Njörður - 05.02.1919, Blaðsíða 2

Njörður - 05.02.1919, Blaðsíða 2
NJÖRÐUR. um: ,,011 blöð svikjast um sín bestu loforð". „Ekki ég", sagði Njörður, „því ég hef engu lofað". „Farðu varlega, karl minn", sagði kunninginn, „þú lofaðir að koma svo og svo oft út, mig minnir í hverri viku, en alt lenti í svikum". „Já, það var nú stríðinu að kenna", sagði Njörður, „en ekki fyrir það, best er að hafa vaðið fyrir neðan sig, þó stríðið sé úti. Hér eftjr lofa ég ekki einu sinni að koma nokkurn tíma; ekki held- ur lofa ég að hætta; fari það kolað. Það getur dottið í mig að koma þegar verst gegnir og enginn vill sjá mig, eða að liggja í bólinu þegar ég ætti að vera á kreiki. Skjótt að segja, óg lofa engu, en hef alt effcir kringumstæðum. Það er ábyrgðarminst, hugdeig- um hentast, lötum létfcast og — frjálslegast fyrir alla, konur og kalla". Ofdrykkja. I vetur hefir drykkjuskapur mik- ill verið í bænum; eru það ungir menn og uppvaxandi engu síður en gamlir drykkjurútar, sem næst um daglega sjást ölvaðir. Hefir slikt athæfi sin eðlilegu áhrif, bænum til skarnmar og íólk- inu til bölvunar. Ungu fólki, óspiltu, blöskrar svivirðingin, og góðir menn harma gæfurán ve8alinga þeirra, sem ekki meta hamingju sína og sinna svo mikils, að þeir vilji hennar vegna neita sér um vínið. Tíðarfar o. fl. Veturinn til þessa hinn blíðasti og besti, vísfc um land alt, en naumast nokkurstaðar eins hagaæll og hér á Isafirði. Veðurbliðan einstök, aflabrögð prýðileg; vinna næg og vel borguð. Hagur alþýðu lika með besta móti á þessum tíma árs. Er þetta alt gagnstætt því sem hér var í fyrra um þetta leyti. Þá var knldi, skorfcur og kvíði fyrir komanda degi, langt fremur venju. Varla er unt að minnast vetrar- ins í fyrra, án þess að t'agna því hve þesai er honum ólíkur, og þakka það. „Ekki ber ná stórt á þakklæt- inuu, Begja sumir. Það er nú svo, skaði ef satt er; en það getur vakað í hugum manna þó lítið beri á. Það væri auðvelt að lýsa vetrin- um í fyrra sæmilega glögt; mjög torvelt að lýsa þessum. Það er miklu hægra að lýsa þvi leiða og illa heldur en því ljúfa og góða. Hvers vegna? Er það af því, að vér kunnum betur tökin á þeim orðum, sem hæfa því illa, heldur en hinum sem eiga við hið góða? Eða vantar mannlega tungu orð setn hæfa þvi góða sökum þess, að það ekki er „aí þessum heimi?" Það er vist, að hægra er að lýsa sorg en gleði, illviðri en blíðviðri. Auðveldara er að lýsa hatri en ást. Vonandi er að það valdi, að hið góða sé hiœneskt en hið illa jarðn- eskt. En raun er samt, að geta aldrei birt það besta sem bærist í hug- anum, en eiga meir en hægt með að sýna það versta er þar leynist. Fjöldi skálda og listamanna hafa fundið sárt til þess, að hvorki orð né hönd megnar að mála göfgustu hugsjónir eða hreinustu tilfinning- ar mannanna. Hitt sýnir sorgleg reynsla; að næst um hver klaufi getur nokk- urn veginn glögt eýnt auvirðu og óhreinindi hugans. Því er mörgum tamt að lýsa göllum, löstum og glæpum einum saman eða mestmegnis. Slikt kitlar eyrun, en saurgar hug og hjarta og spillir mann- fólkinu meir og skjótar en flest annað. Það kælir hjörtun eins og gadd- harka, villir sem svartasta þoka og gjorir vitið jafn gagnslaust eins og dauðkalinn töðuvöll. Skipasmíðar. I stríðinu smíðuðu Vesturheims- menn fjölda skipa. Verða þeir eftirleiðis afkasta- mestir skipasmiðir í heimi. Stærsta stöðin getur smíðað 150 skip á ári, eða sem næst 3 á viku hverri að meðaltali. Á henni eru skipin sett saraan, en partarnir gjörðir á öðrum minni stöðvum og fluttir þaðan á járn- brautum. Sfcöðin smiðar nú skip á tveim stærðum, 7500 tons og 8000 tons. Vinna við hana meir en 30 þúsundir manna. Verzlun til söItjl. Kaupmaður hér í bænum vill selja vörubirgðir sínar. Ritstjórinn víaar á. Gestur, í Msi örykkumannsins. Ég horfði a hann drekka, ég horfði, og Bk hve hnípin var telpan hans unga, ég hrjóstið sá hreifast af barnsheitri þrá, er hirti hún harminn sinn þunga: ,,Æ hjartkæri faðir, ég hef ekki þrótt að horfa á þig drekka svo lengur, með „vín" ertu nuna, með víni í nótt það veiklast hvor hjarta míns strengur". Svo gekk áðan hljóðlega, góði minn, út með grátstaf í kverkum, hún mamma, er inn þú þér byltir með brennivínskút og byrjaðir hana að skamma. „Hún ann þór víst heitar, en enn þá, ég skil; að ðllu þvi göfga vill hlúa; ef forðastu vinið þá finnur þú til hve farsælt með henní er að bua". 28. 28. Húsbruni. I gærmorgun (4. þ. m.) kl. að ganga tíu kom skyndilega upp eldur í húsi Jóns Edwalds með svo miklum æsingi, að húsið var allt í báli á svipstundu. Varð engu bjargað, og mátti ekki tæpara standa um undankomu sumra íbúanna. Brann húsið til kaldra kola á skömmum tíma. Logn var á og urðu því næstu hús varin; en ef hvassveður hefði verið, hlutu fleiri eða færri önnur hús að brenna. Ekki eru nema rúmir fimm mánuðir síðan Jón Edwald varð fyrir husbruna (2. sept. f. á.). Er þungt undir slíku að búa og ærin þörf liðsinnis á ýmsa vegu. Má vænta þess, að þeir sem einhvers eru megandi rétti hét hjálparhönd. Aflabrögð. Fyrir sunnan or afli mikill, en kaup- menn láta sér hægt um fiskinn. Hérna ber ekki á öðru en það gangi dável út sem á land kemur. Undanfarna vetur þóttust menn þurfa, suður til að geta selt. Nii er öldin önnur.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.