Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.07.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.07.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA $ ligt“ fyrir það, að landsmenn væru „óhlýðugir orði Krists“ og hjá þeim tíðkaðist „hóflaus drykkja og dreissugheit“. Sögu- sagnir hafa verið til um tyrkja- rán, sem framin hafi verið síðar, s. s. á Langanesi 1765 og jafnvel eeinna, en Tyrkir voru oft nefnd- ir allir ræningjar, hverrar þjóðar sem þeir voru. Um Tyrkjaránið hefur mikið verið orkt og skrifað og gerði Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson stóra bók úr ýmsum skjölum og skilríkjum um það. Sigfús Blön- dal hefur orkt alllangt kvæði með efnivið úr því (Drotningin í Algeirsborg). Á sunnudaginn var hjeldu Vestmannaeyingar minn- ingarhátíð um ránið. Var m. a. vígður minningarsteinn á leiði sjera Jóns píslarvotts. Sóknar- presturinn, sr. Sigurjón Ámason, flutti ræðu og Jes Á. Gíslason sögulegt erindi um ránið. Fáar eða engar hörmungar, sem á þjóðinni hafa dunið, læst- ust jafn fast og sárt í meðvitund hennar og tyrkjaránið, enda áttu margir af þess völdum um sárt að binda og voru hart leiknir af grimmum siðleysingjum. En at- burðimir bera einnig vott um vamarleysi og vesæld lands- manna næstu mannsaldrana áður en fyrir alvöru hefst íslensk end- urreisn. Haiiskýrslyr kmpfjeliDS. ------- Nl. III. Því er haldið fram í grein þess- ari, að fjelagsmenn fái „jafnljósa vitneskju um hag fjelags síns, eins og hlutahafar í hlutafjeiög- um“. Jeg er að visu því ekki vel kunnugur, hvort þetta er rjett. En jeg held að það sje í flestum tilfellum fjarstæða. En því þarf ritstj. að verja sig í þessu máli með „Kveldúlfi“ og öðrum hluta- fjelögum? Hvemig gæti það ver- ið, að þúsundir fjelagsmanna út um land gætu t. d. kynt sjer bæk- ur Sambandsins í Rvík, þó þær stæðu þeim opnar, og annað það sem þá fýsir að vita og þurfa að vita, ef það fæst ekki út úr skrif- stofunum? Lítill hluti fjelags- manna á kost á því að kynna sjer bækur og gerðir síns eigin fjelags eða þess sem hann skiftir við. Fáfræðin er mikil og almenn enn um öll samvinnumál vor. Úr því hefur verið reynt að bæta í tveim fjelögum, sem jeg veit um — jeg vona að þau sjeu fleiri — með því að gefa út ársskýrslur all- ítarlegar með öðrum fróðleik. En þó þetta yrði tíðara en orðið er, þá er ekki nema að nokkrn bætt úr hinni almennu fáfræði um samvinnufj elagsmálin hjer á landi. En svo er að skilja þessa grein, að höf. álíti að fjelagann varði lítið um annað en sitt eigið fjelag; þar sem Jiann hefur við- skifti sín. Þó að við fjelagsmenn vænun ekki bundnir hinni lögboðnu sam- ábyrgð kaupfjelaganna, þá erum við allir í samábyrgð, sem byggj- um landið. Hver er sá, er lætur sig engu skifta hvemig nágranna hans líður. Hver er sá kaupfje- lagsmaður, er hirðir ekki um að vita, hvemig þeim málum reiðir af hjer á landi. Jeg skal geta þess, að hin síð- ustu ár hefur framkvæmdastjóm Sambandsfjel. sent aðalreikning þess í fjelagsdeildimar, og hafa þeir verið lesnir upp á fjelags- fundum heima í hjeraði. Þetta er að vísu betra en ekki og í áttina; en lítinn fróðleik munu menn al- ment fá af þessu. Nokkrir áhuga- menn, sem þetta fá að sjá eða heyra, skrifa tölur hjá sjer, sem fara fram hjá flestum. Jeg hef einnig fengið að sjá mjög fróð- lega skýrslu, sem mun þó ekki vera send út 1 deildir, og því ekki almenningi kunn í fjelögum. Hún er fyrir öll fjelög í Sambandinu um: f jelagsmannatal, sjóðeignir fjelagsins og fastar eignir, og vörukaup á árinu. Það er t. d. hægt að sjá, hve mikil eign kem- ur á hvem fjelagsmann til jafn- aðar, og hve sjóðimir ná langt fyrir ársútekt hvers fjelags. Hjer er eðlilega mjög mismunandi að- staða. Nokkur hin eldri fjelög em mjög farin að nálgast það, að eiga nægilegt rekstursfje í sjóðum sínum -— ef ekki eru skuldir, sem þeir að neinu leyti standa fyrir. En um skuldimar fjekk jeg ekkert að vita, og jeg veit ekki hvort að fjelagsmenn alment geta fengið nokkuð að vita um þær. Mörgum mun sýn- ast að þær hefðu átt heima i þessari skýrslu. Annars tæplega hægt að dæma um hinn raunvera- lega hag fjelagsdeildanna. Jeg sje heldur ekki ástæðu til eða rjett, að láta ekki uppi allan hag fje- laganna. Mun það nokkru betra, að þurfa að geta sjer til, í stað þess að vita hið sanna? Eins og áður er sagt, sje jeg ekki enn neina ástæðu til að dylja almenn- ing neins um þessi mál, og gagn- vart fjelagsmönnum álít jeg það alls ekki rjettlátt. Það er fjelög- unum best sjálfum, að láta sem mest uppi af hag sínum, og þjóð- inni nauðsyn að vita hið sanna. Það er furðulegt að heyra for- göngumenn fjelaganna vera að metast á um þetta atriði við hlutafjelög og kaupmenn. Að vísu á þjóðin svipaða kröfu til þeirra. En mjer sýnist ekki illa fara á, enda nokkuð mikil ástæða til, að kaupfjelögin gengju hjer á und- an. Þegar þessir sundurleitu aðilj- ar viðskiftanna hafa auglýst alt sitt starf fyrir þjóðinni, væri fyrst hægt að gera upp á milli þeirra. Þá væri minni ástæða eða möguleiki til að ala upp ríg og óvild með dylgjum og rógi. 1 þess stað mætti ætla, að risið gæti upp drengilegt kapphlaup, ekki aðeins um það að leggja sem mest undir sig af viðskiftunum, heldur og um það, að vinna þjóð- inni sem mest til gagns og sæmd- ar. Ærl.s. 30. maí 1927. Jón Jónsson Gauti. -----o---- Pjetur Jónsson söngvari er nú staddur hjer. Hagur bankanna. Landsbankinn hefur nýlega gefið út ítarlega skýrslu um ár- ið 1926 og rekur þar afkomu at- i vinnuvega, verðlag og viðskifti. ■ Segir þar að afkoman hafi verið „afarerfið vegna hins mikla verðfalls á útflutningsafurðum". Um sjávarútveginn segir, að sölusamlagið, sem tók til starfa um mánaðamótin okt.—nóv. hafi átt mikinn þátt í hækkandi fisk- verði um það leyti, (en það lækk- aði reyndar aftur um áramótin), en mestan hagnað af samtökum þessum hafi sarnt haft þeir fisk- eigendur, sem stóðu utan fjelags- skaparins. Ennfremur er sagt svo um síldarútgerðina, að margir útgerðarmenn hafi orðið fyrir stói*tapi, vegna þess að þeir hafi dregið söluna, þótt kostur hafi verið á sæmilegu verði. — Tekjur Landsb. voru á árinu ca. 3 milj. 180 þús. kr., að frádregnum ca. 110 þús. kr., sem fluttar vora frá fyrra ári og er það um 700 þús. kr. minna, en árinu áður. Gjöldin voru alls um 4 milj. kr. og jafnast mismunur- inn með varasjóði, um 713 þús. kr. Afskrifuð töp bankans sjálfs á lánum og víxlum voru um 900 þús. kr., en hjá útibúinu á Isa- firði um 250 þús. kr., hjá útibú- inu á Eskifirði. um 27 þús. kr. og hjá útibúinu á Selfossi um 20 þús. kr. Afskrifað var af hús- eign bankans í Rvík 30 þús. kr. — Frá veðdeildarstarfsemi bank- ans hefur áður verið sagt nokk- uð í Lögrj. 5. fl. veðd. tók til starfa 1. okt. 1926. Frá 1. okt. til ársloka voru veitt úr flokkn- um 306 lán að upphæð ca. 2 milj. 379(4 þús. kr. og frá 1. jan. til 2. mars 1927, er lánum var lokið, 86 lán, samtals 620V2 þús. kr. 6. fl. veðd. tók til starfa 29. nóv. 1926. Til ársloka vora veitt 92 lán, samtals rúml. 548 þús. kr. og frá áramótum til 31. mars 1927 lán að upphæð 756 þús. kr. Gengi þessa flokks brjefa hefur verið 89. Gengi ísl. krónu hefur haldist óbreytt alt árið og gjaldeyrisverslunin verið mjög óhagstæð, svo að bankam- ir hafa „orðið að leggja mjög hart að sjer til þess að fullnægja eftirspuminni eftir erlendum gjaldeyri". Landsb. keypti erl. gjaldeyri fyrir 23 milj. 803 þús. kr., en seldi fyrir um 32 milj. 414 þús. kr. Um gengið segir annars í skýrslunni, að ísland sje „eina landið hjer í álfu, þeirra er ekki lentu í heimsstyrjöldinni, er enn skortir allmjög á fult gull- gildi“. Loks er þess að geta, að forvextir hafa verið óbreyttir frá því 1. okt. 1925 að þeir lækkuðu úr 8% í 7%. Era það mun hærri forvextir en tíðkanlegir eru annarsstaðar. í Danmörku era þeir 5%, í Noregi og Svíþjóð 41/2%, í London 5%, í New-York 31/2—4% og hafa þeir a'ðeins breytst lítið eitt. 1 skýrslu fulltrúaráðs Islands- banka til hluthafa aðalfundarins 1927 segir svo, að ársumsetning bankans hafi orðið mun minni én árinu á undan og rekstur hans nokkuð erfiður vegna slæms ár- ferðis og ljelegrar afurðasölu, sem valdið hafi því, að ýmsum atvinnufyrirtækjum, sem bankinn hafi lagt fram fje til hafi reynst erfitt að greiða að fullu lán sín. Við aðalbankann hafa samt út- lán til „almennra viðskifta- manna“ ekki aukist, en útbúin hafa enn aukið skuld sína við aðalbankann upp í rúml. 11 milj. kr. (úr c. 9 milj. 100 þús. kr.). Bankaeftirlitsmaðurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu, ^ð óafskrifuð töp bankans mundu nema 2 milj. 265 þús. kr., auk varasjóðsins og reksturshagnað- arins af síðasta ári. Er þetta mikið tap og samsvarar hálfu hlutafje bankans. Álítur fulltrúa- ráðið að niðurstaða bankaeftir- litsmannsins sýni ábyggilegt yfir- lit um hag bankans og muni töp- in ekki vera meiri, en þar er gert, ráð fyrir og þótt þau sjeu mikil ættu þau að geta „unnist upp á fáum árum með góðri stjóm“ þar sem árlegur tekjuafgangur bankans sje sem stendur um 700 þús. kr. Ágóðinn hefur annars minkað frá því árinu áður, brúttóágóðinn er c. 1 milj. 496 þús. kr. en nettóágóðinn c. 710 þús. kr. Gengistap, vegna hækk- unar á dönskum og norskum krónum, hefur orðið c. 187 þús. kr. í stað 580 þús. kr. árinu áður. Innláns og hlaupareikningsinn- stæður hafa þorrið mjög á árinu, eða um rúml. 7 milj. kr. Fulltrúa- ráðið getur þess um útlit yfir- standandi árs, að afli hafi verið meiri en í meðallagi, verðlag á lýsi allhátt „en fiskverðið svo lágt, að ekki megi gera sjer mjög glæsilegar vonir um útkomuna“l Loks getur fulltrúaráðið þess, að það vilji taka upp nákvæmara eftirlit með stjóm bankans en áð- ur hafi tíðkast. ---o--- Kosningarnar. Kosningaúrslit eru nú kunn úr öllum kjördæmum nema tveimur, Suður-Múlasýslu og Suður-Þing- eyjarsýslu. — I N.-lsafjarðar- sýslu var endurkosinn Jón Auð- unn Jónsson (íhaldsm.) með 641 atkv. Finnur Jónsson fjekk 392 atkv. I N.-Múlasýslu vora kosnir Halldór Stefánsson (571 atkv.) og Páll Hermannsson (437 atkv.) (framsóknarm.). Ámi frá Múla fjekk 370 atkv.., Gísli Helgason 207, Jón Sveinsson 147 og Jón á Hvanná 66. í Strandasýslu var kosinn Tr. Þórhallsson (frams.) með 416 atkv. Bjöm Magnússon fjekk 198. í Vestur-Húnavatns- sýslu var kosinn Hannes Jónsson (frams.) með 317 atkv. Eggert Leví fjekk 298 atkv. I Eyjafirði vora kosnir Einar Ámason (1031 atkv.) og Bernharð Stefánsson (1030 atkv.) (frams.). Steingr. Jónsson fjekk 644 atkv. Sigurjón Jónsson 554, Steinþór Guðmunds- son 206 og Halldór Friðjónsson 185. I N.-Þingeyjarsýslu var kos- inn Benedikt Sveinsson (frams.) með 433 atkv. Pjetur Zóphónías-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.