Lögrétta


Lögrétta - 30.04.1930, Qupperneq 1

Lögrétta - 30.04.1930, Qupperneq 1
XXV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 30. apríl 1930. 17. tbl. Um víða veröld. Gandhi. Sjálfstæðismálin og stjetta- skiftingin. f frjettum þeim, sem berast af indversku málunum, er öðru hvoru getið um skærur, sem orðið hafa þessa dagana milli lögregl- unnar og Gandhis-manna. En hvergi virðist hafa verið um að ræða stór upphlaup, eða mjög al- varlegar óeirðir. Það var eitt í áskorun Gandhis, að indverskir embættismenn skyldu ganga frá störfum sínum í þjónustu bretsku stjómarinnar og kváðu ýmsir hafa gert það fyrst eftir að Gandhi hóf mótmælaferð sína. En að því er ,,Times“ segir hafa flestir þeirra nú tekið til starfa sinna aftur. Allmargir fylgismenn Gandhis hafa verið teknir fastir, en sjálfum er honum ekkert gert og tala Bretar oftast virðulega um hann, en hann hefur aftur á móti látið það í ijós, að hann dá- ist að þolinmæði Breta gagnvart lögbrotum sínum. Annars er hann nú þungorðari í stjórnarinnar garð en hann hefur verið nokkru sinni áður, en segist samt ekki áfellast mennina, heldur skipu- lagið, sem svifti Tndland freisi sínu. Gandhi er af mörgum Ind- verjum talinn heilagur maður, ekki vegna stjómmálaafskifta sinna fyrst og fremst, því í þeim eru margir Indverjar á móti hon- um eða kærulausir um þau mál, heldur vegna lífernis hans, hins einfalda lífs í auðmjúkri sjálfs- afneitun og þjónustu. Samt hefur það komið fyrir nýlega að sumum fylgismönnum Gandhis hefur ekki þótt hann nógu auðmjúkur og þolinmóður. I Indlandi halda flestir fast í forna stjettaskipun og er ein stjettin, pariamir, minst virt og einskonar úrhraksstjett, sem hin- ar vilja ekki umgangast. Gandhi er að ýmsu leyti fylgjandi stjettaskipulaginu (ætt hans sjálfs heyrir til bania-stjettinni, en hann var sviftur stjett sinni, þegar hann fór til náms til Eng- lands í æsku í forboði stjettar- höfðingjanna). En hann hefur samt ekki viljað t.aka þátt í óvirðingunni við lægstu stjettina og oft tekið málstað hennar og alið upp böra af þessari stjett. En nú hefur komið upp misklíð milli hans og þessarar stjettar, að sögn. Fulltrúar stjettarinnar báðu hann að fresta aðgerðum sínurn enn um stund, uns jafnrjetti væri kemið á milli þeirra og yfirstjett- anna. En Gandhi neitaði þessu. Svarið var hinni útskúfuðu stjett til mikilla vonbrigða og skap- raunar og ákvað hún þá að beita gegn Gandhi sálfum sömu að- ferð og hann boðar, að beita eigi við Breta — ofbeldislausri and- stöðu. Paríamir framkvæma þetta þannig, að þar sem Gandhi eða fylgismenn hans fara í mót- mælaleiðangrinum gegn Bretum, leggjast paríarnir í stórhópum flatir á jörðina og hieyfa sig hvergi, svo að Gandhismenn kom- ast ekki áfram. Þetta er annars, að sögn, nokkuð algeng aðferð meðal !nlv-iia, þegar þeii vilja látá í ljós móimæli sín ofbeldis- laust. Henni hefur verið beitt gegn enskum stjórnarermdrekum. Nýlega ætlaði paríaflokkur að komast inn í höfuðmusteri í -Rombay, en var neitað vegna stjettarígsins, og lagðist allur skarinn þá umsvifalaust á grúfu á jörðina við musterisinnganginn, svo að yfirstjettafólkið, sem samkvæmt stöðu sinni mátti fara inn, komst ekki leiðar sinnar. Paríarnir hafa annars að ýmsu leyti verið hliðhollir Bretum, að því er Miss Mayo segir í bók sinni „Mother India“, sem Lög- rjetta hefur áður sagt frá, vegna þess, að þeir líti ekki eins niður á þá og Indverjar. Ný skilríki um upptök heims- styrjaldarinnar. Sir Arthur Nicholson og Ladv Warwick. Flestir helstu menn heimsstyrj- aldaráranna hafa nú skrifað eitt- hvað meira eða minna um það, sem þá fór fram. Ýms atriði um upptök styrjaldarinnar og rekst- ur hennar eru samt óljós ennþá. En nú er samt farið að ræða þessi mál miklu hispurslausar en áður og hefur nýju ljósi verið varpað á mörg stjómmál og her- mál þessara ára. I Englandi er nýlega komin út bók um þessi efni, sem mikla athygli vekur. En það er æfisaga Sir Arthur Nicholson, eftir son hans. En Sir Arthur var mikilsmetinn bretsk- ur sendiherra og seinna, á árun- um 1910—1916 helsti aðstoðar- maður utanríkisráðherrans, Ed- ward Grey. Út af þessari bók hefur Warvich greifafrú skrifað í enska stjórnarblaðið Daily Her- ald og hafa útaf þessu spunnist miklar umræður um mikilsvert en óljóst mál — það sem sje, hvem- ig háttað hafi verið sambandi Breta og Frakka, þegar styrjöld- in hófst. Eins og mönnum er í fersku minni hjeldu Bretar því oftast fram á ófriðarárunum, að þeir hefðu ekki við ófriði búist, ekki viljað hann, en dregist inn í hann fyrst og fremst til að vemda hlutleysi Belgíu og var Þjóð- verjum ekki legið á hálsi fyrir annað meira en þetta hlutleysis- brot, að vaða með her sinn yfir Belgíu. Að vísu hefur það seinna komið fram, bæði í bókum Ha!- danes og Churchiles, sem Lög- rjetta hefur sagt frá, að Bretar bjuggust við stríði og höfðu góð- an viðbúnað og Churchill hefur meira að segja sagt frá ráðagerð- um þeirra um hlutleysisbrot á Norðurlöndum. En nú koma skil- ríki Sir Arthur Nicholsons og frá- sagnir Warwich greifafrúar til sögunnar með nýjar og enn furðulegri upplýsingar. Það var kunnugt áður, að ensk- ir og franskir herfræðingar fóru að tala saman um ýms hermál árið 1906, en Grey segir í endur- minningum sínum, að hann hafi ekki grenslast eftir því, hvort þessum samtölum hafi síðar ver- ið haldið áfram. En samkvæmt skjölum Sir Arthurs hefur þeim ekki einungis verið haldið áfram, heldur var þeim í september 1911 komið svo langt, að ráðgert var að Bretar sendu 4 eða 6 her- deildir til meginlandsins þegar til ófriðar drægi, en árið 1912 var franska stjómin sannfærð um. það, að stríðið kæmi „næsta eða næstnæsta ár“ og taldi það meira að segja heppilegra fyrir Frakk- land, að það drægist ekki mjög lengi. En nú kemur það eftirtekt- arverða, að samkvæmt upplýsing- u m Sir Arthurs gerðu bæði Bret- ar og Frakkar ráð fyrir því, að brjóta hlutleysi Belgíu, með því að senda. þangað enskan her á undan Þjóðverjum. Frú Warwick bætir við þeim upplýsingum, að l árum áður en stríðið hófst hafi enski yfirforinginn French farið að læra frönsku, af því að hann væri sannfærður um að stríð væri í vændum. Hann bað þá einnig fiúna að koma, sjer í samband við Clemenceau, sem hún þekti vel og hittust þau öll þrjú heima hjá Clemencau. French sagði að j Bretar mundu, ef til ófriðar j drægi, senda 400 þúsund her- menn til meginlandsins, en Cle- menceau sagði að minna,en mill- jón dygði ekki. Þegar French j mintist á hlutleysissamning Breta við Belgíumenn sagði Clemenceau að „samningar væm gildislausir þegar út í ófrið væri komið“. Eftir þessu hafa Bfetar og Frakkar sjálfir verið reiðubúnir til sama afbrotsins, sem þeir síð- ar töldu dauðasynd Þjóðverja. Bertrand Russel um Bolsjevismann. Bolsjevisminn rússneski er sí- felt mikið ræddur og um hann deilt ekki síst nú, vegna deilanna um afstöðu kommunismans til bændanna. Margt af því, sem um mál þessi er sagt á báða bóga virðist vera litað og oft erfitt að gera sjer rjetta grein fyrir ástandinu. Það er því fróðlegt að kynnast því hvað merkir menn, sem sjálfir hafa farið til llúss- lands segja um ástandið Einn af þeim Bertrand Rússel, hinn ágæti fræðimaður, sem l.'g- rjetta hefur oft sagt frá áður. Hann kom þangað fyrst á fyrstu ámm byltingarinnar og var henni hlyntur fyrirfram. Rússneska byltingin er einn af hinum miklu hetjuvíðburðum sög- unnar, segir hann. Það er eðlilegt að bera hana saman við frönsku byltinguna, en áhrif hennar eru samt miklu þýðingarmeiri, hún breytir daglegu lífi og hugsunar- hætti miklu meira. Munurinn sjest best á þvi að bera saman Marx og Rousseau, sá síðari blið- ur og hugreikuil tilfinningamað- ur, sá fyrri strangur og skarpur skynsemdarmaður. Þýðingarmest í rússnesku byltingunni er til- raunin til þess að framkvæma kommúnismann. Jeg trúi því, seg- ir Rússel, að kommúnisminn sje. - heiminum nauðsynlegur og jeg held að hetjuskapur Rússa hafi öx-fað mannkynið mjög til þess að auðveldara verði í fi’amtíðinni að gera kommúnismann að veru- leika. En sú aðferð, sem Rússar nota til þess, að koma kommún- ismanum á, er aðferð byrjand- ans, harkaleg og hættuleg og alt of áköf til þess að gera sjer grein fyrir því, hvað sú andstaða, sem hún vekur, er þjóðfjelaginu dýr. Jeg held, að á þennan hátt vei'ði ekki komið á varanlegum og æskilegum kommúnisma. Núver- andi ástand virðist mjer geta haft þrennar afleiðingar: að bol- sjevisminn verði alveg barinn niður af auðvaldinu, að bolsje- visminn sigri með því að snúa baki við sínum eigin hugsjónum og verða svipaður og- keisaraveldi Napóieons, eða loks, að heims- styrjöldin haldi áfram enn á ný, en þá mundi menningin farast og með henni alt það, sem hún hef- ur framleitt, líka kommúnisminn. Jeg er því með öðmm orðum, kegir Russel, sammála bolsjevík- um um nauðsyn nýs pjóðskipu- lags og álít einnig að það þjóð- fjelag muni á einhvern hátt hlióta að verða sameignarþjóð- fjelag. En jeg trúi ekki á aðferð- ir þeirra og einkum er það eitt, I sem mjer er á móti skapi í fari þeirra. Bolsjevismi þeiiTa er sem sje ekki einungis stjómmála- stefna, hann er líka trú, trúar- bi’ögð með kennisetningum og helgiritum. Þegar Lenin ætlaði að sanna eitthvað gerði hann það altaf, ef unt var, með því að vitna í ummæli Marx og Engels. Kommúnisti er ekki einungis sá, sem álítur að land og fjámxunir eigi að vera sameign, en hann verður einnig að hafa ýmsar

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.