19. júní - 01.03.1918, Síða 3

19. júní - 01.03.1918, Síða 3
19. JÚNÍ 75 En af bókinni hennar finnst mér eg hafa komist í kynni við hana. Hún ritar í þessari bók um ungar, óham- ingjusamar, stúlkur, er hún hefir kynst í starfsemi sinni þeim til hjálpar, er bágast eiga. Þess vegna er svo mikið í bókinni sem fræðir oss um hana sjálfa. Svo mikið af von og trú og starfsþreki. Aldrei æðruorð — eða ásökun til þeirra sem brotlegir hafa orðið, það er þjóðfélagið, uppeldið, sem ábyrgðin hvílir á. Þessir vesal- ingar eiga böl sitl upp á vanrækslu- syndir þess. »Einhverju sinni varð mér á að segja, að ef konan ætti að geta orðið góð móðir yrði hún jafnan að hafa gætur á sálu sinni og líkama, barnið tæki alt eðli hennar að erfðum. Að föður- og móðurrétturinn ætti að vera það æðsta hér á jörð, menn ættu að líta til þess með lotningu. Hún (Rut) horfði á mig lengi, með þung- lyndislegu, fjarlægu augnaráði. »Hvers vegna hefir engin sagt mér þetta fyr, eg væri þá máski ekki sú, sem eg nú er«, sagði hún hægt og kyrlátlega. — »Það er einkenni kærleikans til meðbræðranna, hjá hinum trúræknu að hann hættir aldrei, hvernig sem á stendur, að vinna að betrun þeirra og er þarafleiðandi aldrei, hvernig sem á stendur, vonlaus um að þeim sé viðbjargandi. í hvert sinn sem honum er vísað á bug, og árangurinn, sem hann gerði sér vonir um bregst, eys hann af eilífum lindum hið innra í sjálfum sér — nýtt þrek, nýjan kær- leik og ný úrræði. Og jafnvel þó tilraun hans mis- hepnist enn, uppgefst hann ekki, en reynir enn á ný, því í hvert sinn hugsar hann, að það sem hingað til hafi mishepnast, kunni ef til vill að hepnast, eða, ef ekki, þá í næsta skifti, eða þá að minsta kosti ein- hverntíma — eða — þó það aldrei eigi að hepnast honum muni það — fyrir hans hjálp og undirbúning — hepnast þeim sem næst tekur við. — — — Það er þessi óbifandi trú og óþreytandi von, sem fær því áorkað að hann, hvenær sem hann vill, get- ur lyft sér upp yfir alla þá sorg og gremju sem vemleikinn bakar hon- um — að síðustu hlýtur þó alt að komast í höfn, hina síðustu höfn eilífs friðar og farsældar. Að lokum hlýtur ríki guðs að koma, máttur hans dýrð og veldi«. Þessi orð heim- spekingsins Fichte um bróðurkærleik- ann, lýsa bezt höfundi bókarinnar »De ulykkeligste«. Það er eins og þau séu beinlínis sögð um »systir Ólafíu« og starf það, er hún nú hefir helgað líf sitt. Ungbarnið. Áður en farið verður að tala um meðferð barnsins og hjúkrun, skal farið nokkrum orðum um líkamlegar og andlegar framfarir þess. Við fæðinguna er barnið ljósfælið og heyrnarlaust, en í lok fyrstu vik- unnar er það farið að venjast ljós- inu og búið að fá heyrn. Hreyfingar augnanna eru í byrjun óreglulegar. Augasteinarnir hreyfast eigi samtimis, þess vegna eru flest börn rangeygð

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.