19. júní - 01.09.1920, Side 4

19. júní - 01.09.1920, Side 4
20 1 9. JÚNl armun á réttu móli og röngu, aðra brestur þekking betri orða, þó þeir viti að orð þau, er þeir nota séu eigi rétt. Og enn aðrir sem þekkja ýms gömul góð orð, en nota þó ekki vegna þess að þeir standa þar einir uppi, og yrðu ef til vill að athlægi nágrannanna, fyrir sérvizku. í afskektum héruðum landsins, eru ennþá til mörg góð, gömul heiti á ýmsum hlutum, er breytt hafa nafni meðal almennings. þau orð mega ekki týnast. »19. júní« biður lesendur sína að veita þessari málhreinsunar- tilraun þá liðveizlu, að senda oss sem flest slíkra orða, og einnig þau nýheiti, er þeim kynni að þykja hentug og vel við eigandi. Þetta geta menn bezt gert þá er þeir sjá orða- safnið, er birt munu verða í næstu tölublöðum. Viti þér einhver nöfn betri þeim er þar birtast, þá látið þau koma í ljós. Við samanburð og umræður má margt vinnast. Vér konur höfum hingað til verið næsta kærulausar um mál vort — móðurmálið. Það væri þvi vel að vér, áður það er um seinan, athug- uðum hvaða hlutdeild vér getum átt í því að íslenzk tunga lifi, hrein og óspilt. Óvíða er hlutverk vort stærra og göfugra en þar. Af vörum mæðr- anna læra börnin málið. Þær leggja undirstöðuna undir framtíðina í þessu sem svo mörgu öðru. Og það varðar miklu að sú undirstaða sé rétt. Sameignarhús kvenna. í Kaupmannahöfn eru húsnæðis- vandræði engu minni en annars stað- ar. Erfiðleikar á byggja margir og miklir. Það má því kallast því nær kraftaverk að konur þar skuli hafa getað komið upp jafn stóru og mynd- arlegu húsi og því, er þær nú i sum- ar hafa fengið fullgjört. Forgöngu- maður fyrirtækisins er ungfrú Thora Daugaard, ritstjóri blaðsins »Tidens Kvinder«. Hún átti hugmyndina að byggingunni og hefir séð um fram- kvæmd hennar með aðstoð málfærslu- manns. Það er ómögulegt að komast hjá því að öfunda konurnar af hús- inu þeirra. Það er fallegt til að sjá, þar sem það stendur við breiða og fallega götu. Það er vistlegt inni, þar er frjálslegt að búa og íbúarnir eiga sjálfir hver sinn skerf í byggingunni. »Við þurfum ekki að óttast að okk- ur verði sagt upp« sagði ein þeirra. í þessari kvennahöll eru 150 vistar- verur. Eru íbúðirnar nokkuð mis- munandi eftir því hve mikið fé hefir verið lagt fram til byggingarinnar. Sú, sem lagt hefir fram 1500 kr. fær tvö herbergi, eldhús, baðklefa, vatnssal- erni og geymslu. Leigan um 60 kr. á mánuði. 1000 kr. hlutur gefur íbúð með einni stórri stofu og 500 kr. hlutur aftur minna herbergi, auðvit- að með sömu þægindunum og dýr- ustu íbúðirnar, því í nýjum húsum er baðið jafn nauðsynlegt og birta eða hiti. Fyrir minni íbúðirnar er leigan þetta frá 45—30 kr. á mánuði. Hverjbúð liggur^algjörlega út af fyr-

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.