Lögrétta - 06.06.1928, Page 2
2
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA
8
I ---------------
LÖ ÖRJBTTA
ÓtgefaBdi og ritstjóri
torgteinn Qftlasen
Þúig’holtaistnetí 17. 8íœi 178.
Innheimta og afgreiótla
i Miðttrsetí S.
tí-...... <■! I
flestir lána fje hjá, taka að jafn-
aði 33% í vexti af lánum sínum,
o. s. frv.
Besant, sem haldið hafa fram
Indlandi og indverskri menningu
sem fyrirmynd Norðurálfunnar.
Frú Besant sagði t. d. (í blaðinu
The Indian), að ef Indverjar væru
ekki undirokuð þjóð, hefði slík
bók verið fordæmd og gerð upp-
tæk, eins og hvert annað sorprit.
Indverjinn Ranga Iyer reit einnig
heila bók til andsvara og beindist
mest í þá átt, að Miss Mayo fær-
ist ekki um að tala, því ástandið
væri ekkert betra heima hjá
henni sjálfri, í vestrænu menn-
ingunni. Merkir Indverjar hafa
samt tekið í annan streng og
telja lýsingar bókarinnar rjettar
og þjóðþarfa hugvekju (t. d. ein
af kunnustu konum Indlands, frú
Saroljini Naidu). í svipaða átt
fóru ummæli Gandhi’s í blaða-
grein (í The Indian). Hann seg-
ist álíta bókina óhæfan og óþarf-
an lestur fyrir Evrópu- og Ame-
ríkumenn, því þeim geti bókin
ekkert gagn gert, en hinsvegar
geti allir Indverjar haft mikið
gagn af henni. Þeir geti að vísu
hnekt ádeilu hennar í því formi,
sem hún sje sett fram í, en þeir
i geti ekki hnekt þeim staðreynd-
j um, sem liggi til grundvallar fyr- j
; ir ádeilunni.
Síðustu frjettir.
Suðurherinn kínverski hefur [
tekið Peking og ræður nú yfir |
j mestöllu Kínaveldi, norður að
j Mansjúríu. Chang Tso Lin hjelt
! undan til Mukden. Þar skamt frá
var varpað sprengikúlu fyrir vagn
j þann, sem hann var í. Særðist
hann lítið eitt, en 30 menn biðu
bana og margir særðust alvarlega.
Kínverjar í Múkden kenna Jap-
um árásina, en Japanar
kenna hana kínvei'skum mótstöðu-
flokksmönnum Lins og eru út af
þessu miklar viðsjár. Japanska
j hverfið í Múkden hefur verið víg-
girt, en nokkrir kínverskir þjóð-
emissinnar hafa verið skotnir. —
Ráðsfundur þjóðabandalagsins
hófst 4. þ. m., en Stresemann og
Briand eru báðir veikir og geta
því ekki komið þar. — Fregn frá :
Gautaborg segir, að prófessor
Otto Nordenskjold landkönnuður j
sje látinn.
Hvanneyrar-hjðn
Svava skal sól hafa
sífelt og gæfulíf.
Hún er um hróðurtún
hrósi fáð prýðirós.
— HaDdór minn höld jeg finn
hugsannan dugarmann,
hreggdjarfan hetjusegg,
hraustan með þjóðartraust.
Þonsteinn úr Bæ.
Sumir hafa tekið bók þessari
afarilla, einkum prestastjettin, j
brahmanamir í Indlandi og önum
nokkrir Evrópumenn, t. d. Annie
Thor Jensen
framkvæmdastjóri.
Hann hefur nú starfað hjer á
landi í 50 ár, kom hingað 14 ára
gamall 5. júní 1878 og var þá
ráðinn að Brydesverslun á Borð-
eyri. Þar var hann 6 ár, en varð
þá verslunarstjóri við Langes-
verslun í Borgamesi fram til
1894. Rak hann þá jafnframt bú-
skap á tveimur jörðum þar í
grendinni, Ánabrekku og Einars-
nesi, og hafði þar um 800 fjár.
Síðan rak hann í nokkur ár versl-
un og útgerð á Akranesi, en sett-
ist að hjer i Reykjavík árið 1900.
Væri það merkileg og fróðleg
saga, ef Thor Jensen skýrði ítar-
lega frá æfiferli sínum og hugs-
anaferli við stofnun og rekstur
hinna mörgu og miklu fyrirtækja
og framkvæmda, sem hann hefur
verið fmmkvöðull að hjer á landi.
Hann var fremstur í f lokki þeirra
manna, sem hófu togaraútgerðina
til vegs og gengis og er nú, ásamt
sonum sínum, stjómandi stærsta
útgerðarfjelagsins hjer. Hann var
manna ötulastur við stofnun Eim-
skipafjelags íslands. Landbúskap
hefur hann á síðari árum rekið
í miklu stærri stýl en nokkur ann-
ar hjerlendur maður, og á stórbú
á þremur stöðum: sauðfjárbú í
Bjamarhöfn á Snæfellsnesi, kúa-
bú í Melshúsum á Seltjamamesi
og á Korpúlfsstöðum í Mosfells-
sveit. Em tilþrif hans á Korpúlfs-
stöðum svo stórkostleg bæði í
jarðrækt og byggingum, að eng-
in dæmi era til annars eins hjer
á landi. Thor Jensen hefur verið
hinn þarfasti maður og verður án
efa um langan aldur bent á hann
sem fyrirmynd.
Laxinn kemur aftur.
Sönn reynsla er fengin fyrir
því, að laxinn kemur aftur í þær
ár eða vötn, sem hann elst upp í.
Árið 1924 flutti jeg 10 þús. laxa-
síli frá Alviðm í Grafningi austur
í Eystri-Rangá og slepti þeim þar
í lækjarlænu, stutt neðan við
Efrahvol, og rennur sá lækur ofan
í ána. Svo slepti jeg einnig sýli
í lækinn rjett ofan við Stórahof,
sem líka rennur í Rangá. Nú á
næstliðnu hausti veiddust nokkr-
ir unglaxar á þessum bæjum: á
Stokkalæk 2, á Árgilsstöðum 2
eða 4, á Velli 6, á Stórahofi 2 og
4 eða 6 á Kirkjulæk í Fljótshh'ð
og 10 á Háamúla í Fljótshlíð. Á
þessum stöðum hefur aldrei veiðst
lax fyrri, og bendir alt til þess,
að þessi ungi lax sje af þeim laxa-
seiðum, sem jeg flutti og slepti
í Rangá um árið. Því eftir því,
sem mjer hefur verið sagt, þá
var hann á því þroskastigi, 5—7
pund, sem er mjög eðlileg þyngd
eftir aldri. — En nú í vor beiddi
sýslumaðurinn á Efrahvoli mig að
koma til sín og byggja fyrir sig
laxaklakshús við vatnslind, sem er
rjett ofanundan Árgilsstöðum, og
hafði jeg skoðað þá lind áður.
Svo nú í maí 1928 bygði jeg þar
klakhús, og er sýslumaður einn
umsjónarmaður þar, bæði með
allan kostnað, og starfrækslu, og
framkvæmd, og jeg vona að það
gangi vel. — Jeg hefi áður farið
um Rangárvallasýslu 4 sinnum og
hafa bændur þar æfinlega tekið
mætavel undir þetta klakstarf
mitt, en þó með vantrausti, þang-
að til nú í vor, er þeir fóru að
veiða laxnin, og vissan var fengin
um, að hann kæmi aftur.
Þ. FL
)
Mínningarorð
Þann 29. apríl síðastl. ljetst —
eftir stutta legu — að hedmili
sínu Von hjer í bæ Gunnar Jóns-
son, áður bóndi á Ysta-Gili í
Austur-Húnavatnssýslu og síðar á
Blöndubakka í somu sýslú.
Gunnar Jónsson var fæddur 16.
nóvember 1860 á Syðstu-Gmnd í
Skagafjarðarsýslu og var faðir
hans, Jón, andaður er sveinninn
fæddist. Móðir Gunnars var Guð-
björg Klemensdóttir. Albróðir
Gunnars er Jón bóndi Jónsson,
sem um fjöldamörg ár bjó á
Kirkjubæ í Austur-Húnavatns-
sýslu, og er ætt þeirra bræðra
merk og mannmörg bændaætt um
Skagafjörð. Þannig var Þrúður
Jónsdóttir í Miðhúsum í Skaga-
fjarðarsýslu, föðursystir Gunnars.
alkunn merkiskona í Skagafirði
og viðurkend fyrir skörungsskap
og mannkosti. — Varð háöldmð
manneskja.
Árið 1867 fluttist Gunnar og
þeir bræður báðir með móður
sinni vestur í Húnavatnssýslu,
hvar hún dvaldi síðan á ýmsum
stöðum með sonu sína, ýmist sem
ráðskona hjá öðrum, eða í sjálfs-
mensku.
Gunnar og þeir bræður vora
greindarmenn og bókhneigðir, en,
eins og í þá tíð var títt, hlutu
þeir litla bóklega mentun í æsku,
en byrjuðu að vinna líkamlega 1
erfiðisvinnu strax og kraftar :
leyfðu.
Árið 1892, — þá rúml. þrítugur j
að aldri, — gekk Gunnar að eiga j
eftirlifandi konu sína, Guðríði j
Einarsdóttur, sem nú dvelur hjer
í bæ, hjá dóttur sinni Margrjeti
og tengdasyni, Gunnari kaup-
manni Sigurðssyni í Von. Guð- j
ríður er dóttir Einars Andrjesson-
ar, sem kendur hefur verið við
Bólu, jörð í Skagafirði, óvenju-
mikill greindar- og lærdómsmað-
ur sinnar tíðar og skáldmæltur
vel, þó sjálfmentaður. Talinn í þá
; tíð fjölfróður með afbrigðum og
j jafnvel fjölkunnugur á þjóðtrúar
vísu. Áttu bræðumir, Gunnar og
Jón, sína systurina hvor, Jón
! Halldóru. Móðir þeirra systra hjet
Margrjet og var Gísladóttir bónda
j í Skagafirði, og er sá ættleggur
mannmargur mjög, enda systkin-
in 19, samfeðra.
Gunnar og kona hans reistu bú
á Ysta-Gili í Langadal, hvar þau
bjuggu full 20 ár, en síðar bjuggu
þau á Blöndubakka í 9 ár. Böm
eignuðust þau 5 á Ysta-Gili, sem
öll em á lífi, talin hjer eftir aldri:
Margrjet, sem áður getur, gift
Gunnari Sigurðssyni kaupmanni í
Von; Guðbjörg, gift í Vestur-
heimi; Hóhnfríður, gift í Vestur-
heimi; Jón, stundar verkfræði og
hvo-orÍTítrnrfrspði við háskóla í
Minneapolis í Bandaríkjunum. —
Gekk fyrst á Samvinnuskólann
hjer í Reykjavík og síðar á verk-
fræðaskóla í Noregi um 3 ár; og
Þrúður hárgreiðslkona í Vestur-
heimi, ógefin.
Böm Gunnars em öll mætavel
gefin, enda snemma innrætt
framsækni til sjálfsbjargar og
manndóms, ráðvendni, trúrækni
og grandvarleiki í hvívetna. Ekki
er og heldur óeðlilegt, að þau hafi
fengið góðan skerf framtaks og j
annara góðra eiginleika að erfð-
um frá báðum kynjum.
Jörðina Ysta-Gil, hvar Gunnar
bjó lengst og á meðan að bömin
voru að komast á legg, verður að
telja frekar rýra að nytjum og á
harðveðra stað, enda lítt umbætta
er Gunnar kom að henni. Þurfti
því kjark, fyrirhyggju og dugn-
að,'til þess að bjargast svo áfram
með bamahópinn, en lítil efni, að
1 ekki yrði þurð í búi. En hjónin
voru samhent og ósjerhlífin, gædd
glöðum huga, björtum lífsvonum,
fómfýsi fyrir ástvinina og stál-
; vilja. Þau vom sköpuð til að
vinna saman, sköpuð hvort fyrir
annað, sköpuð til að stríða og
sigra örðugleikana og koma góð-
um og göfugum áformum í fram-
kvæmd. Sambúðin var sönn fyrir-
mynd, þar sem hvort um sig lað-
aðist eftir vilja hins og beggja
var sami vilji. Þau vora einn mað-
ur. Og þau skyldu það sameigin-
lega og ljóst bæði, að þau í æsku
höfðu farið á mis við holla og
góða mentun, og ásettu sjer því
strax að miðla bömum sínum því
meira af þeim gæðum er þau
töldu sig hafa skort svo tilfinnan-
lega. Veittu því með gleði við-
töku hinum nýju straumum bók-
bárust.Þannig tóku þau sjer heim-
iliskennara fyrir bömin strax í
æsku þeirra og ljetu þau svo
verða frekari skólamentunar að-
njótandi, er þroski og aldur leyfði.
Hingað til bæjarins fluttu þau
hjón 1923. Veitti Gunnar versl-
uninni á Brekkustíg 1 hjer í bæ
forstöðu síðan, og alt þar til að
hann lagðist banaleguna. Leysti
hann það starf sem öll önnur
störf sín vel og samvitskusamlega
af hendi, og naut trausts og vin-
áttu, þar sem annarsstaðar. Gunn-
ar Jónsson var maður glaðlyndur,
prúður og yfirlætislaus í allri
framkomu, ástríkur og umhyggju-
samur eiginmaður, faðir og JKús-
bóndi, maður,sem ekki vildi vamm
sitt vita í neinu. Eignaðist því
ástríki ástvinanna, virðingu sam-
verkamannanna og marga vini,
enda hjálpfús í hvívetna og val-
menni hið besta. Ljet þó ekki hlut
sinn fyrir ásælnum ágengnismönn-
um og hjelt því óskiftri virðingu
alla tíð.
Gunnar rann skeiðið með sóma.
Hann skilaði miklu og góðu dags-
verki, en gróf ekki þund sitt í
jörð. Og uppsker trúrra þjóna
verðlaun.
Það fer að sköpuðu, þó að vjer
sem aldri náum verðum að slíta
hjervistum við marga mæta með-
borgara og samferðamenn. Og er
jafnan gott að minnast minning-
anna hlýju, björtu og hugþekku,
minninganna um manndóm, ósjer-
plægni og prúðmensku. Þeirra
minninganna sem einasta skilja
eftir virðingu og vináttu. Og
þannig, en öðmvísi ekki, verður
það fyrir þeim sem kyntust Gunn-
ari Jónssyni og þektu hann nokk-
uð. Rvík í júní 1928.
17 Ti1 M»<rnú$MOTi.
V. Hugo: VESALINGARNIR.
í raun og veru var það ekki eins víst og Jean Val-
jean gerði ráð fyrir, að þeim yrði undankomu auðið. Nýj-
ar hættur biðu þeirra, öðruvísi en hinar fyrri, en máske
alveg eins hættulegar. Á eftir bardagagnýnum komu nú
eiturgufur gryfjunnar og allskonar leynivakir skólpræs-
isins. Jean Valjean hafði lent úr einu helvítinu í annað.
Þegar hann hafði gengið svo sem fimmtíu skref varð
hann að nema staðar, því erfið spuming krafðist úrlausn-
ar. Göngin greindust í tvent, og hvora leiðina átti hann
að fara? En í öllum völundarhúsum er einhver þráður. í
þessu var það hallinn í göngunum. Ef farið er svo, að
halli undan fæti, þá verður komið niður að fljótinu. Það
sá Jean Valjean undir eins. Hann sagði við sjálfan sig, að
líklega væri hann í skólpræsunum undir torgunum og
mundi eftir svo sem stundarfjórðung lenda í einhverju
opinu á Signubökkum, eða með öðmm orðum koma fram
í dagsljósið á einhverju mesta umferðasvæði Parísar.
Þeir sem fram hjá fara mundu fyllast undmnar yfir því
að sjá tvo blóði drifna menn stíga upp úr jörðinni fyrir
fótum þeirra, lögreglan mundi koma og hervörðurinn og
þeir Maríus yrðu handteknir. Nei, þá var skárra að
stefna inn í völundarhúsið, reiða sig á myrkrið og
treysta því að forsjónin benti á einhverjar útgöngudyr.
Hann gekk því upp í móti hægra megin. Ljósglætan hvarf
bráðlega alveg og myrkrið vafðist aftur um hann eins og
voð, svo hann varð enn blindaður. En hann hjelt samt á-
fram eins hratt og hann gat. Handleggir Maríusar lágu
um háls hans og fætumir hjehgu niður bak hans. Jean
Valjean hjelt um handleggi hans með annari hendinni en
þreifaði fyrir sjer með hinni. Blóðugur Vangi Maríusar
lá fast við vanga hans og hann fann hálfvolgan straum
seitla frá Maríusi gegnum föt sín. En særður munnur
Maríusar snerti eyra hans og fann hann þar raka hlýju
og fann því að Maríus andaði og var lífsmark með hon-
um. Göngin sem Jean Valjean fór nú eftir, voru víðari en
hin, en erfiðari umferðar, því regnvatnið frá deginum
áður rann enn um þau. Samt fór hann smámsaman að
grilla í umhverfið og greina veggi og hvelfingu, hvort
sem það var af því að einhver glæta barst ofan að, eða af
því, að augu hans vöndust myrkrinu. Augasteinarnir
stækka í myrkri og finna að lokum ljós í því, eins og
sálin stækkar í neyðinni og finnur að lokum guð.
Það var erfitt að ákveða í hvaða átt skyldi halda.
Skólpræsin fylgdu götunum fyrir ofan og um þessar
mundir vom tvö þúsund og tvö hundmð götur í París,
allar saman fimm eða sex mílna langar. Nú eru þær
kringum sex sinnum fleiri. Jean Valjean vissi ekki hvar
hann var. Smámsaman settist að honum mesti geigur og
myrkrið umhverfis hann seytlaði inn í sálina. Ganga hans
var gáta. Skolpræsin em ógurleg, þau em svo víðtæk og
flókin. Jean Valjean neyddist til þess að halda áfram, án
þess að sjá hvert hann færi og hvert fótmál hans gat
orðið hinsta sporið. Mundu þeir báðir farast að lokum
og liggja eins og blásnar beinagrindur í einhverjum af-
kimanum? Jean Valjean var eins og Jónas í kviði hvals-
ins. Alt í einu varð óvænt atvik fyrir honum. Hann tók
eftir því, að þótt hann hefði ávalt gengið beint áfram,
fór hann ekki lengur upp í móti. Vatnið í rennusteininum
rann nú á hæla honum í stað þess að áður hafði það
bullað um tær hans. Hversvegna hallaði nú skólpræsinu
undan fæti ? Mundi hann nú alt í einu koma á árbakkann ?
Það gæti orðið hættulegt. En samt var hættulegra að
snúa við. En Jean Valjean var ekki á leið að árbökkun-
um. Hann var staddur þar sem skolpræsin lágu beint við
Montmartre og hallaði niður að torgunum. Hann var á
leiðinni að hringveitunni, eða á rjettri leið. En hann vissi
það ekki. Hann þreifaði fyrir sjer í hvert sinn þegar hann
kom að nýrri álmu og ef hún var þrengri en sú, sem hann
kom úr, þá fór hann ekki inn í hana, því þá hefði hann
fjarlægst takmarkið. Hann fjekk alt í einu þá tilfinningu,
að hann væri kominn út fyrir þann hluta borgarinnar,
þar sem uppreisnin var. Hann heyrði yfir sjer einhvem
óm, eins og dyn af sífeldri þrumu. Það var vagnaskröltið.
Honum taldist svo til, að hann hefði gengið í hálfa stund.
Hann hvíldi sig aldrei, aðeins um hönd til þess
að geta borið Maríus. AÍT? íerði hann nú rólegan. En
alt í einu sá hann fyrif^^ sig sinn eigin skugga,
rauðleitan, næstum ósýJ^V1, Hann sneri sjer undrandi
við. Að biki hans, óral^J burtu, að honum sjálfum
fanst, logaði einskonar stjama og varpaði geisi-
um sínum út í geigvse^L^yrkrið og virtist stara á
hann. Það var stjama rP'Hönar, en að baki hennar
hrærðust átta eða tíu d>Iyllí> flöktandi verur.
Sjötta júní hafði út skipun um það, að
leita vandlega um skolp^ Henn voru hræddir um, að
uppreisnarmennirnir leita þar hælis og lögregl-
an átti því að leita dynkjum um París neðan-
jarðar meðan Bugeand ^V^gi gerði göturnar hreinar.
Það var lögregluflokkufirsnnsaka átti hægri Signu-
bakka, sem beindi nú ljós’ ” Að Jean Valjean. Einhverj-
um úr flokknum hafði ** v* hljóð koma úr þeirri átt,
þar sem hringveitan v^' var í raun og veru fóta-
tak Jeans Valjean. FloK'cS°1Síinn lyfti ljóskeri sínu og
allir störðu inn í myrfcj.**^ var ógurlegt augnablik
fyrir Jean Valjean. En $ . ^ hamingju náði ljósið hon-
um ekki. Hann var ' burtu og rann saman við
myrkrið í göngunum. ^&nsaði og þrýsti sjer fast
upp að veggnum. Annari hann ekki gera sjer þess
grein,' hvað að baki haHs ^ Vegna hungurs, þorsta og
svefnleysis var hann, eiPs ® ^aríus, kominn í það ástand
þegar menn sjá sýnir. Wn stansaði, hætti hljóðið.
Lögreglumennirnir hluSttíN*k þess að heyra neitt, skim-
uðu án þess að sjá rjeðu ráðum sínum. Þeir
komust að þeirxi niðufst^ þeim hefði skjátlast og
það væri ekki nema tífl^x s'a ein, að leita í hringveit-
unni, og betra að flýta Saint-Merry, því þar væri
þess helst von um að gría °^8t uppreisnarmenn. Foring-
inn gaf því flokknum 11 Um að fara niður á við til
vinstri. Ef flokkurinn he^iS^tt sjer og farið sinn í hvora
átt, hefði Jean Valjeafl 11 st- Svo nærri skall hurð hæl-
um. En áður en flokkUJ^11 ^r, gerði foringinn það til
þess að hreinsa lögreglusamvitsku sína, að hann skaut
skammbyssu sinni í þá átt, þar sem Jean Yaljean var og
þangað sem þeir hættu að leita. Hvellurinn dundi og berg-
málaði hvað eftir annað í göngunum og kalkmoli, sem datt
niður í vatnið rjett hjá Jean Valjean, sýndi, að kúlan
hafði lent rjett fyrir ofan höfuð hans. Enn um stund
heyrðist fótatak hermannanna í fjarska, en Jean Valjean
þorði ekki að hreyfa sig, en starði á vofumar, sem hurfu
langt í fjarska.
Síðari hluta dags 6. júní gengu tveir menn eftir
hægri bakka Signu og gáfu augsýnilega hvor öðmm nán-
ar gætur og reyndi samt annar að forðast hinn. Sá, sem
fór fyrir, reyndi, að komast undan, en hinn, sem á eftir
fór, reyndi að nálgast hann. Þetta var eins og skák, sem
tefld var þegjandi. Á hvomgum virtist vera neinn asi,
þeir gengu báðir hægt, eins og þeir óttuðust það, að ann-
ars mundu þeir herða á hinum. Sá þeirra, sem reyndi að
sleppa, var lítill vexti og vesældarlegur.-en hinn var hár
og þróttmikill og hressilegur á að sjá og virtist ekki vera
lamb að leika sjer við. Sá fyrri fann að hann var veik-
ari og forðaðist því hinn; hann var grunsamlegur á að
sjá, tötralegur og stríhærður, en á þeim seinni var em-
bættissvipur og einkennisfrakki hans hneptur upp í háls.
Hann gaf merki ökumanni, sem ók framhjá uppi á ár-
bakkanum, og ökumaðurinn skildi það, því hann sneri við
og fylgdist í hægðum sínum með mönnunum. En tötra-
karlinn sem á undan fór, tók ekki eftir þessu. Eltinga-
leikurinn barst nú að slakka niður að ánni, sem gerður
var til þess að ökumenn gætu brynt hestum sínum. Það
var sennilegt, að maðurinn, sem eltur var færi upp þessa
brakku og reyndi að forða sjer í trjágöngin þar fyrir ofan.
En þótt undarlegt megi virðast gerði hann það ekki, en
hjelt í þess stað áfram eftir árbakkanum. Hann var kom-
inn í klípu. Ætlaði hann að kasta sjer í ána? Það var ekki
hægt að komast upp fyrir bakkann og innan skams yrði
hann króaður milli árinnar og bakkans með lögregluna á
hælum sjer. Að vísu var staðurinn þar sem hleðslan á
bakkanum hætti og vatnið tók við, falinn af sjö eða átta
feta háum ruslhaug, en maðurinn gat ekki ætlast til þess
að geta falið sig á bak við hann, því það var hægðar-
leikur að komast í kring um hann og finna hann. Þegar
flóttamaðurinn kom að haugnum fór hann bak við hann
og hvarf sjónum hins. En hinn fór þá að greikka sporið
og kom fljótlega að haugnum og gekk umhverfis hann.
Hann stansaði undrandi. Maðurinn, sem hann var að elta
var horfinn, sporlaust horfinn. Hann gat hvorki hafa kast-
að sjer í ána nje klifrað upp bakkann. Hvað var þá orð-
ið af honum ? Maðurinn í einkennisbúningnum stóð þög-
ull um stund, krepti hnefana og horfði 1 kringum sig. Alt
í einu sló hann á ennið. Rjett við vatnsflötinn kom hann
auga á breiðan, boginn hlemm, sem læst var með þrem-
ur sterkum bröndum. Fyrir neðan hann rann úr skólpræsi
út í ána. Maðurinn reyndi árangurslaust að opna hlemm-
inn. Sennilega hafði nýlega verið gengið um hann, þótt
ekkert hljóð hefði heyrst og var það undarlegt, þegar
þess var gætt, að hlemmurinn var mjög ryðgaður. Sá, sem
um hann gekk hafði því sennilega haft lykil. Lögreglu-
maðurinn settist því bak við mslhauginn í þeirri von að
einhver gengi aftur um hlemminn, en ökumaðurinn batt
heypoka við hausinn á hesti sínum og beið.
Jean Valjean hjelt eii-ðarlaust áfrarn, en gangan varð
honum æ erfiðari. Hvelfingarnar voru misháar og oftast
svo lágar, að hann varð að beygja sig til þess að Maríus
rækist ekki uppundir og svo varð hann að þreifa fvrir
sjer á veggjunum. Hann riðaði og hnaut. Hann var bæði
svangur og þyrstur, einkum þyrstur. En sorpræsin eru
eins og sjórinn. Vatnið er nóg, en ódrekkandi. Þótt hann
- væri mjög sterkur, og afl hans hafði haldið sjer vel,
vegna hins hófsama og hreina lifernis hans, fór það nu
að gefa sig. Hann þreyttist, og eftir því sem aflið þvarr,
þyngdist byrðin. Jean Valjean hjelt þannig á honum, að
sem rúmast væri um brjóst hans, svo að hann gæti dreg-