Alþýðublaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 14
) ÍHINHISBLRÐl ■* FLUG Loftleiöir h.f. Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl. 09.00. Fer til Gautaborgar, Khafnar og Ham borgar kl. 10.30. Snorri Sturlu son er væntanlegur frá New York kl. 11.00, fer til Osló og Stafangurs kl. 12.30. Snorri Þor finnsson er væntanlegur frá Luxemburg kl. 24.00. Fer til New York kl 01.30. SKIP | Skipaútgerð ríkisins Hekla er á leið frá Rvík til Hamborgar. Esja kom til Rvík Ur í nótt að vestan frá Akur- eyri. Herjólfur er í Rvik. Þyr- jlí er á leið til Austfjarða. Skjaldbreið fer frá Akureyri í dag á vesturleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór í gær frá Þor- lákshöfn til Djúpavogs. Arnir- fell er væntanlegt til Reyðar- f jarðar í dag. Jökulfell er vænt anlegt til Calais 23. þ.m. Disar fell fór í gær frá Rvík til Stöðv arfjarðar. Litlafeli er væntan legt til Rvíkur á mánudag. Helgafell fór í gær frá Delfizijl til Arkangel. Hamrafell er væntanlegt til Rvíkur á morg un. Stapafell losar á Ncrður landshöfnum á morgun. Grams- bergen er í Borgamesi. Poiar hav kemúr til Blönducs á morgun. Borgund er vrenti.i- legt til Hvammstanga 24. þ.m. Jökjar h.f. r Drangajökull lestar á Norður-' lan^shöfnum. Langjökull iest- ar á Vestfjarðahöfnum Vatna jökull er á leið til Gloucester. Eimskipafélag Reykjavíkur h.r, Katla er í London. Askja lasar á Vestfjarðarhöfnum. Hafskip h.f. Laxá er í Keflavík. Rangá fcr frá Raufarhöfn 20. þ.m. til Gravarna og Gdynia Skákæfingar Tafldeildar Breið firðingafélagsins hefjast n.k. mánudag kl. 8 í Breiðfirðinga- búð (uppi). í fjarveru minni 4 vikur, ann- ast guðsþjónustur, þeir séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og séra Jakob Einarsson prófastur. Vígslubiskup séra Bjami Jóns son annast preststarfið, Jón Is- leifsson söngstjóri sér um sönginn og kirkjuvörður Þórð- ur Á. Þórðarson afgreiðir vott orð í kirkjunni á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 1-2. Eftir haustfermingarbörnum verður auglýst á venjulegum tíma fyr ir eða um næstu mánaðamót. Jón Thorarensen Tvær villur slæddust í viðtal við Guðmund Hagalín sl. laug- ardag. Á einum stað stendur, að olía hafi tortýmt 250 sjó- fuglum en átti að vera 250 þúsund. Siðar í viðtalinu stcnd ur þessi setning: „Dýravernd er samkvæmt námsskrá brýnt fyrir skólanemendum, — en í sumum er hún orðin sérstök námsgrein ....“ átti að vera f sumum löndum. MESR*'" i Kirkja Óháða safnaðarlns Messa kl. 2 eftir hádegi. Séra Emil Björnsson. Kópavogskirkja: Messa kl. 2 Séra Gunnar Árnason. Langholtsprestakafl: Messa kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Magnús Runólfsson Elliheimifið: Guðsþjónusta kl. 10 árdegis Ólafur krisniboði predikar. Háteigsprestakall: Messa kl. 2 í Sjómannaskólanum. Séra Jón Þorvarðarson. Neskirkja: Messa kl. 2, sunnu- dag. Séra Jakob Einarsson pró fastur. Fríkirkjan f Hafnarfírði: Messa kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson SÖFN 1 Árbæjarsafn lokað. Heimsókn- lr í safnið má tilkynna i síma 18000. Leiðsögumaður tekinn í Skúlatúni 2 Landsbókasafniff. Lestrarsalur er opinn alla virka daga kl. 10-12, 13-19 og 20-22 nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Útlán alla virka daga kl. 13-15. Listasafn ríkisins er opið kL 1.30-4. Þjóðminja*afnið er opið þriðju daga, fimmtudaga, og laugar- daga kl. 1.30-4. Listasafn rfkis ins er opið sömu daga á sama tian. Minjasafn Reykjavíknr, Skúla- túni 2 er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju daga og fimmtudaga frá kL 1.30 til 4 Bókasafn Dagsbrúnar er opið á tímabilinu 15 sept. til 15. maí sem hér seglr: Föstudaga kl. B-10 e.h. laugardaga kl. 4-7 e.h. og sunnudaga kl. 4-7 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnudaga og miðviku- daga. I LÆKN^ff | Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni er opin ailan sólar- hr ngin. - Næturlæknir kl. 18 00-08.00 Simi 15030 Neyðarvaktin síml 11510 hvern virkan dag nema laugardaga Sameining Evrópu Framh. af 5. síðu ísk né íhaldssöm. Hún mun valda nýjum efna- hagsörðugleikum og nýj- um þjóðfélagsvandamál- um og nýjar miklar stjórnmálaumræður munu leggja grundvöll að hinu lýðræðislega lífi f Evrópu, sagði hann. Dr. Kreisky taldi, að sameiningarstarfið mundi einnig leiða til nánara samstarfs með jafnaðar- mannaflokkunum. Aukin samstaða verður í mark- mlðum þeirra og leiðum. Hugmyndin um Alþjóða- samband verður ekki lengur leiðarljósið í há- tíðlegum yfirlýsingum á fjöldafundum, hún verð- ur raunveruieiki, sagði dr. Kreisky. Hann leiddi hinum ungu þátttakendum á I- USY-þinginu fyrir sjón- ir jákvæð tvíhliða starfs verkefni á síðara helm- ingi vorrar aldar. Að hrinda sameiningu hinn- ar lýðræðislegu jafnað- arstefnu í Evrópu í fram kvæmd og jafnframt að sjá um, að þessi volduga hreyfing starfi í sama anda og öll framsækin öfl í hinum fátæku lönd- um heimsins. mrAÐ UM ÞRÓUN- ARLÖNDIN 7 Dr. Bruno Kreisky tók skýrt fram, að hann væri ekki málsvari EBE á þinginu, heldur að hann trúði á nauðsyn víð- tækrar efnahagssam- vinnu í einu eða öðru formi. Hann taldi, að þessi skoðun væri sam- hljóða sósíaliskum mark miðum. í umræðunum neitaði éhgin'n þvi, að slíkt sam- starf yrði- að komast á, én margir- ræðumenn vorú Jfullir efasemda í afstöðunni til EBE. Af- riskir þátttakendur beindu athyglinni að hlut verki þróunarríkja gágn vart sameinaðri Evrópu. Ættu þau aðeins að hafa það hlutverk, að út- vega hráefni og aldrei fá tækifæri til að byggja upp eigin iðnað? Ef sú væri raiinin, hvernig ættu þau þá að þróa lönd sín? Evrópskir ræðumenn héldu því fram, að byrj- að hafði verið á vitlaus- um enda. Sameiningar- málin ætti fyrst að meta á alheimsmælikvarða og siðan ætti Evrópa að finna sæti sitt innan al- heimsramma. — Aðrir ræðumenn frá Evrópu- ríkjum héldu því fram, að veita ætti EBE stuðn- ing og reyna að hafa á- hrif á bandalagið í já- kvæða átt. Dr. Bruno Kreisky sagði, að hann hefði bent á mynd, sem væri til. Nú yrðu jafnaðarmanna- flokkarnir að taka afleið ingunum. Persónuiega væri hann fylgjandi eins víðtækum tengslum og möguleg væru, einnig, þegar um væri að ræða ríki utan Evrópu. Hann var þeirrar skoð- unar, að erfitt myndi reynast að hafa áhrif á þróun evrópskrar sam- einingar í sósíalíska átt meðan öflugasti alþýðu- flokkur heims, Verka- mannaflokkurinn brezki stæði fyrir utan. Brezka V erkamannaflokksst j órn yrði að finna tengingu á milli samveldisins og EBE. 4WW%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%**%%%%%%%%% Bogi skrifar frá París Framh. af 10. síðu iuleikana í Tókió næsta haust. Alls eru hér nú um 600 manns við æfingar í öllum mögulegum iþróttagreinum. Mest ber á frjáls iþróttafólki, því að landslið Frakka er hér að æfa, en Rúss- ar koma hingað um miðja vik- una, en landskeppnl Frakka og Rússa verður um helgina. Veður hefur verið leiðinlegt í París í haust, en svo brá við, er við komum hihgað, að verið hefur yfir 20 stiga hiti og sólskin. — Alveg dásamlegt veður, góður sumarauki það. Strákarnir hafa æft á hverjum degi og það var æfing kí. 8,30 í morgun eftir leikinn við Luxembur. Á sunnudaginn fórum við í dýra garðinn, sem er mjög sérkenni- legur, t. d. er þar 70 m. hátt líkan af fjallinu Matterhorn og útsýnispallur uppi á toppi, en alpageitur klifrandi á stöllum á hamraveggjunum. Við vorum að sjálfsögðu mjög ánægðir með úrslitin í leiknum í gærkvöldi. Hvað líkamsstærð, bæði hæð og þunga snertir, eru tslendingamir minnstir. En ef litið er á hina tæknilegu hlið, — knattmeðferð, hraða og útfærzlu á leikaðferðum, þá erum við á réttri leið, og þol okkar stráka jafnast fyllilega á við hina. En hæðin héfur sitt að segja og þegar andstæðingamir geta teflt fram 3-4 leikmönnum, sem allir eru 10 til 15 cm. hærri en okkar menn, þá er ekki að sökum að spyrja. — B. Þ. VIRKJUN BRÚARÁR Framh. if 4. síðu ir stjórn sérfræðings og tókst mjög vel). Við gjörþekkjum þess vegna allar aðstæður í þeim mál um. Öll önnur aðstaða kæmi að fullum notum fyrir olíuhreinsun- arstöð eða fyrir aðra aðila vegna nálægðar við væntanlega höfn í Sundunum. Blanda fullvirkjuð myndi fram- leiða 360 milljón kílówött af þvi færi 40% til Áburðarverksmiðj- unnar. Gera má ráð fyrir stækk- un verksmiðjunnar vegna síauk- innar eftirspurnar, m.a. vegna kornræktar, heymjölsframleiðslu og áburðarframleiðslu á beiti- lönd og afréttir. Virkjun Blöndu er einnig mjög æskileg vegna tenginga aðalorku- svæðinna fyrir norðan og á Suð- urlandi samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jónassonar. Áburðarverksmiðja á Skaga- strönd eða Sauðárkróki getur not- að hið mikla ónotaða lestarrými frá Norðurlandi til Reykjavíkur. Síidarskemmur á Norð-Austur- landi eru að jafnaði tómar frá áramótum fram að þeim tíma er nota þarf áburðinn á viðkomandi stöðum af þeim ástæðum, þarf ekki að byggja miklar birgða- geymslur á þessum stöðum vegna þess að áburðurinn yrði fluttur jafnóðum frá verksmiðjunni. Síldarverksmiðjan á Skaga- strönd hefur fram að þessu kom ið helzt að notum, sem geymslur fyrir Áburðarverksmiðjuna og þar er rúmgott athafnasvæði við höfn ina ónotað að mestu. Sauðárkrókur er aftur á móti fjölmennari bær, auk þess er gert ráð fyrir stórbættum samgöngum við Siglufjörð og væri athugandi hvort ekki mætti koma á sam- vinnu um vélalið Síldarverksmiðj anna á Siglufirði og Áburðarverk smiðjunnar á Sauðárkróki. Síld fyrir að flutningar á áburði loft leiðina frá Sauðárkróki til aðal- kornræktarsvæðanna á Suður- landi yrðu fullt eins hagkvæmir og á bílum frá Reykjavík. Fóður korn og heymjöl mætti flytja norð ur í staðinn og gætu þessir flutn- ingar stuðlað að meira öryggi fyr arverksmiðjumar starfa að jafn aði aðeins 2-3 mánuði og væri hugsanlegt að Áburðarverksmiðj- an þyrfti ekki að starfa með full- um afköstum þann tima. Sauðár- króóur er þar að auki það vel settur að þar er stór flugvöllur rétt við höfnina og gera má ráð ir 1 sndbú '•'ðinn < heild. Um fjárhagshlið virkjunar Blöndu gildir sama og fyri raðrar virkjanir okkar. Aðstaðan í Gufu- nesi kæmi á móti flutningum verksmiðjunnar norður eða vel það og síldarverksmiðjan á Skaga strönd er líka einhvers virðl. Kjör orð dagsins er „BLANDA ER BEZT.“ — S.Ó. Faðir minn Gunnlaugur Hallgrímsson Eskihlíð 14. sem andaðist í Borgarspítalanum þann 19. þ. m. verður jarðsunginn f Fossvogskirkju á miðvikudag 25. september kl. 10,30. Kristján Gunnlaugsson. 14 22. sept. 1963 — ALÞÝDUBLA9IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.