19. júní - 01.09.1920, Qupperneq 2

19. júní - 01.09.1920, Qupperneq 2
18 19. JÚNÍ þess. Eftir núgildandi lögum erfir óskiigetið barn ekki föður né föður- frændur nema sérstaklega standi á, aðallega ef faðirinn annaðhvort hefir arfleitt barnið eða lýst það sitt barn á þingi. Annars má geta þess að stjórnin breytti þessu ákvæði frum- varpsins nokkuð frá því sem var í frumvarpi Lárusar H. Bjarnasonar. Þar var barninu líka veittur erfða- réttur þegar barnsföðurnum hafði orðið eiðfall í málinu eða eiður fallið á hann. Þetta feldi stjórnin niður og verður því sjaldnar um erfðarétt barnsins að ræða eftir frumvarpi stjórnarinnar en eftir frumvarpi L. H. B. Meðal annars nýtur barnið ekki erfðaréttar eftir stjórnarfrum- varpinu í þeim ekki fátíðu tilfellum að málinu lýkur með eiði barns- móður. Þessi breyting stjórnarinnar á frumvarpinu er því vafalaust til lýta. — Ósanngirnin að neita óskil- getnum börnum um erfðarétt eftir föður sinn, kemur aldrei berar í ljós, en þá er karl og kona hafa búið ógift saman, máske fjölda ára, og átt börn saman. Þegar maðurinn svo fellur frá fá börnin engan arf eftir hann, heldur gefa sig þá fram ein- hverjir fjarskyldir útarfar, sem ef til vill litla eða enga rækt hafa sýnt hinum látna í lifanda lífi, og hirða allar eignir hans. Dæmi þessa hafa ekki verið fá hér á landi á síðari árum. Frumvarpið hefir ákvæði að geyma sem væntanlega bætir úr þessu Oslitin sambúð karls og konu frá því 6 vikum fyrir getnað barnsins og þangað til 3 árum eftir fæðingu þess er Iátin jafngilda játningu föðursins um faðerni þess, er um erfðarétt eftir föður og föðurfrændur er að ræða. Barnið nýtur því þá erfðarétt- ar þó engin formleg faðernisjátning sé fyrir hendi, en slík játning þarf annars að vera skrifleg og vottföst eða gefin presti eða valdsmanni og færð í bækur þeirra. Frh. Móðurmálið á heimilunum. Eftir því sem vér höfum færst nær heiminum, samgöngur við önnur lönd og verslun aukist, lifnaðarhættir og klæðnaður breyst hafa, ný hugtök, ný áhöld, ný störf orðið tíðari. Á öllum sviðum hafa ruðst inn í málið fjöldi erlendra orða án þess að þess hafi verið gælt, hvort þau væru málinu samboðin, eða hvort eigi væru til gömul heiti er nota mætti um þessa nýju hluti, eða auðfundin ný orð, er við ættu, og af íslenskri rót væru runnin. Erlend orð hafa því verið höfð um ótal margt, aðeins með þeirri breytingu er framburður og áhersla gera. Um flest þeirra má segja að þau hvorki fegri málið né fullkomni. Það er byrjað að nota þau í hugsunarleysi, af skeytingar- leysi fyrir okkar fögru tungu og ættu þau því að eiga lítinn rétt á sér. En »auðlærð er ill danska«, flest þessara orða hafa náð mikilli og skjótri út- breiðslu, sum hafa þau því nær út- rýmt góðum og gildum íslenskum heitum.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.