Lögrétta - 20.07.1927, Blaðsíða 2
8
LÖGRJETTA
---------------------------11
LÖQRJlTTi
Útfe(Mdi f<g ríutjóri
Krililn OIiIiiii
Þin^holUitraeU 17. Slmi 178.
Inkilaii •% ifinMili
t Þin(h«lUitr»ti 1. 8lmi 185.
■ ' ------ I
lof fyrir hans gleðilegan boðskap,
en í hinni, gnði sje lof fyrir sinn
gleðilegan boðskap.
En alt um þetta verður presta-
stefnan meira og meira að
renglulegri og visinni grein á
stofni kirkjunnar, þótt hún setti
að geta verið til þess að blása í
hana nýju lífi og stappa saman
starfskröftum hennar og marka
stefnu hennar í þeim iháJum,
sem hún sem heild á að láta til
sín taka, og það án þess að af
þyrftu að hljótast óheilbrigðar
deilur eða hætta fyrir einingu
kirkjunnar. Það er t. d. ekki vott-
ur um það, að Prestastefnan kæri
sig um það, að mikið sje á hana
minst eða tillit til hennar tekið,
að hún lokar sig inni og heldur
fundi sína í leyni. Þetta er
ástæðulaust. Kirkjuleg starf-
semi í landinu er ekkert laumu-
spil. Skoðanir opinberra starfs-
manna kirkjunnar á henni eiga
ekki að vera neitt launung-
armál. Ef prestamir á sjmodus
hafa eitthvað merkilegt fram að
færa um guðs kristni og nauðsyn
kirkjunnar í landinu, þá er það
vítavert að fólk fái ekki að heyra
það. Ef þeir hafa ekkert slíkt
fram að færa, er óþarft fyrir þá
að halda synodus. Prestastefnan
þarf heldur ekki að vera lokuð
þess vegna, að hún er ekki
stjettafundur presta. Stjettamál
þeirra heyra undir starfssvið
Prestafjelagsins og kjör þeirra
ýmsra eru þannig, að þeim er ekki
vanþörf á góðu stjettarfjelagi.
Prestastefnan ætti að vera gott
færi til þess að efla líf og kraft
kirkjunnar inn á við og áhrif
hennar út á við. Ef kirkjan
hefði næga meðvitund um sjálfa
sig sem þróttmikla starfandi og
sjerstaka heild, mundi hún nota
þetta færi. Þrátt fyrir ýmsar að-
finslur á hún marga starfhæfa
og áhugasama einstaklinga til
þess að geta gert úr prestastefn-
unni þá virðulegu samkomu, sem
hún á að vera, ef hún kemur
saman á annað borð.
-----o-----
ísland og Rússland. Isl. stjóm-
in viðurkendi, sem kunnugt er,
rússnesku sovjetstjómina de jure
27. júní í fyrra. Hefur nú verið
gerður milli Islands og Rússlands
verslunarsamningur samkynja
þeim, sem áður hafði verið gerð-
ur milli Danmerkur og Rússlands.
Eiga ríkin að njóta hvort hjá
öðru bestu hlunninda, sem útlend
ríki njóta. I reyndinni eiga lítil
viðskifti sjer stað milli Rússl. og
ísl. En nokkrir viðskiftamögu-
leikar eru samt taldir, t. d. sfld-
arsala til Rússl. og trjáviðarsala
hingað.
Finnur Jónsson prófessor er ný-
kominn hingað til bæjarins.
Nýbýli og ræktun.
------ Nl.
3. Verkamannaheimili.
Þetta yrðu einskonar nýbýli, sem
verkamenn stofnuðu í nágrenni
kaupstaða og kauptúna. Landið
fengju þeir annaðhvort keypt, eða
á erfðafestu. Á blettinum þarf að
rækta tún og kálgarða og jafn-
framt því byggja á honum snot-
ur híbýli.
Mundu slíkir bústaðir gera
verkamannastjettina óháðari öll-
um sveiflum atvinnulífsins, og á
atvinnuleysistímum og í tómstund
um, gætu þeir nytjað landið og
unnið að ræktun, og á þann hátt
aflað til heimilisins ýmissa nauð-
synja.
Það sama gildir um þessi verka-
mannaheimili og um nýbýlastofn-
un alment, hvað framkvæmd
málsins viðvíkur, nema livað það
gæti miklu frekar komið til
greina, að það opinbera (kaup-
túnin og kaupstaðimir) bygði
slíka bústaði, og gengi frá rækt-
uninni að mestu leyti, eða undir-
byggi málið frekar en jeg geri
ráð fyrir, þegar um nýbýlastofn-
un ræðir. Er það aðallega vegna
þess, að verkamenn eru bundnari
við ýmiskonar atvinnu frekar en
landnemar á nýbýlum. Landbún-
aðurinn er þeirra aðalstarf, en
því er ekki svo varið um verka-
mennina.
Það sem rikið þarf að gera og
á að gera, er I stuttu máli þetta:
a Að stuðla að því að land-
nemar geti fengið land, með sann-
gjömu verði, til nýbýlastofnunar,
haganlega í sveit komið, og svo
stórt, að það verði lífvænlegt býli,
þegar það er komið í fulla rækt.
Dálítið engi skal helst altaf
fylgja, helst flæðiengi.
b. Að ríkið sjái um öll undir-
búningsstörf, allar nauðsynlegar
mælingar og áætlanir, framræslu
og nauðsjmlegar vegabætur, og
það sem trúnaðarmaður telur
brýnustu nauðsyn á, að sje undir-
búið.
c. Að ríkið veiti hagkvæm lán,
hæfilega löng og afborgunarlaus
fyrstu árin, með 2—4% lægri
vöxtum en almennir vextir eru.
d. Að ríkið veiti styrk til þeirra,
sem vinna að skiftingu jarða eða
landnámi, sem sje alt að helmingi
hærri en stjrrkur veittur sam-
kvæmt jarðræktarlögunum.
e. Að styrkur sje ennfremur
veittur til annara mannvirkja en
þeirra, sem styrkt em, samkv.
jarðræktarlögunum, einkum þó
bygginga og girðinga, ef þau
að áliti trúnaðarmanns eru tal-
in nauðsjmleg vegna framkvæmd-
arinnar.
f. Að hreppsfjelagi sje heimilt
að ganga f ábyrgð fyrir lánum,
að því leyti sem veðhafi býlisins
ekki hrekkur. Neiti hreppur að
taka á sig slíka ábyrgð, má ríkið
taka á sig ábyrgðina.
Kostnaðarhliðin. En hvað kosta
slíkar ráðstafanir sem þessar?
Hvað kostar að stofna nýbýli eða
sjálfstæð heimili til sveita?
Það er eðlilegt, að slíkar spurn-
ingar sem þessar vakni í sam-
bandí við þessi mál. En þeim
spumingum verður fæstum svar-
að til hlítar, þar sem næstum alt,
sem að þessu lýtur er órann-
sakað.
Aukinn kostnað fyrir rlkið
myndu þessar ráðstafanir hafa í
för með sjer, fram jrfir það sem
nú er veitt til ræktunar samkv.
jarðræktarlögunum. Þau ber að
endurskoða 1928 og mætti þá
samræma þau þessum ákvæðum.
Væri það nú takmarkið, fyrst
um sinn, að stuðla að því, að
stofnuð yrðu 100 heimili árlega
í sveitum og í nágrenni kaup-
túna og kaupstaða, og gerum
vjer ráð fyrir, að iheimilin yrðu
að meðaltali 5 manna heimili, þá
yrðu á þann hátt búsettir um
500 manns í sveitum. En sömu
fólkstölu nemur hin árlega fólks-
fækkun í sveitunum hin síðan
árin. Krafan er því ekki ósann-
gjöm til að byrja með, en að
sjálfsögðu verður að setja mark-
ið hærra í farmtíðinni.
Ef nú ríkið sæi sjer fært að
greiða í þessum tilgangi árlega
um 20 þús. kr., sem skift yrði á
milli landnema, sem styrkur og
vaxtalækkun, þá kæmi 2000 kr.
á hvert býli að meðaltali.
Set jeg þetta sem dæmi, til
þess að nefna nokkrar tölur, án
þess þó að hafa rannsakað ná-
kvæmlega, hvort þetta myndi
nægja. I rauninni verður það ekki
rannsakað til hlítar, fyr en
reynslan sker úr um það, hvort
nokkrir gefa sig fram til að nema
land ellegar skifta jörðum með
þeim kjörum, sem boðin era.
Verði mikil umsókn um að verða
aðnjótandi þeirra hlunninda, sem
ríkið getur boðið, bendir það á
áhuga fyrir þessu máli, og sýni
reynslan, að óþarflega mikii
hlunnindi sjeu veitt, má altaf
draga úr þeim; en eigi hið gagn-
stæða sjer stað, má aftur auka
þau. Til að byrja með, er betra
að veita heldur of mikil hlunn-
indi en of lítil, svo að rekspölur
komist á málið.
Til samanburðar skal þess get-
ið, að ef ríkið ræðst út í að byggja
nýbýlin að öllu leyti, þá er það
ljóst, að það yrði að leggja miklu
meira fje af mörkum, hafa miklu
meira veltufje.
Tel jeg því ihiklaust hyggileg-
ast að reyna hina leiðina fyrst, en
vel mætti stofna nokkur tilrauna-
nýbýli, sem þá yrðu öðrum til
fyrirmyndar við síðari fram-
kvæmdir.
Fulltrúar bændanna þurfa að
athuga þetta mál, því að á því
veltur velferð sveitanna, hvernig
því verður ráðið til lykta.
Bændur ættu að leggja áherslu
á það, við kosningar til löggjafar-
þings þjóðarinnar, að vanda til
sinna fulltrúa, kjósa þá eina,
sem skilja til hlítar vandamál
þjóðarinnar, og bera hamingju til
þess, að ráða þeim farsællega til
lykta.
Markmiðið. Hátt markmið hlýt-
ur íslenska bændastjettin að setja
sjer. Hún verður að keppa að
því í fjrrsta lagi, að halda velh
í samkepninni við aðra atvinnu-
vegi, og í öðru lagi, að verða sá
lífskjami íslenskrar menningar,
sem hún hefur borið gæfu til að
vera í 1000 ár. En skirrist hún
við að keppa að því háleita marki,
þá svíkur hún sitt hlutverk og
er dauðadæmd.
Hólum 1 Hjaltadal
Vigfús Helgason.
Tyrkjaránið.
1627—1927.
Um þessar mundir eru 300 ár
liðin frá „Tyrkjaráninu“. —
„Hundtyrkinn", eins og lengi var
að orði komist, var sjóræningja-
flokkur frá Algier og Kyle, er
kom fyrst til Grindavíkur 20.
júní, síðan að Bessastöðum, en
gerði mestan usla 1 Vestmannar
eyjum um miðjan júlí 1627. Þeir
komu þangað á þremur skipum
og gengu á land 300 saman.
Höfðu þeir á brott með sjer 242
menn, rupluðu og brendu en
drápu suma, þar á meðal sóknar-
prestinn, er lá á bæn í hellis-
skúta, sálmaskáldið ajera Jón
píslarvott, sem síðan hefur verið
nefndur. Á Austfjörum hertóku
Tyrkir 110 manns, rændu miklu,
eyddu og drápu. Fólkið, sem tek-
ið var, var selt í ánauð og komu
ekki úr henni aftur heim hingað
nema 13 manns. Meðal þeirra var
sem kunnugt er „Tyrkja-Gudda“,
er varð kona Hallgríms Pjeturs-
sonar. Þessi Tyrkjarán 1627 voru
ekki einsdæmi hjer. Útlendingar
höfðu oft farið hjer með uppi-
vöðslu og ránskap. Alkunnugt er
t. d. rán Englendinga á Bæ A
Rauðasandi 1579 og yfirgangur
Spánverja á Vestfjörðum, sem
endaði með Spánska slag 1615.
Englendingar höfðu einnig rænt
í Vestmannaeyjum 1614. En til-
finnanlegust urðu Tyrkjaránin
1627 og slógu mestum óhug á
fólk, enda var „hjer aldrei hörm-
ung hærri — heyrð nje grimdar-
verkin stærri“ eins og segir í
gamalli Ræningjarímu. Tyrkir
voru um þessar mundir illa þokk-
aðir um öll kristin lönd álfunnar
og fóru víða með ránskap og rib-
baldahætti. Islensk alþýða hefur
haft á þeim meiri skömm en
nokkurri annari útlendri þjóð og
helst óvildin til þeirra fram á
þennan dag og hefur jafnvel ver-
ið notuð í síðasta kosningaróðri
í Reykjavík. Fyr á tímum kom
óttinn við Tyrki fram á margvís-
legan hátt, í kveðskap og bænum
bæði fyrir og eftir TyTkjaránið.
Halt oss guð við þitt hreina orð
og hept páfans og Tyrkja
morð
segir í sálmabók Marteins bisk-
ups. I bænabók, sem Guðbrandur
biskup gaf út er „bæn í móti
Tyrkjanum og öðrum týrönnum“,
og í annari guðsorðabók er
drottinn beðinn að afstýra
„Tyrkjans grimdarsverði, Anti-
kristisins oki, Calvinistanna svik-
um“. Eftir Tjrrkjaránið færðust
skiljanlega mjög í aukana bæn-
iraar og kvæðin móti hundtyrkj-
anum, „bölvuðum þessum böðl-
um" og þeirra „ljrmska" og
„djöfullega" framferði, þótt hins-
vegar væri sagt, að þessar hörm-
ungar væru „straffið verðug-