Njörður


Njörður - 02.09.1916, Blaðsíða 4

Njörður - 02.09.1916, Blaðsíða 4
104 NJÖRÐUR. Þrekvirki. (Lauslega þýtt úr dönsku.) (B'ramh.) Jú, þeim skyldi gefa á að líta í dag, hugsaði Ólafur og rótti úr sér. Svo gekk hann heim og ók stundu síðar, upp á búinn, úr hlaði. — Þegar inn i kaupstaðinn kom litaðist Ólafur um; þar var vana- snið á öllu. Andrés skóari, kryplingurinn, söng við vinnu sína; Hjálmar stór- kaupmaður, sá með ístrumagan, sat út í garði sínum og sleikti sólskinið; Einar lögmaður veiddi flugur í glugganum, .— en eng- inn tók fremur venju eftir Ólafi, engan grunaði, að þetta var merk- isdagur fyrir hann. Brandur braskari kom hlaupandi þvert yfir götuna, með stórt blað í hendinni. „Aksía í fundarhúsinu“ hrópaði hann og veifaði blaði til Ólafs. „Láttu mig sjá hvað það er,u sagði Ólafur, en í sama bili slóst aktaumurinn undir halan á uxanurn þeim til vinstri, og er það var lagfært sást Brandur hvergi. Hann var kominn inn til Jens bakara. „Aksía í fundarhúsinu“, tautaði Ólafur, „upp á flestu firma þeiru. Síðan fór hann að versla. Fyr- ir framan búðarborðið var fjöldi manna; sumir skröfuðu um veðrið, aðrir bollalögðu hvar best væri að reisa fundarhúsið oghvað „aksíanu Vnundi gefa af sór, en enginn yrti á Ólaf. Þegar hann var búinn að taka út, dró hann upp pyngju sina, valdi ófögrustu krónurnar til að borga með, stakk upp í sig vænni tó- bakstölu, kvaddi kaupmanninn og hélt heimleiðis. Óiafur ók hægt og gætilega, þvi hvorki var vegurinn góður né hon- um létt í skapi. Þessum þráða degi var þegar tekið að halla, án þess hann hefði fært nokkra nýja gleði eða hamingjuauka. Sigur- fögnuðurinn, sem hann hafði hlakk- að til og huggað sig við í tutt- ugu og fimtn ára striti og stríði, gjörði ekkert vart við sig. Þar á móti kendi hann einhvers óvenjulegs þunga í skapi, fanst sig vanta eitthvað, hafa glatað ein- hverju, vera snauðari en fyrir 25 árum, þegar hann byrjaði með tvær hendur tómar og alt í skuld. „Best að hraða sér heim til Maríu“, sagði hann við sjálfan sig 200 alklæðnaöir fyrir karlmenn komu nú með „Gullfoss11 í verslun AXELS KETILSSONAR Karlmannaföt 20 til 55 kr. Unglingaföt 12 til 40 kr. Drengjaföt. Yatteruð teppi. Ullarteppi. Riimteppi. # Borðdúkar. Sruntutau. Mislitur LastingMr. Alt nýkomið í Axels-buð. I verslun S. Guðmundssonar er mikið úrval af iLll'Slseðnacði fyrir karlmenn. Einnig mikið úrval af Enskum húfum, Flibbum, Siaufum, Brjústum, Manchettum o. fl. Þór ættuð að líta á klæðnaðinn sem ég býð yður fyrir afarlágt verð, áður en þór festið kaup annarstaðar. Notið tækifærið! Sparið peninga yðar og kaupið klæðnað þar, sem hann er fallegastur og haldbestur, sem er aðeins í Verslun S. GuOmundssonar. — „og nú man ég nokkuð, sú sægráa á að bera í dag, því hef ég alveg gleymt. „Afram, áfram, hott, hou. Uxarnir greiddu smátt og smátt úr spori, eftir því sem nær dró heimilinu. — A næsta leyti stansaði Ólafur snöggvast og litaðist um; „þarna var starf hans og þeirra hjóna und- anfarin árin; oft höfðu þau lagst uppgefinn til hvíldar, en framan af æfinni leið fljótt úr þeim, þá var kappið og áhuginn, æskufjörið. Nú var þessu öllu aftur far- ið. — — — — (Framh.) S!kizzzza.Trara.. SELSKINN söltuð, stór og smá, fást ef pöntuð innan loka næsta september mánaðar. Pöntunum veitir undirritaður móttöku og gefur nánari upp- lýsingar. ísaf. 21. ág. 1916. Guðm. Gudm. Vegna ófriðarins mikla eru marg- háttaðir örðugleikar á að út- vega ýmislegt það, er með þarf til mótorsmíða. Þeir, sém ætla að fá hjá mér Álpha-mótora eru því vinsamlega beðnir að panta þá í tíma (helst með 7 mánaða fyrirvara. ísafirði, í febr. 1916. Helgi Sveinsson. Ó. Steinbach tannlæknir. Heima 10—2 og 4—6. Öll tannlæknastörf og tannsmíði af hendi leyst. Tangagötu 10, Isafirði. N.IÖIMH IÍ hefir þegar fengið meiri útbreiðslu hér í sýsl- unni en nokkurt annað blað. Það er því hagur að auglýsa í Nirði. Prentsmiðja Njarðar.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.