Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 2
2 LúGRJniTTA 11.------------------------------n LÖGRJETTA Utfiffuinli ritstjóri 1' o r » t e I n n (< i » 1 n » n n l’inghnlt*stra:tl 1". Slmi I7H. Inahelmt* og nfpreidsl* i Miðstrmti 3. | r-------------------------------- I hverja átt. Eftir full 30 ár rák- umst við hvor á annan af tilvilj- un á ferðalagi, þektum hvorug- ur annan nema fyrir kynningu annara. Jeg minnist þess hvað Jón var glaður í viðmóti, prúður í fram- göngu, faliega vaxinn, sterkur, glíminn og orðheppinn með af- brigðum. Ljóðgáfu hans bar þá ekki á. Ennfremur minnist jeg þess, að þrátt fyrir glaða við- mótið duldist mjer ekki, að yfir sálarlífi hans hvíldi snemma ó- ráðinn alvöruþungi. Mörg ár eru síðan að mjer bárust stökur eft- ir hann. Virtist mjer strax, að engin tvímæli gætu á því leikið, að hjer væri um aiþýðuskáld að ræða, og sumstaðar kom fram þroskaður skilningur á lífinu. Til dæmis: Þótt að leiðin virðist vönd, vertu aldrei hryggur; það er eins og hulin hönd hjálpi, er mest á liggur. Þetta er ekkert hversdagslega sagt. — Mörg hin nöpru ádeilu- kvæði hans lýsa best, hve næma tilfinningu hann hafði fyrir öllu því, er honum fanst misboðið, Jeg bendi á þetta erindi: Nú er hún að fölna og falla í dá hin fomhelga, þjóðlega menning, því langflestir andlegan óþrifnað fá úr útlendum rómana spenning. Svo íslenskan kjamyrt í orðmælgi snýst í andvana sögum og ræðum, og svo þetta nýmóðins titlinga tíst í tómum og rímlausum kvæðum. Margt fleira mætti benda á, ef tími haustanna leyfði. Jón sál. var enginn auðnumaður á verald- ar vísu, oftast fátækur, fremur breytingagjam og fjekst við margt. Um eitt skeið farmaður og fór víða. En eins og stundum vill ganga, fylgdi þessu róti, að hann varð drykkjumaður, og gætti þá ekki hófs. Um fimtugs- aldurinn fór heilsan að bila, og nú að síðustu, þrotinn að kröft- um, ljetst hann 9. sept. s. 1. á Landakotsspítala, nærfelt 53 ára. Eftir ósk hans var hann flutt- ur norður og jarðsettur 23. sept. á æskustöðvunum. Sannaðist þar að: til sólbletta æskunnar aftur hann óskaði að síðustu heim. Eyjólfsstöðum. Þorst. Konráðsson. Eftir fráfall Jóns sál. Berg- manns hafa mjer borist hjeðan úr dalnum þessar stökur, sín frá hverjum. Læt þær fylgja línum þessum. Þ. K. Auðna hans við örlög hörð átti langar þrætur. Nú er Bergmann byrgður jörð, bragardísin grætur. Björa BIöndaL Oft kom Bergmann upp að vör öngulsár að kveldi. Hlaut þó enginn frægri för um ferskeytlunnar veldi. Kristján Sigurðsson kennari. Hjer er boðin „Kaldakinn“ kverjum andans gróðri. Bergmann fjekk þó síðsta sinn að sofa í „Berurjóðri“. Þórarinn Þorleifsson. Altaf munu listræn ljóð lina þrauta kendir Lengur ei Bergmanns gígjan góð glaða hljóma sendir. Sigtryggur Benediktsson. Starf þitt Bergmann búið er, bragarsjólinn frægi. Farðu vel! Við þökkum þjer þína snjöllu bragi. Tryggvi frá Hæli. Skólamál Stúdentafjelagið boðaði nýlega til umræðufundar um skóla- mál og varð hann mjög fjölsótt- ur og fjörugar umræður fram á nótt. Frummælandi var Jónas Jónsson ráðherra. Ræddi hann i einkum um stúdentafjölgunina, | Akureyrarskólann og unglinga- fræðsluna. Taldi ráðherra stúd- entafjöldann vera orðinn altof mikinn og þyrfti að reisa á- kveðnar skorður við aðsókn í æðri skólana. Mest talaði hann um Akureyrarskólann, rjettmæti hans og nauðsyn og gaf skýrt og skemtilegt yfirlit um sögu málsins. En nýar upplýsingar komu fáar fram á fundinum, með eða móti, enda málið þaul- rætt. Merkasti kaflinn í ræðu ráðherrans var sá, sem að ung- lingafræðslunni laut og gerði hann þar grein fyrir ýmsum eft- irtektarverðum nýjungum og umbótatillögum, sem hann hef- i ur á prjónunum, s. s. um tveggja i ára skóla, sem að mestu verði vinnuskóli og kenni steinsteypu, | smíði, netagerð o. þ. h. Ræðu j ráðherrans var yfirleitt vel tek- j ið, þótt mjög væru skoðanir | ræðumanna skiftar og voru um- : ræðurnar mjög hógværar og sagði svo einn ræðumanna (S. E.) í fundarlok, að í þetta skifti hefði verið svo óvenju kyrlátt um ráðherrann, eins og allir ætl- uðu að fara að sækja um em- bætti. Umræðumar snerust mest um stúdentafjölgunina og Akur- eyrarskólann. Á móti mentaskóla i á Akureyri töluðu Sig. Eggerz, Kr. Albertson og Jón Ófeigsson j að nokkru leyti, en með honum i einkum Guðm. G. Bárðarson og j Guðm. Hannesson og töldu, eins : og ráðherra, að Reykjavíkurskól- inn hefði verið vanræktur og væri nauðsyn að útvega honum ýmsar endurbætur. En þær bæt- j ur töldu andstæðingamir, eink- í um S. E., að verða mundu tor- fengnari þegar skólamir væru orðnir tveir, sem keptu um fjár- framlögin. Með ströngum tak- mörkunum á aðsókninni að mentaskóla og Háskóla töluðu Har. Níelsson og Guðm. Finn- bogason. H. N. vildi aðeins láta hleypa ákveðnum fjölda í Menta- skólann, en G. F. vildi hafa mjög ströng próf og 6 ára lærðan skóla. Vilhj. Þ. Gíslason, Guðm. Hannesson, Sig. Eggerz og Jón Ófeigsson töldu takmarkanir þær, sem um væri rætt hæpnar eða illframkvæmanlegar en Ásg. Ás- geirsson vildi láta hefta að- streymið til bráðabirgða, meðan verið væri að koma unglinga- fræðslunni í lag. G. G. Bárðarson benti á, að þótt takmörkuð yrði stúdentaframleiðsla opinberra skóla, gætu einkaskólar haldið áfram að útskrifa stúdenta. Vil- hjálmur Þ. Gíslason, sem talaði næstur á eftir frummælanda, taldi að ósanngjamt væri að am- ast við því að fólk leitaði sem flest þeirrar mentunar, sem best væri völ á og mundu takmark- anir þær, sem um væri talað koma handahófslega niður og ekki ná tilgangi sínum. Erfið- leikamir stöfuðu af fábreytni þeirra leiða, sem hin svonefnda æðri mentun opnaði fólki og af ósamræmi því, sem væri á skóla- skipuninni, þar sem af sumum væri heimtað 11 ára nám, en 3 ára af öðrum, sem engu minna ylti á fyrir þjóðfjelagið. Taldi hann því að ástandið yrði ekki bætt nema með allsherjar endur- skoðun á öllu skólakerfinu og setti fram frumdrætti að tillög- um um skólaskipulag, í samræmi við tillögur þær, sem hann hefur áður birt um endurskoðun á skipulagi háskólans. Vildi hann fyrst láta almenna undirbúnings- fræðslu vera sem jafnasta og tæki hver skólinn við af öðmm, fyrst bamaskólamir, þá ung- lingaskólar í 1—3 ár og þá sams- konar skólar og lærdómsdeild mentaskólans er nú, en þannig, að auk mála og stærðfræðideild- ar, yrði uppeldisfræða (kennara), verslunar og jafnvel búnaðar- deild, sem sniðnar yrðu upp úr núverandi verslunar- og kennara- skólum (og búnaðarskóla) og hefðu rjett til að útskrifa nem- endur á sama hátt og mentaskól- inn nú. En þeir gætu síðan (smámsaman) fengið aukna framhaldsmentun í háskólanum. sem breytt yrði nokkuð (sbr. til- lögumar í „íslensk þjóðfræði“). Með þessu taldi hann að nem- endastraumurinn, sem nú sækir um of í embættanámið eitt, mundi dreifast til fleiri greina og jafnframt yrði hægt að bæta námið, einkum 1 uppeldis- og verslunarfræðum og koma sam- ræmi á mentunarkröfur þær, sem gerðar væru til ýmsra hinna helstu stjetta, án þess fjárfram- lög ykjust mikið. Með þessu taldi hann einnig, að ráða mætti heppilega fram úr Akureyrar- skólamálinu, því einhverja mentaskóladeildina mætti setja nyrðra, en hins vegar væri ekki þörf á tveimur samstæðum menta- skólum eða deildum sem báðar fengjust við sömu efni. Loks er að geta þess, að Jón Ófeigsson stakk upp » því ný- mæli, að í stað þess að byggja nýtt hús yfir háskólann, yrði hann fluttur í núverandi mentaskólahús en bygt yfir mentaskólann og yrði það ódýrara. Kom samskonar til- laga einnig fram í háskólaumræð- um kring um aldamótin síðustu, frá Þorsteini Gíslasyni. Tillaga hefir og komið fram um það, frá Vilhj. Þ. Gíslason, að ef stofnuð yrði íslensk þjóðfræðadeild sú, sem hann hefir gert ráð fyrir, yrði hún til húsa í núverandi Safna- húsi. Stúdentafundurinn, sem hjer hefur verið sagt frá, og síðar verð- ur haldið áfram, kom af stað þörf- um umræðum, eins og skólamála- fundir fjelagsins hafa stundum áður gert. Sýndi hann gréinilega losið sem nú er á skólamálum hjer og þörfina á umbótum. Fram- haldsumræðumar ættu helst að beinast sem mest að athugun þeirra atriða málsins, sem ero nýjungar eða tillögur um nýtt skipulag, en það eru unglinga- fræðslutillögur dómsmálaráð- herrans, samskólatillögur Jóns Ó- feigssonar og mentaskóla- og há- skólatillögurnar frá Vilhjálmi Þ. Gíslason. En sumar tillögumar mætti máske sameina, þar sem þær snerta hvor sitt stig skóla- kerfisins. Hver er að afneita Kristi? ------- Nl. Þá er þriðji fóstbróðirinn, ný- guðfræðin, hvað virðist henni nm Krist? Þessi stefna er enn svo á reiki og svo víðfeðm, að því er ekki hægt að svara með fá- um orðum, það væri rangt gagn- vart mörgum, sem telja sig til hennar, að segja að þeir afneiti allir Kristi; en þó mun óhætt að fullyrða að mikill meiri hluti þeirra gjöri það og að allflestir þeirra styðji fremur að því að draga úr dýrð hans og vegsemd meðal mannanna en hitt, viljandi : eða óviljandi. Aðalmaður nýguðfræðinganna, | Adolf v. Haraach, segir berum } orðum, eins og áður er tilfært, | að „sonurinn eigi ekki heima í : fagnaðarerindinu“, og það rit ; hans, sem þetta boðar, er ný- þýtt á íslensku af einhverjum j fremsta og trúmesta nýguðfræð- i ing okkar hjer á landi, sjera ; Ásm. Guðmundssyni skólastjóra ; á Eiðum og með því er mælt af biskupi lands vors, svo það virð- ist svo sem þessir merku menn I sjeu ekki fjarri því að útiloka | soninn úr fagnaðarerindi því er hann sjálfur flutti, telja hann } því enganvegin jafnan föðumum j að dýrð og veldi; og þó dylst j mjer ekki að þessir tveir menn ; beri einlæga ást í hjarta til Jesú | frá Nazaret. Sig. próf. Sívertsen, sem jeg tel meðal mestu og bestu nýguðfræðinganna hjer hjá | oss, sagði nýlega að jeg hefði

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.