Norðri - 16.03.1906, Síða 2
44
NORÐRI
NR. 11
NORÐRI
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hafnarstrœti 3.
Prentsmiðja B. Jónssonar.
«NORÐRI» er sendur um land alt í
hverja sókn og hvert kauptún. Þeir sem
fá eitt eintak af honum verða álitnir kaup-
endur þess, ef þeir gefa ekki ritstj. vísbend-
ingu um annað fyrir 15. marzmán. næstk.
Útsölumenn eru beðnir að gera ritstj. að-
vart fyrir 1. apríl um hvað marga kaupend-
ur þeir hafi. Oeri þeir það ekki, verður
það skoðað sem merki þess, að þeir hafi
selt öll þau eintök, sem þeim eru send,
Komi vanskil fyrir eru menn beðnir að
segja sem fyrst til þeirra svo hægt sé að
bæta úr þeim.
AUGLÝSENDUR eru beðnir að skrifa
á auglýsingahandritin hvað oft auglýsingin
á að koma í blaðinu, því annars stendur
hún þar á þeirra kostnað, þangað til þeir
aðvara um það.
á 20 árum af búsins ramleik. í áætl-
uninni að framan er gert ráð fyrir svona
aðferð.
Pá hefir oft verið minst á það sem
landsjóður á í viðiagasjóði og peninga-
forða, og þá verið stundum bent á, hver
óþarfi slík fjársöfnun væri. í öðrum
löndum þektist eigi slíkt um ríkissjóði,
heldur væru þeir flestir í stórskuldum.
— Það mætti lengi þræta um það, hvort
vér stæðum betur nú, ef fé því, sem
bygt hefir upp sjóðeignir landssjóðs,
hefði jafnótt verið varið í framfarafyrir-
tæki. Hitt er víst, að vér þyldum eigi
ríkisskuldir í slíkum mæli, sem þær ger-
ast víða, hvort sem þær væru við út-
lönd, og gerðu landið háðara en ella,
eða þær væru við innlenda auðmenn,
oghlæðu þannig undir misskifting auðs-
ins í landinu. Sömuleiðis er það víst,
að það er mikið hagræði að hafa við-
lagasjóðinn eins og hann er nú og eins
og hann er notaður. Og eg vil benda
á það, sem einkum mælir á móti því,
að eyða honum, til þess að jafna fyrir-
fram áætlaða og árlega tekjuþurð. Fyrst
og fremst er viðlagasjóður sjálfur bund-
inn í lánum, mest lánum með ákveðn-
um og smáum afborgunum, og hinuin
lánunum væri eigi ráðlegt að segja upp,
nema með álíka smáum afborgunum.
Það er því lítið af sjóðnum handbært
árlega, — Þar að auki hafa sjóðeignir
landssjóðs smásaman fengið allstór og
nytsöm hlutverk, sem sé:
1. Að vera til vara þegar óvænt tekju-
þurð, stórslys eða hallæri bæri að
höndum. — Slíkt var hið upphaflega
hlutverk.
2. Leggja fram fé til fyrirtækja, sem
stofnuð eru með sérstökum lögum,
og ekki er áætlað fé til á fjárlögum,
svo sem eru skólahús, geðveikrahælið
nú, stórar brýr o. s. frv. Raunar
væri réttara, að hafa slíkt, oftar en
gert hefir verið, á fjárlögum líka, eins
og t. d. Jökulsárbrú.
3. Þá eru lánveitingarnar samkvæmt síð-
ustu grein fjárlaganna. Þær hafa þótt
engu síður þýðingarmiklar, heldur en
reglulegar fjárveitingar í samskonar
augnamiði, og mcnn vilja ekki missa
þær.
4. Enn eru lán til embættisbústaða o.
fl. og nú samkvæmt nýjum Iögum
um opinberar byggingar stór-lán til
safnabyggingar og til breytinga á þing-
húsinu, hvorutveggja óhjákvæmilegt,
meðal annars sökum færslu þingtím-
ans til vetrar.
Af þessu er auðsætt, að verkefni við-
lagasjóðs eru orðin svo mikil og mikils-
verð, að hann á r vök að verjast að
gegna þeim, nema hann vaxi. — Ann-
ars er þessi viðlagasjóðspólitík orðin í
framkvæmdinni all-einkennileg — lík-
lega nokkuð sérstök fyrir Island. En mér
er spurn: Er hún ekk holl? A að
hverfa frá henni?
Það þykir nú ef til vill, að gjalda-
áætlun nefndarinnar, athugasemdir mín-
ar við hana og öll mín röksemdaleiðsla
gangi of lauslega fram hjá þeim mögu-
legleik, að spara útgjöld svo, að tekju-
hallinn geti minkað að munfráþvísem
annars blasir við; því það sjáist ekki,
að nein fjárveiting, smá eða stór, sé tal-
in ófyrirsynju veitt á undanförnum þing-
um. Eg muni vera á móti öllum fjár-
sparnaði á fjárlögum nú orðið. En
þessu er ekki svo varið. Það er auð-
vitað mál, að ætíð þarf að gæta sparn-
aðar; allir þurfa að spcirct, alt frá öreig-
anum til auðkýfingsins og kotungnum
til konungsins; spcira fyrst og fremst til
þess, að fjárhagnum miði í heppilega
átt, en ekki að örþroti eða í ógengd,
og þar næst til þess, að hið nauðsyn-
lega, þarfa og góða komist að, fyrir
hinu, sem miður er nauðsynlegt, eða
með öllu óþarft. Það má nú auðvitað
líta svo á — og eg lít svo á — að
slíks sparnaðar hafi eigi fyltitega vcrið
gætt á þingi. En sínum augum lítur
hver á silfrið í þeim efnum, og einn
telur bráðnauðsynlegt, það sem annar
telur miður þarft. En eins og áður er
um getið, hefir engin sparnaðartillaga
komið fram í langa hríð, sem um dregur
í þessu skini, nema þessi frá Dr. V. O.
og bendir það á, að ekki sé auðvelt
um að þoka í öðrum greinum. Eða á
að ráðast á læknaskipunina? — Sam-
göngumálin? — Alþýðufræðsluna? eða
atvinnumálin? — Eg býst við að fáir
verði með því. Og eg þykist hafa
fært rök að því, að sparnaðartill. Dr.
V. O. á svo langt í land (sparnaðurinn
þr.r jafnvel nokkuð vafasamur) að hún
getur naumast komið til greina í þessu
sambandi. — En svo eru ýmislegar þarf-
ir, hingaðtil óuppfyltar, sem gleypa alt
hið smœrra, sem spara mætti. Vona
eg, að skýringar mínar á gjaldaáætlun-
inni bendi full greinilega á það. Og
loks verður seint hjá því sneitt, að ein-
hver óþarfi fljóti með. —
Nei, það er ekki nema um ivent að
velja, úframhaldandi fTamsókn og aukn-
ar úlögitr, eða stefnubreyting og aftur-
hvarf,
Því miður hefi eg eigi undirbúning,
tæki né tíma til, að gera hinni hlið
fjárhagsins, tekjuhliðinni, sömu skil og
þessari; enda er það meiri vandi. Hins-
vegar skal eg eigi draga í hlé þá skoð-
un mína, sem eg hefi raunar Iátiðíljós
á þingi, að eg sé ekki nema einn skatt-
stofn með svo breitt bak, að hann geti
borið þá tekjuhækkun sem þarf, og það
er verzlunarumsetningin, sérstaklega hin-
ar aðfluttu vörur. Og hundraðsgjald á
þeim álít eg hið sanngjarnasía næst
sanngjörnum og hæfilegum beinum skött-
um. — Breytingar á beinu sköttunum
samkvæmt tillögum Jóns Krabbe felli eg
mig vel við, og sérílagi þá skoðun hans
að hafa fáa skatta og tolla. En tillög-
ur hans ná of skamt til þess að fylla
þann tekjusvang sem mér virðisí blasa
við. -
Ritsímastöðín á Seyðisfirði
á að veiða í íbúðarhúsi Wathnes.
Hefir »MikIa norræna« keypt húsið með
lóð fyrir 19 þús. kr.
Stöðulögin aftur.
Ingólfur hefir gjört mikið úr því, að
Lögrétta og Norðri (G. G.) væru ósam-
mála um stöðulögin. Það er satt, að
þau eru sitt á hvorri skoðun um það,
hvort rétt hafi verið, að skoða stöðu-
lögin upphaflega sem yfirlýsingarlög,
viðurkenningarlög eða kúgunarlög. Um
þetta atriði hafa ýmsar skoðanir áður
orðið uppi á baugi hjá í oss íslending-
um. Sumir.hafa haldið því fram, að
þau væru kúgunarlög, aðrir hinu. Nú
er þetta ekki orðið neitt aðalatriði í
málinu. Hitt er aðalatriðið: Hver rétt-
arleg áhrif hefir það fyrir oss, ef Danir
breyta stöðulögunum í því skyni að
þröngva réttindum íslands eða afnema
stöðulögin.
Þessu svarar Lögrétta svo:
»Réttur vor væri alveg óskertur
fyrir því, ekki einungis hinn sögulegi
réttur, og sá réttur, sem byggist
á landsháttum og þjóðerni, heldur
og sá réttur, sem byggist á konungs-
bréfinu frá 23. septbr. 1848 og stjórn-
arskránni 1874. Með stöðulögunum
er oss nefnilega ekki, — þótt allir
danskir lögfræðingar kynnu að segja
það, — veittur neinn réttur, heldur
að eins viðurkendur sá réttur, sem
vér höfðum áður».
Norðri (G. G.) segir aftur um þetta
sama atriði:
«En afleiðingin af afnámi stöðulaganna
er öll önnur. Rað eru ekki þau, sem
skapað hafa landsréttindi vor. Réttindi
landsins byggjast á sögulegum og
lagalegum grundvelli, sem er mikið
eldri en stöðulögin. Það eru þau
réttindi og þær kröfur, sem þessi Icg
að nokkru Ieyti viðurkendu, og að
nokkru leyti lögðu haft á. Verði lög-
in afnumin, þá hverfa höftin. Við
stöndum þá á sama grundvelli, eins
og við stóðum áður, en þessi lög
komu út, með kröfur til fullkomins
löggjafaratkvæðis um stjórnskipun
landsins, íhlutunarlaust af ríkisþinginu
að svo miklu Ieyti, sem að við þá
ekki förunt frant á skyldur eða gjöld
af hálfu heimaríkisins.»
Hverjum þeim manni, sem skilja vill
mælt mál, og dálítið hefii sett sig inn
í það mál, sem hér er um að ræða,
hlýtur að vera það ljóst, að bæði blöð-
in, Lögrétta og Norðri, eru hér aiveg
sammála um það, sem hér er mergur-
inn málsins, nefnilega að löggjafar-
valdið danska geti ekki breytt stöðu-
lögunum svo, að r'éttindi íslands séu
skert í neinu.
* * *
Að öðru leyti munu «kenningar» þess-
ara svonefndu «Landvarnarmanna» við
tækifæri betur krufðar.
Erlendar fréttir.
Khöfn. 17. febr.
Danmörk.
Konungsdauðinn. Sorgarviðhöfnin.
Hrygðarblær hefir hvílt yfir öllu
opinberu lífi hér í borginni, síðan Krist-
ján kontingiir lézt. Dökt og dapurt,
það er áður var Ijóst og litprútt; skraut-
búðargluggarnir tjaldaðir svörtu og allir
þeir er teljast vilja «menn með mönn-
um», meira og minna svartklæddir.
Hluttekningin hefir verið feiknamikil,
innan lands og utan. Einna mest hefir
borið á þeím aragrúa blómsveiga, silf-
ursveiga og gullsveiga, er sendir hafa
verið til kistu konungs frá stofnun-
um félögum og einstaklingum. Bók-
mentafélagið íslenzka (deildin hér í Höfn)
sendi silfursveig (Kristján 9. varvernd-
ari félagsins) og íslendingar hér í borg-
fnni blómsveig. (Heyrst hefir, að skraut-
verk nokkurt úr silfri komi úr Reykja-
vík.)
Er lík konungs hafði staðið uppi um
hríð á Amalíuborg, var það flutt í
hallarkirkjtt Kristjánsborgar; kistulagt
hafði það verið þegar eftir andlátið.
Kistan er úr «broriz»-málmi, og var
hún síðan sýnd almenningi dagana 13.
til 15. þ. m., nokkra tíma á degi hverj-
um, þar sem hún stóð á «stalli» fyrir
framan altarið svo nefnda.
Sorgarvirki (casirum doioris).
Aðsóknin að kirkjunni var næstum
því ógurleg. Lögreglulið hafði safnast
tugum saman til að stýra fjöldanum og
halda uppi spekt og friði, en einatt fór
reglan út um þúfur. Múgurinn var lát-
inn ganga gegnum kirkjuna og skipað
í röð úti fyriivþannig að þeir, er við
bættust, urðu að staðnæmast við aftari
enda halarófunnar, er svo varð löng,
að hún náði sjálfsagt yfir nokkur þús-
und-álna svæði. Fólkið geystist að,
jafnvel hundrað þúsunda, mörgum
klukkustundum áður en kirkjan var opn-
uð; þeir sem aptarlega voru, urðu auð-
vitað að biða í marga tíma eftir að
farið var að hjeypa inn, þangað til að
þeim kæmi, því að ferðalagið gekk hægt
og sígandi, menn mjökuðust öðru hvoru
fet fyrir fet. Var það aumt líf að
trampa í klakanum hálfan daginn —
— hungraður — fyrir þá, sem betra
voru vanir! En fólkið var ekki á því
að gefast upp, hvað sem það kostaði
skyldu menn reyna að komast inn, og
ekki mátti úr röðinni víkja, því að þá
var «spilið tapað» þann daginn. Sem
gefur að skiija var þetta ekki heiglum
hent, og börn og gamalmenni voru nær
dauða en lífi eptir «túrinn», Stundum
misti múgurinn þolinmæðina og rudd-
ist fram, svo að lögregiuliðinu var eigi
allsjaldan hætta búin.
Svo fór að eftir þessa 3 daga (c. 5
tírna á dag) höfðu fæstir komist inn og
séð «castrum do|oris».
Inn í kirkjuna var gengið að kór-
baki og út um aðaldyrnar. Þegar er
inn var komið, var röðinni skift í tvent
og fóru tveir og tveir saman með hvor-
um vegg. Hátíðjeg ró var á öllu inni
og vart heyrðist er menn gengu á gólf-
inu. Blómsveigir og ýmiskonar gull-
djásn vafið dökkum blæjum prýddi
kirkjuna; ofan á kistunni lá konungs-
kápan úr hermelín-skinni, við höfðalag-
ið var «dannebrogs»-fáninn og kórón-
an giinsteinum sett; stallurjnn er kistan
stóð á, drifhvítur með gullnum röndum,
við fótagaflinn var hið svo kallaða «rík-
isepli», veldissprotinn og sverðið — lár-
viðartré og páhnaskrúð aftar á gólfinu.
Alt þetta bar fyrir augun, er maður
gekk frant hjá.
Til virðingar konunginum látna stóðu
við innri enda kistunna (höfðalagið) 7
yfirforingjar úr sjóliðinu og landhern-
um, en á verði stóðu 12 liðsforingjar
(úr her og flota), 6 hvorumeginn; voru
þeir óbifanlegir sem myndastyttur og
var engu líkara en að þeirværu negld-
ir í gólfið. —
Næsta aðalatriði í sorgarviðhöfninni
var mikilfeng
Skrúðganga
gegnum borgina ineð lík konungs, er
það var flutt til Hróarskeldu; fór fram
í gær 16. þ. m.
Skrúðgangan hófst kl. 12 á hádegi
frá hallarkirkjunni, en í býtið um morg-
uninn hofðu menu tekið að streýma
saman ög þyrpa sér á þeim götunl, er
leiðin skyldi Iiggja um. Lögreglúlið-
sveitum og herflokkum hafði verið skip-
að hér og þar á víð og dreif til að
koma í veg fyrir ysla og ryskingar.
Voru þeir á ferli bæði.fíðandi og gang-
andi og vörðu autt svæði eftir miðjum
strætunum, þar sem líkfylgdin átti að
fara. Gekk það ekki greitt alténd, því
að allir vildu þar vera, er þeir gætu