19. júní - 01.09.1920, Síða 5

19. júní - 01.09.1920, Síða 5
19. JÚNÍ 21 ir sig, úr aðalgöngunum eru smá and- dyri inn til hverrar íbúðar. Alt hús- ið er raflýst og með miðstöðvar hita, í hverri íbúð er gas, og hver getur fengið sinn sérstaka talsíma, sem gegn- um aðalsímann á neðsta gólfi fær samband út í bæinn. Á öllum göng- um eru lyftivélar til að flytja upp í mat og annað. Á neðstu hæð er mat- söluhúsið. Þar geta íbúar hússins fengið miðdagsmat. Máltíðin kostar kr. 1,50 og er mjög ódýr eftir gæð- um. Konur geta gert hvort þær vilja, að neyta miðdegisverðarins í mat- salnum eða fá hann fluttann upp í herbergin. Auk þessa sameiginlega eldhúss er þvotlahús, þar sem íbúar í iiverri viku geta fengið þvott sinn þveginn. Fyrir utan leiguna er sér- stök borgun fyrir Ijós, hita og gas, eru mælirar i hverri íbúð, sem segja tii hvað mikið hver leigjandi notar, svo að allar borga nákvæmlega það sem þær eyða. I húsinu búa nú 150 einhleypar konur er lifa af eigin atvinnu, kenn- arar, skrifstofukonur o. s. frv. I þak- hæðinni hafa 5 málarar »atelier« og er ein þeirra íslenzk, ungfrú Júlíana Sveinsdóttir. Uppkomið hefir húsið kostað 1,700,000 kr. og farið talsvert fram úr áætlun. En það þykir hafa tekist svo vel, að ráðgert er að byrja bráð- um á byggingu annars slíks húss, enda er þess full þörf í jafnstórum bæ, þar sem þúsundir einhleypra kvenna vinna utan heimilanna. Húsið hefir verið nefnt eftir braut- ryðjanda kvenréttindanna þar í landi og nefnist »Clara Raphaels Hus«. Kathryn Seller. Fyrsti kvendómari í Ameríku. Nýlega hefir Wilson forseti útnefnt konu þessa til að vera dómari og er hún fyrsta kona í heimi, er þann sess skipar. í tilefni af þessu flytur blaðið »Ladies Home Journal« greinilega lýsingu á æfistarfi hennar. Segir frá því hvernig hún hafi um langt skeið sem málafærslumaður verið vinur og hjálpari ótal nauðstaddra kvenna og barna. Og blaðið fagnar því mjög að hún skuli nú vera orðinn dómari við æðsta dómstól Bandaríkjanna, the Juvenile Court í Washington. »Þvi«, segir blaðið, »þegar Kathryn Seller gengur um meðal mörgu fanga »barnanna sinna« — svertingja, mú- latta eða hvítra — þá talar hún sama mál við þá alla. Hvort heldur þeir sitja í fangelsi fyrir einhverja smáyfirsjón, t. d. að hafa í áflogum brotið rúðu í búðarglugga eða aðra stærri yfirsjón. Hún áminnir þá eins og góð móðir, en ekki eins og refs- andi dómari. Leggur þeim á hjarta að allir verða að vera, eða reyna að verða góðir, heiðvirðir borgarar í þjóðfélaginu, svo góðir að fangelsi og betrunarhæli verði óþörf, ef allir hjálpuðust að að bæta hver annan. Oft eru foreldrar þessara barna svo siðferðislega veik að þau eru eigi fær um að sjá um uppeldi barns- ins. Þegar svo stendur á sleppir Kathryn Seller ekki hendi af börn- unum. Á einu ári kom hún um 2000 slíkum börnum fyrir á góðum stöð- um.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.