19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 8

19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 8
96 19. JÚNl Pax et Liibertas. (Friður og frelsi). Það sem ungu stúlkurnar þurfa að kunna, Látið ungu stúlkurnar fá góða skólaundirstöðumentun, en kennið þeim líka að þvo þvott, gera við föt og sauma flík. Kennið þeim að vel tilbúinn matur, sparar marga krón- una, sem annars fer til læknis eða í lyfjabúðina. Kennið þeim að í hverri krónu eru hundrað aurar og að sá einn er efna- lega sjálfstæður, er eyðir minnu en hann aflar. Kennið þeim, að bómull- arkjóll, sem borgaður er, er betri en silkikjóll, keyptur í skuld. Kennið þeim að glaðlegt, sællegt andlit fari ungum stúlkum betur en fölt og dapurlegt. Kennið þeim að annast sjálfar kaupin á því, er þær þarfnast fyrir og gæta þess, að reikningarnir séu réttir. Alið upp hjá þeim hagsýni, sjálfstraust og iðjusemi. Kennið þeim að heiðarlegur verka- maður í erfiðisfötunum hafi meira manngildi en heil tylft prúðbúinna slæpingja. Kennið þeim að það sé altaf ódýr- ara að ganga en að aka og marg- falt hollara. Kennið þeim að hamingjan i hjú- skapnum sé eigi komin undir fjár- munum eða fögru skinni, heldur lunderni og hugsunarhætti. Ef þið hafið kent þeim alt þetta, þurfið þið ekki að bera kvíðboga fyrir framtíð dætra yðar, þá munu þær sjálfar velja sér æfistarf og setja lífi sínu takmark. [úr norsku]. Svo er nafn á blaði, einstöku í sinni röð, er um áramótin hóf göngu sína í Genf á Svisslandi. Útgefandinn er kvennasamband það, er vinnur að afnámi hernaðar, sjálfsákvörðunar- rétti þjóðanna, jöfnum kjörum kvenna og karla og jöfnuin lífsskilyrðum allra stétta, réttlátri iðnaðarlöggjöf og góðri samvinnu meðal þjóðanna. Ritstjóri blaðsins er ungfrú Emily Balch, áður prófessor í þjóðfélags- fræði við Wellesley háskóla í Banda- ríkjunum, nú ritari nefndar þeirrar, er áður er getið (Women’s interna- tional League for Peace and Free- dom). Eftir þeim fáu eintökum að dæma, er vér höfum séð af blaðinu, virðist það bæði fróðlegt og nytsamlegt. — Betri tilgangur en þessi — að eyða óvild en efla skilning meðal andstæð- inganna — er vart hugsanlegur. Blaðið er ritað á þrem tungum: ensku, frönsku og þýsku, en hver sá, er kann eina þeirra hefir þess full not. Verð þess er 5 frankar, sviss- neskir, árg. Langi einhverjar konur hér á landi til að halda blað þetta, er ritstjóri »19. júní« fús að útvega það. »,19. JÚNÍ“ kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangsins er 3 kr. innan- lands, í Vesturheimi 1 dollar og greið- ist helmingur pess fyrirfram, hitt við ára- mót. Uppsögn (skrifleg) bundin við árganga- skifti, se komin til útgefanda fyrir áramót. Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.