Alþýðublaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 9
dæmt í ákvæði Sþ frá 11. -des.' 1946. Er þess krafizt í tillögu Mongólíu, aS Allsherjarþingið lýsi yfir vanþóknun sinni á að- gerðum íraksstjórnar gegn Kúrd um og krefjist þess, að hernaðarað gerðum verði hætt og íraska stjórnin taki upp samninga við leiðtoga Kúrda um þjóðernisleg réttindi þeirra. ★ NAPAL-SPRENGJUE Hvort sem raunverulegur áliugi fyrir hag Kúrda liggur að bakí tíllögu Mongób'u eða ekki, þá er tillagan sanngjörn og fyllilega réttmæt, því að meðferð íraska hersins á Kúrdum, síðan upp- reisnin hófst fyrir rúmum tveim árum og getur fyllilega talizt þjóðarmorð. Hernaður íraka hefur t.d. aðallega beinzt að óbreyttum borgurum hvað bannað er í Genf arsamningnum frá 1948 um al- þjóðalög í hernaði, þeir hafa drep- ið þúsundir óbreyttra borgara með eldsprengjum af napal-gerð' og enn fleiri þúsundir manna hafa særzt og það í landi þar sem læknis hjálp og lyf eru nær ófáanleg. Þá hefur Alþjóða Rauða krossinum verið meinað leyfis hvað eftir annað til að hjúkra særðum, ó- breyttum borgurum eins og hon um ber heimild til að alþjóðalög- um. Þá má í þessu sambandi einn ig geta þess, að bæði Tyrkland og íran hafa neitað sömu stofnun um leyfi tii að fara með hjúkrunar- sveitir eða senda lyf inn í Kúrd- istan í gegnum lönd þeirra. ★ OFBOÐSLEG HRYÐJUVERK Aldrei hafa aðfarir íraska hers- ins verið grimmúðlegri en undan- farna þrjá mánuði. Hver Kúrdi, sem veitir uppréisnarmönnum einhverja aðstoð, er réttdræpur og þýðir það í reynd, að hernum er leyft að skjóta óbréytta borg ara að vild. Fré|tamönnum er sem fyrr algerlega meinað að koma til Kúrdistan þótt tveim. hafi reyndar tekizt það síðan bor.g arastyrjöldin hófst á ný. Skýra þeir t.d. frá því, að stjórnarherinn hafa tekið upp þann sið að deyða heil landssvæði umhverfis þæír Kúrdaborgir sem’ þeir hafa enn á valdi sínu. Er þá öll byggð og gróður á 10-30 km svæði utan við borgirnar lögð í rúst með skrið- drekum og jarðýtum og íbúarnir reknir á brott eða jafnvel drepnir Nokkrir vestrænir kristniboða, sem yfirgáfu Kúrdistan fyrir 'ékömmu, skýrðu t.d. frá því í London fyrir nokkrum dögum, að þeir urðu vitni að því, er íraski herinn umkringdi nokkur kúrdísk þorp, méinuðu íbúunum flótta með brugðnum ýélbyssum og lét síðan flugvélar og stórskotalið leggja þorpin í rúst, hús fyrir hús unz allir voru drepnir og þorpin öll jöfnuð við jörðu. Það er ekki að ástæðulausu, að aðförum ír- aks hefur verið líkt við. hryðju- ygrk nazista. ★ EINROMA SAMÚÐ Af ástæðum, sem ég hef tilgreint, er euns ekki vitað um afstöðu Vesturveldanna til tillögu Mongólíu á Allsherjarþinginu. Hins vegar gætir nær einróma samúðar í blöðum Evrópu, og þá auðvitað kommúnistaríkjanna líka. í garð Kúrda. Stærstu og áhrifa- mestu blöð V.-Þýzkalands og Frakklands „Die Welt“, „Frank furt Aegemeine“ og „Le Monde“ !hafa t d. öll lýst yfir fullum stuðn ingi sínum við málstað Kúrda og farið hörðum nrðum um stefnu íraksstjórnar gagnvart þeim. Engir munu biða komandi herjarþings méð jafnmikilli eft irvæntingu og Kúrdar í írak og engir binda jafnmiklar vonír við að Sþ komi þeim til hjálpar í hörmungum þeirra og bægi á broit ofstæki og grimmd þeirra hernað ársinna og þess liðsforingjaskríls, sém hefur nú öll völd í sínni héndi í írak. ★ SKVLDA ÍSLANDS Mál Kúrda á Allsherjarþinginu verður einnig prófsteinn þess, hvort sum ríki meti meira tíska hagsmuni meðal stjórnmála legra vanþroska rikja eða mann ’réttindi og alþjóðalög. Vonandi gera fulltrúar íslend inga á Allsherjarþinginu þá sjálf sögðu skyldu sína við málstað frelsis og mannúðar, að veita Kúrdum allan þann heilshugar stuðning, sem þeir geta, annað hvort með því að styðja tillögu Mongólíu eða hverja þá aðra til lögu, sem fram kann að koma í sama anda. Við höfum áður á þingi Sþ stutt þjóðir, sem barizt hafa fyrir xéttindum sínum og ■sjálfstæði. Vart mun nokkru -sinni hafa verið ríkari ástæða til að halda þeirri stefnu en emmítt nú. WWWWMWWWMWWVMWWMWWWWMMWWW'WIWtMWWUIWIWMWWWWWWWWWWWW^ FJOLBREYTT STARF MÆDRASTYRKSN EFN D AR rætt við frú Jónínu Guðmundsdóttur, sem veitir sumardvalarheimtli nefndarinnar forstöðu Starfsemi Mæðrastyrksnefnd ar hefur eins og endranær ver ið mikil í suniar. í Hlaðgerðar- koti, mæðraheimilinu í Mos- fellssveit, sem er 400 ferm. hús með 16 herbergjum, hafa dval- ið 47 mæðnr með 120 börn. Fólkinu var skipt í fjóra hópa, sem dvöldu þar í 15-16 daga hver. Síðustu dagana var sælu vikan haldin, 30 ágúst til 7. sept. Þá voru 25 eldri konur á heimilinu. Frú Jónína Guð- mundsdóttir er forstöðukona heimilisins og auk þess formað ur Mæðrastyrksnefndar. V ð ræddum við hana í gær um starfsemina í sumar og tun starf nefndarinnar í heild. „Hvað er helzt að segja um starfsemina í sumar?“ „Það er allt gott. Konurnar og börnin virtust vera mjög á- nægð með dvölina í Mosfells- sveit. Hér var um að ræða frá- skiTdar, giftar og einstaka mæð ur. Til okkar hefur komið margt þjakað fólk, sem stund- um virðist vera alveg hjálpar- vana. Á sumardvalarheimilinu fær þetta fólk að njóta sin. — Þannig er það með lífið, margt má gera úr fólki, ef leitað er að góðum kostum þess. „Hvernig líkar þér að ann ast sumardvatirnar?“ „Mjög vel. Ánægjulegasta starf sem ég get hugsað mér, er að sjá um fullorðnu konuru- ar á sæluvikunni Margar þeirra eru alttaf einar og þær hlakka mikið tll sæluvikunnar á ári hverju. Konurnar geta gert sér margt til skemmtunar upp frá og við aðstoðum þær eftir beztu getu.‘!‘ Þess má geta að sumarstarf- semi mæðrastyrksnefndar hef- ur verið rekin í 33 ár í skólum og öðru húsnæði viðsvegar um SI. átta ár hefur hún fram í elgin búsnæði, i Hlaðgerðarkoti. „Má búast við einhverri breytingu á rekstri Hlaðgerðar kots?“ . „Mjög liklegt er, að það verði rekið sem orlofsheimili. — Hverjir eiga betur skilið en fátæka fólkið að fá orlof?“ Starf Mæðrastyrksnefndar er þrískipt. Ffú Auður Auðuns, lögfræðingur annast lögfræði- legu hliðina. Hún er til viðtals kl. 2-4 á mánudögum. Skrifstof an er opin á degi hverjum kl. 2-4 og geta mæður þá borið upp vandræði sin. í þriðja lagi hef ur nefndin mæðrablómið, sem selt er á mæðradaginn og ann- ast jólasöfnun. „Var mikill. ágóði á síðasta mæðradegi?" ý' V „Á mæðradeginum fengum við inn 130 þús. kr„ en um jól- in 260 þús. og áiíka mikið í fata- og matargjöfum. Jólapen- ingunum var eytt í gjafir til um 700 heimila. 250 gamlar konur, um 250 einhleypar mæð ur og um 60 heimili með 9-13 börn voru styrkt með pening- um þessum. Það ber þó oft við, að fátækasta fólkið gefur sig ekki fram, og erum við mjög þakklát að fá að vita um fólk sem á það bágt." „Hverjir styrkja ykkur helzt? „Fyrir jóRn fáum við stór- gjafif frá ýmsum fyrirtækjum hér í bæ. Auk þess koma oft börn foreldra, sem verið hafa styrkt frá okkur, hingað með gjafír. Þau láta þannig í ljós þakklæti sitt fyrir velgerðirn ar.“ „Hverju er helzt ábótavant hjá ykkur?“ „Það er svo margt. Sérstak- lega þurfum við að koma upp saumastofu, þar sem víð getum lagfært föt, sem okkur berast. Fólkið er ekki alltaf fært um að gera við sjálft og fara fótin því þá ekki vel. „Með hvers konar vandræoi hefur aðallega verið leitað til ykkar í sumar?“ „I sumar hefur verið með minna móti leitað til okkar. í sambandi við fjárhagslegan styrk. Mest hefur borið á að fólk hefur verið í vandræðum að koma börnum fyrir á dag- heimilum og vöggustofum. Svo virðist húsnæðisvandamálið vera alveg gífurlegt. Við get- um lítið hjálpað þessu fólki, getum helzt leiðbeint því, hvert sé bezt að leita. Samvinna okk ar við bæinn heppnast oft furðuvel, og veitir hann þessu fólki aðstoð.“ „Hvað telur þú valda hús- næðisieysinu?" „Ég skiT ekki, hvernig svona getur komið fyrir. Nú er flest fólkið á götunni, vegna þess að það getur ekki borgað fyrir- fram. Húsnæðið er svo dýrf að það er ekki á allra færi að greiða þann kostnáð.“ Að lokum þakkar Jónína öil um Rejkvíkingum fyrir mik’a aðstoð og séirstaklega vinum sínum, sem hafa styrkt ■sum r starfið, svo það varð eins mynd arlegt og raun bar vitni um. s, sem er mjög fjallent, og er það ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. sept. 1963 «)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.