn- gröfuskip", sem verið hefur að vinna að dýpkun hafnarinnar á Akureyri. Á það að dýpka fleiri hafnir hjer við land. Nýbýli og ræktun. I sambandi við greinina um það mál, sem nú er að birtast hjer í blaðinu, má geta þess, að einn bóndi á Álfta- nesi, Stefán á Eyvindarstöðum og sömuleiðis að sögn annar í nár- grenninu, Erlendur á Breiðabóls- stöðum, hefur tekið upp þá ný- breytni að greiða sonum sínum tveimur kaup með því að fá þeim land til ræktunar, auk þess sem þeir eru til heimilis hjá honum, Fá þeir fyrst 10 dagsl., þar af eina í ræktuðu túni. Fer þetta að nokkru í sömu átt og tillögumar í Lögrjettugreininni. Hvítárbakkaskólinn. Þar hefur Lúðvík Guðmundsson stud. theol. verið ráðinn skólastjóri, í stað S. A. Sveinssonar, sem sagði starf- inu lausu. Dáinn er nýlega hjer Jón Zoéga, kunnur kaupsýslumaður hjer í bænum. Einnig er dáinn Jakob Havsteen heildsali, sonur Júlíusar amtmanns. Búnaðarfjelagið. Aðalfundur þess var haldinn 25. þ. m. við Þjórsárbrú. Þar var kosinn full- trúi á Búnaðarþing, Jón á Bessa- stöðum, í stað Tryggva Þórhalls- sonar, með 3 atkv. mun eftir ítrekaða kosningu. En Tr. Þ. á einnig sæti á Búnaðarþingi sem formaður Búnaðarfjelagsins. Sagt er að þessari kosningaósátt hafi valdið sáttin um „Sigurðarmálið“. Rottur. Ágúst Jósefsson heil- brigðisfulltrúi hefur sýnt hjer athyglisverða kvikmynd af rott- um og skað$emi þeirra og hætt- unni, sem þær geti valdið. Hjer í Reykjavík hefur bæjarstjórnin undanfarið látið gera ítrekaðar tilraunir til útrýmingar rottu og hafa þær borið góðan árangur, en ekki fullan ennþá. Ein rottuhjón geta eignast 860 afkvæmi á ári og má af því marka nauðsynina á því að stemma stigu fyrir út- breiðslu þeirra, því þær eyði- leggja mjög mikið og geta verið hættulegar heilbrigði manna. Frökkum hefur nýlega talist svo til, að þar í landi valdi rottur ár- lega tjóni sem nemi 200 milj. franka. Þjóðverjar telja sitt tjón 240 þús. mörk á ári, Bretar töldu það fyrir nokkrum árum um 330 milj. kr. hjá sjer og Bandaríkin áætla það um 475 þús. milj. kr. Bæja- og sveitafjelög hjer, sem nauð hafa af rottugangi ættu sem fyrst að hefjast handa um útrýmingu og fylgja henni svo fram, að árangur fáist, svo ekki sje fje og vinnu eytt að þarflitlu. Reynslan hefur sýnt það, að þetta er hægt. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.