Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 28.03.1928, Side 3

Lögrétta - 28.03.1928, Side 3
Þinétíðindi Tóbakssala. Fjárhagsnefnd, sem hafði til meðferðar frv. um tó- j bakseinkasöluna hefur þríklofnað. Hjeðinn Valdimarsson vill sam- | þykkja einkasöluna tafarlaust, því landssjóður geti hlotið af henni 200—300 þús. kr. tekju- j auka, án verðhækkunar á tóbaki, en þörfin á nýjum tekjulindum sje brýn. Framsóknarm. Halldór | Stefánsson og Hannes Jónsson vilja vísa málinu til stjómarinn- | ar, því þótt líklegt sje að einka- sala yrði framkvæmanl. og heppi- leg, sje óheppilegt að skifta um verslunarskipulag á fárra ára fresti. Ól. Th. og Sig. Egg. vilja enga einkasölu, telja sannað, að hún sje óhaghagkvæmara og dýr- ara skipulag, en frjáls verslun. Telja þeir það því til stuðnings, að ríkistekjur af tóbakstolli hafi orðið meiri, eftir að verslunin varð frjáls, en þær voru áður af tolli og verslunararði samanlögð- um, 1922 (einkasala) 439 þús. kr.. 1925 (einkasala) 1 milj. 108 þús. kr., en 1926 (frjáls) 1 milj. 130 þús. og 1927 (frjáls) 900 þús. kr. Berklavarnir. Jör.' Brynj ólfsson og Jón Ólafsson flytja svohljóð- andi till. í nd.: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjómina að taka til íhugunar, hvemig berklavömum verði komið fyrir á tryggilegan hátt, en þó jafnframt dregið að mun úr hinum gífurlega kostn- aði, er ríkissjóður hefur nú af ráðstöfunum í þeim efnum, og leggja lagafrumvarp um það efni fyrir næsta þing. Vantraust? Jón Þorláksson og 4 aðrir Ihaldsmenn flytja till. í sameinuðu þingi um það að víta j brot núverandi dómsmálaráðh. á löggjöf þeirri, sem sett var á síð- asta þingi um varðskip ríkisins. Jarðræktarlögin. Bornar vom fram ýmsar breytingar á þeim og fóm helst í þessa átt. 1. Styrkur til jarðabóta er ákveðin föst upphæð á hvert dagsverk, í stað þess að í lög- unum er heimild til að veita j vissan hluta af þeirri upphæð, sem dagsverkið er metið. 2. 5% af styrk hvers jarðabótamanns gengur til þess búnaðarfjelags, sem hann er meðlimur í. 3. Felt er niður það ákvæði laganna, að 10 dagsverk fyrir hvem verkfær- an heimilismann sjeu undanskilin styrk. 4. Votheystóftir, sem ekki hefir verið veittur styrkur til, á að styrkja með 50 aurum á dags- verk. 5. Breytt er nokkuð ákvæð- unum um jarðabætur landseta á þjóðjörðum og kirkjujörðum. 6. Stofnaður er nýr sjóður (verk- færakaupasjóður) með framlagi úr ríkissjóði, sem nemur 10 aur- um á hvert dagsverk, og auk þess 20 þús. kr. á ári. Fellur þá niður, að formi til, sú upphæð í fjárlögum, sem ætluð er til bún- i aðarfjelaga. Búnaðamefnd ed. felst á frv. j í öllum aðalatriðum, en vill þó gera á því nokkrar breytingar, og em þær fólgnar í eftirfarandi atriðum. 1. Sett er hámark á i styrkupphæð þá, sem veitt er samkvæmt 3. og 4. gr. frv., þann- ig að styrkur fyrir áburðarhús og safnþrær verði aldrei hærri en kr. 1200,00 og fyrir túngræðslu : kr. 800,00. Jarðabótadagsverk, sem leiguliði vinnur til greiðslu upp í eftirgjald sje metið kr. ' 3,00 á dag í stað kr. 3,50. Þingvellir. Talsvert hefur verið deilt um friðun Þingvalla Kemur mönnum ekki saman um það, j hversu stórt hið friðlýsta svæði eiga að vera, þykir sumum svo | sem sveitinni liggi við auðn af hinni víðtæku friðun, og eigi ekki að friða annað en hinn foma þingstað og næsta nágrenni hans. Einnig hefur verið deilt allmikið um framtíð prestsetursins á Þing- völlum og hefur till. komið um j að sameina það Mosfelli, en setja núverandi prest á biðlaun. í ed. mælti Ingibj. H. Bjamason mjög kröftulega gegn þessu, taldi það mehningarlegan ósóma og sögu- j legt ræktarleysi, að svifta presti ; hinn fornhelga stað, þar sem kristni hefði verið lögtekin og J margir helstu viðburðir kristni- sögunnar væru tengdir við. Miklu j fremur ætti að sýna Þingvalla- kirkju og sókn aukna virðingu, j m. a. með nýrri og góðri kirkju- byggingu. Jón Þorláksson tók í sama streng, sagði að auk þess ; væri svo langt milli Þingvalla og Mosfells,að oft væri ómögulegt að vetri til að þjóna báðum í senn, síst svo að presturinn gæti full- | nægt þeim kröfum, sem íslend- J ingar hefðu um langt skeið verið vanir að gera til presta, s. s. að ; þeir væru ekki einungis sálusorg- ; arar, en einnig mentaðir frömuðir fjelagslífsíns í sveit sinni og helst einnig fyrir öðrum í fram- kvæmdalífi og við góð efni. Þessi skoðun á prestsembættinu þótti kirkjumálaráðherra skjóta nokk- | uð skökku við kristilegan hugs- ; unarhátt og höfund trúarinnar, einkum það, að prestar ættu að | vera efnamenn, enda væri þess ekki getið að Kristur hefði átt fje ; í sparisjóði eða stundað búskap j og sjóróðra í fjárplógsskyni. Hið j nýja skipulag Þingvallaprests- j þjónustu kvað hann éinfalda brauðasamsteypu og mætti eftir : sem áður halda við helgi kirkj- unnar og ætti helst að reisa þar litla en fagra nýja kirkju. Sam- steypan var samþ. Landsbankinn. Um hann er nú mikið deilt. Frv. sem fyrir lá gerði ráð fyrir tveimur megin- breytingum, að ákveða að ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbind- ; ingum bankans og að taka upp það skipulag um stjórn hans, sem bankamálanefndin frá 1925 stakk upp á, með fjölmennri, ólaunaðri, þingkjörinni yfirstjóm, er síðan velji 4 manna. bankaráð, en ráð- hen-a skipi formann eins og nú er. Fjárhagsn. ed. klofnaði um málið. Meirihl. (Ingvar P., Einar á Eyrarl. og Jón Baldv.) vildi ! samþ. frv., en minnihl. (Bjöm Kristj. og Jón Þorl.) telja það ástæðulaust og jafnvel ekki hættulaust, að fara að hringla í skipulagi bankans aftur nú, einu ári eftir að síðast var breytt, 1 eftir langar bollaleggingar. Meiri- hl. bankaráðsins (Sig. Briem, Jóh. Jóh. og M. Jónsson) telur einnig, að slíkar breytingar gætu orðið bankanum skaðlegar og nauð- synjalausar, og álítur ríkissjóðs- j ábyrgð á öllum innlendum skuld- ; bindingum bankans að minsta j kosti „pricipielt“ athugaverða. Jón Ámason og J. J. voru hins- í vegar fylgjandi breytingunum að flestu leyti. Ed. samþykti þær. Draumprjedikarar. I lok síðustu aldar var uppi í Skagafirði maður að nafni Krist- inn Pjetursson. Hann var bróðir Jóhanns hreppstjóra á Brúnastöð- um, sveitarhöfðingja. Kristinn þessi var kallaður prjedikari að viðurnefni. Kom til af því að iðu- lega, einkum þegar hann lagðist þreyttur til hvíldar, hjelt hann guðsþjónustur í svefni. Söng sálma, bað og tónaði sem fyrir altari, flutti langar prjedikanir og lýsti postullegri og drottinlegn blessun. Eins framkvæmdi hann og þá önnur prestsverk: skírði og fermdi. Vakti þetta allmikla athygli í þann tíð, því þeir er þektu til Kristins voru sannfærð- ir um, að hann hefði engar brell- ur í frammi, væru þessi fyrir- brigði honum ósjálfráð og ættu rætur að rekja til óþektra sál- rænna, ef ekki yfirnáttúrlegra or- saka. Studdist sú skoðun ríkt við það, að Kristinn var ómentaður og ekki meiri vitsmunamaður en í meðallagi, en margar svefnprje- dikanir hans þóttu ágætar að efni og búningi og sumir sálmar þeir, er hann söng, öllum óþektir sem á hlýddu. Sjálfur leit Krist- inn svo á, að hann hefði ósýni- legan söfnuð, sem hann gegndi prestsþjónustu í meðan hann svæfi og sagði svo frá, að sjer væru orðnir ýmsir meðlimir hans vel kunnir. Jeg hef talað við ýmsa, sem heyrðu Kristinn prjedika. Og er þeim sjergáfa hans sífeld gáta. Sumir alveg fullvissir um að hann hafi staðið í sambandi við æðri heim. Jeg skal engan dóm leggja á það. Hitt er víst að dæmið er einkennilegt og umhugsunarvert. Hermann Jónasson skrifaði á sín- um tíma ítarlega grein um Krist- inn í „Þjóðólfi“. Sú grein var seinna sjerprentuð. Því miður Hef jeg enn ekki átt kost á að sjá hana, en mjer er tjáð, að þar sje góða fræðslu að fá, hvað sem skýringum á fyrirbrigðunum líð- ur. Þess munu yfirleitt mjög fá dæmi, að menn prjediki að stað- aldri og svo að vel þyki, í svefni. Þó er slíkt kunnugt í Norður-Sví- þjóð og sjerstaklega í Finnlandi. Síðastliðið haust ritaði ágætis- konan Ingibjörg Ólafsson greinar í danskt blað um tvær finskar konur, er svo var ástatt um og urðu fyrir þær sakir mikils vald- andi í landinu þessi síðustu ár. önnur hóf víðtæka trúarvakning. Hin gaf tilefni til mesta og við- bjóðlegasta sakamálsins, sem finskir dómstólar hafa fjallað um upp á síðkastið. Fer hjer á eftir aðalefnið úr greinum Ingibjargar Ólafsson um finsku draumprjedikarana. Er það í raun rjettri að eins stytt þýðing: Merkust og ágætust finskra draumprjedikara er verkakonan Helena Kottinen, f. 1871, d. 1916. Sjera Sartin í Jaakimvaarapresta- kalli í Austur-Finnlandi gaf 1921 út bók um hana og opinberanir hennar með formála eftir V. Ru- din hinn nafnfræga prófessor f Uppsölum. Helena átti ætt að rekja til fólks, sem hafði prjedik- að í svefni. Afasystir hennar var Anna Rogel í Sastmolasókn. Anna þessi tók mikil veikindi 19 ára gömul og eftir 7 mánaða legu fór hún að prjedika upp úr svefni og talaði þá í 4 stundir samfleytt. Síðan gérði hún það að staðaldri og prjedikaði þá svo hátt og skýrt, að fólk, sem stóð úti fyrir húsinu, heyrði glögt hvert orð. Á sunnudögum lagði hún út af guðspjöllunum, en virka daga valdi hún ýmsa aðra ritningar- staði fyrir texta. Alt af prjedik- aði hún iðrun og afturhvarf og lagði tíðast mesta áherslu á reiði Guðs yfir syndinni og kærleika hans til syndaranna. Pínu og dauða Krists. Rjettlæting af trúnni og helgun. Forherðing ó- guðlegra og ánauð þeirra í þræl- dómi syndarinnar. Að lokum bað hún oftast langa þakkarbæn og flutti síðan fyrirbæn fyrír landi og þjóð. Síðast söng hún sálm og vaknaði svo af dvala. Anna hafði mikil trúarleg áhrif, en hún dó aðeins 33 ára gömul. Innilega hafði hún iðulega beðið Guð um að einhver í ætt hennar „fengi að vinna í víngarði Drottins í sama anda og með sama hætti“ og hún. Helena Kottinen var uppfylling þeirrar bænar. Hún ólst upp í Karelen nálægt Sertavala. For- eldrar hennar voru bláfátækir og varð hún 8 ára gömul að vinna sjálf fyrir sjer. Varð hún bam- fóstra á bæ í næstu sókn. Þar kom hún oft á trúarsamkomur Læst’adiana og höndlaðist af Kristi. Vjek hann varla úr hug hennar nótt nje dag og var ó- sjaldan sem hún fyndi til nær- veru hans, sem veitti henni ólýs- anlega sælu. Þráin til að lesa bib- líuna knúði hana til að læra að lesa af sjálfri sjer. En þegar hús- bændur hennar urðu þess vör, hve gjamt henni var að sitja yf- ir ritningunni, bönnuðu þeir henni, að fara á vakningasam- komur og lesa í guðs orði. Það varð til þess að hún fór heim. Þó á móti vilja foreldra sinna, sem ekki voru sjerlega trúuð. Móðirin tók straks sinnaskiftum fyrir á- hrif dótturinnar en andaðist rjett á eftir. Litlu eftir fermingu var Helena á bæ hjá vantrúuðu fólki, þar sem það var haft til skemt- unar að dansa á sunnudagskvöld- unum. Tók hún þátt í gleðskapn- um, en með stöðugum mótmælum samvitskunnar, og svo fór, að eitt kvöldið brast hún í grát þegar leikurinn stóð sem hæst, og fjekst

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.