Njörður - 26.03.1917, Síða 1
■WiiintMliiliitHiiwiMliitiiiiitiiiiiiiiliiltiiniittniiiliiliitiiiiiinininiiiiii*
I Verð hvers ílrsfjórð- j
I ungs (15 blöðj kr. 0,75 %
1 er greiðist fyrirfram. :
j Erlendis 4 kr. árg. ;
%iiluiHintu|iiiiiiii|iiii!iniuiiliilii|i:|>iliiliiliil:iiniiilHI<*liiliiln|íi|i;iufi
2iKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii(ii)tniiiiiititriint:!ini|ii!iii:ii!iiiiiit!iiiii,iiii
j Kemur vanalega út :
| einu sinni í viku og j
| aukablöð við og við. 8
j Alls 60 blöð 4 ári. j
ftitiili!inlHiiiiiii>ii!i|iiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiit;:ii:tii|iitiiiii|iiiiiiiiwiHlHIUN
Ritstjóri: síra Cruðm. G uðmundsson. 5+-
II. ÁRG.
ísafjörður, 26. mars 1917.
Saman en ekki sundur.
Að uxidanförnu hefir hér í blað-
inu (tölubl. 9—10) nokkuð verið
rætt um þá hagsmuni, er samein-
ing Eyrarhrepps og Isafjarðar hefði
i för með sér.
Þó hefir þar fleira verið til tínt,
sem litur að hagsmunum Eyrar-
hrepps, hðldur en ísafjarðar.
Nú. skal þar á móti drepa stutt-
lega á það allra helsta, sem frá
ísafjarðar hálfu mælir með sam-
einingunni.
I.
Starjsemi Isfirðmga í Eyrarlireppi.
Nokkrir af borgurum bæjarins
•eru ráðnir í að hefja síldarverkun
■og fleira sem henni fylgir, innan
vebanda Eyrarhrepps.
Ef síldveiðar hepnast hér sæmi-
lega, munu fleiri fara að þeirra
dæmi.
Yerði ekkert af sameiningu munu
bærinn og hreppurinn togast á um
gjaldþol þessara manna og bærinn
fara á mis við allmiklar tekjur.
Það stímabrak, sem þessu yrði
samfara, gjörði bæjarbúa ófúsa að
starfa í lireppnum og hefti fram-
takssemi þeirra, eða benti hug
þeirra á aðrar stöðvar lengra frá.
Hvorugt yrði bænum lítill skaði.
En ef sameinað verður fellur
arður af þessum störfum kvorum-
tveggja sameiginlega í skaut. Þeir
sem þau reka eru eins og heiina
hjá sér, og bæði bærinn og bændur
hafa sömu ástæðu til að unna þeim
gæfu og gengis.
Hugur ötulla manna festist því
meir til starfa hér, sem þeirþykj-
ast betur í sveit komnir og þá
taka dugandi menn í öðrum sveit-
um að líta hingað hýru *auga.
H.
Vatnsskortarinn.
Allir bæjarmenn vita, að ísa-
fjörður hefur tæpast nóg vatn til
uð kæla tungu sína, hvað þá held-
ur til meiri nytja.
Nú er sú ætlun fróðra manna,
að ár og fossar verði með tírnan-
um fésjóðir þessa lands.-
Yona vísindamenn, að áhöld til
að nota afl vatnsins verði með tið
og tima svo ódýr, að næstum hver
foss nærri mannabygðum, verði
að einhverju gagni fyrir þá, sem
hafa sæmileg peningaráð.
I Eryarhreppi eru 5 ár, Hnífs-
dalsá, Tunguá, Úifsá, Langá, Fossá
og auk þess nokkrar smásprænur
t. d. Buná, Arnardalsá o. fl.
Mér þykir liklegt að sá tími
komi, að margt megi gjöra með
þetta vatn og bærinn þurfi þess
als með, er stundir líða.
Nú er augljóst að það er mikl-
um annmörkum bundið að seilast
til þess í annað sveitarfélag hvort
sem væri til kaups eða leigu, eins
og raun hefur á orðið.
Því hvað sem kaupverði eða
leigu kynni að líða, mætti búast
við að gjöld yrðu lögð á þær stofn-
anir og störf, sem sæktu afl sitt i
hreppinn.
Gæti þá vol, svo farið, að bær-
inn neyddist til að nota olíu eða
kol sem aflgjafa í stað vatns.
Yæri þá illa farið í hvívetna;
vatnsaflið lægi ónotað, hver veit
hve lengi, en seilst væri til ann-
ara landa eftir aflgjafa, sem reynst
gæti bæði dýrari og i öllu falli
brigðulli, hvað lítið sem út af
bæri í siglingum og verslun.
I þessum efnum gildir gamla
reglan:
„Holt er heima hvað“.
in.
MjóUmrleysið.
ísafjörð brestur ekkert jafn sár-
lega sem mjólk.
Ár og síð er skortur á henni,
stundum háskalegur.
Það er fuli ilt, að eigi er kost-
ur á henni til drýginda og mat-
bóta fyrir almenning. Hitt er
hálfu verra, að börn og hrumir
og sjúkir missa við það þeirrar
fæðu, sem þeim kemur að bestum
notum.
Næstum daglega segja læknar
um sjúklingana:
| M 13-
IVý komið í verslun
Gruðrúnar Jónasson
margar teg. af þvottasápu svo
sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu.
Einnig mikið úrval af handsápum.
KjÖtsala, og afhending
á því sem geymt er í Jökli,
fer fram á þriðjud. og laug-
ard. frá kl. 4—6 e. m.
ísafirði, 10. mars 1917.
Sk. Einarsson.
„Verður að hafa mjólk“.
Síðan er gengið hús úr húsi og
spurt um mjólk og svarið verður
oftast: „Ekki til“, og ef eitthvað
fæst, er það miklu minna en þarf.
Svona gengur ár eftir ár.
Þetta mjólkurleysi hefur eflaust
stórskaðleg áhrif á heilsu og þroska
barnanna og veldur tjóni frá kyni
til kyns.
Hvað heilsu og krafta snertir
er útlenda orðtækið satt:
„Maðurinn er það sem hann
etur“.
Hentug fæða og holl erbörnum
og æskulið ómissandi, eigi þau að
ná fullum manndómi.
Þegar bæjarbúum fjölgar verður
mjólkurleysið enn meira, nema
mjólkurmagn bæjarins fari um leið
vaxandi; og þar mun koma að
bæjarstjórnin getur ekkilátið mjólk-
urleysið afskiftalaust.
Eina ráðið gegn mjólkurleysinu
er ræktun jarðanna hér í kring.
Henni getur ekki farið skjótt
fram nema með miklum tilkostnaði.
Engir aðrir en bæjarbúar geta
lagt fram það fé, sem þarf til þessa.
Má það verða með tvennu móti:
1. Með því að borga mjólkina svo
vel, að ekkert sé fýsilegra fyrir
bændur, en að rækta töðu og
ala kýr á henni.
2. Með því að verja sjálfir fé til
grasræktar í sama skyni.
Hið fyrra gjöra þeir ógjarna