Norðri


Norðri - 20.07.1906, Qupperneq 1

Norðri - 20.07.1906, Qupperneq 1
L, 31. Akureyri, föstudaginn 20. júlí. 1906. Alþýðufræðsla. Eftir Sigurð Jónsson Yzta-Felli. III Kvennaskólar. — Niðurlagsorð. (Niðurlag.) Pá er eftir að minnast á enn eina grein alþýðufræðslunnar sérmentun kvenna eða kvennaskólana, sem dagskrármál. Menn hugsa sér barnaskólana, unglinga- skólana og gagnfræðaskólana sem sam- skóla, þar sem piltar og stúikur geti átt alveg jafna aðstöðu og samleið með námið. Á þessu hafa ekki verið taldir neinir annmarkar og þetta fyrirkomulag mun alment notað, en þó eigi nema að litlum mun hvað gagnfræðaskóla snertir. Stúlkur hafa, eðlilega einkum notað hin stuttu námskeið á kvenna- skólunum; fæstar þeirra hafa tíma og peninga til að vera svo vetrum skiftir við gagnfræðanám og læra þar að auki hið helzta, sem þeirra vanalega verka- hring er nauðsynlegast. Samt sem áð- ur er hér gott að að eiga hér kostinn fyrir þær sem geta valið. Kensla á kvennaskólunum og öll stefna í því máli hefir verið á allmiklu reyki. og er tím- inn eflaust fyrir nokkru kominn til þess að koma föstu skipulagi á sérmentun kvenna. Þegar hinum almennu bókfræðum er lokið, eða fræðast þarf um ákveðna köllun og lífstöðu, þá hljóta leiðirnar að skiftast. Þá hverfa búmannsefnin að bændaskólunum, skipstjóraefnin að stýri- mannaskólunum o. s. frv. Hér kemur því fram sú krafa að fá sérstaka hús- mæðraskóla, eins og nú eru sérstakir bændaskólar. Hér er vissulega urn sanna en ekki ímyndaða þörf að ræða fyrir kvennamentuninni og þjóðlegan þrifnað. F*að er líklegt að hér sé fyrir hendi verkefni til næsta þings, fyrir stjórn- arráð og þingmenn og því verði eigi á frest skotið um óákveðinn tíma, Tvo húsmæðraskóla eigum við að fá sem fyrst; annan fyrir Norðurland, hinn á Suðurlandi, eingu ver úr garði gerða né á nokkurn hátt Iakar fyrir þeim séð heldur en verða á með hina tvo nýju bændaskóla. Þetta er nauðsynlegt, þetta er jafnréttiskrafa kvenna, sem eg tel ekki hægt að vísa á bug, nema menn noti rétt hins sterkara og hirði eigi um aðrar ástæður. Kvennþjóðin hefir of lengi horft á sinn hluta skörðóttan, hún á því fjárframlag til þessara skóla sinna inni hjá okkur karlmönnunum, engu síð- ur en ísland á tillagið úr ríkissjóði Dana, sem lítilsháttar vexti en ekki náðargjöf. Þessa tvo kvennaskóla þarf í upphafi að búa svo út að þeir geti veitt mörg- um stúlkum móttöku í senn, því búast má við að kensluskeiðið verði stutt; einn vetur fyrst um sinn. Pegar svo reglugjörð verður samin fyrir skóla þessa verður margs að gæta og vel til að vanda. Par þarf að taka tillit til þess, sem er sérstaklegt fyrir fsland og íslenzkt þjóðerni, þar þarf að hafa kvennþjóð- ina sjálfa með í ráðum, þar þarf að skipa fyrir af enn betri þekking á verka- hring kvenna, efnumjþeirra og ástæðum eins og þessu er alment háttað á landi voru, en fara ekki lengra en góðu hófi gegnir í því að fylgja útlendu sniði. í því efni hygg eg eigi, í byrjun, tek- ið stórt stökk frá þvi, sem á um liðn- um vetri átti sér stað á kvennaskóla Eyfirðinga. Aðal áherzluna verður að leggja á verklegu kensluna, þó nokkuð þurfi að kenna bóklega, meðan undir- búníng í þeim greinum vantar. Sama er að segja um það að kenslan fari að- allega fram í fyrirlestrum, að þar þarf meiri þroska frá hendi kennenda og nemenda, en hér er sanngjarnt að gera ráð fyrir. I kvennaskólamálinu finst mér horfa líkt við og með búnaðarskólana: sýni einhver héruð þann áhuga og dugnað að halda uppi kvennaskóla hjá sér, t, d. eins og Húnvetningar væri ekki sanngjarnt að svifta þá skóla öllum opinberum fjárstyrk. Að hafa þessa húsmæðraskóla á hent- ugum sveitajörðum, veita þar greiðan aðgang, haga kenslunni eftir sérstökum þörfum og aðstöðu íslenzkra kvenna og með fullu tilliti til atkvæða þeirra sýn- ist mér hér eiga að vera meginþættir málsins. Að endingu þetta: Alþýðumenn! rann- sakið hér ritningarnar sjálfir. Oslitið og eyðulaust samræmi í alþýðufræðslunni fast skipulag, gott eftirlit, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki sízt: góða samvinnu í ráðagerðum og fjárframlög- um milli héraða, þings og stjórnarráðs í málinu Heiðurssamsæti héldu nokkrir bændur í Hrafnagils- og Öngulstaðahreppum, herra fjárkláðalækni O. Myklestad hinn 8. þ. m. að Hrafnagili Samsæti þetta var haldið í þakklætis- og við- urkenningar skyni fyrir starfsemi hans íþarf- ir landbúnaðarins við útrýming fjárkláðans hér á landi og einnig í tilefni af því, að hann nú er að kveðja þetta land eftir nær fjögurra ára dvöl. Mælt var fyrir minni heiðursgestsins, Nor- egs, íslands, Eyjafjarðar o. fl. Einnig flutti Myklestad hlýtt og snoturt kvæði sem hann hafðí orkt um ísland. Samsætið stóð langt fram á nótt og skemtu menn sér hið besta. Hver skrökvar? Stefán kennari Siefánsson gerir þá spurn- ingu frá Skagfirðingi í Norðra 29. f. m. að umræðuefni í »N1.« síðast. Kemur þar í ljós, að Quðmundur «skáldi« Friðjónsson hefir sent Stefáni, meðan hann var á þingi í fyrra, framhleypnis-erindi sitt um skálda- styrk handa skáldunum í Pingeyjarsýslu ogað það er Stefán, í saniráði við Pétur á Qaut- löndum og fleiri, sem hefir ráðið því, að þessi málaleitun Guðmundar var ekki lögð fram. Þessi grein Stefáns sýnir því hve staðgóð- ar eru fullyrðingar Guðm. Friðjónssonar í þessu niáli og ennfremur veitir hún full- nægjandi svar gegn spurningu Skagfirðings- um daginn: Hver skrökvar? Það er rétti- lega tekið fram hjá Stefáni að hann hafði ekkert sagt opinberlega um þetta mál en samdóma er «Norðri« Skagfirðingnum um að svo leit út, eftir »skrifi« Ouðmundar að dæma, sem Stefán hefði sagt honum eitt- hvað miður haldgott þessu viðvíkjandi.— Auðvitað þarf það ekki að hafa verið annað en eitthvert gamanyrði sem Quðm. hefði misskilið og svo »orkt út af og hlaupið með á sína vísu. Adrepa um hafnir og hafnarmálefni. Eftir Jón Jónsson, Múla. Samkvæmt Iögum þeim, er síðasta alþingi samdi og samþykti um það, er nú kauptúnum heimilt að skipa fyrir um hafnir og hafnarnotkun, þannig, að sýslumaður semur hafnarreglugerð eftir tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórnar, sem stjórnin síðan staðfestir. Með slíkri reglugerð er heimilt að ákveða gjöld, er skip skulu greiða fyrir notkun hafna og hafnarmannvirkja. Þvt miður hefir hingað til lítið verið gert til að bæta hafnir eða greiða fyrir siglingum hér við land og flestum hin- um svo nefndu höfnum er þó ærið ábótavant. Þetta verður æ tilfinnan- legra eftir því sem siglingar til lands ins og umhverfis það vaxa, og víða er svo ástatt, að svo búið má ekki standa, enda er alllíklegt að á ýmsum stöðum mætti töluvert bæta, án þess að það kost- aði afarfé. Mér dettur í hug t. d. Húsa- vík og Sauðárkrókur. Á þeim stöðum þyrfti hæfur maður að rannsaka hafnir og aðgerðir á þeim sem fyrst og gera áætlun um kostnað við bráðnauðsyn- legustu bætur. Lögin, sem eg nefndi, opna veg til að útvega dálitlar tekjur, er ættu að geta létt undir með framkvæmdum ýmislegs þess, er að gagni gæti orðið fyrir sigl- ingar og skipaferðir. En varlega verða menn að fara í því að nota þessa heirn- ild, sem lögin veita. Þar sem svo stendur á, að skipakom- ur eru ekki mjög miklar, mun vera ráð- legast að nota ekki í bráð þessa heim- ild. Eg skal aftur taka til dæmis Húsa- vík og Sauðárkrók. Það væri ósann- gjarnt og óráðlegt að heimta hafnargjald af skipum á þeim stöðum, fyr en kaup- túnin sjálf hafa eitthvað gert til að gera aðstöðuna betri fyrir skipin. Skipaferð- ir til þeirra staða eru ekki svo miklar, að ekkert, sem að gagni má verða, er hægt að framkvæma fyrir það fé eitt, er inn kæmi sem hafnargjald, og þeir staðir hafa ekki of gott orð og álit meðal farmanna, þótt ekki sé það gert enn þá verra með því, að heimta borg- un af hverju skipi, sem kæmi. Nei, á slíkum stöðum verða þeir, er þar búa, að gera eitthvað verulegt fyrst og þegar það er orðið, þá mun far- mönnum finnast rétt og sanngjarnt að borga fyrir not hafnar og hafnarmann- virkja. Aftur á móti þar sem skipaferðir eru miklar og hafnir fremur góðar af nátt- úrunnar hendi, svo að farmönnum þyki fýsilegt þangað að koma, þar ættu menn að nota lagaheimildina sem fyrst, og leggja þegar hafnargjald á þau skip, er þar koma, en auðvitað ættu menn þá líka sem allra fyrst að láta sjá þess merki, að þeir vildu bæta fyrir skipa- ferðum. Þótt tekjurnar verði ekki mjög miklar, ætti fljótt að vera hægt að gera töluvert, þannig að hlutaðeigandi sveit- arfélag tæki lán svo stórt, sem hægt væri, svo að binar árlegu tekjur nægðu til að standa straum af vöxtum og af- borgun lánsins. En lánsfénu væri var- ið til að byggja hafnarbryggju, bæta lendingu, setja upp leiðarljós o. sv. frv., eitthvað það sem mest nauðsyn væri á í hverjum stað. Eg skal nefna tvo staði, þar sem mér sýnist ráðlegt að lagaheimildin væri notuð strax, enda einmitt þeir staðir, sem vöktu fyrir flutningsmönnum máls- ins á alþingi. Það eru Siglufjörður og Hafnarfjörður. Eg skýt þessari bendingu til kunnugra manna, og skal ekki fjöl- yrða meira um það að svo stöddu. Um alllangan tíma hafa skip orðið að borga hafnargjald í kaupstöðunum fjór- um. Að því er Seyðisfjöið snertir, byrj- aði það þó miklu seinna þar en í hin- um kaupstöðunum. — Þessi hafnargjöld eru allhá, og baka siglingamönnum tölu- verð útgjöld; er því eðlilegt að þeir ætlist til þess, að þeir sjái einhver merki að eitthvað verulegt og sýnilegt sé gert, til að gera skipum og farmönnum að einhverju leyti þægilegra að koma þar, en áður var, og þægilegra en á aðra hafnarstaði landsins. En það er sannast að segja, að þeim þykir víðast lítið koma til þeirra þæg- inda, er þeir verða aðnjótandi í kaup- stöðunum. Og því miður er það ekki undarlegt, því víðast er öllu því, er hafnir snertir og hafnarmannvirki, svo ábótavant, að með engu móti er við unandi, og baka oss bæði tjón og vanza. Þó er undantekning frá þessu. Á Seyðisfirði er þesskonar komið í gott lag, og flestir, er þangað koma, viður- kenna það. Þótt hafnargjald hafi ekki verið heimtað á Seyðisfirði nema eitt- hvað 10 — 11 ár, miklu skemri tírna en í hinum kaupstöðunum, og auk þess lægri þar en annarsstaðar, þá á hafn- arsjóðurinn þar nú mjög góða og all- stóra skipabryggju, stór pakkhús, járn- brautir og vagna á bryggjunni, «Acæty- lingos»-ljósker 2, krana er lyft getur allmiklum þunga (4000 pd.) og vatns- leiðslu ofan úr fjalli og út í skip þau, er þess óska, sem er svo fullkomin, að 20 Tons af vatni geta runnið út í skip- ið á klukkutíma. Eg skal leyfa mér að skjóta því hér inn í, að Seyðisfjörður, sem er lang- yngstur og minstur kaupstaðanna er í fleiru mesti framsóknarbærinn. Þannig hefir þar að undanförnu verið varið tiltölulega miklu meira fé til vegabóta en í hinum kaupstöðunum, hvort sem miðað er við mannfjölda eða' við um- setning bæjarsjóðsins. Það er annars gaman að athuga snöggvast Iítið eitt, hvernig háttað er með hafnir og hafnarmannvirki f hinum kaupstöðunum. Höfn, eða réttara sagt hafnleysi höf- uðstaðarins, Reykjavíkur er alþekt. Hvað eftir annað kemur það fyrir, að ekki verður komist milli lands og skipa þeirra, er á höfninni liggja, og oft er það far- ið með miklum kostnaði og hrakningi. Þessi svo nefnda höfn er þar á ofan svo ótrygg, að jafnvel gufuskip rekur þar í land, brotna og ónýtast. Höfnin

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.