19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 6

19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 6
38 19. J ÚN í Frækornið. Eftir Leo Tolstoj. Einu sinni enda fyrir löngu fundu börn nokkur í klettaskoru, dálítinn linullung, sem þau hugðu að væri egg, en er þau athuguðu nánar sáu þau, að dæld var í hnullunginn, og hún benti til þess, að þetta kynni að vera frækorn. Vegfarandi einn, er sá hnullunginn í höndum harnanna, falaði hann tii kaups, galt þeim tí- eyring fyrir, fór síðan með hann lil borgarinnar og seldi keisaranum hann, sem eilthvert fágæti. Keisarinn gerði boð eftir vitringum sínum, skipaði þeim að rannsaka fyrirbrigði þetta og segja sér hvort það væri egg eða frækorn. Vitring- arnir rýndu og rýndu, veltu vöngum og settu á sig spekingssvip, en gát- una fengu þeir eigi ráðið. En í ógáti hafði einhver skilið hnullunginn eftir í gluggakistunni og hæna flaug inn um gluggann, gogg- aði í hnullunginn, svo að ofurlítið gat kom á skurnið, og nú gátu allir séð, að þetta var frækorn. Vilring- arnir flýttu sér á fund keisarans og skýrðu honum frá því, að hlutur sá, sem hér var um að ræða, væri alveg áreiðanlega ekkert annað en frækorn. Keisarinn varð mjög forviða og skipaði vilringunuin að leiða þegar í ljós hvenær fræ þetta hefði þroskast. Vitringarnir brulu heilann, flettu upp í bókum sínum, en komust ekki að neinni niðurstöðu. Þeir sneru því aftur til keisarans og sögðu: »Vér getum eigi leyst úr þessari spurningu, vér íinnum ekkert um þetta efni skráð í bókum vorum. En mætti yðar keisaralegu hátign þókn- ast, að láta gera fyrirspurn meðal bændalýðs landsins, ef ske kynni að einhver öldungur úr þeirra hóp hefði i æsku heyrt um það talað, hvar og hvenær þessu frækorni hefði verið sáð«. Keisarinn varð við ósk þeirra, lét sendiboða sína fara út um alt ríkið og skipaði þeim að leiða fyrir sig elsta bónda landsins. Sendimennirnir gerðu sem þeim var skipað og færðu konungi gamalmenni eitt hrumt og tannlaust, er drógst áfram á tveimur hækjum. Keisarinn sýndi honum frækornið, en það var ekki líkt neinu því, er karl hafði áður séð. Að vísu gat hann tæpast dæmt um það, því hann sá svo illa, varð að þreifa á því og þukla. »Veist þú, faðir sæll«, sagði keis- arinn »hvar korn þetla hefir þroskast. Hefir þú nokkru sinni sáð þess háttar fræi í akur þinn, eða keypt það á markaði«. Gamli maðurinn var orðinn heyrn- ardaufur og skilningssljór og var því seinn til svara. »Nei«, sagði hann að lokum. »Eg hef aldrei sáð þessari korntegund í akur minn, né skorið upp og eigi keypt það. En reynandi væri að spyrja föður minn um það. Má vera hann hafi heyrt um þessa korntegund talað, þá er hann var ungur«. Keisarinn sendi nú karlfauskinn af stað og skipaði honum að sækja föðurinn, hið bráðasta. Leið eigi á

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.