19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 2

19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 2
34 19. JÚNÍ legar eru. Móðirin verður að eiga í eðii sínu þá athygli og þann skilning á því, sem grær í barnssálinni, að hún geti, þá er bezt hentar, hlúð að eða dregið úr og leitt þroska barnsins í þann farveg, er glæði viljann til hins góða. Móðirin, sem leiðtogi kynslóðanna, er því sá aðili, er síst rná án vera, eigi þjóðfélögin að ná sem hæstum þroska. Menn hafa álitið, að hver móðir væri gædd þeirri eðlishvöt, er sagt gæti til um réttust tök á upp- eldi barns síns, en gleymt þvi, að sú eðlishvöt verður eigi að fullum notum, i þarfir uppeldisstarfsins, nema hæfileg þekking sé henni samfara. Það ætti þvi að verða eitt af við- fangsefnum framtiðarinnar, að veita mæðrunum þessa þekkingu. Viðfangs- efnið er þýðingarmikið fyrir karla og konur, en konan ein er gædd þeim skilyrðum, sem nauðsynleg eru því til framkvæmda«. Að beitast fyrir þvi, að mæðrum verði veitt þessi þekking, telur höf. verðugan skerf af hendi norrænna kvenna, er nú njóti allar borgaralegs jafnréttis. Með þvi að taka að sér þetta mikilsverða, en þó enn þá lítils- metna máiefni, sýni þær réttmæti jafnréttiskröfu sinnar og beini starf- semi sinni þangað, er hennar sé mest þörf. Höf. bendir því næst á leið til að leiða þessar hugsjónir sínar út í lífið. »Mæðradagurinn« er til orðinn í Vesturheimi, en er nú að breiðast út um löndin og einnig að ná fótfestu á Norðurlöndum. Vill höf. að »nor- ræna kvennasambandið«, sem stofnað var í Stokkhólmi 1917, gangist fyrir mæðradegi hvervetna á Norðurlönd- um. A heimilunum sé hann, sam- kvæmt sinni upprunalegu ákvörðun tyllidagur mæðranna. En auk þess sé þann dag alment safnað fé, t. d. með sölu á merkjum, og séu af því stofnaðir tveir sjóðir. Öðrum sjóðn- um sé varið til styrktar fátækum, þreyttum mæðrum, þannig, að þær geti leitað sér hvíldar og hressingar, er með þarf; en hinum varið til þess, að koma á fót »mœðra-háskóla«. — ef til vill i sambandi við háskólana — þar sem ókeypis fræðsla sé veitt í öllum þeim fræðigreinum, sem orð- ið geta grundvöllur tiigangsbundins þroska á lundarfari og upplagi barns- ins og unglingsins. — Höf. álítur, að slíkur almennur »mæðradagur« geti smám saman orðið svo mikil þjóð- þrifastofnun, að enginn vilji vera hans án. Og um leið auðfarin braut til þess, að ná saman því fé, er nauð- synlegt sé, til þess að ráða bót á þeirri skekkju, sem nu á sér stað á uppeldi unglinganna — og sem eitt með öðru hefir leitt styrjöldina yfir löndin — og sem þess vegna verður að vinna bug á — bæði til þess, að slík styrjöld eigi ekki afturkvæmt — en þó fyrst og fremst vegna sjálfs mannkynsins — sem mannkyns«. Höfundur greinar þessarar nefnist Björn Símon, er það án efa gervi- nafn, og af grein um íslensk mál í sama riti eftir þennan höfund kemur það ljóst fram, að hann er íslend- ingur. Uppástunga hans er mjög eftirtekta- verð og margt heíir hann sannarlega

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.