Njörður - 06.02.1917, Blaðsíða 3

Njörður - 06.02.1917, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR 19 Þar eru í þessar heudingar: „Bjart er í lofti, blikar júní sunna bráðnuð ermjöl]in,hlýttum skógarrunna. Ótaldra skepna er hér griðastaður, auðsóð er víst að hér hýr engi maður. Þröngsýnt þó sé í faðmi hárra fjalla frjálsræði mínu týni eg hér valla". Sumstaðar eru ljóð Magnúsar heldur dapurleg; er það síst mót von, eftir því sem högum hans var háttað, en þó bregður fyrir kímni innan um og saman við eins og í þessum hendingum: „Örbyrgð greyið yglir sig allavega og snýr á mig“. Og síðar: „Við skulum sjá hvor hefur það“. En undir niðri, eða að baki, þrokir vald forlaganna, er engi má við sporna: „Ögrar mæðan andans frið ein þó vari náðin, skatnar allir skorðast við skapanorna ráðin“. Svo virðist sem heilsuleysi, ör- byrgð og annað andstreymi hafi orðið honum yfirsterkara, lagt hann að velli á besta aldri, 43 ára, fús- an að starfa meir, ef þróttur og líf hefði til unnist. Þó þykir mér trúlegra að hann hafi numið nýtt land þar sem: „Röðull snart um hlíð og hyl hár sitt skarta lætur, flytur bjartast yndi’ og yl inst i hjartarætur". Þetta má kallast ástavísa til sólarinnar; óg efast um að nokkr- ir aðrir en Yestfirðingar yrki svona til hennar. Vísan er Magnúsi til sóma, ekki síður liðnum en lífs. O. Framfarir. (Framh.) Þegar dóttirin var 10 ára fæddi G-uðrún sveinbarn, vænt og þroska- legt. Þótti það tíðindi. Heilsaðist Guðrúnu vel og tók hinni mestu ástúð við sveininn. Þegar hann var mánaðargamall kom húsfreyja að máli við bónda Binn og mælti: „Eigum við ekki að láta skýra litla stúfinn bráðlega?“ „Það er sjálfsagt þegar þú vilt“ sagði hann, „en hvað eigum við að láta hann lieita?“ „Mig langar til að láta hann heita Guðmund“. „Því þá það, er nokkur þér ná- kominn með því nafni?“ „0, ekki er það nú, en ég kann svo vel við nafnið Guðmundur Ara- son, svo hét Guðmundur góði Hóla- biskup“. „Var það ekki katólskur skratti og óráðsmaður i tilbót“. „Þá voru allir katólskir, en hann var guðsmaður og góður fátækum“. „ Ja so“ sagði bóndi heldur dræmt, „en það er sjálfsagt, góða min, að láta hann heita eins og þig lang- ar til“. Hlaut því sveinninn nafnið Guð- mundur. Þroskaðist hann vel og varð augasteinn móðurinnar. Þegar hann komst á legg svip- aði honum mjög til föður síns í sjón og nokkuð að lundarfari; var þrár og ekki laus við þrjósku. Gjörði móðir hans sér far um að bræða hana úr honum með bliðu og ástríki, enda var hann henni oftast eftirlátur. Móður sinni líktist hann í því, að hann var flugnæmur og hneigð- ur fyrir bækur. Til snúninga var hann stirður og svifaseinn, en vanst eftir von- um það sem hann gekk að. Varð hann föður sínum ekki mjög að skapi. Fór svo fram uns hann var 15 vetra. (Framb.) Bæjarstjórnin. Fundur 2. þ. m. kl. 7 að kvöldi Þetta var gjört: 1. Endurnýjað umboð til Magn- úsar Sigurðssonar í R.vík til að halda uppi vörn í Skólanefndar- málinu við Yfirréttinn. 2. Endurnýjað umboð til sama i Túnmálinu. 3. Magnúsi Sigurðssyni falið að athuga Norðurtangamálið og láta uppi álit sitt um það. 4. Lesin útsvarskæra frá Ás- geirsverslun. Vill hún fá 3000 króna lækkum, tetrið. Nefnd kosin: sira Magnús Jónsson Magnús Torfason Jón A. Jónsson 5. Framlagt frv. til þingskapa fyrir bæinn, sem eigi varð útrætt í fyrra. Nefnd kosin: Guðm. Hannesson Magnús Torfason Guðm. Guðm. 6. Hafnað beiðni ungfrú Jónu Valdemarsdóttur um styrk til að koma upp gistihúsi í bænum. En bæjarstjórnin viðurkendi þörf á gistihúsi og tjáði sig velviljaða stofnun þess. Verslnniii í Hafnarstræti 3 hefur fengið nokkur dúsín af Kenn- og Karl-sokkum. Einnig hefi ég nú 77 og blandaðami brjöstsykur. Halldör Ólafsson. Aðalfundur Bökunarfélags ísfiröinga verður haldinn mánudaginn 26. þ. m. í Goodtemplarahúsinu uppi. Fundurinn byrjar kl. 7 e. h. ísaf. 5. febr. 1917. Guðm. Guðm. Grímur fást í verslun S. Guömundssonar. Y egglampar, sem lengi hefur verið von á, eru komnir.— Ennfremur Gardínutau, fiður- helt léreft og sængurdúkur. Ymsar Öltegundir og fjölda margt fleira. Jón Hröbjartsson. Ný komið: inikið úrval Lík- kransar og Kransaborðar. Kransar búnir til eftir óskum. Helgi Guöbjartsson, Póstgötu 9, ísafirði. Ritföng og tækifærisgjafir er bezt að kaupa í Bókayerzlun Guðm. Bergssonar á ísalirði. BEST er að tryggja líf sitt í lífsábyrgðarfélaginu Carerxtia. Umboðsmaður fyrir Isafjörð og grend E. J. Pálsson. Strákústa , Ðvottaskrubbur og Fiskvöskunarbusta er best að kaupa hjá 3otti ^rohjurtsfyui.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.