Norðri - 27.07.1906, Side 2

Norðri - 27.07.1906, Side 2
123 NORÐRI NR 32 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hajnarstrœti 3. Prentsmiðja B- Jónssonar. Nærsveitamenn eru beðnir að muna eftir að vitja »Norðra« á af- greiðslustofu hans Hafnarstrœti 3, þegar þeir eru hér á ferð. þingsins. Mjög er þetta þó í óvissu enn þá. Rostdestvensky og fleiri hershöfðingj- um, sem voru í orustunni í Tushima- sundinu, hefir verið stefnt fyrir herrétt, eru sumir þeirra ákærðir fyrir að hafa sýnt bleyðiskap. f*á er og vert að geta þess, að þing- ið samþykti að dauðahegning skuli af- numin. En það er eftir að vita, hvort stjórnin sinnir því; hingað til hefir hún ekki kynokað sér við að taka menn af lífi. Austurríki. Það þykir engin ný bóla, þótt það slái í hart á þinginu, en hér um dag- inn þótti þó úr hófi keyra. Tilefnið var það, að fyrir nokkru ferðaðist Franz keisari til Bæheims. Var honum hver- vetna vel tekið. Meðal annars höfðu menn í Gablons fjarlægt alt, sem minti á Bismark, hugðu þeir að þessháttar mundi vekja óþægilegar endurminning- ar hjá gamla keisaranum. Pessu tóku þingmennirnir þýzku mjög illa og ávít- uðu það harðlega. Varð út af því svo snörp orðasenna, að slíkt er varla heyrt jafnvel í Austurríki. Eru þess og trautt dæmi að menn hafi viðhaft jafn rudda- leg orð hverir við aðra á þingi, eins og þingmenn þá við höfðu. Þýskaland. Rað hafa komist upp um nýlendu- stjórann í Kamerun (í Afriku), Puttkam- er heitir hann, afar mikii svik og fjár- dráttur. Hefir hann kúgað fé út úr inn- lendum mönnum og haft í frammi aðra ásælni og yfirgang. Reynir þýska stjórn- in aðj breiða yfir það eftir mætti en erfitt mun það ganga, því mótstöðublöðin fletta miskunarlaust ofan af náunganum. Komst þetta þannig upp, að svertingja- höfðingi nokkur vildi kæra yfirgang og ójöfnuð Puttkamers, en hann reyndi að hindra. Svertingjahöfðinginn komst þó úr klóm hans til Pýskalands og sagði frá öllu saman. 3. júlí brann Mikaelskirkjan i Hamborg Var það mjög veglegt hús og fagurlega smíðað. Eldurinn kviknaði í turninum. Létust 4 menn er voru að vinnu þar uppi og eigi tókst að forða sér. Auk þess kviknaði í nokkrum húsum, er næst stóðu kirkjunni og brunnu þau sömuleiðis til kaldra kola. Frakkland. Þar heldur Dreyfusmálinu enn þá á- fram. Halda margir, að nú verði hann loks sýknaður og honum veitt full upp- bót fyrir hrakningana, sem hann hefir orðið að iíða. — Talað er, að öllum þeim, sem áttu þátt í óeirðunum í vetur eða vor, verði gefnar upp sakir. Oft hefir það borið við á Frakklandi í seinni tíð, að hermenn hafa sýnt her- foringjum sínum óhlýðni og jafnvel gert uppþot. Kenna margir um æsingum jafnaðarmanna. England. Pað varð voða járnbrautarslys við Salisburystöðina. Lestin kom frá Ply- mouth og ók með geysi hraða 90 kilo- metra á klst. Bugða Iítii var á braut- inni og fór eimreiðin út af teinunum og rakst á aðra lest. Areksturinn var svo harður að vagnarnir mölbrotnuðu og ultu um. Lá þar flutningur, vagnar og menn í einum hrærigraut. Tók það langan tíma, að ná þeim, sem eftir lifðu undan vögnunum. AIs fórust 30 manns og milli 10 og 20 meiddust. Voru þeir flest Ameríkumenn. — Námuslys varð í kolanámu í Wales. Streymdi vatn niður í námuna. Létust þar 5 menn og varð sumum eigi bjargað fyr en eftir marga daga. — Enn þá eiga Englendingar í höggi við svertingjana í Natal. Láta þeir engan bilbug á sér sjá, þó Englendingar brytji þá niður mörg hundruð af þeim í einu — Nú er það staðráðið, að Englendingar senda flotadeild til Rússlands í vináttuskyni. Bendir alt á, að þeir gömlu óvinir ætli að sættast heilum sáttum og jafn vel bindast bræðralagi. Stuðlar vinátta, sem nú er mikil milii Englands og Frakklands mikið að því. Annað mál er það, að Þýzkaland iítur ekki hýru auga til þeirrar vináttu. Kína. Talsverðar óeirðir hafa þar verið. Virðist margt benda á, að Kínverjar séu að vakna og vilji fara hrinda af sér oki Norðurálfubúa. Vatnagangur hefir verið mikill víða í Norðurálf- unni. í London flóði um allar götur bæjarins og fylti kjalllra og gjörði stór- ar skemdir. í mörgum fleiri bæjum gerði vatnsflóðið mikinn usla. Sven Hedin, ferðalangurinn alkunni, er á landkönn- unarferð í Asiu. Hefir hann farið frá Svartahafinu til Himalayafjallanna. Heim- sótti hann á leiðinni Persakonung, sem tók honum með virktum og veitti hon- um allan fararbeina. „Stjórnin og æskan“. Leiðrétting. í 30. tbl. «Norðurlands» 7. þ. m. er grein eftir Guðmund Friðjónsson, sem nefnist: «Stjórnin og æskan», í grein þessari er minst á Pál sál. Briem amtmann og «Norðurland» kall- að «blað hans». Við þessi ummæli vildi eg gera svo hljóðandi athugasemd: Á stjórnmálafundi, sem haldinn var á Bergi hér í hreppi, 29. maí 1903, bar eg sakir áPál sál. Briem fyrir ókvæða skamm- ir, sem komið höfðu í Norðurlandi» um menn úr «Heimastjórnarflokknum». Pá lýst Briem sál yfir því, að «N1.» væri alls ekki sitt blað, og kæmi sér ekkert við beinlínis eða óbeinlínis að öðru en því, að hann hefði ritað grein- ar í það, sem allir vissi um. Hann sagðist því alls engu ráða um það, sem í blaðinu stæði. Pað getur því varla verið «satt og rétt» eða < sannast og réttast* að kalla «N1.» «blað amtmannsins» sál., nema sú breyting hafi á orðið frá 29. maí 1903 og þangað til í febr. 1904, en fyrir því veit eg engin rök og ekki grun. Pessu áleit eg mér skylt að skýra frá sannleikans vegna. Höfðahólum 24. apríl 1906. Árni Árnason. * * * Höf er beðinn afsökunar á, að gleymst hefir að birta leiðrétting þessa && Sigurjón Jóhannesson dbrm. frá Laxamýri er nú alfluttur hing- að til bæjarins með konu sinni. Hann hefir látið byggja lianda sérfallegt hús við Strand- götuna á Oddeyrí. Frá samvinnufélagsskap Dana, Aðalfundur samfélags sameignarkaup- félagpnna í Danmörku var haldinn 8. júní í hinum mikla söngsal í Tivoli í Kaupmannahöfn. Tólf hundruð manna voru á fundi, fulltrúi frá hverju sam- eignarkaupfélagi, en þau eru nú 1070. Auk þess voru margir afhendingamenn frá sameignarkaupfélögunum og nokkr- ir boðnir gestir, þar á meðal fulltrúar frá öðrum löndum, frá samfélögum Holl- lendinga, Svía og Pjóðverja. Lengst að komin var doktor Wlainatz frá Serbiu. Samvinnufélagsskapur Dana vekur að- dáun viðsvegar í löndum. Aldrei hafa bændur í neinu landi stofnað slíkan fé- lagsskap. Pað greiðir fyrir félagsskap hér í landi, að þéttbýli er mikið og fjar- lægð meðal manna lítil, en svo er það víðar í öðrum löndum, og þéttbýli enda meira. Á Englandi þrýfst þó eigi sam- vinnufélagsskapurinn meðal bænda, ení bæjunum er hann öflugur; þó hefir sam- vinnufélagsskapurinn verið hafinn á Eng- landi og er það móðurland hans. All- ir sem til þekkja, ljúka upp sama munni um það að danskir bændur eigi lýð- hdskólum sínum aðallega samvinnufé- lagsskap sinn að þakka. Lýðháskólarn- ir hefa vakið framfarahug og fétags- anda meðal almennings og glœtt œtt- jarðarástina. Peir hafa hafið danska bændur á það framfarastig, sem þeir nú sianda á. Petta hafa lýðháskólarn- ir getað, af því að hinir helztu lýðhá- skólastjórar Dana hafa verið mestu göf- ugmenni, fyrirmyndarmenn i dagfari sínu og líferni, áhugamenn um allar framfarir og einlægir ættjarðarvinir. En undir þessu er mest komið. Fulltrúaþing sameignarkaupfélaga Dana er orðið svo fjölment að erfitt er orð- ið að fá nógu stórt húsnæði til þess að heyja það í. En í Tivoli var hús- rúmið nógu stórt og salir til beggja handa fyrir þingheim til þess að borða í. Samgöngumálaráðherra Svend Högs- bro stýrði fundi. Formaðurinn Severin Jörgensen bauð menn velkomna og skýrði frá hag samfélagsins á liðnu ári. Innkaup þess fyrir sameignarkaupfélögin höfðu vaxið um 37/ío milión kr., svo að þau voru als 26,274,000 kr. Hreinn ágóði var 1,172,598 kr. og fengu fél. 5°/o af innkaupi þeirra í ágóða. Skýrsla formannsins verður prentuð í Samvinnublaðinu (»Andelsbladet«) sem er blað samvinnufélagsmanna og var hún eðlilega lengri en svo að hér sé hægt að greina margt úr henni. Aðeins skal þess getið að formaðurinn mintist Islands með góðvild mikilli; kvað hann samfé- lagið hafi tekist á hendur að kenna Oddi Jónassyni frá Hrafnagili, svo að hann gæti staðið fyrir samfélagi handa ísienzk- um sameignarkaupfélögum; einnig vildi samfélagið samkvæmt ósk ýmsra íslenzkra kaupfélaga, styðja að sölu íslenzkra af- urða í Danmörku eftir mætti. Pá er formaður hafði lokið skýrslu sinni, voru rædd nokkur málefni, sem voru á dagskrá. Síðan skýrðu fulltrú- ar Svía, Pjóðverja og Hollendinga frá sameignarkaupfélagsskap landa sinna, og er harin í uppgangi, þótt eigi sé hann nándarnærri eins langt á leið kom- inn eins og í Danmörku. Pess skal getið að kona ein, fröken Margrjet Meyboom var fulltrúi Hollend- inga. Hún ein þaðan mælti á danska tungu og gerði það prýðilega. Hún er í stjórn samfélagsins hollenzka og kunn á Norð- urlöndum fyrir hve vel hún er að sér í bókmentum Norðurlandabúa; reynir hún að breiða út þekkingu á þeim með- ai Hollendinga og koma á viðkynningu meðal þeirra og Norðurlanda þjóða. Hún hefir þýtt öll rit Selmu Lageflöfs „C/ara“ er ekki lengur bezti vindillinn á »Hótel Akureyri« því nú hefir Vigfús fengið „Fortúna“ og „Sirena“ á hollenzku og ýmsar skáldsögur eftir Holger Drachman og Herman Bang. Nú er hún farin að Ieggja stund á ís- lenzku og var henni því forvitni á að kynnast einhverjum ísknding, Eg hafði eigi neitt umboð af hendi ís- lenzkra kaupfélaga og sagði því eigi neitt orð á fundinum. En eftir fundinn varð það mitt hlutskifti yfir borðum að þakka samfélagsstjórninni, fyrir hönd gestanna og gat eg þess þá hvaða áhuga íslenzk- ir bændur hefðu á samvinnufélagsskap, og að þeir hefðu á sex áruin komið á fót 34 smjörbúum, og nú væru þeir að bindast öflugum samtökum til þess aðkoma sameignarslátrunarhúsum ástofn og eins hefðu þeir áhuga á að koma verzluninni í gott lag. Pótti dönskum bændum vænt að heyra þetta, og sögðu þeir sumir við mig á eftir að bændur á íslandi þyrftu að verða óháðir í efna- legu tilliti. Daginn eftir, 9. júní, fóru 600 fundar- manna á tveimur gufuskipum til Hels- ingjaborgar og Kronborgar. Yfirborðum í Helsingjaborg, mintist form. Severin Jörgensen Svía, og fulltrúi Svía, ritstjóri Martin Sundell talaði þá snjalt erindi um hugarþel Svía gegn Dönum og Norð- mönnum. Samvinnufélagsmenn hefðu hvorki reiðst Dönum né Norðmönnum en hið mesta sundurlyndi væri á milli alþýðu og «herramanna« nú á dögum í Svíþjóð. Hann vék síðan máli sínu að kaupfélagsskapnum, hvernig sú hreif- ing þroskaðist nú víðsvegar í löndum og leysti almenning úr efnahagslegri á- nauð. Hann óskaði þess að brátt kæm- ist samband á milli allra samfélaga á Norðurlöndum, svo að þau keyptu inn vörur í sameiningu; þá yrðu kaupin góð. Peir ættu þó eigi að láta þar við sitja heldur ættu Finnar og Rússar, Hollend- ingar og Pjóðverjar einnig að ganga í það samfélag, því að samvinnufélags- skapurinn eflir bróðurhug og hagsæld meðal þjóðanna. Takmarkið væri sam- vinnufélagsskapur milli allra mentaðra þjóða. Pá talaði Holger Begtrup lýðháskóla stjóri, einhver hinn málsnjallasti maður i Danmörku, um Skáneyinga og skyld- leik þeirra og Dana, um bræðrahug og samvinnufélagsskap; var það bæði fagurt erindi og snjalt. Severin Jörgensen mintist þá lýðháskólanna og kvað það þeim að þakka að samvinnufélagsskapur hefði komist á í Danmörku og að hann blómgvaðist svo, að engin dæmi væru til sliks í öðrum Iöndum. Lýðháskól- arnir hefðu vakið þjóðina, rutt í burtu tortryggni, skapað félagsanda og ætt- jarðarást og gert menn hæfa til þess að taka höndum saman og vinna að vel- ferð allra í sameiningu. Þá er menn sigldu heim eftir mið- aptan, voru allir sammála um það að þessir tveir dagar hefðu bæði verið nyt- samir og góðir. Kaupniannahöfn, 16. júní 1906 Bogi Tli. Melsteð. Settir sýslumenn eru meðan konungsheimboðið stendur yfir: I Eyjafjarðarsýslu Gísli Sveinsson lögfræðing- ur og í Þingeyjarsýslu Benedikt Jónsson frá Auðnum. Á ferð hafa verið hér þeirjón Þórarinsson skóla- stjóri í Flensborg og Rögnvaldur Á. Ól- afsson húsagerðarrneistari; báðir í erindum fyrit hið opinbéra.

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.