Norðri


Norðri - 16.03.1906, Qupperneq 1

Norðri - 16.03.1906, Qupperneq 1
Akureyri, föstudaginn 16. marz. 1906.9 Fjárhagsmál. Eftir P. J. IIII. 3. fl. 12. gr. E. Vitar. Eftir fjárlögum nú er árskostnaður við vita um 9000 kr. Nú hefi eg út- vegað upplýsingar hjá kapt. Aasberg á •>Lauru« um brýnustu þarfir fyrir vita hér á landi, eftir hans skoðun ogreynzlu.(* Oerir hann ráð fyrir, að allvel megi una við 8 vita, auk Vestmanneyjavitans; alla smáa, eða frá 15-20 þús. kr. hvern. Þar að auki ráðleggur hann önnur sjó- merki ódýr á einum 8 stöðum. Eftir þessu ætti að vera hægt að fá sæmilegt kerfi af vitum og sjómerkjum umhverfis landið fyrir um 160 þús. kr. þessu má skifta á svo sem 10 ár, hvort sem vit- arnir verða bygðir í einu eða á 10 árum og koma þá 16 þús. kr. á hvert ár, allur vitakostnaður verður þá 25 þús. kr. á ári eins og á áætluninni. Pá er að vísu ótalinn árskostnaður við hina nýju vita, en á móti honum kemur að sjálf- sögðu hækkun vitagjaldsins; því jafn- skjótt og vitar koma á Austurland, er einsætt að leggja vitagjald á öll skip jafnt, sem til landsins koma. 4. fl. 13, gr. A. Kirkja og andleg stétt. Um meira en 20 ár hafa útgjöldin til þessara mála verið mjög svipuð, og til jafnaðar rúm 50 þús. kr. á fjárhags- tímabili. Á síðastliðnu fjárhagstímabili voru sérstök útgjöld í þessum flokki, sem ekki koma fyrir að jafnaði. Hver áhrif tillögur kirkjumálanefndarinnar hafa í þessu efni er ómögulegt að segja nú þegar fyrir; líklega verða þær eitthvað til kostnaðarauka. En tillögur þær, seni í Ijós hafa komið að undanförnu um breyting á launakjörum presta, hafa bygst á fækkun prestakalla, en c ‘ a verulega auknum fjárframlögum ur an s sjóði. Áætluniti gufir Þ«i 'S’™ að' eins lítilli hækkun. 5 fl 13 gr. B. Æðri skólar. útgjöldin í þessum flokki hafa verið um allmörg fjárhagstímab.l um 110 þus. kr (55 þús. á ári) til jafnaðar, og eru í því fólgnar eigi all-litlar upphæðir til aðgerða og umbóta á lærðaskólanum, sem ekki er árlegur kostnaður. Við það verður að bæta árskostnaði við hinn fyrirhugaða lagaskóla um 20 þús. kr. (10 þús. árl.), sem að vísu sparast fyrst um sinn að mestu leyti. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir hækkun. 6. fl. 13. gr. B. Alþýðufræðsla. í þennan flokk er skipað, eins og í skýrslunni að framan, gagnfræðaskólum, kvennaskólum, stýrimannaskóla ogöllum styrkveitingum til barnakenslu og annar- ar alþýðufrœðslu. Hefir flokkur þessi farið óðum hækkandi, eins og skýrslan ber með sér, og nú á síðustu fjárlög- um úr 120 uppfí 144 þús. kr. *) Oodtfredsen kapt. á »Vestu« hefir mjög líka skoðun og kapt. Aasberg um fyrirkomu- lag á vitum hér, og að hafa þá smærri og fleiri. Höf. Eftir þeim skoðunum, sem mest hefir borið á, er enginn vafi að fjárframlög til alþýðufræðslu úr landsjóði fara enn vaxandi til stórra muna. Líklegt er að fræðslufrumvarp það, sem dagaði uppi nú á síðasta þingi, gangi fram á næsta þingi, og sömuleiðis stofnun kennara- skóla, sem eg tel til þessa flokks. Er hér vís kostnaðarauki fram yfir það sem nú er á fjárlögum, þótt nokkuð af honum verði eigi áætlað, ;Svo sem aukinn styrkur til barnakenslu og til byggingar heimavistarskólum. Enn- fremur er nú byrjað að veita styrk til unglingaskóla, og fer sá styrkur vafalaust vaxandi. Hækkun, sú er nefndin styng- ur upp á, er nærri þriðjungs hækkun frá því sem var síðastl. fjárLagstímabil, og er auðvtaið mjög af handahófi, en að líkum full lág. 7. fl. 14. gr. Á þessum flokki er ekki áætluð liækk- un svo teljandi sé frá fjárlögum nú. Á þeim er nú veitt 99 þús. kr. og má greina það þannig: 1. til bókmentalegra stofnana og fyrir- tækja (þar með taldir 2 skálda- stykir: P. E. og V. B.) Þús. 65.8 2. Til landmælinga og rannsókna á náttúru landsins (á móts við styrkveit.fráDan- mörku) 20,o 3. Til styrktar listum (Leikfélag, málari) — 3,2 4. Til heiðurs eldri skáldum (Jónas,B. G. og P. O.) — 4,6 5. Til Bindindissamt. — 3,8 6. Námsstyrkur (sem ekki á hér heima) — 1 = 99 þús. Af því nokkuð af fjárveitingum þessa flokkshafaeinkum verið nefndar »bitling- ar,« hafa margir ímyudað sér, að hér mætti spara til drátta. En þegar vel er aðgætt, verður lítið af þeim legg að skafa. Þjóðerni vort stendur mjög og fellur með bókmentum vorum, og þær eru nærri hið eina, sem gert hefir oss kunna í heiminum að því sem betur má fara. Meginið af þvf, sem til þeirra gengur, er til fastra stofnana, sem hafa engu minni rétt á sér en skólarnir. Það sómdi oss því illa, að vanrækja þetta öðru fremur. Nú er fátt um stofnanir eða sjóði hér á landi til styrktar bók- mentum, vísindum eða listum, svo sem víðast er þó annarsstaðar, og þjóðin fámenn og fátæk, svo ekki er um að velja nema vanrœkt á þessu eða hjálp landssjóðs eftir föngum. Vera má, að einhverju litlu af því fé, sem hér hefir veitt verið, mætti verja haganlegar á annan veg. En þá eru líka ýnisar brýnar þarfir í þessum flokki, til að taka við því. — Til dæmis má taka sönglistina, henni var nálega að engu sint af þinginu. Hún er þó sú list, sem auðveldast væri að styrkja að gagni, og ekkert hefir annað að flýja en til lands- sjóðs. Eg held því fram, að það verði að leggja meiri áherzlu á að verja því fé sem allra bezt, sem veitt er í þessum flokki, og jafnvel auka það áfram eins og hingað til, heldur en að fara nú að minka það, ef vér eigum að rækja vel þjóðerni vort og þjóðarsóma. 8. fl. 15. gr. Atvinnuvegir. Hér er áætluð sama upphæð og veitt er á fjárlögum nú, og má virðast frem- ur undarlegt, að eigi er gert hér fyrir væntanlegri hœkkun, þegarsjálfir atvinnu- vegirnir eiga f hlut. Enn fyrst er þess að gæta, að á fjárlögum nú eru í þess- um flokki alt að 40 þús. kr. (fjárkláða- kostn. o. fl.) sem væntanlega kemur ekki í fjárlög oftar, né samskonar upp- hæðir. Ekki er heldur að búast við eins mikilli hækkun á þessum flokki næstu ár, og síðastliðin 6 ár. En hitt varðar þó mestu, að hækkun sú, sem væntanlega verður hér eftir eins og hing- að ti! á tekjum landssjóðs umfram d- cetlun, svo sem að framan er drepið á, ætti einkum að verða notagjald atvinnu- veganna, enda lakast að spá um kröfur þeirra. Hinsvegar efast eg ekki um, að hér hefði átt að standa hærri upphæð á áætlun, enda líklegt að svo hefði orðið ef nefndin hefði lokið starfi sínu til fuls, og bendir það á, að áætlunin er frem- ur lin en frek. Ætti að hnitmiða skiftinguna á hinni áætluðu upphæð, hefi eg hugsað mér hana í aðalatriðum, og skal eg til glöggv- unar setja þá skifting hér: Til landbúnaðarins 240 þús. — sjávarútvegar 50 — — iðnaðarnáms 15 — — skógræktar 20 — Ýmislegs (þar á meðal verkfræð- ings) 15 - = 340 það sem hér er áætlað landbúnaði hugsa eg mér að'yrði að^skiftast þannig: 1. Til búnaðarkenslu karla kvenna, þar meðtalið mjólkur- skóli og væntanl. húsmæðrask. (veitt nú á fjárl. um 30 þús.) 40 þús. 2. Til Búnaðarfél. ísl. og annara búnfél. (veitt nú, þar á meðal til sand- græðslu, rúm 138 þús.) 140 - 3. Smjörbúastyrkur 36 — 4. Tii dýralækninga alt að 12 — 5. Til efnarannsókna alt að 7 — 6. Til ýmislegs 5 — = 240 þús. Gjarnan vildi eg mega skamta Bún- aðarfélagi íslands ríflegar. En hugsun mín er sú, að styrkur til búnaðarfélaga í sveitum minki hér eftir og gangi til Bf. ísl. smátt og smátt og síðast að fullu. — Það sem hérer ánafnað sjávar- útvegi er alveg af handaliófi; því ekkert til glöggvunar liggur fyrir; enda sumt sem honum viðvíkur í öðrum flokkum, svo sem vitarnir (að nokkru) og stýri- mannaskólinn. 9. fl. Eftirlaun Eftirlaunalögin skapa að mestu þenn- an flokk. Einungis nokkrir smáir elli- styrkir eru veittir af alþingi jafnótt. Eins og nú stendur eru eftirlaun með hæsta móti, og stafar það af nýafstað- inni embættabreyting. En þau áhrif hverfa með tímanum. Lœkkun eftir- launa eftir hinum nýrri lögum fellur líklega í faðma við fjölgun eftirlauna (læknafjölgunin). 10 fl. Oviss útgjöld og umfram greiðslur. F*að hefir lengi verið vani, að áætla 3000 kr. á fjárhagstímabili til óvissra útgjalda, og er það bæði oflítið í sjálfu sér og þá ekkert áætla'ð fyrir um- framgreiðslum, sem ætíð hljótaaðkoma fyrir í ýmsum liðum fjárlaganna, svo sern til vega og brúargerða o. fl. Sjá allir hve óhaganlegtværi, ef vegagerð er hætt á miðju sumri í miðri einhverri torfærunni, fyrir þá sök, að fjárveitingin stendur þá heinra eftir fjárlögunum. Sama er um hverja samskonar framkvæmd stjórnar- innar. Páerog nauðsynlegt, að fela stjórn- inni ýmsar framkvæmdir, sem fé kosta en ekki er auðvelt að ráðgera að fullu, áætla eða veita sérstakt fé til fyrirfram, má þar t. d. benda á milliþinganefndir, ýmsar mjög nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings fyrir þingstörfin, sóttvarnir o. fl. Það má ekki ætla stjórninni ein- ungis að vera blint verkfæri, til þessað koma í verk því einu, sem hnitmiðað er fyrir fram. Hún verður að vera eins og góður ráðsmaður á búi þegar hús- bóudinn er fjœrverandi. Og sambandið á milli þings og stjórnar þarf að vera eins og þá er það er gott á milli hús- bónda og ráðsmanns. Eg geri ráð fyrir, að tiltölulega fáir aðrir en þingmenn, og svo stjórnin, hafi lagt hugann í bleyti við fjárhagsmálið. Eg vona því, að þetta sem eg hefi nú skrifað og skýrt frá, verði til þess, að mjög margir vakni við, og athugi það gaumgæfilega. Egvænti þess þá einnig, að enginn, sem það gerir, komi á óvart, að alþingi þarf að gera nýjar ráðstaf- anir og gagngerðar, til þess að auka tekjur landssjóðs; því þótt tekjurnar færu vaxandi á sama hátt og að undanförnu, þá eru engar líkur til — eins og þær eru nú lögákveðnar, að tollhækkuninni sleptri — að þær komist hærra en í millión króna á ári á hinum næstufjár- hagstímbilum (frek áætlun fyrir yfirstand- andi ár 900 þús. kr.) Eg vænti þess einnig, jað menn sjái, að Iántaka er ekki hyggileg, til þess að jafna tekjuhalla þegar um venjuleg og árleg útgjöld er að rœða einungis. En nefndin hefir ekkert annað tekið á áætl- un hér að framan. Lántaka getur verið réttmæt og nauðsynleg til þess að koma íverksérstökufyrirtæki, óvenjulega kostn- aðarsömu, til þess að geta klofið það, eða að m. k. dreift kostnaðinum á fleiri ár. Það er að sínu leyti eins og að eg tek lán með 20 ára afborgunartíma, til þess að að geta girt túnið á einu ári og fengið túnvörsluna strax, í stað þess að hlaða garðinn smátt og smátt

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.