19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 8
40
19. J Ú N 1
talið sig landssamband. í því eru nefni-
lega félög, sem starfa í deildum víða um
land, svo sem Kvennréttindalélag íslands
og Hvítabandið.
Að gefnu tilefni.
Ritstjóra Kvennablaðsins hefir án efa
þótt það með öllu ótilhlýðilegt að tvö
kvennablöð skuli hafa starfað hér á landi
í nokkuð á þriðja ár án þess að í illind-
um lenti á milli þeirra. í alveg nýkomnu
ágústblaði Kvennablaðsins eru þess Ijós
merki að frúin hefir nú hugsað sér að
það hneyksli skuli ekki viðgangast degi
lengur. Því þar ritar hún af allmiklum
móð andmæli við grein, sem fyrir rúm-
um tveim mánuðum birtist i ágústblaði
»19. júní«. Grein sú hafði eigi annað inni
að lialda, en að skýrt var frá frumvörp-
um þeim, er á siðasta þingi lágu fyrir, um
breytingar á íslenzkri sifjalöggjöf, og var
þess jafnframt óskað að þeim yrði eigi
hraðað svo í gegnum þingið, að konur
ættu eigi kost á að kynna sér þau og
hafa auga á meðferð þeirra þar. Og í því
sambandi lá það í hlutarins eðli, að bent
væri á Kvenréttindafélagið sem réttan
aðila, að taka að sér fræðslu um Iögin
og sjá um að þau yrðu svo úr garði
gerð að konur mættu sem bezt við una.
En frú Bríetu finst það til langt of
mikils mælst. Verður eigi annað sagt en
að »par höggvi sá, er hlífa skgldia, er hún,
kvenréttinda konan gamla og góða getur
eigi viðurkent þessa nauðsyn, en í þess
stað lætur sér sæma að reiðast slíkri til-
lögu sem þessari, svo mjög, að hún eyðir
mörgum orðum að því að gera höfundi
greinarinnar upp þá hvöt, að greinin sé
rituð til þess eins að spilla fyrir fram-
gangi málsins og nauðsynlegum umbótum
á þessu sviði.
Eg get fullvissað frúna um það, að
grein mín er ekki rituð eftir innblæstri
frá neinum öðrum, sú tillaga sem þar
kemur fram er að engu leyti frá Banda-
lagi kvenna. Gelur hún því eigi með
sannsýni beint reiði sinni yfir henni til
annara en mín. Eg hafði strax og eg fékk
frumvörpin til umsagnar, hugsað mér að
ilt væri ef konur gætu eigi á neinn hátt
fylgt gangi þeirra gegnum þingið. Ekki
eingöngu af ótta við að frumvörpin yrðu
samþykt óbreytt, hitt kom einnig til greina
að eigi var óhugsandi að þingið gerði
breytingar á þeim. Því var það að eg rit-
aði grein þessa, og áður en hún færi frá
mér í blaðið var eg svo heppin að eiga
kost á að tala um þetta mál við þá konu
er eg veit að á þessu sviði hefir mesta
þekkingu íslenzkra kvenna, og auk þess
er vel kunnug gangi málsins á Norður-
löndum undanfarin ár, og styrkti það mig
í að halda við þessa afstöðu til málsins.
Fyrirverð eg mig ekkert fyrir það, og
finn hvergi hjá mér neinn snefil af löng-
un til að hregða fœti fgrir frumvörp pessi,
enda býst eg tæplega við að neinn finni
þá stefnu í grein minni, sem les hana án
þess að vera fyrirfram úlbúinn með ágæt-
an vilja, á að færa til verri vegar. Peir
sem kunna að lesa báðar greinarnar geta
sjálfir dæmt um i hverri fram kemur meiri
umhyggja fyrir góðum lyktum þessa máls.
Því ritstjóri Kvennablaðsins telur það
engu máli skifta hvernig frumvörpum
þessum farnist á Alþingi, að eins það geri
»sína skgldun, en hún er eitt af fernu:
»að láta þessi lagafrumvörp ganga sinn
lögboðna gang gegn um þingið, taka þar
þeim breytingum, sem nauðsynlegar kynnu
að þykja, og síðan verða annaðhvort feld
eða sampgkl.«
í grein minni gat eg þess Kvenréttinda-
félaginu til niaklegs lofs, að það hefði
orðið til að ýta undir að endurskoðuð
yrðu nokkur atriði sifjalöggjafar vorrar.
Kemur það þá ekki fleirum en mér kyn-
lega fyrir að formaður félagsins og blað
það, er liklega.ber að skoða sem málgagn
þess, skuli nú vilja láta málið svo alger-
lega afskiftalaust? I. L. L.
Ritstjóri: Inga L. Lárusdóttir.
Prentsmiðjan Gutenberg.