Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Njörður


Njörður - 26.11.1916, Qupperneq 2

Njörður - 26.11.1916, Qupperneq 2
154 NJÖRÐUR Bragarbót. — « — Ulu heilli var Isafjörður skilinn frá Eyrarhreppi hér um árið. Þá var sú stefna, að smækka sveitafélögin, skifta hreppum og einangra kaupstaði frá öllum bæj- um í hreppi þeirra. Þessu til stuðnings var helst fært, að auðveldara væri að stýra litlum hreppum og kaupstaðir ættu fá kjör eður hagi, söm eða svipuð og hrepparnir. Það kann að mega segja, að nokkuð hafi verið satt í þessu, fyr- ir svo sem 40 árurfp en síðan hef- ir margt gjörst, er veldur því, að þessi gamla stefna á ekki lengur við. Meðan fátækramálin voru, að kalla mátti, einu verkefnin og sú aðferð algengust, að skera við nögl sér hvern eyrir til þurfamanna, bægja af sér utanhreppsmönnum, en smeygjasínumuppáaðrahreppa, ef þurfa þótti og færi gafst, gat svo litið út, sem best væri að hafa sveitafélögin smá, svo auðveldara væri yfir að sjá. Fór mörgum í þessu efni likt og Gissuri Þorvaldssyni í brennunni á Elugumýri. Hann vildi ekki lofa Guðmundi frænda sinum að fylgja sér, því hættara mundi tveim en einum. Komst Gissur í sýrukerið, sem kunnugt er, og barg þar sínu arma lífi. En þaðan af sá hann aldrei glaðan dag. Sumir hreppar virtust í svipinn spara nokkurt fé við að minka sig. — En timarnir breyttust skjótt. Sveitafélögin þurftu fleira og fleira að annast, mörg og stór gjöld beett- ust við; móti því varð ekki spornað. Reyndi þá á gjaldþolið. Hefir það víða sýnt sig, að fámennu sveitafélögin standa ver að vígi, en þau fjölmennari. Yerða þau annað tveggja, að vanrækja það, sem gjöra ber, eða safna skuldum. Hvortveggja er háskalegt. — Isafjörður var áður eitt með Eyrarhreppi. Nú reka þeir sig ó- sjaldan hvor á annars horn. Kenn- ir slíks því meir sem öðrum eða báðum vex fiskur um hrygg. Því er einsætt að gjöra sem fljótast þá bragarbót, að sameina þá aftur. Mun það báðum skaðlaust nú þegar, en til inikilla bagsmuna, er fram liða stundir. Góðir menn af hvorum tveggj- um ættu að íhuga þetta vandlega og bera sig sarnan. Virðist sjálfsagt að bæjarstjórn Isafjarðar og hreppsnefnd Eyrar- hrepps gjöri sér, öðrum fremur, far um að koma þessu til frarn- kvæmdar, ef ráðlegt þykir. Best að nota skammdegið til þessara bollalegginga. <4oít l>la<5. Iþróttafélag Reykravíkur gaf út „Sutnarb]aðM í sumar. Nú gofur það út „VetrarblaðM í vetur. Það fyrsta er komið. Er það ágætt. Margt var gott í „SumarblaðinuM. Það benti sífelt á það, sem vér því miður oft gleymum, að vér byggjum eitt með allra fegurstu löndum í heimi. Loftslagið er einnig heilnæmt. Eftir þvi ætti landsfólkið að vera „fagurt og fríttM, hraust og heilsu- gott. Mikill misbrestur er á þessu, en það má bæta með tíð og tírna. íþróttafóiagið leggur með blaði þessu, sinn skerf til umbótanna. Menn ættu að kaupa það og lesa. Þar er ýmislegt laglega sagt og sumt prýðilega. Enda er fabegu fólki, í fögru landi, fátt skyldara, en að temja sér liaglegt orðalag, að undanteknu því allra nauðsynlegasta: Að hafa hreint hjarta. íþróttavinum er skylt að minn- ast þess, að snilli í ræðu og riti er íþrótt; ef þeir mega ekki heyra nefnda andlega íþrótt, skulu þeir gæta þess, að þetta er jafnframt líkamleg íþi ött. Sé lofsvert og þarft, að koma vel fyrir sig hendi eður fæti, h vað mun þá um tunguna? Glíma. „Hrörnar þöll, sús stendr þorpi á, hlýrat lienni hörkr né barr“. Nú er íslenska glíman að verða olnbogabarn þjóðarinnar. Nú er hún hrakyrt af mörgum og fáir legg.ja henni liðsyrði. Láta marg- ■ ir gikllega gegn henni og vinna j henni það ógagn, er þeir mega. Iteyna þeir að koma þeirri flugu í munn fávísum mönnum, að hún sé hættuleikur og lítt fallin til gamans, þvi stór meiðsl geti hlot- ist af. Þar að auki sé hún ]jót og leiðinleg íþrótt. Þeir menn, sem slíkt mæla, þekkja litið til glímunnar, og sýn- ist svo, að ekki þyrfti að saka, þótt menn þessir vildu gerast henní gustillir. En það verður jafnan svo, að fleiri trúa lasti en lofi. Hvaðan þessar óvinsældir eru runn- ar, veit eg ekki gerla, enrekjamá vist sum sporin að dyrum glímu- mannanna sjálfra. Þeir hafa fáir borið þá virðingu fýrir íþróttinni, sem hún á skilið. Nú eru aldrei kappglimur háðar af því að engir fást til að glíma. Nú eru glímufélög að leggjast nið- ur af því að enginn vill læra að glíma. Nú talar fólkið um íslensku glímuna eins ogúreltgaman. Svona er nú komið fyrir þjóðlegustu og fegurstu íþrótt vorri. Tómlæti Is- lendinga riður ekki við einteyming. Það lítur nú helst út fyrir, að glíman ætli að leggjast niður með qllu. Er slikt allmikil skömm fyr- ir Islendinga, að týna þannig í- þrótt, sem hefir verið þjóðariþrótt þeirra frá landnámstíð og aðrar þjóðir hafa ekki þekt til skamms tíma. En nú eru ýmsar þjóðir farnar að iðka þessa iþrótt og eng- an skyldi undra, þótt Mörlandinn yrði eftirbátur þeirra i sinni oigin íþrótt áður en langt um liður. En hvað þarf að gera til þess,. að firra þjóðina þeirri skömm, að glata þessari iþrótt og láta aðrar þjóðir verða sér snjallari í henni? Hvað þarf að gera til þess, að glímunni verði skipað á þann bekk, er henni ber. Phð á að lcenna glímu í öllum barnaskölum. „Það ungur nemur gamall tem- ur“. Það á að kenna drengjum að glíma strax og þeir fara að ganga í skóla. Það á að kenna þeim að bera yirðingu fyrir glim- unni, eins og öllu sem þjóðlegt er. Þegar drehgir fara fyrst í skóla, eru þeir vanalega svo stálpaðir, að það er hægðarleikur að kenna þeim að glima svo vel fari. Leik- fimi er nú kend í mörgum skól- um. Glíman og leikfimin geta sameinast. Glíman á að verða skyldu-námsgrein i hverjum opin- berum skóla, þar sem leikfimi er kend, og leikfimiskennararnir eiga að vera færir um að kenna hana. Eg sé ekki að neitt geti verið þessu til fyrirstöðu, ef þeir, sem fyrir skólunum ráða, vilja sinna þessu. Ef þessi hugmynd næði fram að ganga, mundu glímufélög rísa upp

x

Njörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.