Alþýðublaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 1
44. ágr. — Sunnudagur 25: ágúst 1983 — 181. tbl.
Undanfarnar vikur hefur Þjóð-
minjaií.fnið verið að láta {rera
rannsókn á fornri byggð skammt
frá Hvítárholti í Iírunamanna-
hreppi. Tildrög eru þau, að á síð-
asta vori urðu þeir Guðmundur
Jónsson stúdent á Kópsvatni og
Sigurður Sigmundsson í Hvítár-
holti þess varir, að fornminjar
voru í jörðu í holtinu suður frá
baVnian í HvítúrhcJ^i, og vissu
menn ekki áður til, að þar hefði
verið byggð.
Þór Magnússon fornleifafræð-
ingur hefur staðið fyrir rannsókn
þarna í sumar, en með honum hef-
ur allan tímann verið Guðmund-
yr Jónsson á Kópsvatni, en starfs
menn safnsins hafa einnig verið á
staðnum tíma og tíma, og einnig
hefur dr. Sigurður Þórarinsson
Myndin sýnir grunn baðhúss-
ins, sem grafið var upp í
Hvítárholti. Til haegri er
ofninn, er hann gerður af
hellum á þrjá vegu og hell-
ur lagðar yfir. Þar var eld-
ur kveiktur undir og síðan
hellt vatni á hellurnar og
myndaðist þá gufa.
Myndina tók Þór Magn.
gert þar aldursrannsóknir á
grundvelli öskulaga. Rannsókninni
er nú lokið í bili, en verður vænt-
anlega haldið áfram næsta sum-
ar.
Minjarnar eru á fleiri en ein-
um stað í holtinu. Lokið er við að
rannsaka sérstakt lítið hús, sena
verið hefur baðhús með ofni í
einu horninu, en bekk við hitt
gaflhlaðið og lokræsi undir hlið-
arvegginn hjá bekknum. Þessi
húsgrunnur er um 3,80x2,60 m.
að stærð, og er ákaflega skýr, og
það sem einna eftirtektarverðast
er, hve geysimikið þetta hús nef-
ur verið niðurgrafið, eða um 90
sm. Það liefur verið sannkallað
jarðlms og kemur það vel heim
við baðhús það, sem gert er ráð
fyrir í Eyrbyggju, þar sem sagt er
frá drápi berserkjanna í baðinu.
Þetta er eina baðhúsið, sem fund
izt hefur hér á landi sem stendur
sérstakt. Önnur baðhús, sem fund
izt hafa eru sambyggð bænum.
Mikill tími hefur farið í að
rannsaka annan húsgrunn, sem
Framh. á 5. síðu
STÆRSTA ÚTBOÐ REYKJAVÍKUR:
TILBOÐ í hið mikla holræsi,. sem
fyrirhugaS er í Fossvogi, voru opn-
u3 sl. laugardag í skrifstofu Inn-
kaupastofnunar Revkjavfkur.
Lægsta ti!bo3 var frá Véltækni h.
f., 37 millj. En hæsta tilboðið var
56 milljónir.
Útboðið á grerð holræsisins í
Fossvogi er stærsta útboð, sem
Innkaupastofnun Reykjavíkur
hefi|r staðið fýrir. Er hér um
Sigurpáll með
21 þús. tunnur
Aflahæsta skipið á sumar-
síldveiðunum er samkvæmt
nýjustu skýrslu frá Fiskifé-
Iaginu, Sigurpáll, Garði, með
21.147 mál og tunnur. Næst-
ur er Sigurður Bjarnason
Akurcyri, með 18.643 opr 3.
er Guðmundur Þórðarson,
Reykjavík, með 18.104.
geysimikið verk að ræða, sem verö
ur ein aðalframkvæmd Reykjavík-
urborgar næstu tvö árin. Verkið
verður unnið í samvinnu við Kópa
vogskaupstað, sem að nokkru mun
nota holræsið. Sem dæmi má
nefna, að pípurnar í holræsið
verða upp á yfir 10 millj. kr. Ein-
um verktaká verður falið að ann-
ast verkið, en síðan mun sá verk-
taki verða að fela öðrum undir-
verktökum ýmis verkefni.
Fossvogsþoljræsið á að liggja
eftir Fossvogsdal út í Skerja-
fjörð. Þykir nauðsynlegt að leiða
skolpið út í Skerjafjörð í stað
þess að leiða það í Fossvoginn,
þar eð sjórinn í Fossvogi mundi
ella óhreinkast svo mjög.
Hið nýja holræsi á að vera fyrir
alla hina nýju byggð, sem koma
mun í Framtíðinni í Fossvogi. Á
vatnasvæði Fossvogsdals hafa áð-
ur verið byggð tvö hverfi, Bú-
staðahverfi og raðhúsahverfi. Frá
Bústaðahverfi fer frárennslið nú
í holræsi sem liggur í Réttarholts
vegi og nær niður undir Fossvogs
læk. Fer skolpið í lækinn og með
honum til sjávar. Frá raðhúsa-
hverfi fer frárennslið í bráða-
birgðaholræsi í framhaldi Tungu-
vegar nokkuð niður fyrir Bústaða-
veg, síðan í opnum skurði niður
í Fossvogslæk.
í skýrslu borgarverkfræðings
frá 1960 segir svo um vatnasvæði
Fossvogsdals:
1. Vatnasvæði sjálfs Fossvogs-
dalsins. Takmörk þess að norðan
er hæðarhryggurinn milli Öskju-
hlíðar og Bústaðahæðarinnar (hér
um bil þar sem hitaveitustokkur-
inn er) að austan útvarpsstöðvar-
vegur, að sunnan Digranes- og
Kópavogsháls en að vestan Reykja
nesbraut. Vatnasvæði þetta er
um 400 ha, og tilbeyrir helmingur
eða 200 ha. hvoru bæjarfélagi,
Reykjavík og Kópavogi.
2. Vatnasvæði er takmarkast
af strandlengju Fossvogs að sunn
an, flugvallarsvæðinu að vestan,
háhrygg Öskjuhlíðar að norðan
og Reykjanesbraut að austan.
Stærð svæðis þess er um 114 ha.
og tilheyrir Reykjavík.
3. Vatnasvæði er takmarkast af
strandlengju Fossvogs að norðan
og vestan, háhrygg Kársness að
sunnan og Reykjanesbraut að
austan. Stærð þessa svæðis er um
74 ha og tilheyrir Kópavogskaup-
stað.
Viðskiptasamn-
ingur við Tékka
Undanfarið hefur dvalið hér á
landi viðskiptanefnd frá Tékkó-
slóvakiu til að scmja um viðskipti
landanna fyrir tímabilið 1. sept-
ember 1963 til 30 september 1966.
Samkvæmt vörulistum sem nú
hefur verið samið um, er gert ráð
fyrir að ísland selji eins og áður:
Fryst flök frysta síld, saltsíld
fiskimjöl, lýsi, fiskniðursuðu auk
fleiri vara. Frá Tékkóslóvakíu
er m.a. gert ráð fyrir kaupum á
vefnaðarvöru, skófatnaði, búsá-
Framh. á 5. síðu
h- :