19. júní - 01.03.1918, Qupperneq 6

19. júní - 01.03.1918, Qupperneq 6
78 19. JÚNÍ eins náin og hjá okkur. t*au gera því ekki eins háar kröfur og verða fyrir minni vonbrigðum. Hamingjusöm var hún ekki, en ánægð. Hún var framar öllu öðru þakklát. Hún var hvorki leið né þreytt á því, að vera rík, miklu frem- ur gladdist hún stundum yfir því, eins og barn. En um það vissi eng- inn. Framkoma hennar var alt af jafn prúð og fyrirmannleg. Menn vissu að eins að ekki var alt með feldu um ætt hennar og uppruna, en þar eð enginn vissi neitt, hættu menn að spyrja. Það er svo margt annað til að hugsa um í Paris. Liðna tímanum hafði hún gleymt. Hún hafði gleymt honum eins og við gleymum rósunum, silkiböndun- um og gömlu bréfunum frá æsku- árum okkar, af þvi, við hugsum aldrei um það. Það er alt læst niður í skúfl'u, sem við aldrei opnum. Og þó kemur það fyrir stöku sinnum, að okkur verður að renna augum ofan í þetta leynihólf, og þá mynd- um við óðara verða þess vör, ef það vantaði eina einustu rós eða ofur- lítinn bandstúf. Því við munum það alt af upp á hár: endurminningarnar hvíla þar jafn nýjar og ferskar, jafn ljúfar og jafn beiskar. Þannig hafði hún gleymt sínu liðna lífi, læst það niður og fleygt lyklin- um frá sér. En á nóttunni dreymdi hana stundum hræðilega. Hún fann aftur hvernig gamla kerlingarnornin, er hún var til húsa hjá, þreif í axl- irnar á henni, til að reka hana af stað út i kuldann, snemma morguns til konunnar, sem seldi dansblómin. Þá reis hún í ofboði upp i rúm- inu og starði út í myrkrið í dauðans angist. En svo fann hún fyrir sér silkiábreiðuna og mjúku svæflana, hún strauk með fingrunum eftir skrautlegum rekkjutjöldunum og með- an englar svefnsins hægt og hægt drógu draumtjaldið til hliðar, naut liún i fylsta mæli þeirra einkennilegu, ósegjanlegu vellíðunar, er við fmnum, þegar við verðum þess vör, að vond- ur og hræðilegur draumur, var að eins draumur. (Frh.). Stökur. Ef eg findi og festi mund á fríöu auravali, gæfi eg fyrir gleðistund gull í pundatali. Mér var tíðin mislynd oft, mörg ein hriðarseuna. En séð hef eg blíðlynt sumarloft og sól að viði renna. , Bækur sendar »19. júní.« Heimleidis eftir Stephan G. Stepan- son. Rvík 1917. Þar er á 48 smáum blaðsíðum samankomið alt það er skáldið orkti, á ferðalagi sínu síðaslliðið sumar. Margt áður prentað í blöðum og tímaritum, en kvæðin öll á einni bók skemtilegri vegna þess að þá getum vér fylgst með höfundi þeirra, frá

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.