19. júní - 01.09.1920, Qupperneq 6

19. júní - 01.09.1920, Qupperneq 6
22 1 9. JÚNl Einu sinni var fátækur, óhreinn og tötralegur drengur, sem eitthvað hafði orðið á, leiddur fyrir Kathryn Seller. Einn vina hennar, er viðstadd- ur var spurði hana af hvaða tilfinn- ingum hún léti stjórnast við rann- sókn og uppkvaðning dómsins. »Eg sé ekki drenginn sem eg á að dæma, heldur annan litla drenginn minn, sem þrátt fyrir allar mínar áminn- ingar og umhyggju stendur brotlegur frammi fyrir mér«. (Kathryn Seller el- ur upp tvo munaðarlausa drengi, sjálf er hún ógift). í 5000 glæpamálum hafa konur eða börn komist undir rannsókn hennar og dóm, í þau tvö ár, er hún hefir verið dómari við barnadómstól- inn — og í öllum þessum málum hefir kærleikur hennar til hins af- vegaleidda barns eða*konu stjórnað gerðum hennar. því með móðurlegri umhyggju vill Kathryn Seller gera lögin og hegninguna þannig, að þau einnig verði það, sem þeim var upp- runalega ætlað að verða: til hjálpar og viðreisnar, en eigi harðrar hegn- ingar«. Haust. Haustiö kemur hvessir raust. hvína vindar striðir. Úti er sumar efalaust — ómar mildir, pýðir. Pó að haustið komi kalt, með kuldanepju og hriðir, græðir sumar andans alt — ís og klaka þýðir. Sveilaslúlka. Að vera gestur. Ýmsir eiga því láni að fagna að eiga kunningja er bjóða þeim heim til sín. Og fátt kemur þreyttum bæj- arbúa er dag eftir dag gengur hinar sömu tilbreytingarlausu götur og vinn- ur sama starfið árið út og árið inn, betur, en að vera boðið að dvelja í sumarleyfi uppi i sveit hjá kunn- ingjum. í Englandi eru slík heimboð fyrir lengri tíma mjög algeng, svo algeng að þeir sem eiga marga vini og hafa nægan tíma oft geta verið að heirnan svo mánuðum skiftir, og gengið á milli góðbúa kunningjanna. En það er ekki alveg vandalaust að vera gestur. Geslurinn má í fyrsta lagi aldrei lála á því bera að hann sé gestur, að það eigi að stjana við hann, skemta honum og taka alt hugsanlegt tillit til hans. Hann á að skoða sig sem einn af fjölskyldunni og ekki vilja að meira sé fyrir sér haft en heimilisfólkinu. Gesturinn á ekki að álíta það skyldu sína að vera gestgjöfum sín- um til skemlunar frá morgni til kvölds. Hann má ekki gera of mikl- ar kröfur til tíma þeirra. Sé eitthvað það er hann finnur að þeir vilji hafa næði til að gera, á hann að draga sig tilbaka. Það ríður á að finna hvenær nærveru manns er ósk- að og nær ekki, gera engar kröfur, vera glaður og vingjarnlegur — í stuttu máli sá sem vill verða þeirra gæða aðnjótandi að fá heimboð hjá kunningjunum, þarf að iðka listina að vera gestur. (Pýtt).

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.