Lögrétta


Lögrétta - 26.11.1930, Qupperneq 2

Lögrétta - 26.11.1930, Qupperneq 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 I ---------------------------- | LÖGRJETTA CtgBÍandl og pontdnB QIiIsior pingkottsBtrwti 17. SLreri 178. Innhatmtm og afgreUMa í Lœkjargötu i. Simi 1%. I ---------------------------- I helstu náttúrufræðingar nútímans eru einnig trúmenn og taka mik- inn þátt í safnaðarstarfi hver í sínum söfnuði. Það eru Englendingar, sem einna mest far hafa gert sjer um það að skilja og skýra þessi efni og um það að rannsaka þróunar- kenningamar og að búa til nýja heimsskoðun er skýri samhengi og tilgang tilverunnar í samræmi við þekkingu og þörf nútímans á vísindum og trú. Einn af þeim mönnum, sem mesta athygli hef- ur vakið fyrír skrif sín um þessi efni er C. Lloyd Morgan, fyrrum prófessor í líffræði við háskólann í Bristól (fæddur 1852) og mjög mikils metinn sem sjerfræðingur á sínu sviði. Samkvæmt kenningu hans má skifta tilverunni í ýms stig, sem taka við hvert af öðru fyrir vissa tegund þróunar, sem verður á þann hátt, að ýmiskonar ný- myndanir koma fram (emer- gence’s). En þetta á sjei: ekki stað þannig, að þróunin sje óslit- in og nýmyndunin ekki annað en áframhald hins gamla. Nýmyndun verður til á ýmsum krossgötum þróunarinnar. En þó að hún sje sprottin af öðrum eldri stigum þróunarinnar er hún ekki einung- is samruni þeirra, sem aðeins hef- ur á sjer einkenni erfð frá fyrri stigunum, heldur er hún nýtt og sjálfrátt fyrirbrigði. Stig þróunarinnar í tilverunni eru samkvæmt kenningu Lloyd Morgan aðallega sjö. Fyrst eru „atóm“. Þá koma „mólekúl“. Þau eru að vísu sett saman úr „atóm- um“ en eru samt nýmyndun og önnur í eðli sínu en þau. Þriðja stigið er efnið, þ. e. föst efni. Og fjórða stigið er svo líf, sem senni- lega er nýmyndun, sem orðið hef- ur til á svipaðan hátt og hin stig- in. Fimta stigið, eða nýmyndun- in er meðvitundin (mind), sem verður til við það, þegai líffæri taka viðbragð eða verða fyrir áhrifum umhverfisins. Næsta stigið fyrir ofan meðvitundina er skynsemin (reason), en með henni kemur í ljós hæfileikinn til þess að ákveða, áætla og sjá fyr- ir. En annað æðra stig er samt enn til, sjöunda stigið, sem er andi (spirit), en andi er þar, sem nálægð guðs lætur einkum til sín taka. Mannkynið er einn liður þessarar þróunar, sem stefnir í áttina til guðs, sem er hið æðsta í tilverunni, það, þar sem öll öfl hennar og öll stig hennar mætast, eftir að hafa þróast eða hafist úr rúm-tímanum (sem var senni- lega til frá upphafi), um efni líf og anda. Ekkert er því til fyrirstöðu, í þróunarkenninguxmi, segir Lloyd Morgan, að hugsa sjer það, að stefnan í guðdóms- áttina geti náð hámarki sínu í einni einstakri persónu, ef hlut- laus, söguleg rannsókn sýndi að svo væri. 'Sumir draga af þessu þá ályktun, að átt sje við Krist, en um það hefur Lloyd Morgan sjálfur ekkert sagt. En hann hef- ur komist svo að orði, að guðdóm- legur persónuleiki skini í gegnum hið einstæða einstaklingseðli Krists. Öll stig þróunarinnar og allar nýmyndanir hennar stefna að því frá upphafi til enda, að opinbera guðdómlegan tilgang og guðdóm- legur persónuleiki er að vissu leyti opinberaður í manninum. En guð er einn og persónulegur. Afstaða mannsins til tilverunnar og allra þróunarfyrirbrigða henn- ar á að vera sú, að athuga og rannsaka og lúta höfði í lotningu. í allri tilverunni er ákveðinn til- gangur. Tilveran er ein órofin heild, guð einn, sannleikurinn einn. Mark rannsóknanna í vís- indum og heimspeki er að finna og skýra hinn guðdómlega til- gang. Þetta er stutt og eðlilega ófull- komið yfirlit um helstu kenning- ar Lloyd Morgans og að ýmsu leyti er erfitt að gera grein fyrir þeim í stuttu máli. Þær eru sett- ar fram í tveimur stórum ritum, sem víða eru fremur flókin og torlesin og þarf allvíða mikla þekkingu á líffræði og heimspeki samtímans til þess að skilja þær til fulls, einkum á kenningum nokkurra annara enskra heim- spekinga og samverkamanna TJoyd Morgans. En þessi stutta og ófullkomna frásögn ætti að geta sýnt nokk- uð meginstefnuna og það hvers- konar viðfangsefni hinir lærðustu náttúrufræðingar geta valið sjer og hvernig þeir draga ályktanir af sjerfræðum sínum, til þess að byggja sjer samfelda lífs- og heimsskoðun. Síðustu frjettir. Nálægt 714 miljarð dollara hafa Bandaríkjamenn lagt í ýms fyrir- tæki erlendis, að því er stjómar- skýrslur þar segja, þar af hefur nál. 1V2 miljarður lent í Evrópu. Mest hefur Þýskaland fengið, en þó hefur V3 allrar upphæðarinn- ar lent í Bretlandi. Bretar hafa nú viðurkent umráðarjett Noregs yfir Jan Mayen. Utanríkisstjóm- in þýska hefur ákveðið að leggja ágreiningsmál milli Þjóðverja og Pólverja í Slesíu fyrir þjóða- bandalagið. Skamt frá Oklahama í Bandaríkjunum gaus olíimáma nú nýlega og var áætlað, að hún hefði spýtt úr sjer nál. 270 þús. lítrum á sólarhring. ----o--- Hús og heilbrigði. Nokkrir þættir úr heilsu- fræði eftir Guðm. Hannes- son. . Prófessor Guðmundur Hannes- son hefur mjög látið til sín taka ýms heilbrigðismál þjóðarinnar og haft á þau margvísleg áhrif. En það er þó einkum einn þáttur þeirra, sá sem að húsakynnunum lýtur, sem hann hefur lengi haft hvað mestan áhuga á. Er lesend- um Lögrjettu það kunnugt af ýmsu og ekki síst af því, sem hann skrifaði hjer í blaðið fyrir nokkurum árum um skipulag sveitabæja og seinna var gefið út í sjerstakri bók. Þá er það einnig kunnugt, að G. H. hefur verið brautryðjandi þess þarfa og merka máls, að koma föstu skipu- lagi á bæi og kauptún og átti hann á sínum tíma mestan þátt í löggjöfinni um þessi efni og hef- ui síðan starfað að skipulagning- unni. Nú er komið nýtt rit eftir Guðm. Hannesson um þessi efni og heitir: Nokkrir þættir úr heilsufræði og fjallar fyrsti þátt- urinn, sem út er kominn, um húsakynni. Fyrst er gerð stutt grein fyrir verkefnum og gildi heilsufræðinnar og ýmsu því, sem haft hafi áhrif á bætt heilsufar og langlífi, s. s. betri læknis- hjálp en áður og fleiri ljósmæð- ur og þó helst bættur efnahagur og vaxandi menning, sem m. a. hefur komið fram í bættum húsa- kynnum. Síðan er í 14 aðalköfl- um gerð grein fyrir helstu við- fangsefnum þeim, sem lúta að heilsufræði og húsakynnum og úrlausn þeirra eftir íslenskum staðháttum. Þar er m. a. ritað um jarðveg og hússtæði, um byggingarefni, híbýlastærð og herbergjaskipun, hitun, lýsing, loftgæði, vatnsveitur, frárensli og sorp, og loks er kafli um skipu- lag kauptúna. I öllum þessum j köflum er margvíslegur fróðleik- ur, sem mörgum getur að haldi komið öðrum en læknum, sem bókin er einkum ætluð, því að hún er lipurt og skipulega skrif- uð og bygð á víðtækri þekkingu á erlendri reynslu og athugunum og umhugsunum um íslenskar þarfir og staðhætti. Tillögur höf. eru praktiskar og þó þannig, að tekið er tillit til fegurðar og nytsemdar í senn. Sumstaðar er þó gert ráð fyrir fulllágum kröf- nm eða lítilli þörf um hússtærð og herbergjafjölda, eins og höf. bendir reyndar sjálfur á, og er slíku auðbreytt í framkvæmdinni. Annars eru í hverjum kafla bók- arinnar athuganir og ráð, sem að haldi geta komið hverjum þeim sem við húsnæðismál fást, eða upplýsingastarf um þau, kennurum, heilbrigðisnefndum, sveitastjórnum og smiðum. En mikilvægi þess, að húsnæð- ismálunum sje rjett ráðstafað, má sjá bæði á heilsufræðilegn og fjárhagslegri afstöðu þeirra í þjóðfjelaginu hjer og erlendis, (og hefur Lögrjetta t. d. nokkrum sinnum sagt frá gangi þessara mála í Englandi). Heilsufarsgildi góðra húsakynna og annars að- búnaðar má sjá á því, að í fyrir- myndarbæ eins og Port Sunlight var bamadauði fyrir nokkrum ár- umv8.1% en 20.3% á sama tíma í stórbænum Liverpool rjett hjá, þar sem upp og ofan er miklu ver bygt. Hjer á landi hefur manndauði minkað um helming á síðastliðinni öld vegna bættra heilbrigðisráðstafana, m. a. bættra húsakynna. En það, hversu heppi- leg ráðstöfun húsnæðismálanna er mikið fjárhagsatriði, sjest á því, að byggingarefni hafa und- anfarin ár verið flutt inn hingað fyrir ca. 5 milljónir 655 þús. kr. á ári, en síðustu . 5 árin hafa verið bygð hjer hús fyrir 50—55 milljónir króna. Ríkið er nú einn- ig lögum samkvæmt farið að leggja stórfje í beina styrki á þessu sviði (en af þeim sumum telur G. H. vafasamt gagn og sama skoðun hefur komið fram í Englandi). En þar sem húsnæðismálin eru svo mikilsverð, er það einnig mik- ilsvert að hafa fengið um þau eins góða bók og Heilsufræði Guðm. Hannessonar, skrifaða af þekkingu og áhuga og miðaða við íslenska staðhætti. -----o---- Frá útlöndum eru þeir nýkomn- iv Jónas Jónsson ráðherra og Magnús Sigurðsson bankastjóri. Áttræðisafmæli átti Runólfur bóndi á Rauðalæk í Rangárvalla- sýslu 24. þ. m. Slysavarnafjelag íslands hefur keypt björgunarbát af flotamála- ráðuneytinu danska og á hann að fara til Vestmannaeyja. Vilhjálmur Stefánss. um örlög Islendinga í Grænlandi og um Dani og íslendinga. 1 Grænlandi og ýmsum öðrum bygðum, þar sem Eskimóar eru, fara fram miklar og merkar rann- sóknir á mannfræði og menning- arsögu og hafa varpað ýmsu nýju ljósi á frumstig menningarlíís mannkynsins. Danir hafa lagt mikla stund á þessar rannsóknir, en einnig Ameríkumenn og Eng- lendingar og Þjóðverjar. Eitt- hvei't nýjasta og helsta ritið, þar sem safnað er saman yfirliti um allan fróðleik og allar rannsóknir viðvíkjandi Grænlandi er nú gefið út af dönsku nefndinni, sem sjer um jarðfræði- og landfræðirann- sóknir á Grænlandi. Er það mikið rit á ensku og segir í fyrsta bindi frá landsháttum, í öðru bindi frá mannabygð í Grænlandi fyr og nú og í þriðja bindi frá landnámi í Grænlandi og frá sögu landsins frá upphafi og til ársins 1929. Um þetta mikla verk hefur Vil- hjálmur Stefánsson nýlega skrif- að í amerískt landfræðirit (Geo- graphical Review XX. 4) og notar jafnframt tækifærið til þess að skýra frá afstöðu sinni til ýmsra merkra atriða í Grænlandsrann- sóknunum og með því að hann er manna fróðastur um þessi efni, en þau hugleikin mörgum íslending- um, verður sagt nokkuð frá grein hans. Hann tekur fyrst til athugunar grein eftir Birket-Smith um Grænlendinga nútímans og lýkur á hana lofsorði, en bendir á nokkr- ar skekkjur í henni og verður það honum tilefni þess að tala um danskar Grænlandsrannsóknir al- ment. Dæmin, sem jeg hef tekið, segir hann, benda á það, að dönsk vísindamenska í sagnfræðum og málfræðum, að minsta kosti eins og hún kemur fram í þessu verki, sje ekki á sjerlega háu stigi þeg- ar hún fæst við fornnorrænar frá- sagnir um Grænland. Norsk, þýsk og jafnvel bretsk fræðimenska stendur framar hinni dönsku, þó að í Danmörku sje að vísu búsett- ur sá maður, sem mest mark má á taka í fornnorrænum fræðum, sem sje dr. Finnur Jónsson — en hann er Islendingur. En það sem einkennilegast er urn þennan veik- leika Dana er það, að í nokkrar aldir hafa þeir stjómarfarslega verið í nánu sambandi við Island. En hversvegna eru þeir því svo fjarlægir 1 andlegum efnum (intellectually) ? Hvíla ef til vill einhver álög á slíku sambandi, að sínu leyti áþekt því hversu erfitt Englendingum virðast vera það, að skilja Ira? Hefur hið írsk- enska og hið íslensk-danska fyrir- komulag á pólitísku sambandi það í för með sjer, að fjarlægja þjóð- irnar eða losa um andlegt sam- band þeirra (to disunit peoples intellectually). Af atriðum þeim um sögu Grænlands, sem Vilhjálmur Stef- ánsson rannsakar sjerstaklega í grein sinni skal hjer aðallega get- ið þess, sem hann segir um lok Islendingabygðarinnar í Græn- landi. Birket-Smith segir í sínu riti, að það sje nú alment viður- kent, að um miðbik 14. aldar hafi hin nyrðri og minni bygðin, Vestribygð, verið eydd af Eski- móum og að sömu örlög hafi gengið yfir hina bygðina líka. Þessar kenningar um árásir Eski- móa á grænlensku bygðimar og skyndilega auðn þeirra, telur Vil- DOSTOJEFSKU: Glæpur og refsing. í dag. Jeg er ekkja, í neyð, yfirgefin. Jeg skal komast til hans. Þú heldur að jeg geti það ekki en þjer skjátlást. Þú skalt sjá að jeg kemst. Þú hefur haldið að þú gætir bugað hana undir eins af því að hún er svo viðkvæm, en jeg er ósmeyk, karl minn. Það er úti um þig, leitið þið þá á henni, rannsakið þið hana, rannsakið þið hana. Katerína þreif æðisgengin í Lusjin og dró hann að Sonju. — Ábyrgðina tek jeg fúslega á mínar herðar eins og jeg hefi áður sagt. En látið þjer nú sefast, frú mín góð, reynið þjer að átta yður. Jeg sje að þjer eruð ósmeykar, en á þennan hátt getur það ekki farið fram, jeg verð að gera það í viðurvist lögreglunnar, tautaði Lusjin, þó að hjer sjeu að vísu nægilega mörg vitni. Jeg er reiðubúinn. En það er dálítið leiðinlegt fyrir karlmann ... jeg meina það væri betra að kvenmaður ... ef að til dæmis Amalía Ivanovna vildi aðstoða okkur, þó að slík rannsókn fari reyndar fram á alt annan hátt ... hvað finst yður? — Rannsakið þið hana hver sem vill, hrópaði Kater- ína. Sonja, snúðu vösunum þínum. Þama getið þið sjeð, og þama, þarna, gerið þið svo vel. Sjerðu nú, ófjetið, vas- inn er tómur, hjema lá vasaklúturinn, sjerðu, og svo hinn vasinn, þarna, þama sjerðu nú. Katerína sneri um báðum vösunum eða reif þá rjett- ar sagt út og sýndi fóðrið. En út úr öðrum þeirra, hægri vasanum, skautst alt í einu dálítið pappírsblað og fjell nið- ur beint fyrir framan fætur Lusjins. Allir höfðu sjeð það, sumir hljóðuðu. Pjotr Petrovitsj beygði sig niður, tók blaðið milli fingra sjer, milli þumalfingurs og vísifingurs, hjelt því fram fyrir sig svo allir gætu sjeð það og fletti því hægt sundur. Það var hundrað rúblu seðill, þríbrotinn. Pjotr Petrovitsj hreyfði hendina í hring og sýndi seðilinn. — Þjófakind. TJt úr mínum húsum, lögregla, lögregla, æpti Amalía Ivanovna. Til Síberíu skal hún. Ut með þig. Reiðióp heyrðust úr öllum áttum. Raskolnikof stóð altaf og hallaði sjer upp að veggnum,^þögull og hafði ekki af henni augun. En öðru hvoru leit hann snögglega á Lusjin. Sonja stóð kyr eins og hún væri meðvitundarlaus. Hún virtist ekki einu sinni vera undrandi. Alt í einu þaut blóð- ið út í gagnaugu hennar, hún æpti og huldi andlitið 1 hönd- um sjer. — Nei, það er ekki jeg. Jeg hef ekkert tekið. Jeg veit ekkert, sagði hún og grjet sáran og kastaði sjer í fang Katerínu. Hún tók hana í faðm sjer og þrýsti henni að sjer eins og hún ætlaði að vemda hana fyrir öllu illu. — Sonja, Sonja, jeg trúi því ekki. Heyrirðu það, jeg trúi því ekki, hrópaði Katerína þó að alt virtist reyndar augljóst og uppvíst. Hún vaggaði henni í örmum sjer eins og barni og kysti hana sífelt — eins og þú hefði hnupl- að nokkru, ó, heimsku, heimsku manneskjur, ó, guð minn góður. Hún sneri sjer að öllum hópnum og æpti tryllings- legri rödd: Þið eruð heimskingjar, heimskingjar öll sam- an, vitið þið hvað þetta er gott hjarta, hvað þetta er góð stúlka, haldið þið að hún sje ófróm, hún. Hún mundi rífa utan af sjer síðustu spjörina og selja hana ef að þið þyrftuð á því að halda. Berfætt og blóðrisa myndi hún ganga til þess að hjálpa ykkur. Sjáið þið, svona er hún. Gula passann hefur hún tekið á sig af þvi bömin mín voru að verða hungurmorða. Okkar vegna hefur hún selt sig. Ó, Marmeladoff, maðurinn minn sálugi, ó, þarna sjerðu erfisdrykkjuna þína, ó, guð minn góður. Á hvað eruð þið öll að glápa og góna, vemdið þið hana. Raskolnikof, hvers- vegna standið þjer svona rólegur. Þjer trúið þessu kenske, þjer líka. öll, öll saman emð þið ekki eins mikils virði og litli fingurinn á henni. Ó, guð, vemda þú hana þá. Grátur hinnar tæringarveiku, úrvinda konu virtist hafa mikil áhrif á alla, sem við voru staddir. Kvölin var svo ægileg, sem æpti út úr þessari eymdarlegu ásjónu, þessum þurru blóðhlaupnu vörum, þessari hásu rödd, þess- um bamslega örvæntingarfulla ekka, að hver maður hlaut að skilja óhamingju hennar. Að minsta kosti tók Pjotr Petrovitsj undir eins til máls og sagði blíðlega. — Heiðraða frú. Heiðraða frú. Sú staðreynd, sem hjer er slegið fastri, snertir yður að engu leyti. Enginn mun dirfast að saka yðut m hokkura þátttöku í því, sem skeð hefur og það því sem það voruð þjer sjálfar, sem með rannsókn yðar Upp um þaQ; þjer vissuð ekkert. Þjer getið verið ^ar vun það, að engum þykir þetta leiðinlegra en mjeP ef til vill er það einungis hin ítrasta neyð, sem á i þessu. En hversvegna, ung- frú, vilduð þjer ekki með£aI1i?a þetta. Óttuðust þjer hneis- una? Það var fyrsta skrefí®. Þjer fjelluð fyrir freisting- unni ? Alt þetta er skiljaiJ^ alt skiljanlegt, en eiga menn að venja sig á slíkt, herf^öiínir og dömur? sagði hann við þá, sem viðstaddir voP1- ^f meðaumkvun svo að segja, af því að mig tekur þetta ^narlega sárt er jeg reiðubú- inn til þess, þrátt fyrir tersónulegu móðgun, sem jeg hef orðið fyrir, að fyrirgeí^-Og um leið og hann sneri sjer að Sonju sagði hann: — í^ð þjer þá hneisu, sem á yður hefur dunið í dag, verða ^r til vamaðar 1 framtíðinni. Jeg lýsi því hjer með yí&’ að jeg fell frá öllum frekari ákærum í þessu máli og með búið. Pjotr Petrovitsj gaU* augimum snöggvast til Ras- kolnikof. Þeir horfðust sa^^vast í augu. Það var eins og Raskolnikof ætlaði að breHrii hann upp til ösku með log- andi augnaráði sínu. Katetína virtist ekki heyra neitt meira, hún kysti Sonju 1 stf&llu ems 0g hún væri viti sínu fjær. Börnin stóðu líka í k^kgum hana og Polja grjet há- stöfun, en skildi ekki vel ^Verju fram fór. — Þvílík lubbamenska> sagði alt í einu einhver hárri rödd úti í dyrum. Pjotr í^frovitsj leit snarlega við. — Þvílíkt óþokkabrag^’ sagði Lebesjatnikof aftur og horfði hvast í augu hans- Pjotr Petrovitsj ætlaði að ganga að honum, en hrökk skyndilega við. Allir tók*1 ^ftir því. Lebesjatnikof gekk inn í stofuna. — ög þjer dirfist að k^lla mig sem vitni, sagði hann og gekk fast að Pjotr Petrovitsj. — Hvað viljið þjeri ^ð hvað eigið þjer, tautaði Lusjin. — Hvað jeg vil? Jeg ^a að brennimerkja yður sem mannorðsþjóf. Það er það, sem jeg ætla mjer, svaraði Lebesjatnikof og var æstur og starði á hann litlum nær- sýnum augum. Hann var afskaplega reiður. Raskolnikof mændi á hann. Svo kom andartaks þögn. Lusjin var alveg utan við sig. — Ef þjer eigið við ... sagði hann stamandi ... ja, hvað á þetta eiginlega að þýða, eruð þjer- genginn af göfl- unum. — Nei, jeg er ekki genginn af göflunum. En þjer er- uð óþokki. Þetta er alt svívirðilegt. Jeg hef staðið hjema og hlustað á alt saman þangað til jeg skildi loksins hvert þjer stefnduð og jeg verð að játa það, að jeg get ekki ennþá gert mjer grein fyrir því hversvegna þjer hafíð gert alt þetta. Jeg skil það ekki. • — Hvað segið þjer að jeg hafi gert? Hættið þjer þessum dularfulla þvættingi, eða eruð þjer drukkinn? — Þjer drekkið máske sjálfur, óþokkinn. En jeg drekk ekki, það vitið þjer, það stríðir á móti mínum grund- vallarreglum. Hugsið þið ykkur, sagði hann og sneri sjer að fólkinu og benti á Lusjin — það var hann sjálfur, sem gaf Sonju Semenovna með eigin hendi þennan hrundrað rúblu seðil, jeg sá það sjálfur, jeg var vottur að því, það get jeg svarið. Það var hann, það var hann sjálfur, sem gerði það, sagði Lebesjatnikof aftur og brýndi röddina. — Eruð þjer orðinn vitlaus, eða hvað gengur að yð- ur, strákhvolpur, æpti Lusjin. Hún hefur sjálf í allra viðurvist staðfest það, að hún hafi ekki tekið við neinu frá mjer nema tíu rúblunum, viljið þjer þá segja mjer, hvemig jeg á að hafa fengið henni hundrað rúblurnar. — Jeg sá það, jeg sá það, hrópaði Lebesjatnikof og þó það sje á móti grundvallarsetningum mínum er jeg reiðubúinn til þess að staðfesta það með eiði fyrir dóm- stólunum hvenær sem er. Jeg sá það mjög greinilega hvernig hann laumaði að henni hundrað rúblu seðlinum. En jeg var nógu heimskur til þess að halda, að hann gerði það til þess að hjálpa henni í kyrþey. Þetta skeði í dyr- unum, þegar hann kvaddi hana. Þjer rjettuð henni hægri hendina, en með vinstri hendinni laumuðuð þjer seðlin- rnn í vasa hennar. Jeg sá það, jeg sá það. Lusjin varð fölur. — Hvaða lýgi er þetta, sem þjer Ijóstið upp, hrópaði hann að lokum í óskammfeilni sinni, hvemig gátuð þjer sjeð nokkurn seðil utan frá glugga. Yður hefur dreymt, þjer eruð nærsýnn, þetta er heilaspuni. — Nei, mig hefur- ekki dreymt það. Og þó að jeg stæði ekki alveg hjá sá jeg alt, jeg sá hverja hreyfingu. Og þó að það sje rjett sem þjer segið, að erfitt sje að greina pappírsblað í þessari fjarlægð, vissi jeg samt upp á víst, að það var hundrað rúblu seðill, því að þegar þjer fenguð Sonju tíu rúblumar, tókuð þjer hundrað rúblu seðil á borðinu um leið. Það sá jeg af því að jeg stóð þá af hendingu rjett hjá borðinu. Jeg gleymdi því andartak, en þegar þjer stóðuð upp og settuð seðilinn úr hægri í vinstri mundi jeg það aftur og hugsaði eins og áður, að þjer ætluðuð sjálfsagt að gera henni greiða í laumi. Þjer farið þessvegna nærri um það, að jeg hafi haft augun hjá mjer og jeg sá það líka að yður tókst að stinga seðlinum í vasa hennar. Jeg sá það, jeg sá það, jeg get svarið það fyrir rjetti. Allir þyrptust kringum Pjotr Petrovitsj og margir höfðu í hótunum. Katerína þaut til Lebesjatnikof. — Andrei Semenovitsj. Jeg hef ekki þekt yður rjett. Verjið þjer hana. Þjer einn eruð með hexmi. Hún er yfir- gefin, munaðarlaus, guð hefur sent yður. Vemdið þjer okkur, og Katerína varpaði sjer á hnje fyrir fætur honum án þess að vita hvað hún gerði. — Fífl, hvæsti Lusjin utan við sig af heift, en i*eyndi undir eins að stilla sig — hvaða vitleysa er þetta, herra minn, „jeg gleymdi, jeg mundi, jeg gleymdi, jeg mundi, hvað á þetta alt að þýða, jeg á með öðram orðum að hafa laumað seðlinum visvitandi í vasa hennar, hversvegna ? Til hvers? Hvað á jeg saman að sælda við þessa ... — Til hv-ers? Já, það er einmitt það, sem jeg ekki skil. En eitt er víst, það, sem jeg segi hjer frá, er óhrekj-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.