Njörður - 21.02.1919, Blaðsíða 2

Njörður - 21.02.1919, Blaðsíða 2
6 NJÖRÐUK. ljóst vera hvort stefnir, nái hún almennri viðurkenningu. Sumir telja það æstu skyldu hvers manns „að sjá um sig“. Svo er þetta lagt út eftir atvikum. Letinginn liggur á liði sínu, ágjarn fóflettir, voldugur kúgar o. s. frv. Þeir eru bara „að sjá um sigu. Svikarinn lýgur, loddarinn blekk- ir og lastaþrællinn hræsnar; alt saman til „að sjá um sigu. Talað er sem hver vill heyra, trúnaði brugðið, táli beitt. Lögum og rétti sveigt á svig til vað sjá um sigu. Frá Akureyri. Eins og allir vita er Akureyri höfuðborg Norðurlands. Bæjarmönnum er svo háttað, eins og öðrum Norðlingum, að þeir þykjast góðir fyrir sinn hatt. Kann Njörður ekki slikt að lasta. Þeir hafa að ýmsu leyti artað upp á bæ sinn betur en sumir. Nirði hefir heyrst á þeim, er hingað hafa flust frá Akureyri, að ísafjörður sé hennar eftirbátur í flestu. Sennilega er þetta rugl og Norð- lingagrobb; en hvað sem um það er, getum við hér haft gott af að gefa þeim auga þar norður frá, og taka eftir því sem þar gjörist, því þó ekki sé víst, að við látum okk- ur þeirra kosti að kenningu verða þykir okkur gaman að glappaskot- um þeirra. — — — Það er nú þaðan nýjast tíð- inda, að kosningasnerra mikil stóð þar í janúar. Skyldi kosin gjörvöllbæjarstjórn- in, 11 menn. Tveir voru flokkar; hinir efn- uðustu, vel flestir annarsvegar und- ir forustu kaupm., en hins vegar alþýða undir forustu kaupfólags- manna og verkmanna. Af vopnaskiftum verður hér ekk- ert sagt, en þau urðu leikslokin, að alþýðuflokkurinn kom 6 mönn- um að, en kaupmenn 5. Af þessu má sjá hvílíkir vind- belgir menn eru þar norður frá, fyrst þeim dettur í hug að fá al- þýðunni tögl og hagldir í bæjar- etjórninni. öðru vísi hafa þeir það i Rvík, að óg ekki tali um okkur hérna. Verkmenn þar á Akureyri kunna eór sjáanlega ekki hóf. Fyrst setja þeir upp lista, sem kaupmenn eru sár óánægðir með og síðan fylga þeir honum með svo lítilli kurteisi, að þeir sigra með „glansu. Yið kunnum betra lag. Yerkmannafélagið okkar setti efst á sinn lista mann, sem kaup- menn höfðu ekkert á móti, og gjörðu sig ásátta með að fá ekki fleiri. „Góð börn eru foreldra besta eignu. Sorglegt. Eg var að blaða í Búnaðarritinu nýlega. Þar á bls. 200 sá ég þær frétt- ir að sauðfjárkynbótabúin á land- inu eru ekki nema 6, hrossarækt- arfélögin 10 og nautgriparæktar- félögin heil 33. Ofan á fæðina bætist svo það, að sumt, ef ekki margt, at þeesum fólögum eru í bernsku eða ólagi. Kynstofn búpenings okkar er auðbættur, ef ekki brysti áhuga og þolgæði bænda. Ekki kosta kynbætur heldur svo mikið, að það standi í vogi. Bændur sjá ekki svo mjög í skildinginn, ef þeir vilja fá ein- hverju framgengt. Ejöldi bænda hefir varið þúsund- um, og sumir tugum þúsunda króna í óhentug og illa gjörð hús, eða til að gjöra Bléttur sem þeir höfðu engi ráð með að fæða; c: gátu ekki borið nóg á o. s. frv. Þessir mundu ekki telja eftir nauðsynleg gjöld til kynbóta væri þeim ljóst gagn það og prýði, sem þær gætu veitt öllum sveitum landsins. Það er unun að eiga og annast úrvalsskepnur, en dauðans raun að sjá afstyrmi þau og eamtíning þann, sem búfé kallast á voru landi, all víða. Þó alstaðar sé pottur brotinn í þessu efni, eru Vestfirðir einna verst farnir. Hve nær lagast það? Tíðarfar. 13. þ. m. brá til frosta eftir löng og fágæt blíðviðri. Jörð var blaut og fraus ákaflega sökum þess, að ekki kom neinn snjór. Þann 20. kom fyrst lítilsháttar fjúk, en siðan hefur dregið úr frosti og dálítill snjór fallið. Þorri faldar hvítu að skilnaði, til að minna á, að vetur só ekki hjá liðinn. Hefir hann verið blíður og mild- ur um gjörvalt land. Daglegt brauð. Strax í ársbyrjun lækkaði Bök- unarfólag ísfirðinga verð á hveiti- brauðum, kringlum og tvíbökum, svo að góðu munaði. Þegar kolin lækkuðu hór færði það niður verð á rúgbrauðum sinum um 10 aura á 6 pd. brauði. Er nú verðlag hjá félaginu sem hér segir: Eúgbrauð 6 pd. . kr. 1,90 do. 3 — . — 0,95 Hveitibrauð 1 pd. . — 0,70 Franskbrauð */s pJ- — 0,50 Tvíbökur smáar — á — 1,4D do. stórar — á — 1,00 Kringlur . . — á — 0,90 Vcrðliækkanir. Ýmislegt hækkar enn þá í verði þótt friður kallist á kominn. Svo er um steinolíu, kaffi og margan iðnaðarvarning. Surtarbrandurinn í Gilsnámunni er talinn mjög góður i vetur, en ekki hafa bæjar- búar annað en orðstýr hans að orna sér við til þessa, þvi allur situr hann fram í námu. Elda margir við bjargráðamó, og bera sig hið versta. Kalla sumir hann skaðræðis mó- Skipakomur. Geysir kom frá Rvik í gær (20. þ. m.) með ýmsar vörur frá Lands- verslun, þar á meðal lítilsháttar af kolum. Þann 19. kom skip til að taka síld. Er það gufuskip allvænt; h^fði tekið síld á Flateyri áður hér kom. Kominn aftur. Jón Sigurðsson forseti (c: mynd hans) sást heill á húfi 9. þ. m. á gamalmenna skemtuninni. Var honum hvergi brugðið, en því likara sem ungur væri í ann- að sinn. Tii atimgnnar f. sjómennl Bökunarfélag ísfiröinga - Silfurgðtu 11 — gefur afslátt á kringlum og tví- bökum ef mikið er keypt.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.