Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 21. september 1927. 49. blað. Um víða veröld. Gerhart Hauptmann og alþjóðabókasýningin í Leipzig. Eins og áður hefur verið sagt stuttlega frá í Lögrjettu hefur á þessu ári verið alþjóðabóka- sýning í Leipzig á Þýskalandi, en þar er höfuðból þýskrar bóka- gerðar. Það var tilgangur sýning- ar þessarar að leiða í ljós á ein- um stað sem flest af því besta sem til er í bóklist og bókiðnaði, í frágangi bóka, pappír, prentun, bandi o. sl. Það var Fjelag þýskra bóklistarmanna, (Verein Deutscher Buchkiinstler) sem fyrir sýningunni stóð, en bæði bæjarfjelagið og ríkið studdu hana ríkulega og einnig ýmsir merkir menn, svo sem skáldið Gerhart Hauptmann, vísindamað- urinn Adolph von Harnack og listamaðurinn Max Liebermann, sem voru verndarar sýningarinn- ar. Tuttugu þjóðir tóku þátt í sýningunni, þ." á m. allar Norður- landaþjóðirnar nema ísland, og þjóðir úr öðrum heimsálfum s. s. Bandaríkjamenn og Japanar. Mest bar að sjálfsögðu á þátt- töku Þjóðverja, enda eru þeir öndvegisþjóð í bókagerð og bók- mentum. M. a. var sjerstakt sýn- ingarherbergi fyrir bækur Haupt- manns og mikla athygli vakti einnig herbergi bókasafnarans (Zimmer eines Bibliophilen) en þai* var sýnt frægt og dýrmætt safn handbundinna eða skraut- prentaðra bóka Karls Klingen- spor í mjög listfenglega útbúnu herbergi, sem , húsgagnaverslun Carl Miillers hafði gert sjerstak- lega vegna sýningarinnar. Sýn- ingunni var annars skift í ýmsar deildir, sem bæði sýndu mismun- andi tegundir bókagerðar nútím- ans, s. s. „barnabækur allra þjóða" og einnig sögulega þróun bókagerðarinnar. Alls voru sýnd þarna verk hjerumbil 1100 bók- listarmanna, teiknara og bók- skreytingarmanna, prentara og bókbindara. Af einstökum verk- um og höfundum má nefna verk Ricketts frá Englandi, ýmislegt eftir Utrillo, og Jean Cocteau í Frakklandi, Diveky og Kozma í Ungverjalandi, von Larisch í Austurríki og ýmislegt frá Of- ficina Vindobonensis. Af Norður- landamönnum er helst getið um Gudmund Hentze og Jóakim Skovgaard frá Danmörku og Olaf Gulbrandson frá Noregi og eru einnig kunnar hjer ýmsar teikningar þeirra og bókskreyt- ingar. Það er einróma álit þeirra, sem sýninguna hafa sjeð og um hana skrifað, að hún sje hinn merkasti viðburður á sínu sviði, og glæsi- legur vottur þess listræna og sið- ræna gildis, sem í bókagerðinni sje fólgið og sönnun þess hver á- hrif hún hafi og geti haft á menningarlíf þjóðanna. Gerhart Hauptmann segir í á- varpi sínu vegna sýningarinnar: Bókin er eitt hið mesta undur veraldarinnar, hún er áþreifan- leg mynd hins óáþreifanlega, andans. Það er henni og mannin- um sameiginlegt. Bókin er kraftaverk, sem á rætur sínar að rekja til mannanna. í henni hefur mannkyninu auðnast það, að klæða andann efni. Bókin, efnis- gerfing andans, flytur andann lifandi gegnum aldir jarðvistar- innar. Bókin felur í sjer fortíð mannanna, nútíð þeirra og fram- tíð. Menning mannanna á ekkert virðulegra en bókina, ekkert und- ursamlegra, og ekkert mikilsverð- ara. Biblos er bók á grísku. Það orð hefur öðlast guðlegt gildi víð- ar en í biblíunni. Lýðháskólarnir í „borg" og í „hreysi". Enginn, sem hefur áhuga fyrir lýðháskólahreyfingunni á Norð- urlöndum, getur leitt hjá sjer at- hyglislaust umræður þær, sem verið hafa um dönsku lýðháskól- ana á síðastliðnum vetri. Ekki vegna þess að andmæli gegn lýð- háskólunum sjeu svo ný og ó- þekt, en vegna þess hvers eðlis þau eru og hvaðan þau koma. Lýðháskólarnir hafa oft orðið fyrir sterkum árásum utan að — frá mönnum, sem staðið hafa utan við sem áhorfendur, en ekki þekt hið innra líf skólanna, og því dæmt þá sem hjegóma. Slík andmæli hafa því sem oftast dæmt sig sjálf. Sjaldgæfara er að árásirnar hafa komið innan að — frá mönnum, sem standa innan veggja skólans, og benda á hættu, sem ógnar hreyfingunni. En það er einmitt það, sem vilj- að hefur til í Danmörku síðast- liðinn vetur. I fyrrahaust hjelt Gunnar Gunnarsson rithöfundur ræðu á lýðháskólanum á Frederiksborg. Ræðan var síðar birt í „Poletik- en" undir yfirskriftinni: „Folke- höjskolen og Tiden". Gunnar Gunnarsson segir þar meðal ann- ars: „Hinn danski lýðháskóli, sem nú er grunnmúruð borg, var í byrjun aðeins stráþakið hreysi, en yfir hreysinu blakti fáni: hið lifandi orð. Það gerði ekkert þó að hreysið væri lítið og fátæklegt því fáninn var djarfur og heilag- ur, og það var fólk til að fylgja honum og bera hann fram með auðmjúkri fórnarlund. Það mál- efni, sem lífið óskert ekki fórnar sjer fyrir, er dauðadæmt. Ennþá blaktir hinn djarfi fáni yfir borginni. En borgin er ný, en fán- inn gamall, og með tímanum orð- inn fremur litdaufur. Það er næstum að verða þannig, að það er borgin sem ber og heiðrar fán- ann — en ekki öfugt, eins og borgin væri eða gæti nokkurn- tíma orðið annað en efniskendur líkami, þar sem fáninn var sólin — hið ódauðlega! Þó að borgin hryndi til grunna, og allir lýðháskólar í Danmörku hyrfu, hvað gerði það til, ef það væri aðeins einn staður í landinu — eitt stráþakið hreysi eða gras- gróinn ræðustóll úti í náttúr- unni, þar sem orðið lifði!" Þannig sagði Gunnar Gunnars- son. Og jeg býst við, að flestir, sem þekkja til málefnisins sjeu honum sammála um það, að hjer liggur hætta lýðháskólahreyfing- arinnar, eins og allra annara and- legra hreyfinga — það að þær stirðni í mótunum og tapi við það hinu innra lífi. Ýmislegt annað í áðurnefndri ræðu við- víkjandi starfsaðferð lýðháskól- anna virðist mjer fremur ljett- vægt, og jeg hygg að fæstir lýð- háskólakennarar vildu viður- kenna að það sje rjett álitið. En það eru alt aukaatriði. Hjer er- um við við aðalatriðið — fyrst hreysið með hinum djarfa fána, sem menn fylgdu með fórnar- lund, — og síðar borgina — stofnunina, sem þarf að stjórnast og krefst eftirlits og reiknings- halds. Gunnar Gunnarsson benti á hættuna. En sá sem hóf sjálfa árásina á hina grunnmúruðu borg, var ungur kennari á lýðhá- skólanum á Frederiksborg, Karl Nielsen. Hann skrifaði fyrst grein í „Höjskolebladet" 26. nóv. 1926, grein, sem hefur valdið meiri umræðum í „Höjskoleblad- et" en nokkur önnur í langan tíma. En hún gerði meira en að valda umræðum. Milli jóla og nýárs var stofnað til fundar út á Jótlandi, þar sem lýðháskóla- kennarar hvaðanæfa af landinu komu og ræddu um aðstöðu lýð- háskólanna í bili. Karl Nielsen flutti framsöguræðu á fundinum og voru umræður á eftir. Ýmsir gestir tóku þar einnig til máls, sem höfðu áhuga fyrir lýðhá- skólahreyfingunni, t. d. hinn ungi, efnilegi ritdómari, Jörgen Bukdahl. En eins og oft vill verða, er erfitt að komast að nokkurri niðurstöðu með slíkum umræðum. Eftir fundinn kom ræða Karls Nielsens í Höjskole- bladet, og vegna þess, að hann hefur margt nýtt fram að færa, er bæði frumlegur og ákveðinn, vil jeg hjer gera tilraun til þess að drepa á höfuðatriðin í skoðun- um hans. Menn geta verið sam- mála eða ósammála honum, en menn komast ekki hjá því að finna eldmóðinn og hrifninguna, sem Uggur bak við orð hans. Og jeg þakka það ekki eins og það er vert, að vera svo heppinn, að kynnast þessum eldhuga dálítið persónulega. Karl Nielsen hefur verið frí- kirkjuprestur í Ameríku í nokkur ár. Þaðan er hann kominn til Frederiksborg fyrir 2 árum, og hefur starfað þar við skólann í þann tíma, samtímis og hann heldur guðsþjónustur þar í frí- kirkjunni. — Aðeins það um manninn. Við höfum oft heyrt árásir á lýðháskólana fyrir það, að þeir væru vakningarskólar, en hugsuðu ekki nógu mikið um að stoppa nemendur sína upp með þekking- arfóðri, eins og „vera bæri". Að þessu leyti hafa lýðháskólarnir verið frábrugðnir prófskólunum. En það er einmitt það gagnstæða sem Karl Nielsen ræðst á þá fyrir, það, að þeir hafi ekki verið nógu trúir kalli sínu, sem vakn- ingarskólar, en sjeu meira og meira að nálgast prófskólana — Lýðháskólinn er að verða að skóla. Eigum við þá örhtla stund að hverfa heim á „borgina" með Karl Nielsen, og heyra hvað hann hefur að segja um sögu hennar — hugsunin er hans, þó orðin sjeu mín. Lýðháskólaborgin er stór stofn- un. En það var aldrei takmark hugsjónarinnar, heldur: eldur í æskuna. Brautryðjendumir höfðu þennan vakningareld, en eftir- menn þeirra hafa fyrst og fremst ,.borg" til að stjórna. Þyngdar- punkturinn er fluttur. Stofnunin krefst svo og svo margra nem- enda árlega, svo hún geti borið sig. Það er stofnunin, sem segir til vegar. Hún verður að taka til- lit til margs: Rúms, tíma, talna og almenningsálits til þess að njóta velvilja. Niðurstaðan verð- ur að hinar Grundtvigsku setn- ingar um frelsi verða að meira eða minna leyti aðeins setningar. Það er ekki tekið tillit til upp- lagsins, sem skyldi. Stundaskrá- in krefst, kennarinn krefst og síðast en ekki síst — stofnunin krefst, að allir skrifi hina sömu stíla, reikni sömu reikningsdæmi, og það sem verst er, hlusti á sömu fyrirlestra. — „Skólinn fyrir lífið" er orðinn hræddur við

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.