Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA | Veðdeildarbrjef. I MinifiiiiuimiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiii Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. g flokks veðdeildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum 1 hans. I Vextir af bankavaxtabrjefum þessa | flokks eru 5%, er greiðast í tvennu lagi, 2. janúar og 1. júli ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr.f 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. Landsbanki Islands. | ÍlllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllilllllllllllllUIIIIIUIIUIIIIIllllltlllilllllIiilV og frá 1911—1922. Var hann i Tapast hefur grár hestur 8 síðast einn af landskjörnum þing- i vetra. Mark: Blaðstýft framan inn fullur af fylgismönnum þeirra, varðsveit með stafi í j höndum og svo þjónustufólk | þeirra. Fram fyrir þessa samkomu var ; Jesús leiddur með bundnar hend- ! I ur. Annas prestur hafði sjeð fyr- I ir nokkrum vitnum, sem þarna voru viðstödd, ef á þyrfti að halda. Rjettarhaldið hófst með því, að þau voru kölluð fram. Tvö af þeim sóru, að þau hefðu heyrt Jesús segja: „Jeg megna, að brjóta niður þetta musteri, sem gert er af mannahöndum, og reisa annað á þrem dögum, sem ekki skal vera af mannahöndum gert“. Þessi framburður var á þeim dögum og fyrir þessum rjetti mjög alvarlegt ákæruefni. Orðin voru brot gegn helgidóminum og guðlast. Því musterið í Jerúsalem var í augum þeirra, sem þar rjeðu, friðhelg drottins borg, og að tala ógnunarorð gegn því var sama sem að tala ógnunarorð gegn drotni sjálfum. En þessi orð hafði Jesús aldrei sagt, að minsta kosti ekki eins og þau voru nú höfð eftir honum. Hann hafði reyndar sagt, að svo mundi fara, að ekki stæði steinn yfir steini af musterisbyggingunni, en ekki sagt, að hann ætlaði að eyði- leggja það. Og orðin um muster- ið, sem byggjast skyldi á þrem dögum og ekki skyldi reist verða af mannahöndum, voru tekin úr annari ræðu, þar sem hann í lík- ingum hafði talað um upprisu sína. Hefði verið auðgert fyrir Jesús, að hrinda þessum vitnis- burðum og afsanna þá. En hann þagði. Æðsti presturinn reis þá upp með þótta og mælti: „Svarar þú ekki ? Heyrir þú ekki framburð vitnanna ?“ En Jesús þagði. Sókrates hjelt langa vamar- ræðu áður en hann var dæmdur af lífi. Og í lok ræðunnar minnir hann dómarana á, að hann sje gamall maður, sem brátt muni deyja, þótt dauðadómurinn farist fyrir í þetta sinn, og hann býð- ur að lokum fjárgjöld fyrir að mega halda heim til sín í friði. En Kristur heldur enga vam- arræðu; hjá honum er ekki um neitt orðaskak nje málfærslu að ræða. Hann fyrirlítur, eins og engill Dantes, mannlegar rök- semdir. Haxm svarar með þögn, og sje hann neyddur til að tala, er hann svo stuttorður sem fremst má verða. Kaífas reiddist þögn hans og fjekk hann loks til að tala, er hann sagði: „Jeg krefst þess í nafni hins lifandi guðs, að þú segir okkur, hvort þú ert Kristur, sonur guðs“. Jesús svaraði: „Þótt jeg segðist vera það, munduð þið ekki trúa og þótt jeg legði fyrir ykkur spum- ingar, munduð þið ekki svara“. Þeir risu þá allir upp, rjettu hendur gegn honum í reiði og æptu: „Ertu Kristur, sonur Guðs?“ Jesús vill ekki neita sannleik- anum. „Það em þín orð“, svar- aði hann. „En jeg segi ykkur, að hjeðan í frá munuð þið sjá mannsins son sitja við máttarins hægri hönd og koma á himinsins skýjum“. Þeir, sem í kringum hann stóðu, urðu æfir yfir þessu svari. Jesús hafði nú sagt óvinum sín- um það sama, sem hann hafði áður trúað vinum sínum fyrir. Kaífas var ánægður, þótt hann ljeti ekki á því bera. Hann ljet j sem hann fyltist heilagri vand- ! lætingu, reif klæði sín og mælti j með ákafa: „Hann gerir gys að guði! Þurfum við framar vitni? Við höfum nú sjálfir heyrt það af hans eigin munni. Hvað sýn- ist ykkur?“ Og ráðið svaraði ein- um munni: „Hann er dauða-sek- ur“. Var svo rannsókninni lokið, j og án þess að nokkurt orð væri ! sagt hinum ákærða til vamar var j hann dæmdur til dauða sem fals- i spámaður og guðníðingur. Ráðssamkomunni var lokið og j vofunum í hvítu kápunum fanst ; sem ljett væri af sjer þungri byrði. • ----o---- heitir nýútkomin Ijóðabók eftir Sigurjón Jónsson. Með fyrstu bók sinni, sem heitir Öræfagróð- ur og út kom fyrir rúmum átta árum, sýndi hann ótvíræða hæfi- leika til skáldskapar. 1 þeirri bók eru æfintýri og ljóð. Síðan hefur hann skrifað nokkrar skáldsögur, sem minna kveður að og veru- legir gallar eru á. En í þessari bók eru ýms kvæði, sem draga að sjer athygli, þrátt fyrir nokkra galla. Lengsta kvæðið, Guðaskifti, er víða smellið og vel kveðið. 1 öðru lengsta kvæðinu, Draugur, er efni líkt og í Móra, yngstu sögu Einars H. Kvaran, þ. e. dáinn drengur er að reyna að gera vart við sig á fyrv. heim- ili sínu, en tekst ekki. Hann vek- ur ótta og skelfingu hjá heimil- isfólkinu, og hann er atyrtur og honum er formælt af gömlum manni, sem er afi hans. Líkt er efni í öðru kvæði, sem heitir Tamning. Drengur bíður bana af byltu af ótömdum fola, en ríður honum síðan afturgenginn og drekkir honum loks í pytti. Það er þjóðsagnablær á báðum kvæð- unum og fjör í frásögninni. Af öðrum kvæðum má t. d. benda á Draumadísina, og fleira er þar vel kveðið. — Bókin er sjerlega vel gefin út og vel þess verð, að hún sje keypt. Sjötugsafmæli átti í gær Guð- jón Guðlaugsson fyrv. alþingis- maður, einn af nýtustu mönnum þessa lands. Hann var lengi fram eftir æfinni bóndi, síðan forstjóri verslunarfjelags bænda á Hólma- vík, en fluttist hingað suður fyr- ! ir nokkrum árum, býr nú á Hlíð- ! arenda hjer sunnan við bæinn og j hefur með dugnaði haldið þar á- fram landræktun, sem stofnandi býlisins, Jón Kristjánsson pró- i fessor, byrjaði. Á alþingi mun j Guöjón hafa setið lengst allra núlifandi manna, frá 1893—1908 mönnum Heimastjómarflokksins, en fór frá eftir 6 ára setu samkv. hlutkesti. Á þingi ljet hann eink- um landbúnaðarmálin til sín taka og var forgangsmaður margra löggjafarumbóta á því sviði með- an hann sat á þingi. Eftir að hann fluttist hingað suður var hann um eitt skeið fórmaður Búnaðarfjelags íslands, en síð- ustu árin er hann gjaldkeri þess. Æfiágrip hans, með mynd, er í maíblaði óðins 1915. Hann er einn af 12 stofnendum Lögrjettu, og eru nú fjórir þeirra á lífi, auk hans: Guðmundur Bjömson landlæknir, Guttormur Vigfússon, Jóhannes ólafsson og Magnús Kristjánsson fjármálaráðherra. Brennumenn heitir nýútkomin skáldsaga eftir Guðmund G. Hagalín, allstór bók, 304 bls., og ræðir um baráttu milli verka- manna og vinnuveitenda í kaup- stað einum hjer á landi. Verð- ur bókarinnar nánar getið síðar. En Guðmundur er afkastamikill og efnilegur rithöfundur, líkleg- ur til að auðga bókmentir okkar að góðum skáldsögum, ef hann fær notið sín til fulls. Aflasala ísl. botnvörpunga hef- ur síðast verið þessi: Snorri goði 1250 Isassa á 1427 pund, Skúli fógeti, 1250 kassa á 1217 pund og Ari 1000 kassa á 1012 pund. Pundið er kr. 22.15. Mannalát. 12. þ. m. andaðist Sigurður ólafsson fyrv. sýslu- maður í Kaldaðamesi, 72 ára gamall, vinsæll maður og vel met- inn. 11. þ. m. andaðist á heimili sínu hjer í bænum J. L. Jensen- Bjerg hóteleigandi, 48 ára gam- all, dugnaðarmaður, sem lengi hefur rekið hjer stóra vefnaðar- vömverslun og jafnframt veit- ingar og gistihús. Rauðamelsölkeldu á innan- skamms að fara að starfrækja þannig, að tappa vatn úr henni á flöskur og kúta í stórum stíl og senda utan. Hafa ýmsir erlendir sjerfræðingar rannsakað vatnið hægra. Einkenni: Hvítur hófur á vinstra afturfæti. Finnandi beð- inn að gera aðvart Jónasi Hjörleifssyni í Drangshlíð. j og telja það mjög heilsusamlegt, i einkum gigtveiku og magaveiku j fólki. ölkelduna kváðu nú eiga ! tveir Norðmenp, og er annar þeirra staddur hjer núna. óðinn hefur nýlega tekið 4 er- lenda botnvörpunga í landhelgi og vora allir sektaðir, samtals um 50 þús. kr. Dáinn er nýlega Ólafur hrepp- stjóri á Fellsenda í Dalasýslu, merkur maður. Kristnisaga biskupsins, síðara bindið, er nýkomið út, myndar- legt rit og merkilegt og verður nánar getið síðar. Vígslubiskup nyrðra, í stað Geirs sál. Sæmundssonar, er ný- kjörinn Hálfdán prófastur Guð- jónsson á Sauðárkróki. í Laufásprestakalli er nýkjör- inn prestur sr. Þorvarður Þormar. ísienska listsýningin í Kaup- mannahöfn var opnuð af konung- inum 11. þ. m. Dönsk blöð láta ágætlega af sýningunni. Listasafn danska ríkisins hefur keypt fjór- ar myndir, 2 eftir Jón Stefáns- son og 1 eftir frú Kristínu Jóns- dóttur og 1 eftir Júlíönu Sveins- dóttur. Auk málverka er sýndur trjeskurður og silfursmíði og skautbúningur, m. a. búningur- inn, sem drotningunni var gefinn. Dáin er nýlega hjer í bænum Pálína Helgadóttir, systir Einars garðyrkjustjóra, ágætis kona. Brúðarkjóllinn, saga Krist- manns Guðmundssonar, hefur fengið ágætar viðtökur í norsk- um blöðum og er bráðlega von á þýskri, hollenskri og finskri þýð- ingu og ef til vill á enskri og tjekkneskri, að sögn. Veslingunum, næstsíðustu bók, verður lokið um áramótin. Prpntsmiðian Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.