19. júní - 01.01.1920, Qupperneq 4

19. júní - 01.01.1920, Qupperneq 4
52 19. JÚNÍ Svía. Á þann veg hafa þær heiðrað Margrétu drotningu Valdemarsdóttur, Birgittu hina helgu og Fredrikku Bremer. Að þessu sinni var það lif- andi kona er þær mintust. Það var Ellen Key. Svo breyttir eru hugirnir orðnir. Heimilisiðnaður. Fyrsta allsherjar heimilisiðnaðar- félagið hér á landi, var myndað árið 1913. Var það stofnað í Reykjavík af nokkrum málsmetandi körlum og konum og nefnt »Heimilisiðnaðarfélag íslands«. Var tilgangur þess, »að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á Is- landi, stuðla að vöndun hans og feg- urð og vekja áhuga manna á því, að framleiða nytsama hluti . . «. Tveim árum síðar var Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands stofnað á Akureyri, og eru nú á Norðurlandi nokkur félög með líku markmiði, svo sem á Húsa- vík, Sauðárkróki, í Viðvíkarlireppi í Skagafirði og víðar. í 2. gr. laga Heimilisiðnaðarfélags íslands, er tekið fram á hvern veg félagið skuli leitast við að ná tilgangi sínum, sem sé með því, »að gefa mönnum kost á að afla sér verulegr- ar þekkingar bæði á þjóðlegum og erlendum heimilisiðnaði, eftir því sem efni þess fremsl leyfa. Skulu störf fé- lagsins aðallega fólgin i þessu fernu: I. Félagið á að hafa árleg náms- skeið, þar sem karlar og konur geti fengið munnlega og verklega kenslu í ýmsuin greinum heim- ilisiðnaðar, svo sem saumum, vefnaði og annari tóvinnu, tré- smiði, málmsmíði, steinsmíði og múrvinnu, bursta og körfugerð, bókbandi, leður- og pappírsiðn- aði og jafnframt teikningu sam- fara þessum greinum. Skulu námsskeið félagsins vera í Reykja- vík og helzt 6 vikur á ári hverju, frá miðjum maimánuði til loka júnímánaðar; jafnframt skal fé- lagið leitast við eftir efnum og ástæðum að halda lík námsskeið í öðrum kaupstöðum landsins og ennfremur að fá til kennara að ferðast um sveitir og kenna. II. Félagið á að leitast við að leiða í Ijós bækur, prentaðar fyrir- myndir og ritgerðir um ýmsar greinar heimilisiðnaðar og þau málefni, er að honum Iúta. III. Félagið á að koma á fót safni af ýmsum iðnaðaráhöldum, upp- dráttum og öðrum myndum, verklegum sýnishornum og til- búnum munum, er geti verið til fyrirmyndar í ýmsum greinum heimilisiðnaðar. Skal félagið gefa mönnum kost á að kynnast safni þessu og nota það eftir því sem ástæður leyfa. IV. Félagið á að útvega og benda mönnum á hina beztu sölustaði fyrir íslenzkan iðnað, bæði inn- lenda og erlenda. Jafnframt sér félagið um sölu á íslenzkum heimilisiðnaði og þjóðlegum list- iðnaði íslenzkum, bæði einstök- um hlutum og algengum íslenzk- um iðnaðarafurðum, fyrir þá er lcunna að æskja þess«.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.