Njörður - 06.02.1917, Blaðsíða 1

Njörður - 06.02.1917, Blaðsíða 1
jg ff 1 Verð hvers ársfjórð- ; 1 ungs (15 blöðj kr. 0,75 : I er greiðist fyrirfram. : j Erlendis 4 kr. árg. ; %ii|h|ii|iiiii|ii|ii|i!|iiii!|ii|!ii:i|ii|iiiiiiii|i!|:iiiii:iiiiiiiiii|mIiiiii|i:ii:|ii|!:íi j Komur vanalega út : 1 einu sinni i viku og | ' I aukablöð við og við. ; : Alls 60 blöð á ári. j l l l llll M i i i i i i iMiiiiiir +3 Ritstjóri: síra Cruðiu. Gruðmundsson. II. ÁRGr. ísafjörður, 6. febrúar 1917. M ö. Nokkrar duglegar stúlkur, vanar fiskiverkun, geta fengið góða atvinnu í Reykjavík þangað til síldarveiði byrjar (snemma í júlí). Þurfa að fara suður með s/s „Gullfossiu eða s/s „íslandi“ næstu ferð. JLcfaot lcjör i boði. Nánari upptysingar lijá Ingvari Yigfússyni. biikksmið Tangagötu 20. BúnaOarsamband Vestfjarða. Stofnun þess. Þann 8. maimánaðar 1907 var Sambandið stofnað. Höfðu þing- menn Yestfjarða gengist fyrir því ásamt Guðjóni Guðmundssyni bú- fræðing. Hafði bann víst hugsað talsvert um það mál ogferðast nokk- uð um Vestfirði til að undir búa stofnum Sambandsins. Einnig samdi hann frv. til laga fyrirþað. Hann ætlaðist til þess, að bún- aðarfólög yrðu stofnuð í hverjum hreppi á Yestfjörðum, þar sem þau eigi áður voru komin á fót og öll skyldu þau mynda Sambandið, vera í því og senda fulltrúa á fundi þess. Þessir fulltrúar skyldu einir, á- samt stjórn Sambandsins, hafa at- kvæðisrótt á fundum, en aðrir fólagar aðeins málfrelsi og tillögu- rótt. Þetta var mjög vel til fallið, því með þessu var Sambandið fal- Íð forsjá búnaðarfélaganna og þeim gefin hvöt til að annast það sem best, og haga starfsemi þess eins ■og helst þótti henta. Hluttaka manna i stofnun Sam- bandsins var allgóð. Á stofnfundinum mættu fulltrú- ar 19 búnaðarfélaga. Af þeim voru úr Austur-Barðastrandarsýslu . 4 — Vestur-Barðastrandarsýslu . 3 — Vestur-lsafjarðarsýslu . . 4 — Norður-ísafjarðarsýslu . . 4 — Strandasýslu.............4 Fyrir utan- fulltrúana mættu ýmsir nafnkendir menn, t. d. þm. Strandamanna, Guðjón Guðlaugs- son, þm. Norður-Isfirðinga, síra Sigurður Stefánsson, Guðjón Guð- mundsson, sem fyr er nefndur og fl. og fl. í frumvarpi til laga fyrir Sam- bandið var gjört ráð fyrir, að setja á stofn eina aðalgróðrarstöð á Vest- fjörðum og síðar aðrar smærri á víð og dreif um sambandssvæðið. Þetta hefur sennilega verið gjört með hliðsjón af því, sem á var komið í öðrum landshlutum. Það hef ég fyrir satt, að eigi hafi öllum fundarmönuum litist ráðlegt að stofna þessa aðal-gróðr- arstöð, en vist er hitt, að ágrein- ingur reis um það, hvar hún ætti að vera. Ofan á varð að setja liana hér á ísafjörð. Fyrsta yflrsjónin. Það var án efa yfirsjón, að efna til þessarar aðalgróðrarstöðvar, þeg- ar af þeirri ástæðu, að hún hlact að verða of þung byrði á Sam- bandinu, svo mestur hluti af fó þess gengi til hennar, en lítið yrði eftir til annara framkvæmda. Þar að auki mátti sjá, að henn- ar var lítil þörf, enda hæpið að hún kæmi að nokkrum verulegum notum, þó hún yrði í sæmilegu lagi. Veðurátt og jarðvegur er svo ólíkt á Vestfjörðum, að reynsla manna við gróðrarstöðvar á Suð- urlandi og Norðurlandi, er engu siður leiðbeinandi, en tilraunir þær sem gjörðar væru hór á Isafirði. Voru því í upphafi sterkar lík- ur til þess, að ekki mundi svara kostnaði, að hafa slíka gróðrarstöð í samanburði við að styrkja áhuga- sama menn í sem flestum hrepp- um á sambandssvæðinu til mat- jurtaræktar. Slíkur styrkur mundi eflaust liafa orðið mörgum að góðu gagni. Á ég þar ekki eingöngu við þá, sem lians nytu, heldur einnig við ý komið beint frá Ameriku: Margar teg. af á v ö x t u m , þurkuðum og niðursoðnum; sömu- leiðis Sardinur og Lax. Steikt nautakjöt og m. fl. Alt mjög ódýrt. Versl. G. Jónasson. þá uppörfun, sem nágrönnum væri að starfi þeirra þar sem sæmilega gengi. Mundi það hafa fest hugi manna við Sambandið og laðað búnaðarfélögin til að styðja það og efla. Stofnun Gróðrarstöðvarinnar varð þar á móti til þess, að gjöra sum búnaðarfélög fráliverf Sam- bandinu og einnig marga menn aðra. Þótti þeim vonlaust, að hún yrði til almennra nytja, í hæsta lapi stássgripur fyrir Isafjörð, ofvaxinn fjárafla Sambandsins og líklegur til að draga huga stjórnarinnar um of frá þvi, sem gagnlegra væri fyrir Vestfirði. , Nú hafa menn fyrir sér 10 ára reynslu og hún mun i margra aug- urn skýr vottur þess, að Gróðrar- stöðin væri betur óstofnuð. Ekki ein bára stök. Ef þessir menn hafa rétt fyrir sór, má segja að ekki var ein bára stök hjá Sambandinu. Áður langt leið var lögum þess breytt svo, að allir félagar fengu atkvæðisrétt á fundum þess.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.