Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.11.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.11.1927, Blaðsíða 1
 LOGRJETTA XXILár. Reykjavík, miðvikudaginn 23. nóvember 1927. 60. tbL Um víða verölri. Byltingar-afmæli. Rússneska sovjet-ríkið hefur um þessar mundir haldið hátíð- legt tíu ára afmæli sitt, eins og fyr er frá sagt. En jafnframt af- mælisfögnuðinum hafa í Rúss- landi verið áberandi og alvarleg- ar viðsjár innan kommunista- flokksins og jafnvel búist við byltingu. Veldur þessu enn sem fyr togstreitan um völdin og á- hrifin innan flokksins. Fylgis- menn Stalins og fjelaga hans hafa óttast að Trotsky og hans fylgismenn yrðu of máttugir innan flokksins og hafa því hamlað starfsemi þeirra á ýmsan hátt og loks gripið til þess óynd- isúrræðis að gera Trotsky flokks- rækan. En hann er ekki einung- is einn af hinum upprunalegustu byltingarleiðtogum, heldur sjálf- sagt mikilhæfasti maður stjórnar- flokksins, vinsæll og áhrifamikill, einkum í hernum, enda er herinn að miklu leyti hans verk. Enn verður því ekkert fullyrt um það, hverjar afleiðingar ósáttin við hann kann að hafa fyrir flokkinn eða sovjetskipulagið í heild sinni. En þótt sovjet sje nú orðið tíu ára er það lítill aldur í æfi ríkis og ekki langur timi til þess, að af honum megi mikið marka gildi skipulagsins, allra síst þegar rík- ið hefur mikinn hluta tímans ver- ið kafið ófriði inn á við og út á við. Frásagnirnar frá Sovjet- Rússlandi hafa einnig verið mjög ósamhljóða. Stundum er skipulag- ið þar hafið til skýjanna, sagt sem svo að í Rússlandi drjúpi smjer af hverju strái og leiðtog- arnir þar sjeu þeir sönnu mann- kynsfrelsarar, sem leiða muni veröldina á braut nýrrar og betri menningar og skapa þjóðunum einskonar paradísarástand. En aðrir segja að alt sje þar í óreglu og kalda kolum, menningarskorti og mannúðarleysi, og leiðtogarnir sjeu grimmustu glæpamenn, og standi heiminum ekki meiri hætta af öðru en þeim og öllu þeirra athæfi. Þegar reynt er að lesa sem flestar heimildir sem best ofan í kjölinn sjest þó, að í hvor- ugri þessari frásögn er hreinn sannleikur fólginn. Það er áreiðanlegt, að ástandið í Rússlandi á undan byltingunni var á margan hátt þannig, að einhver bylting hlaut að koma, þótt í yfirstjettum þjóðfjelagsins væri merkilegt menningarltf. Mörg öfl urðu einnig til þesí» að ýta undir byltinguna, vestræn áhrif mentamannanna, ójafnaður ýmsra uppivöðslumanna, <5frelsi og kúgun yfirvaldanna, og óljósar hreyfingar ómentaðrar en sjer- kennilegrar alþýðu. Hitt er víst, að þegar byltingin kom, varð hún ekki einungis til þess að hefna gamallar kúgunar, heldur einnig til þess að koma á nýrri kúgun og eyða ýmsum gömlum verðmæt- um. Jafnframt því sem að bylt- ingunni stóðu hugsjóna- og hæfi- leikamenn, stóðu að henni skrfl- menni og skrumaralýður, eins og gengur og gerist. Erfiðleikarnir inn á við og út á við urðu miklir og margvíslegir svo að þrátt fyr- ir það, þótt margir byltingarleið- togar hafi í alvöru og einlægni viljað gera merkilega tilraun til mannfjelagsbóta, og orðið nokkuð ágengt í ýmsu, hefur byltingin enn ekki borið tilætlaðan árang- ur og verk hennar mistekist að mörgu leyti og ein áþjánin komið í annarar stað. En um gildi skipu- lagsins í sjálfu sjer verður þó ekki dæmt fullkomlega af þeirri reynslu, sem enn er fengin og verður að gæta þess, að allmikið af erlendum fregnum um rúss- nesk mál eru rituð af andstæð- ingum sovjet-skipulagsins. Nokkura hugmynd um ástand- ið á liðnum áratug má fá með því að athuga tvo málaflokka, sem mikið veltur á í hverju þjóðfje- lagi — viðskiftamál og menta- mál. (Um sögu byltingarinnar sjálfrar má vísa í Heimsstyrjöld Þorst. Gíslasonar). Samkvæmt stjórnarauglýsingu frá 13. marts 1922 er allur innflutningur í höndum ríkiseinkasölunnar en út- flutninginn geta einnig annast aðrar deildir sovjet-kerfisins. Til dæmis má samvinnusambandið, Centrosoyus, sjálft annast út- flutning beint til erlendra sam- vinnufjelaga. Á hverju ári gerir sjerstök nefnd allsherjaráætlun um öll viðskifti ríkisins (gos- plan). Árið 1913 nam innflutn- ingurinn (reiknaður í miljónum rúbla) 1374 og útflutningurinn 1520, en 1920—21, 3—4 árum eft- ir byltinguna, var innflutningur- inn kominn ofan í 181 og útflutn- ingurinn ofan í 10. Á næstu ár- um fór viðskiftaveltan að aukast, svo að 1923—24 var innflutning- urinn orðinn 200 og útflutningur- inn 340 0g hefur síðan farið hækkandi og var 1925—26 (síð- asta árið sem Lögrj. hefur náð í skýrslur frá) 415 (innfl.) og 116 (útfl.). Mest eru það matvæli ýms og skepnur, sem með er verslað, eða 6% af innflutningin- um og 38% af útfl.. Ýms óunnin efni eru 54% af innfl. og 49% af útfl. en tilbúinn varningur er 40% af innfl. og 1% af útfl. Gull er 0 af innfl. og 12% af útfl. Mest hefur verið skift við Breta, 19% af innfl. og 32% af útfl. og fóru þá viðskiftin, áður en slitið var sambandinu, fram fyrir milli- göngu Arcos, (en það er skam- stöfun fyrir All Russian Co-op- erative Society eða Samvinnusam- band Rússaveldis). Þessar tölur, sem allar eru teknar eftir opin- berum rússneskum skýrslum, sýna það því, að iðnaður Rússa og utanríkisverslun hefur næst- um farið í hundana á byltingar- árunum, en síðan smárjett við og samt ekki ennþá komist í það lag, sem var fyrir heimsstyrjöld- ina. Leiðtogarnir hafa einnig verið nokkuð ósammála og hikandi um það, hvaða stefnu rjettast væri að taka í viðskifta og iðnaðarmál- um, eftir að flestir þeirra þótt- ust sannfærðir um það, að 6- menguðum kommúnisma í strang- asta skilningi yrði ekki fram- fylgt til fulls, meðan Russland væri einangrað innan fjandsam- legra ríkja með auðvaldsskipu- lagi. 1 þessu sambandi er eftir- tektarverðust sjerleyfastefna sú sem fyrst var sveigt inn á í stjórnarauglýsingu 23. nóvember 1920 og talin þar nauðsynleg vegna viðreisnar iðnaðarins. Sjer- leyfisbeiðnirnar komu unnvörpum. Frá 1922 til 7. september 1926 bárust stjórninni 1909 beiðnir, flestar voru þær þýskar(666), en einnig margar frá Bretlandi (192), Bandaríkjunum (184) og Frakklandi (156). Mest var sótt um sjerleyfi til verksmiðjurekst- urs (571), til verslunar (470), til námareksturs (233) og til landbúnaðar (194). Sjerleyfis- beiðnum, fór sífjölgandi. En stjórnin synjaði flestum. Hún veitti 39 verksmiðjusjerleyfi, 36 verslunarleyfi, 24 námaleyfi og 10 búnaðarleyfi, en hefur nýlega til- kynt að hún hafi í hyggju að veita 100 ný sjerleyfi. Margar sjerleyfisbeiðnirnar komu fyrst frá allskonar braskaralýð, en góð fyrirtæki fóru sjer hægt. En stjórnin reyndi einnig að fara sjer hóflega og hæna að sjer f jársterk og framkvæmdasöm fyr- irtæki og tókst það. Stærstu sjerleyfisfyrirtækin eru (ensku) Lena-gullnámurnar, sem fram- leiða fimtung af gulli Rússland og hafa í þjónustu sinni 13 þús. manns og svo amerísku Harri- man-námurnar. Sum sjerleyfis- fyrirtækin hafa gengið illa, en mörg mjög vel. Stjórnin hefur veitt ýmsum fyrirtækjum stórlán og stutt þau ýmislega, og stund- um eru fyrirtækin sameign stjórnarinnar og hinna erlendu fjelaga. Máske gætu Islendingar, lisiiíi Skilriir frá Norðtungu. I. Skógurinn fölnar og íellir blað, fýkur í bestu skjólin, húmar í sveitum og haustar að, hraðfara lœkkar sólin og svalviðri setjast i stólinn. — Vel er, þá vorar aftur og vaknar gróður-kraftur . Mannsandinn vermist af vorsins þrá. vill ekki skugganum hlýða, horíir í geislans brosandi bra og byrgir sinn þögula kvíða, ef húmið er lengi að líða. — Altaf er leitað að ljósum og lifandi, ilmandi rósum. II. Kveðja þig vinirnir, kona góO, er kular um fölnaðan hmdinn. Ómar um Hlíðina angurljóð; alvðruþrungin er stundin, og sviður við síðasta fundinn. Lauffall hjer lenti á garði langt um fyr en varði. — Gott er að eiga við endað skeið orðstír, sem dýrt er metinn. í verkum er fagurt, að velja þá leið, að vel sje bekkurinn setinn. Og mörg eru mannslífs hretin, nóg er þvi verk að vinna: að vera stuðningur hinna. Alúð þfn hafði þann einkarjett, sem altaf er mikils virði: setti hún aðra í sólskinsblett — sumarið stutt þó yrði — og bar með þeim ýmsa byrði. Aðdáun eiga þeir visa, er öðrum þannig lýsa. — Blessað veri þitt lífdags ljóa, er lýsti með snild og prýði. pökk fyrir hverja hlýlega rós, er haldast mun við líði í vorþrá og vetrarstríði, kraftinn í kynningunni og kærleik í minningunni. III. Skógurinn fölnar og fellir blað og fýkur í bestu skjólin. Löngum er raun að þola það, en þannig er reynsluskólinn, að hverfast og velta hjólin. — Vel er, þá vorar aftur og vaknar lífsins kraftur. Halldór Helgason. sem sjálfir þurfa að fara að taka fasta stefnu í slíkum málum, grætt eitthvað á því, til varnað-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.