Njörður - 10.12.1916, Side 3
NJÖRÐUÍL
163
KYeðinn niður.
Hugsið fyrir framtídinni
með því að tryggja líf yðar í
lífsabyrgðarfél. .Danmark'.
Það er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á Norðurlöndum.
Yátryggingarfjárhæð 90 miljónir; eignir 21 miljón.
Nýtísku barnatryggingar.
Rikissjóður Dana tryggir í því fjölda embættismanna sinna.
Félagið hefir varnarþing í Reykjavík.
Umboð fyrir Yesturland hefir
Maris M. GilsfjörflL
M
i
B
§
I
b
I
§
N
N
I
8
m
ÉL
Yerslun Axels Ketissonar
fekk með seinustu skipum um
300 karlmannsalfatnaó i
auk unglinga- og drengja-fatnaðar og kynstur að annari
vefnaðarvöru svo að lxún er nú best birg af öllu því,
sem fólk þarf að klæðast í á JÓLUNUM.
Ráðum vér því þeim, sem þurfa að fá sér hvort
heldur er:
Föt — Regnkápur — Frakka,
Nærföt, Manchettskyrtur, Höfuðföt, Vasaklúta, Trefla,
Dömuregnkápur, Sjöl, Slifsi, Slifsisborða, Léreftsfatnað,
Telpukióla, Telpukápur, Drengjaföt, Borðdúka, Rúmteppi,
Rekkjuvoðir, Vattteppi eða annað sem að fatnaði,
álnavöru eða annari VefnaÖaí vöru lýtur að fá það
þar sem' mestu er úr að velja, sem só í
Axels-búð.
i
i
i
m
I
M
N
N
M
(Framh.)
Hitt er satt, að ég staðfesti sögn Skúla
S. Thoroddsen, að síra Signrður hefði
fyrst verið á móti því i efri deild í fyrra
að fjárveitingin til brimhrjótsins væri
samþykkt skilyi-ðislaust, eins og þá hafði
verið búið að samþykkja hana i neðri
deild. Samt sem áður sagði síra Sig.
þessa sögn logna. En heimildin, sem
ég hafði fyrir þessu vár símskeyti, sem
ég fékk þá (þ. e. 1915) frá Skúla sál.
Thoroddsen. Þó bætti ég því við sam-
kvæmt sömu beimild að síra Sigurður
hefði stutt málið vel síðast; mun það
nú ræða sú, sem gefin var út eftir síra
Sigurð, og borin hér i hvert hús sjálf-
an kosningadaginn. En hvers vegna
var ræðan ekki birt öll, úr því hún snýst
eingöngu um þetta mál? Það hefur
auðvitað þótt vænlegra til sigurs að
reyna að dylja það fyrir Bolvíkingum,
að síra Sig. lofaði í þessari sömu ræðu,
að þetta skyldi vera í síðasta sinn, sem
hann héidi því fram, að slík fjárveiting
væri samþykt skilyrðislaust. Þessvegna
er kafla af ræðunni slept, en þar stend-
ur svona:
„Jeg skal taka það fram, að færi svo
að eg sæti á þingi oftar, þá hygg eg
að það yrði nú í síðasta sinn, sem eg
héldi þvi fram, að fé úr iandssjóði
yrði lagt fram í þessu skyni“.
Þeir sem efast um að hér sé rétt hermt
frá, geta litið í Alþingistíðindin frá 1915
(B II, ‘2. hefti bls. 167). Og Páll Ste-
fánsson ætti sjálfur að lesa þetta áður
en hann fer að brígsla öðrutn með van-
þekkingu á stjórnmálum.
Þetta, að sleppa þessu úr raðunni
var auðvitað gott til þess, sem það var
ættað, en hitt er annað mál, að óvöndun
ber það vott unt.
Svo er þess að gæta, að það er vafa-
samt, hvort síra Sigurður á nokkuð sér-
stakt þakklæti skilið fyrir það, þótt hann
setti sig ekki upp á móti þessu máli,
þar sem hann er búsettur i þessu kjör-
dæmi, og sá auk þess, hversu mikið
fylgi málið hafði í neðri deild. En menn
eru auðvitað sjálfráðið hvernig þeir lita
á þetta atriði, og ekki banna eg neinum
að votta honum þnkkir.
Þá talar greinarhöfundur mikið um
vottorð þau er eg hefi birt inér til varn-
ar, og vill gera lítið úr þeim; en ^au
missa ekki gildi sitt við það. Og ekki
sé eg neina ástæðu til að svara því rugli
hans, á því tekur enginn mark hvort
sem er. Aðeins vil eg taka það fram,
að vottorð hr. Carl Weidicks er til á
dönsku frumsnmið af honum sjálfum.
Ennfremur skal þess getið, að samkv.
viðkynningu þeirri, er menn hér höfðu
af honum, efast enginn um, að hann
væri bær að dæma um það, sem hann
sagðist vera fær að dœma um.
Þá getur Páll þess, að möl hafi verið
flutt úr Sporhamarsvík og grjót flutt út
fyrir brimbrjótinn. Segir hann að eg
hafi ráðið þvi, Greinarhöfundurinn
sjálfur vann við brimbrjótinn og veit
þvi vel að svo vaf ekki. Eg réði engu
þar um. Páll er þarna vísvitandi að
blekkja fólk, sem ekkert þekkir til þessa
máls. Alstaðar kemur samviskusemin(!)
í ljós.
Þá viðhefur hann fremur ljót — en
sór samboðin — ummœli um það, að eg
telji mér hafi verið veittar árásir. Þrátt
fyrir þossi ummœli Páls, þá stond eg
við alt, sem eg hefi sagt um þetta atriði.
Árásin var keimskuleg vegna þess,
að vitanlegt var, að eg mundi bera hönd
fyrir höfuð mér, og hlut-aðeigandi mátti
vita, að hann hlaut að bíða lœgra hlut
vegna þess, að hann brast þekkingu á
þessu efni. Árásin var illgjörn vegna
þess, að með henni ktti að sverta mig
í augum almennings og spilla fyrir
framtíð minni, ef hægt hefði verið. En
látum nú vera þótt síra Sigurð henti
þetta í hita á fundinum — enda þótt
eg klyti að bera liönd fyrir höfuð mér —
þá gat það verið þar með búið; enda er
það þannig af minni hálfu hvað NÍra
Sigurð snertir. En alt öðru máli er að
gegna með Pál. Hann kemur fram „eft-
ir dúk og disk“ og kveður sig samþykk-
an öllu þvi, sem mér hafði verið vikið
á fundinum og kveðst byggja á kunn-
ugleik sínum. Síðan birtir hann þetta
i opinheru blaði. Hann gerir sig þann-
ig að slettireku í óþökk flokksbræðra
sinna, sem skammast sín bæði fyrir
greinina og manninn. Og ekki nóg með
það, að hann ráðist á mig, hann ræðst
um leið á mannvirki, sem eg hefi unnið
við og som Bolvíkinga tekur sárt til.
Auk þess er það vitanlegt, að Páll er
bér að rita um efni, sem hann þekkir
ekki minnstu vitund; það sfykki, sem
bygt var af brimbrjótnum þegar Páll
vann við hann, stendur enn í dag ó-
kaggað, svo að brígsyrðin um óvandaða
vinnu af honum sem kunnugum manni,
í sambandi við skemdina, falla því um
sjálf sig. Það stykki sem fór af brim-
brjótnum var bygt 1915, en það sumar
var Páll Stefánsson að flækjast um land-
ið í hrossakaupura, og mér vitanlega
kom hann aldrei til Bolungavíkur þetta
sumnr. Hann getur því ekki haft hina
minstu hugmynd um hvernig vinnan
var leyst af hendi á þessum kafla brim-
brjótsins sem brotnaði, og því síður
hvaða orsakir liggja til þess, að þetta
slys vildi til.
Þetta sýnir best hversu óumroeðilega
auðvirðileg sú persóna er, sem getur
fengið af sér að gerast slettireka, sem
rœðst á saklausaa menn, án þess að
hafa nokkra hugmynd um nein atriði
málsins, sem um er að rœða.