Lögrétta - 20.07.1927, Blaðsíða 4
4
LOGRJETTA
son fjekk 62. I Borgarfirði var
kosinn Pjetur Ottesen (íhaldsm.)
með 566 atkv. Bjöm Þórðarson
hlaut 367. I Barðastrandasýslu
var kosinn Hákon Kristófersson
(íhaldsm.) með 340 atkv. Sr. S^g.
Einarsson hlaut 289, Pjetur A.
Ólafsson 201 og Andrj. Straum-
land 109.
Ennþá er ekki svo mikið frjett
að fullyrt verði um flokkaskift-
ingu og atkvæðamagn. Nú hefur
Framsóknarfl. fengið 14 þing-
sæti, íhaldsflokkurinn 13 og Alþ,-
flokkurinn 4, Frjálslyndifl. 1 og
utanflokka er einn þingm. En
atkvæðamagnið er mest hjá I-
haldsfll Ennþá mun það óráðið
hvemig fer um stjórnarskifti, ef
til þeirra kemur, og'óvíst hvort
kvatt verður saman aukaþing.
Hreyfing hefur verið í þá átt að
spara þingkostnað sem mest og
mun sá flokkur, sem við völdum
hygst að taka, þá sennilega ráða
nokkru um það, hvort þingi verð-
ur stefnt saman eða ekki. Enn
sem komið er hefur enginn þing-
flokkur samt fengið nægilegt
fylgi til þess að annast stjómar-
myndun einsamall og því alt í
óvissu um þau mál.
----o----
Iþróttabálkur.
Óvenjulítið fjör er í opinberu
íþróttalífi bæjarins í sumar.
1 þ r ótfasýni ngamar eru fremur
fáar og ekki mikið á þeim að
græða og er af sem áður var
stundum þegar allir dagar flóðu
í misjöfnum íþróttasýningum.
Þrátt fyrir þetta eru ýmsar
íþróttir þó allmikið stundaðar.
Ber mest á því að fólk stundi
„tennis“ sjer til skemtunar og fer
slíkt mikið í vöxt, en áhugi á
knattspymu er með daufara móti.
Nokkur íþróttaafrek hafa einnig
verið framin, sem í frásögur er
færandi, s. s. Þingvallahlaup
Magnúsar Guðbjömssonar og nú
fyrir fáum dögum sund, sem
frækilegt þykir. Synti þá ungfrú
Ruth Hanson utan úr Engey og
að steinbryggjunni í Reykjavík á
röskum klukkutíma. Hefur Ben.
G. Waage einn synt þessa leið
áður, svo kunnugt sje. Er þetta
lengsta sund, sem ísl. kona hefur
synt, svo sögur fari af. Er lítt
getið sundþrauta ísl. kvenna síð-
an í fomöld er Helga jarlsdóttir
synti með son sinn fjögurra vetra
gamlan úr Geirshólma til Blá-
skeggsár og sneri síðan aftur í
móti öðram syni sínum átta vetra,
því að honum dapraðist sundið þá,
og segir frá þessu í Harðarsögu
og Hólmverja. — Merkustu við-
burðimir í ísl. íþróttalífi í sumar
eru annars utanfarimar. Einkum
hefur fimleikaflokkur íþrótta-
fjelags Reykjavíkur undir stjóm
Björns Jakobssonar fengið mikið
lof erlendis og þótti leikfimis-
kerfi hans mjög gott og fagurt.
Á alþjóðamóti K. F. U. M. sem
haldið er í Kaupmannahöfn þessa
dagana hafa Islendingar einnig
getið sjer góðan orðstír. Hafa
íþróttamenn hug á því, að reyna
að senda góðan flokk á Olympíu-
leikina næstu og tekst það vænt-
anlega. — I síðasta blaði aug-
lýsti Jón Þorsteinsson nýja
íþróttakenslu, sem athygli skaí
vakin á og líkleg er til þess að
geta orðið að góðu gagni. Hefur
J. Þ. sýnt mikinn dugnað og
áhuga á eflingu íþrótta, ekki síst
heilsusamlegum líkamsæfingum
fyrir einstaklinga, sem hvað
mest er þörfin á.
---o----
Ritfreg-n.
Janúar—júní-hefti Óðins er ný-
komið út. I því eru margar grein-
ir og kvæði og 67 myndir. Þar er
grein um fríkirkjuna í Reykjavík
og sögu hennar, með mörgum
myndum, um Gunnar Hinriksson
vefara, Brand Bjamason, Jón
Sturlaugsson á Stokkseyri og
konu hans, um Helgu Arinbjam-
ardóttur í Görðum í Vestmanna-
eyjum, um Halldór Jónsson á
Rauðamýri, Sigurð Jónsson smá-
skamtalæknir, Maríu Jóhanns-
dóttur skáldkonu, Sigurbjörgu á
Merkigili og Egil Steingrímsson,
Eyjólf á Saurbæ og Jón Halldórs-
son söngstjóra. Allar þessar grein-
ir eru með myndum og myndir
era af ýmsum fleiri mönnum s. s.
Valdimar Ásmundssyni ritstjóra,
Áma leturgrafara, Borgþór Jós-
efssyni o. fl. Þá er ítarleg grein
um Leikfjelag Akureyrar með
mörgum myndum, bæði af ein-
stökum starfsmönnum þess á
ýmsum tímum, Halldóri Gunn-
laugssyni, Vilhelm Knudsen,
Freym. Jóhannssyn i og Hallgr.
Valdimarssyni, — og myndir úr
ýmsum leiksýningum þess, Ljen-
harði fógeta, Nýársnóttinni,
Tengdapabba Geijerstams,
Skuggasveini, Dómum Andrjesai-
Þormars, Óskastund Kristínar
Sigfúsdóttur, Ambrosíusi Mol-
becks og Fyrsta vindlinum eftir
Jakob Kristinsson. En leikendum-
ir, sem myndir eru af í þessum
leikjum eru Margrjet Valdimars-
dóttir, Páll Árdal, Gísli Magnús-
son, Haraldur Bjömsson, Vilh.
Knudsen, Eva Pálsdóttir, Álf-
heiður Einarsdóttir, Þóra Hall-
grímsdóttir, Þóra Havsteen, Svafa
Jónsdóttir, Ingimar Eydal og
Steinþór Guðmundsson. Hafði fyr-
ir nokkrum árum komið í Óðni
ítarleg grein um Leikfjelag Reyk-
javíkur með fjölda mynda og er
því í þessum tveimur greinum
fengið yfirlit um helstu leikstarf-
semi landsins og sögu hennar. —
Ennfremur eru í þessu Óðinshefti
kvæði eftir Jakob Thorarensen,
Jón Magnússon, áður óprentað
kvæði eftir Bólu-Hjálmar og þýð-
ing Bjama frá Vogi á upphafinu
á öðrum hluta Faust’s, sem ekki
hefur áður verið prentaður. Þá
eru fróðleiksgreinir, s. s. tvær
sagnir um Jónas Hallgrímsson og
Sigurð Breiðfjörð. Loks er í heft-
inu langur kafli úr sjálfsæfisögu
sr. Friðriks Friðrikssonar, sem
mikið hefur verið lesin og orðið
vinsæl.
---o----
Dorothea Spinney heitir ensk
leikkona, sem víða hefur farið og
lesið upp og leikið ýms skáldrit.
Er hún nú hjer stödd og hefur
farið með leikritið Alkestis eftir
Euripides, eitt af höfuðskáldum
Fomgrikkja. Var sá leikur fyrst
syndur í Aþenu árið 430 fyrir
Krists burð og eru því nærrí
2360 ár síðan. Leikurinn dregur
nafn af ungri konu, sem tekur
að sjer að deyja fyrir feigan
mann sinn, til þess að hann geti
lifað lengur, af því hann langar
til þess. Mun grískur fornleikm1
ekki hafa verið fluttur fram fyr
í heild hjer á landi og ekki hefur
komið út heil þýðing á nema ein-
um, Bakkynjum Euripidesar, eftir
dr. Sigfús Blöndal. En Grímur
Thomsen þýddi m. a. tvo kór-
söngva úr Alkestis. Ungfrú
Spinney fór með hina ensku þýð.
Gilbert Murrays, helsta núlifandi
grískufræðings meðal enskra
þjóða. Var hún klædd grískri
skikkju og sýndi hlutverkin af
fjöri og skilningi og hefur þrótt-
mikla, fjölbreytta og tamda rödd.
Tíminni er nú miður heppilegur
til skemtana eins og þessarar og
takmarkaður hópur þeirra, hjer
eins og annarstaðar, sem sækir
erlendar framsagnir. Áheyrend-
ur voru einnig nauðafáir og eftir-
tektarvert að í flokk þeirra vant-
aði flesta þá, sem annars verður
skrafdrjúgast um „gildi klass-
iskra bókmenta“.
Björn G. Björnson verkfræðing-
ur og kona hans eru nýlega komin
hingað í kynnisför. Hann ar son-
ur G. B. landlæknis og hefur dval-
ið vestra síðan hann lauk stúd-
entsprófi hjer fyrir 10 árum,
stundaði þar háskólanám og lauk
því með ágætri einkunn og hefur
nú^stöðu í New York. Kona hans
er rithöfundur og kunn af ýms-
um kvæðum sínum. M. a. hefur
hún orkt kvæði um Hallgerði
langbrók, sem hlotið hefur mikið
lof. Hún vinnur einnig að því að
snúa á ensku ýmsum ísl. kvæð-
um.
„Lífið er mjer Kristur“ heita
nokkrar predikanir sem nýkomn-
ar eru út eftir sr. Bjama Jónssor.
dómkirkjuprest. — „Sonur hins
blessaða“ heitir bæklingur, sem
einnig er nýútkominn eftir Sigur-
björa Á. Gíslason.
Ari Jónsson hjet íslenskur
óperusöngvari, sem alið hafði
mestan aldur sinn erlendis, en nú
er nýlega dáinn í Kaupmanna-
höfn.. A. J. mun hafa verið hinn
fyrsti ísl. óperusöngvari og var
á blómaárum sínum vel metinn og
dáður söngvari við ríkisóperamar
í Leipzig og Berlín.Á ófriðarárun-
um misti hann allar eigur sínar
og lifði síðan í fátækt og vinum
horfinn í Khöfn og hafði ofan
af fyrir sjer með söngkenslu. A. J.
var lítt kunnur hjer heima á síðari
árum. Hann hafði þó sungið hjer
í Reykjavík nokkru fyrir alda-
mótin síðustu og þótt mikið til
koma. I kistuna með honum voru
lögð böndin af frægðarsveigum
hans, og var meðal þeirra eitt frá
drotningu Vilhjálms Þýskalands-
keisara.
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Forstöðukona hans, Ingibj. H.
Bjarnason alþm. hefur nýlega
gefið skýrslu um hann fyrir
starfsárið 1926—27. Nemendur
r
Okeypis
og burðargjaldsfrítt sendist okkar
nytsama og mjög myndum prýdda
vöruskrá með gummí- og hreinlæti*-
vörum og leikföngum, einnig úrum,
bókum og póstkortum.
Samariten, Afd. 67. Köbenhavn K.
voru 118 og þurfti að neita ýms-
um umsóknum, svo var aðsóknin
mikil, en aukadeild var einnig
stofnuð. Annars var skólinn með
svipuðu sniði og fyr hefur verið
frá sagt.
Vesalingarnir. Fjórði og næst-
síðasti þátturinn hefst í næsta
blaði.
Strandarkirkja. Lögrj. hefur
tekið á móti 5 kr. frá Svani, sem
eru áheit á Strandarkirkju.
Eldgos eru nú sögð í Vatna-
jökli einhversstaðar, eftir því
sem haft er eftir bóndanum í
Möðrudal, sem segist nýlega hafa
sjeð eldstólpa og reyk yfir miðj-
um jöklinum.
Gunnlaugur Blöndal málari,
sem undanfarin ár hefir dvalið í
París, hefur nýlega haft sýningu
hjá Ferlow í Kaupmannahöfn og
hlotið lof fyrir.
Prestafundur fyrir austfirska
presta var haldinn um miðjan
þennan xnánuð á Eiðum. Norð-
lenskir prestar halda fund á
Akureyri 20. þ. m.
Strand. Kolaskipið Algo strand-
aði nýlega á Eyrarbakka og hef-
ur ekki náðst út.
Páll lögmaður Vídalín. 18. þ. m.
voru tvær aldir liðnar síðan P.
V. andaðist. Hann var einn af at-
kvæðamestu og fjölhæfustu
mönnum sinna tíma.
íslensk-danska-nefndin heldur
fundi í Kaupmannahöfn í sumar
og eru ísl. fulltrúarair farair eða
á förum.
Skólamál Sunnlendinga. At-
kvæðagreiðsla fór fram um það
um leið og kosið var til þings.
Með samskóla voru greidd 499
atkv., með sjerskóla 363, en 219
seðlar voru auðir.
Síðustu erl. fregnir. Alvarlegar
róstur eru þessa dagana í Vínar-
borg. Hafa orðið þar götubardag-
ar og fallið 150 manns, og alls-
herjarverkfalli var lýst yfir og
miklar viðsjár milli stjómarinnar
og andstæðinga hennar. Óeirðim-
ar spruttu af því, að kviðdómur
sýknaði keisarasinna, sem skotið
höfðu á samkomu lýðveldissinna
og drepið tvo þeirra. I Frakk-
landi hafa verið samþ. ný kosn-
ingalög, og er landinu samkvæmt
þeim skift í tóm einmennings-
kjördæmi. I Kína eru ennþá sí-
feldar róstur. Einn Islendingur
hefur verið þar undanfarið, Ól.
Ólafsson trúboði, sem nokkrum
sinnum hefur skrifað í Lögrj.
I ferðabrjefum í Vísi hefur hann
lýst ferð sinni, eða flótta, um
ófriðarsvæðið nú nýlega. Segir
hann t. d. um útlendingahatrið
þar, að algengt hafi það verið,
að hrópað var á eftir þeim fjelög-
um: Útlendu djöflar! Útlendu
hundar! Niður með útlendingana!
Niður með kristindóminn! Drep-
um útlendingana.
Prentsmiðjan Acta.