Norðri - 05.01.1906, Side 3

Norðri - 05.01.1906, Side 3
NR. 1 NORÐRI. 3 Hlutafélagið „Norðri“ Stofnað 27. des. 1905. G e fu r ú t v i k u b 1 a ð á Akureyri. Afgreiðsla blaðsins er í Hafnarstræti Nr. 3. Fyrir hlutum í félaginu geta menn skrifað sig þar hvern virkan dag, kl. 4—5 e. h. til þess 25. þ. m. Akureyri, 2. jan. 1906. ístjórn félagsins, Guðl. Guðmundsson. Jón Jónsson. M. J. Kristjánsson. er að gjöra vel við fáu kindurnar, en hinar fleiri á bæjunum. Hitt er sérstakt spursmál, hvort menn eigi yfirleitt leggja ofmikla áherzlu á höfðatöluna. Fað þykir víst dauft fréttabréf sem ekki nefnir pólitík. Að vísu heyri eg það sjaldan nefnt, en því oftar hljómar orðið: ritsími. Já, ritsími og aftur rit- sími, um hann snýst öll hugsun og hjal fólksins. En það veit sá, sem alt veit, að ekki hafa allir sem um ritsímamálð tala, mikið vit á því. betta hérað hefir ekki farið varhluta af hinum ískyggilega æsingi, sem hlaupið hefir í þetta þýð- ingarmikla mál — þjóðinni til ómiStan- legs tjóns. Pað er ekki vert að ýfa skap einstaklinga með því að rekja fram- kvæmdarsögur undirskriftar- aðstoðar- mannanna, en hitt er óhætt að segja, því að það er satt, að margur maðurinn mun ekki hafa haft Ijósa sjón á þessu stórmáli, þótt hann léti til leiðast að að skrifa undir ákveðnar tillögur eða áskorun í því. Miklar öfgar og mishermi viðvíkj- andi ritsímastaurum og flutningi þeirra, má lesa í »Fjallkonunni« 25. nóvbr. s. 1. Maður sá,- Sigfús frá Lóni, sem tekið hafði að sér að flytja staurana, varð svo lítt hræddur við að sjá þær óttalegu höfuðskepnur, að hann ekki einungis ætlar að standa við gjörðan samning, eins og sjálfsagt var, heldur hefir ein- mitt siðan farið þess á leit við Trausta á Hólum að eftirláta sér flutning staur- anna á nokkrum hluta svæðisins austan vatna. Finnast munu þeir, sem við nánari kynni af ritsímamálinu, óska jaess af al- vöru, að aldrei hefðu þeir nöfn sín lánað undir undirskriftarblöðin sælu. Af þeim er látist hafa í Skagafirði á síðasta ári, má sérstaklega nefna: Kon- ráð hreppstjóra Jónsson á Bæ, frábæran dugnaðarmann, Sigurlaugu Gunnarsdótt- ur, húsfrú að Ási, afburðakonu í sinni stétt, og Sigmund Pálsson, bónda að Ljótsstöðum, ljúfmennið og öldunginn, sem byrjaði nám sitt í skólabekkjunum í Bessastaðaskóia; voru öll þessi, héraðs- prýði, hvert í sinni stétt og starfi. Legg eg svo frá mér pennann að sinni en gríp hann máske aftur síðar, til að segja eitthvað úr hinum fríða Skaga- firði. — Vestur-Skaptafellssýslu í des. 1905. Fréttir héðan fáar og smáar. Flest gengur sinn jafna gang. Menn eru yfir leitt daufir og áhugalitlir í öllu því, er ekki varðar beinlínis atvinnuveginn heima hjá sér, og er það ekki ámælisvert. < Maginn á undan» segir máltækið og það með réttu, því að líkamlegu þarf- irnar heimta sína þjónustu, óskifta krafta allflestra og bjóða enga vægð. Tíðarfar hefir verið í alt sumar og það sem af er vetrarins Jram úr skar- andi gott, svo að elztu menn muna ekki annað eins, og bætir það stórum hagi manna, jafnframt hinu afarháa ull- arverði og góðri fjársölu í haust. Vænt þykir mönnum um að eiga von á brú yfir Hólmsá og Ásvatn, enda er þess mikil þörf, þar sem Hólmsá var ófær oftast í sumar, svo að ferja varð yfir hana. Um pólitík er lítið rætt hér um slóðir. Nokkrir eða allmargir skrifuðu undir á- skoranir á gulan snepil til ráðherrans í haust um það, að fresta framkvæmda nitsímalagningunni eða eitthvað í þá átt. Ekki tók eg þátt í því. Var það reyndar ekki af því, að eg legði bless- an mína yfir afrek stjórnarinnar og meiri hlutans á þingi í sumar í því máli. Fvert á móti. En mér sýndist þess konar mundi verða árangurslaust eins og líka nú mun fram komið. En hefði eg átt kost á að kjósa um, hefði eg kosið að ritsímamálið væri enn. óútkljáð og hygg eg marga hið sama hugsa, þó að kringumstæðurnar hafi knúð þá til að hrinda því áfram. Eg hefi ofurlítið kynt mér álit ritsíma nefndarinnar, bæði meiri og minni hlut- ans og finst mér þar margt athugavert hjá báðum. Mér finst stjórnarhiminn meiri hlutans í þessu máli ekki vera eins fagur og skær eins og hann hefði átt að vera eða eins og hann er sagður að vera af þeim, er þar hóa hæst. En það yrði oflangt mál að fara út í það frek- ar hér, enda þýðingarlaust með öllu, þar sem nú er komið sem komið er. En margar grýlur mætti binda á þeim megin, að mér finst, og á eflaust sama að nokkru leyti við minni hlutann að því er kostnaðaráætlunina snertir. En álitin eru gagnstæðs eðlis, það bera þau með sér jafnt og umræðurnar um málið. Fað var dálítill þytur í mönnum hér, einkum á Síðu út af þessu máli í sum- ar, og óskuðu þess margir þá, að þing- maðurinn hefði ekki fylt flokk meiri hlutans. Nú heyrist þessháttar ekki nefnt, það víkur fyrir öðru og gleymist eins og líka rétt er, þar sem allir hafa að einhverju leyti vaðið reyk, og mun því framtíðin fá að sýna árangurinn óhindr- að af Skaftfellingum og hljóðalaust. Annað liggur nær og kemur meira við oss hér í bráðina, en það eru: Strand- ferðirnar næstu 2 árin. I’eim er breytt til hins verra og það svo snildarlega, að Skaftfellingar hafa þeirra ekki hálf not. Rjómabúið er með þeim dæmt til dauða, því að lítt borgar sig að flytja smjör landveg til Reykja- víkur. Get eg þess til að fleiri héruð megi sama segja. En leitt er það, og hygnu þingi ó- samboðið, að leggja háa skatta áþjóð- ina og lama um leið framleiðslu afl hennar, því að framleiðsluaflið lamast við það að samgöngum er spilt, mönnum gjört ómögulegt að koma því í peninga er þeir framleiða og skil eg ekkert í að þingið skyldi ekki sjá þetta. Strandferðirnar voru hentugar eins og og þær voru áður og máttu því halda sér. En hér mun ekki aðgjört verða um sinn og tjáir því ekki um það að tala frekar. Eg hefi að eins drepið á þetta laus- lega, ekki til að ásaka neinn sérstakann, það er ekki hægt eða hyggilegt, heldur til að gjöra álit náungans að umtalsefni. Úr heimahögum. Tíðarfar hefir verið hið ákjósanlegasta hér norð- anlands nú um Iangan tíma að undan- förnu, stöðugar þýður og blíður og auð jörð. Ur Mývatnssveit er skrifað nú um áramótin að þar sé «einmuna stilt tíð, snjólaust og furðanlega lítið svelluð jörð«. VERZLUN konsúls J. V. Havsteens selur með góðum kjörum og mjög ódýrt timbur og flest er að húsabyggingum lýtur. Gránufélagsverslun á Oddeyri er vel byrg af öllum nauðsynja- vörum matvöru, kaffi og sykri Samsöngvar hafa verið haldnir nokkrir nú að und- anförnu og er það «Tíbrár« — félagið undir stjórn hr, Sigurgeirs Jónssonar, er við þá hefir fengist. «HekIungar hafa sungið einu sinni síðan þeir komu úr utanförinni. Pess skal getið að «Norðri» hefir fengið norsk blöð, þar sem getið er um söng þeirra í Noregi og er látið vel yfir honum. Mun nán- ar skýrt frá ferð þeirra við tækifæri hér í blaðiun. Verðlaunaglíma verður þreytt hér í leikhúsinu nú á »þrettándanum« og fær sigurvegarinn 100 krónur í peningum að verðlaunum. Peir sem ætla að freista hamingj- unnar í því efni, eru verslunarstjóri Jóhannes Jósefsson (Strandgötu) og verzl- unarmaður Olafur V. Davíðsson (Hafn- arstræti). SJL SJL A[L *$+ JJL .VL SfL SK Söludeild Gránufélagsins áOddeyri o. s. frv. Oskar öllum sínum viðskifta- mönnum gleðilegs árs. Oddeyri 2, jan. 1906.. Ragnar Olafsson. ■ Gott íbúða hús og 'nýtt^er til ^sölu nú þegar á góðum stað hér í bœnum. Allar upplýsingar þess viðvíkandi gefur. selur ódýrastar og vandaðar vör- ur eins og að undanförnu. Rakkar viðskiftavinum sínum fyrir viðskiftin á liðna árinu og væntir vaxandi viðskifta þeirra framvegis. Oddeyri 4. jan. 1906. Kr. Guðmundsson. Keyrsluáhöld alskonar, svo sem vagna, kerrur, hjól, möndla, kjálka, sleða, aktýgi og sérstök stykki sem að því lúta; einnig ótal teg- undir af Steyptri vöru, svo sem eldavélar, ofna, rör og fleira o. fl., böðunarker og margt fl., svo og alt sem að sjávarútveg lítur, svo sem net, nætur, kaðla, línur, báta stóra og smáa o. fl. útvegar beint frá mjög áreiðanlegum og ódýrum verksmiðjum Jóhannes Jósefsson Oddeyri. Kaupmenn, sem panta mikið fá afslátt Gjörið svo vel og pantið sem fyrst. Jóh. Jósefsson, Oddeyri. Auglýsing. •• Bændur í Oxnadal banna hér með utan- sveitar mönnum allar rjúpnaveiðar á ábýlis- jörðum sínum, nema með sérstöku leyfi hlutaðeig- anda. Þeir sem brjóta bann þetta, verða sóktir til sektar samkvæmt lög- um.

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.