Njörður - 10.12.1916, Qupperneq 2
162
NJÖRÐUB.
Til eru ýuas merki um hugar-
þel vinstrimanna, til oddvita, sem
hingað til ekki hafa verið gjörð
að umtalsefni í Nirði.
Er Yestra óhætt, að sœma hann
með lasti sinu, hér eftir sem hing-
að til.
Þeir gjörast sífelt fleiri, sem
ekkert óttast meir, en lof og hylli
blaðsins.
Hlutkestið.
Vestri vill enn þá halda á þvætt-
ingi sínum um hlutkestið.
I 47. blaði leyfir hann sér að
koma með þau ósannindi, að seðl-
arnir með nöfnum vinstrimanna
hafi verið efst í ílátinu.
Hver hefur frætt hanu á því?
Hið sanna er, að seðlarnir voru
ekki látnir niður eftir flokkum,
heldur sinn úr hvorum á víxl.
Þegar allir seðlarnir voru komn-
ir í baukinn, innti einn vinstri-
manna til þess, að þeir mundu
ekki vera nema 8.
Oddviti hvolfdi þá öllum seðl-
unum á borðið og lét aftur upp
í af handa hófi. Reyndust þeir 9
eins og vera átti.
Þetta sáu margir, svo ekki er
unt að mótmæla því með rökum.
Seðlarnir hafa því vissulega
ruglast úr þeirri röð, er þeir voru
lagðir í; veit engi hvernig, enda
á svo að vera.
Hér af sést, að illgetur og ó-
sannindi vinstrimanna um hlut-
kestið, eru mælt gegn betri
vitund.
Þegar svo er komið, telsf óþarft
að eyða fleiri orðum við þá um
þetta mál.
Hálfur sannleikur —
heil lýgi.
Rétt er það hjá Vestra, að með
lögum frá 80. júlí 1909 var hjú-
um veittur kosningarréttur í bæj-
armálum, ekki samt öllum, því mið-
ur, eins og ráða mætti af orðum
blaðsins, heldur þeim einurn, sem
guldu til bæjarsjóðs.
Með breytingu þeirri á bæjar-
stjórnarlögum Isafjarðar, er samþ.
var í fyrra, misstu þessi hjú hann
aftur hér.
En það er heil lýgi að bæjar-
stjórnin eða oddviti hennar væri
sök í því.
Þetta hefur líklega slæðst af
vangá inn í frv. hjá flutningsm.
þess, nema svo sé, að Stígandi
heitinn, áður belgur var dreginn
á höfuð honum, hafi komið þess-
um öfugmælum inn í það.
Hann var að dorga á bak við
bæjarstjórnina í þvi máli, eftir að
hún hafði afgreitt það.
Yerður eigi með vissu sagt, hvort
þetta hefur þar af leitt.
En ekki eru merkin ólík því,
sem vinstrimenn hefðu* lagt þar
sínar happahendur að.
Hvað sem um það má segja,
verður jafn ámælisvert að kenna
oddvita um þessa breytingu, án
allra sannana og röksemda.
En þetta er lagið hans Yestra.
HÆGRIMENN
hafa lagt fram lista sinn við
bæjarstjórakosninguna í vetur.
Eru á honum:
síra Magnús Jónsson,
Sig. Sigurðsson lögfr. frá Yigur,
Magnús Örnólfsson skipstjóri.
f STEFÁN JÓNSSON
húsmaður hér í bænum andað-
ist 8. þ. m.
Jarðarför lians fer fram næsta
fimmtudag (14. þ. m.)
Yerslunia í Hafnarstræti 3
hefur nú fengið afar-miklar birgð-
ir af ágætum vindlum, sem
seljast með mjög sanngjörnu verði
fyrir jólin. Einnig hefi ég fengið
fjölda margar tegundir af
Reg-nkápum
úr ágætasta efni fyrir dömur og
herra og einnig fyrir unglinga.
Og siðast en ekki síst minnst 16
sortir af flunnelum i morgun-
kjóla og líf o. m. m. fl.
Komið og litið á vöruna, það
borgar sig.
Halldór Ólafsson.
Tii Skftla úrsmiðs
er nýkomið virval af
IPlottzrÖX^
fallegri og endingargóðri.
=r Skoöið hana!
H/itlsi biáðin
Steypuliúsgötu ->
hefur mikið úrval af sillíi og
tilbúnum slifsum.
Uið sem þurfið að fá ykkur
í sillcisvointvir fyrir jólin,
koimð til mín.
Afar margir óendanlega fallegir
litir og verðið sanngjarnt.
Ilallílóv Ólaísson.
Ritföng «s tækifærisgjair
er bezt að kaupa í
Bókaverzlun Guðm. Bergssonar
á ísafirði.
IPliF' Þeir, sem pöntuðu lijá mér
saumamaskínur síðastl.sumargjöri
svo vel og vitji þeirra sem fyrst.
Halhlúr Óiafsson.
3 y2 pd. línur, 1 pd. línur,
Taumar og önglar,
Tréskóstígvél með skinnfóðri,
Grænsápa og Demantsvartur litur
fæst í
V. S. G.
FJÖLDA margar tegundir af
póstkortum, jólakortum,
fermiugar-* og giftingar-kortum.
Halldór Ólafsson.
Lööa-önglar nr. 7,8og9
hvergi ódýrari en í verslun
Guðjóns Jönssonar.
ÞAKKARORÐ.
Jeg undirritaður þakka hér með
kvenfélögunum „Hlífa og „Ósk“ ú
Isafirði fyrir hjálp þá, er þau veittu
mér nú nýskeð, eftir sjúkleik minn.
Sömuleiðis þakka ég þeim syst-
kinum, Helga Sveinssyni bankastj.
og Margréti Sveinsdóttur fyrir um-
önnun þoirra á mór og viðtökur,
er óg kom af sjúkrahúsinu.
ísaflrði. 8.—12.—1916.
Jónatan Jónadabsson.
JC»ar sem sá orðrómur hefur kvikn-
að hór í bænum, að ég hafiásíð-
astliðnu hausti tapað peningum
hér á gistihúsinu „Noidpolen“, þá
lýsi ég því hérmeð yfir, að þetta
er með öllu tilefnislaust, enda er
sá orðrómur ekki til orðinn af
minni tilstuðlan.
Sá grunur, sem af þessum kvik-
sögum kynni að hafa fallið á gisti-
húsið eða einstaka menn, sem þar
voru nætursakir, er því með öllu
éstæðulaus.
Isafiiði. 28. nóv. 1016.
Bjnrni Bjarnason.