19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 7

19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 7
19. JÚNÍ 95 Siðari gifting min var áhætta, sem kona, er hefir fengið indverskt upp- eldi þarf allmikið þrek til að leggja út í. Öll blöð í þeim landshlula drógu dár að mér og atyrtu mig fyrir þetta. Ættingjar mínir reyndu á allan hátt að telja mér hughvarf, en eg hafði tekið ákvörðun mína og þráði að komast út í heiminn og segja skilið við hið makráða líf fyrir innan for- tjaldið. Fyrst eftir að eg giftist fékst eg ekkert við ritstörf, en nú er eg farin að reyna að skrifa, og hefi stundum lesið upp kvæði eftir mig á fundum eða samkomnm, og farið nokkrar upplestrarferðir um ýms héruð Eng- lands«. Þannig segist frúnni sjálfri frá æfi sinni. Getur nú nokkur, sem ihugar að þessi eru kjör miljóna kvenna, haldið því fram, að konur séu búnar að fá þann rétt allan, er þær hafi þörf fyrir. Austurríksku börnin. Eins og menn muna barst hingað i vetur tilmæli um að hingað yrðu tekin börn frá Austurríki, til þess að forða þeim úr eymdinni þar. Var svo skipuð nefnd sem annast átti uin framkvæmdir þessa máls hér, starfa með nefnd íslendinga í Kaupmanna- höfn, er tók að sér það hlutverk að sjá um ferðalag barnanna hingað. Undirtektir hér voru afskaplega góðar; á skömmum tíma komu á 4. hundrað tilboða um slaði handa börnunum og óskuðu flestir eftir að fá þau til algers fósturs. Auk þess voru gefnar í peningum eitthvað yfir 20,000 kr. er áttu að vera til að standast ferðakostnað barnanna og ýmsan útbúnað. Undireins og málið var svo langt komið var síinað til nefndarinnar í Höfn að staðir væru fenguir fyrir alt að 100 börnum og var nú vænst þess að þau kæmu með fyrstu ferðum. En af því varð ekkert — og svo leið og beið. Nú er loksins komið skeyti um að börnin komi ekki. Verður sú fregn eflaust vonbrjrgði öllum þeim mörgu góðu heimilum, er opna vildu dyr sínar fyrir þessum vesalingum, en væri nú ástæðan sú að þörfm væri eigi lengur fyrir hendi, mundi enginn fást um það. Hætt er þó við að svo sé ekki, þó eitthvað liafi um- skipast þar syðra síðan i vetur. Um leið og nefndinni var tilkynt að ekki yrði af sendingu barnanna var þess farið á leit við hana að hún vildi ráðstafa til sumardvala .hér 30— 50 stálpuðum drengjum. Þessu fanst nefndinni eigi hægt að sinna, að þessu sinni, meðal annars vegna þess, að sú málaleitun kemur svo seint, að eigi mundu börnin, úr þessu, geta komið hingað fyr en í júlímánuði. Fé það, er gefið var til ferðakostn- aðar barnanna, liefir nefndin ákveðið að senda til Austurrikis, til hjálpar þurfandi börnuin. Vonar hún að gef- endur séu þeirri ráðstöfun samþykkir.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.