19. júní - 01.01.1920, Blaðsíða 7

19. júní - 01.01.1920, Blaðsíða 7
19. J Ú N I 55 maturinn á bakkanum mínum kost- ar og kemur þar gat á seðilinn, og fær mér hann, að því búnu. Skamt frá er borð með sundurhólfuðum kassa; í einu hólfinu eru hnífar, gafl- ar í öðru og skeiðar i því þriðja. Þessi áhöld tökum við, um leið og við förum hjá, eftir því sem við þurf- um á að halda og tökum okkur sæti við eitt af borðunum í salnum. Við höfum verið svo heppin, að við okk- ur blasir mynd af vikingaskipi, sem er ein af hinum mörgu myndum, sem málaðar hafa verið á veggi borð- salsins. Ekki skemmir það lystina. Þá er við höfum matast, tökum við bakkana með tómu ílátunum og berum þá að hyllu, sem er við op á skilveggnum milli borðsalsins og upp- þvotta herbergisins, þar er tekið á móti þeim af uppþvottafólkinu. Við höldum fram að dyrum, sem eru andspænis þeim, sem við komum inn um, og borgum þar þá upphæð, sem mörkuð var á talnaseðilinn, sem áður er um getið. Að því búnu höld- um við leið okkar. Frá því við fór- um inn og þar til við komum út eru liðnar 20—30 minútur og máltíðin hefir kostað okkur 30 — 50 cent. Matsölustaður þessi er að eins op- inn 3 klukkutíma á dag, 7—8 að morgninum, 12—1 um hádegi og 6 til 7 síðdegis. Fólkið, sem vinnur að matreiðslunni og skömtuninni, er námsfólk við Columbia-háskólann. Til þessa starfs ganga að eins nokkr- ir tímar á dag, hinn hluti dagsins er notaður til náms. Enginn skóli gerir fátæklingum hægra fyrir en Colum- bia-háskólinn, séu þeir fúsir að vinna fyrir sér jafnframt náminu. Námið tekur auðvitað lengri tíma, sé ekki hægt að stunda það eingöngu, en mögulegleikarnir eru fyrir alla og enginn skammast sín fyrir að vinna hvaða vinnu sem er, hversu hátt sem hann er kominn í mentastigann. 153 Vermilyea Ave., New York Cily. 9. nóvember 1919. Hólmfridur Árnadóllir. Kaupendur »19. júní«, einkum peir, er fá blað sitt sent með landpóstum, eru beðnir afsökunar á pví, að sakir prentaraverkfallsins i byrjun p. m., varð janúarblaðið eigi prentað áður en póstar færu pann 6. Annars hefði mig langað til að engin póstferð pyrfti úr að falla, en að tölublöðin gætu orðið jafn- mörg og pær. Hefi lika orðið pess áskynja að sumir kaupendur sakna blaðsins ef ferð fellur úr. Vona eg að geta komið pví svo fyrir framvegis, að jafnan fylgi blað pósti. Með pví móti verða tölublöðin 15 — og færri mega pau ekki vera. — En pessi áramót flytja með sér mikla verð- hækkun, ofan á pær er fyrir voru. Stjórn- málablöðin, sem lifa á ílokkunum, kvarta sáran; auglýsingablöðin, sem lifa á kaup- endum og auglýsendum færa sum saman kvíarnar. Og pó liafa pessi blöð margfalt fleiri kaupendur en »19. júní«. — Utgáfa smáblaða er tiltölulega dýrari en útgáfa stærri blaða. Og »19. júní« er dýrt blað, pappírinn er vandaður og svo leggur blaðið dálitið í myndir. Auglýsingar vill liann ekki taka, fyr en hann kemur svo undir sig fótunum, að geta haft pær á kápu. En ekki gengur hann pess dulinn, að erfitt verði afkomu og pess vegna bið- ur liann alla pá af sínum góðu kaupend- um, sem uut geta honum lífs og gengis, að hjálpa til pess, með pví að safna nýj- um kaupendum. Bregðist nú vel við!

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.