Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXH.ár. Reykjavík, miðvikudaginn 12. október 1927. 53. blað. Um víða veröld. Hindenburg. Hindenburg Þýskalandsforseti varð áttræður 4. þ. m. og fóru þess vegna fram ýms hátíðahöld víðsvegar um Þýskaland. Hinden- burg er einn af hinum fáu for- göngumönnum frá ófriðarárunum, sem haldið hafa völdum sínum og virðingum, einnig á þeim svo- nefndu friðartímum, sem komið hafa á eftir bölvun og heimsku þess hildarleiks, sem hann átti svo mikinn þátt í. Þetta er ekki tilviljun ein. Hindenburg reyndist hinn riddaralegasti maður og kjarkmenni, ekki einungis meðan sigur og sæmd fylgdi vopnum hans sem marskálks og æðsta stjórnanda þýska hersins, heldur einnig þegar í raunirnar rak. Hann yfirgaf ekki stöðu sína á vígvellinum, þótt stjórnmálabylt- ing, sem hann hataði, yrði ofan á heima fyrir, bylting, sem hann telur, að eigi aðalsökina á hruni Þýskalands, þar sem hún hafi grafið grundvöllinn, siðferðilega og stjórnarfarslega, undan við- námsmætti þýsku þjóðarinnar og trú hennar á sjálfa sig, áður en ástæða hafi verið til að örvænta um ófriðargengið á vígvöllunum. Hindenburg er hermaður fyrst og fremst, kominn af gömlum hermenskuaðli og alinn upp í her- skóla frá því hann var ellefu ára. Hermenskuuppeldi sitt telur hann gæfu lífs síns, í fróðlegn æfisögu sinni, sem hann skrifaði eftir ófriðarlokin. I þeim skóla segist hann hafa öðlast kjark og festu skapferðar sinnar, ábyrgð- artilfinningu og áræði til sjálf- stæðra úrlausna, jafnframt því, sem hann hafi öðlast staðgóðan og nákvæman fróðleik um fræði- grein sína, fróðleik, sem átti eftir að festast og styrkjast við margs- konar reynslu í mismunandi störf- um innan hersins. Hann segir að hermenskuuppeldið hafi í þann tíð viljandi verið gert nokkuð harðhent, einkum til þess að ala upp viljalíf foringjaefnanna. Sterkur vilji hafi verið eins mik- ils metinn og þekking. Samt seg- ir hann að þetta uppeldi hafi engan veginn verið einhliða, skólalífið hafi verið fjörugt og frjálslegt á ýmsan hátt. Hann er fasttrúaður á það, að þessi upp- eldisaðferð hafi haft góð áhrif ?- Þýskt þjóðlíf, en mótmælir því, að rjett sje það, sem sagt sje, að hún hafi alið upp hermensku- hroka 0g herdýrkun. Hann segir, að þýskir herforingjar hafí alls ekki verið einangruð og þóttafull uppivöðslustjett, hún hafi að vísu haft ríka stjettartilfinningu, en ekki stjettarhroka. Hindenburg segist hafa lítinn skilning á bók- vísindalegu og „húmanistisku" uppeldi annara skóla. Einkum tel- ur hann fornmálanámið gagns- laust í lífinu og taka altof mik- inn tíma. Hann vill láta leggja megináhersluna á nýju lifandi málin, auk móðurmálsins, og svo á sögu síðari tíma, landafræði og íþróttir. Því á að láta gamla tím- ann sitja í fyrirrúmi, segir hann, höfum við ekki síðan með þungri baráttu og erfiðri vinnu skapað okkar eigin sögu, okkar eigin bók- mentir, okkar eigin listir? Er okkur ekki miklu brýnni þörf á lifandi málum en dauðum til þess að geta tekið rjettan þátt í al- þjóðlegu samlífi? Alt um þetta segist Hindenburg ekki lítilsvirða fortíðina, en þvert á móti hafa yndi af sögu hennar, þótt annað hafi hann meira metið. Og hetjur og fyrirmyndir æsku sinnar seg- ist hann, með allri virðingu fyrir fornöldinni, hafa sótt í sögu sinn- ar eigin þjóðar, það sje ástæðu- laust að láta aðdáunina á ein- hverjum Alkibiadesi eða Þemisto- kles eða Cato blinda augu sín fyrir ágæti þjóðlegra manna seinni tíma, sem verið hafi að minsta kosti eins mikilsverðir í sögu síns tíma, eins og hinir voru í sögu Grikklands og Rómaveldis. Það yrði langt mál, en eftir- tektarvert að ýmsu leyti.að rekja æfiferil Hindenburgs eins og hann segir frá honum í sögu sinni og fjallar meginhluti hennar um af- skifti hans af ófriðnum. Hann var orðinn aldraður maður og geng- inn úr herþjónustu, er hann var kvaddur af keisaranum til her- stjórnar á ný. Og hann var aftur kominn úr opinberri þjónustu og setstur í helgan stein, er hann enn á ný var kvaddur til forsætis lýð- veldisins. Þykir honum yfirleitt hafa farist forsetastarfið vel úr hendi, þótt nökkrar snurður hafi hlaupið á þráðinn, nú síðast er hann afhjúpaði minnismerki um sigur hers síns við Tannenberg. Sagði hann að ófriðurinn hefði frá Þjóðverja hálfu verið örþrifaráð til sjálfsvarnar og kostað þjóðina þungar fórnir, en hún hefði haft hreinan skjöld og hreint hjarta. Þessi ræða og svörin við henni eru til marks um það hversu enn- þá lifir undirniðri í glæðum ófriðaráranna, þrátt fyrir vel og illa meinta friðarstarfsemi síð- ustu ára. En Jaspar ráðherra í Belgíu svaraði Hindenburg nokkru seinna í annari afhjúpunarræðu og sveigði því þar að Þjóðverjum, að þeir hefðu í hinu „hreina hjarta" sínu verið brennuvargar, morðingjar og kúgarar. Það er annars einkennilegt, að Hindenburg skuli í elli sinni hafa orðið svo að segja æðsti stjórn- málamaður Þýskalands, því áður fyr ljet hann sjer fátt um finnast stjórnmál og stjórnmálamenn og sagði að sjer væri mjög ógeðfelt að blanda sjer í hringiðu og óhæfu þeirra mála. Alt um það varð hann á ófriðarárunum að láta til sín taka ýms stjórnmál. En hans er samt ekki minst nú á áttræðisafmæli hans sem stjórn- málamanns einkanlega. Hann er fyrst og fremst hermaður, ridd- aralegur hermaður í gömlum stíl, hermaður, sem þrátt fyrir alt getur látið í ljós mannúðlegan skilning á ógnum ófriðarins og gildi friðarins, maður sem frem- ur flestum öðrum var kraftur þjóðar sinnar á glæsilegum en al- varlegum tímum og taldi í hana trú og kjark á tímum niðurlæg- ingarinnar. Jeg hef hugsað, starf- að og mjer hefur skjátlast, eins og mannlegt er. Líf mitt og starf hefur markast af minni eigin sannfæringu, skyldunni og sam- vitskunni, en ekki af hylli heims- ins, segir hann á einum stað. Þegar þjóðlegur hugsanaferill og þjóðleg samvitund hefur aftur upp risið, segir hann í niðuriagi æfisögu sinnar, þá munu þrosk- ast handa okkur verðmætir and- legir ávextir, bæði af hinni beisku alvöru yfirstandandi tíma og af heimsstyrjöldinni, sem engin þjóð getur litið til með rjettmætara stolti og hreinni samvitsku en okkar þjóð, meðan hún var mál- efni sínu trú. Þeir, sem fjellu í trúnni á glæsileik Þýskalands, hafa þá ekki árangurslaust fórn- að blóði sínu. I þessu trausti legg jeg pennann frá mjer og byggi fast á þig, þú þýska æska! Síðustu fregnir. I Mexikó var nýlega gerð upp- leisnartilraun, en bæld niður. Voru við uppreisnina riðnir m. a. allmargir þingmenn og svifti þingið þá umboði sínu, að upp- reisninni lokinni. En aðalforingj- ar uppreisnarinnar, Gomez og Serrano, hershöfðingjar, voru handteknir og líflátnir. — í Kína eru óeirðirnar ennþá óútkljáðar. Japanar ætla að senda her til Peking, en Feng Yuh Siang sækir að borginni. — Rússar og Persar hafa gert með sjer versl- unarsamning, sem athygli hefur vakið og þykir m. a. líklegur til þess að veikja áhrif Breta aust- ur þar. Eitt atriði samningsins er þannig, að leyfður er allmik- ill frjáls innflutningur til Rúss- lands, sem ekki á að fara fram fyrir milligöngu stjórnareinka- sölunnar — Þráðlaust viðtals- samband er nú opnað milli Eng- lands og Kanada. — Enskar og þýskar efnasmiðjur hafa myndað söluhring. — Nokkurar viðsjár eru á Balkanskaga út af erjun- um milli Búlgara og Júgóslafa, en reynt að jafna þær friðsam- lega. — Chamberlain kvað hafa stungið upp á því við Rivera, að Spánverjar fengju Frökkum í hendur sinn hluta af Marokkó, en Bretar útveguðu þeim hæfi- legt endurgjald. — Rússastjórn hefur ákveðið að kalla Rakovski sendiherra heim frá París. Bæða flutt við setning Háskólans 4. október 1927 af prófessor Haraldi Níelssyni háskólarektor. Háttvirta samkoma! Kærir sam- kennarar og stúdentar! Við byrjun nýs skólaárs söfn- umst vjer hjer saman eftir sum- arleyfið, til þess aðallega að biðja nýju stúdentana, sem bætst hafa í hópinn, vera velkomna. Jeg vona, að vjer komum allir með nýjum kröftum eða vel endurhrestir þetta sinn, því að sumarið hefur verið svo blítt og unaðslegt, að elstu menn meðal vor muna varla jafngott og fagurt sumar. Land vort hefur baðast í sól svo að segja á hverjum degi og lognið hefur verið óvenjulega mikið. Og þegar svo viðrar geta fá lönd boðið íbúum sínum jafn hressandi loft og jafnfagurt útsýni sem ætt- jörð vor. Þessa er vert að minn- ast nú, því að vjer erum vanari hinu, að veðráttan sje óblíð og óstöðug. Vjer höfum gert það að föstum sið, að byrja þessa athöfn með því að syngja tvö erindi úr há- tíðarljóðum þeim, sem orkt voru þegar Háskólinn var stofnaður. Vjer höfum gert það undanfarin 10 ár. Jeg vona, að sá siður hald- ist og verði heilög venja. Oss er það holt, að vera á það mintir, að þessi háskóli er ekki annað en lít- ill, veikur kvistur. Það viðheldur þeirri tilfinning, sem oss er nauð- synlegt að varðveita: auðmýkt eða lítillæti. Annað mundi fara oss illa. En þessi fagra bæn felur jafnframt meira í sjer. Hún er full af von. Og jafnframt því að varðveita lítillætið, þurfum vjer að lifa stöðuglega í von um það, að með tíð og tíma vaxi hinn veiki kvistur, stækki og hækki hinn smái vísir. Jeg vil óska þess, að sjerhver nýr hópur stúdenta, sem við bætist, glæði þá von. I þeirri von fyrst og fremst fagna jeg yður, nýju stúdentar! Verið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.