Norðri


Norðri - 27.07.1906, Qupperneq 3

Norðri - 27.07.1906, Qupperneq 3
NR. 32 NORÐRI. 129 ísland undir Noreg! Skrifað er frá K.höfn til ritstj. Norðra nú með síðustu ferð svo látandi kafli: «Flogið hefir sú saga hér, að marga Norðmenn langi nú til að eignast ísland og að þeir hafi leynileg samtök um það, að ná því sem fyrst frá Baunverjanum og síðan undir sig. Útvegsme.m þeirra kváðu vilja gera það að fiskiveri líkt og Lófót, og í politísku tilliti láta það vera lirepp af Noregi («Kommune af Norge!»). Lítt legg eg trúnað á þetta, og því síður að mér detti í hug, að íslending- ar verði svo vitlausir að neitt slíkt geti komið til mála». Brjóstmynd af Kristjáni skáldi Jónssyni er nýkom- in til Reykjavíkur og á að verða sett á stall í garðinum fyrirframan «safnahúsið» þegar það er fullgert. Myndin er úr eir, og er gerð að tilhlutun Kristjáns sál. Jónassonar verzlunarumboðsmanns fyrir samskot er gerð voru í því skyni, Hafði hann fyrir andlát sitt falið sra. Eiríki Briem prestaskólakennara að annast um myndina þangað til húu væri koirin á sinn stað. Verðlaunaglíma verður háð hér í bænum þriðjudag- inn 21. ágúst næstk. og byrjar kl. 1 e. h. Er það íþrótta og glímufélagið «Grettir» sem er frumkvöðull hennar °g leggur til verðlaunagripinn, en það er leðurbelti mikið, silfurbúið mjög, að öllu fallegt og hinn eigulegasti hlut- ur. Er á því meðal annars skjöldur mikill og í hann grafin brjóstmynd Grettis Asmundssonar eins og menn hugsa sér hann hafa verið. Er það alt úr hreinu silfri eins og annar búningur beltisins. Ollum er velkomið að keppa um verðlaunin og reglugerð um verðlauna- gripinn ertilsýnis hjá formanni «Grett- is», hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni á Akureyri, Tíðarfar hefir verið slæmt stöðugt nú að undan förnu, ákaflegir kuldar og úrfelli. Qanga margar sögur um það úr næstu héruð- um en ekki vitum vér hvort þær eru sannar. Rannig er fullyrt að Keldhverf- ingar hafi verið á leið til Húsavíkur með ull sína snemnia í þessum mánuði, ensnúið aftur á Reykjaheiði vegna snjó- þyngsla og ófærðar. Fé úr Reykjadal er sagt að liafi fent á Þeistareykja-afrétt, °g daginn þann sem margir Skagfirðingar byrjuðu túnaslátt, er mælt að hafi kom- ið þar svo mikið hríðarél að hvítt hafi verið að sjá yfir alt láglendi. í gær brá til landáttar og þótt úr- koma haldist, enn er útlit fyrir gagn- gerða veðurbreytingu. Vél sem kverkar síld, hefir hr. H. Hansen ■ Krossanesi fundið upp, ásamt öðrum uorskum manni, í Noregi í vetur, Rarf 3 drengi til að láta síld í vélina og kverkar hún ca. 80 síldar á mfnutunni, eða ca. 48,000 síldar á 10 stunda vinnu- tíma sem er nálægt 150 tunnum af haf- síld. Mun sumu kvennfólki þykja þetta miður góð tíðindi. Mynd af vél þess- ar> er f 5. hefti af «Norsk Fiskeritid- ende» þ. á. Ný fiskimið. Skautan «Havsulen» (með gufuvél) hefirá mánaðartima aflað á annað hundr- að skippund af fiski, norðvesturaf Horni mitt á milli Grænlands og íslands. Tfúlofanir. Sigurður skáld Sigurðsson kand. pharm. 1 Keykjavík og ungfrú Anna Pálsdóttir Arnarholti. ^igurður Eggerz kand. jui.is og ung- f'ú Solveig Kristjánsdóttir (assessors). Bindindissameining Norðurlands hélt aðalfund siin á Sval'jarðjeyri 16. júni s. 1. og gerðist þar þetta markvert: Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar. í sam- bandi við hana skýrði nefnd sú, er kosin hafði verið á síðasta aðalfundi til að semja um samviunu við bindindisfél. »lsland- frá því, að ekkert hefði af því orðið, þar sem félagið hefði aðrar reglur og aðferð þess að ýmsu ólík »Sameiningarinnarí. Ennfremur skýrði nefndin frá því, að ekki hefði verið safnað undirskriftum undir áskor- anir til kaupmanna á Akureyri unl að hætta áfengissölu og skoraði fundurinn á stjórn »Sameiningarinnar < að halda því máli áfram á þessu ári. Bjarni Arason skýrði frá ferðum sínum um Þingeyjarsýslu. Og í sambandi við það voru lesin upp bréf frá lndriða bónda Þor- kelssyni á Syðra-Fjalli, Helga presti Hjálm- arssyi á Helgastöðum og Jónasi kennara Jónssyni á Hriflu. Báru bréfin þess ljósan vott að ferðir stjórnarnefndarmannsins hefðu vakið og glætt bindindishreifinguna á þessu svæði. Fundarstjóri skýrði frá ferðum sínum um Öxnad.og Kræklingahlíð oghafði honum orð- iðvtl ágengt. En ýmsir fulltrúar lýstu ánægju sinni yúr útbreiðslustarfi og áhritum »Sam- einingarinnar» á síðasta ári. Lesín upp, endurskoðaður og samþ. aðal- reikningar «Sameiningariunar« fyrir árin 1905—1906. Kosnir í stjórn: Kristján Jónsson á Glæsi- bæ (11 atkv.) Guðm. Þétursson Svalbarðs- eyri (9 atkv.) og Stefán Stefánsson Varðgjá (6 atkv.) Rætt um aðflutningsbann. Ertir nokkrar umræður var samþ. svolát- andi yfirlýsing: Það er eindregin ósk fund- arins, að aðflutningsbann komist á í náinni framtíð. Og brýnir fundurinn fyrir bindiud- isbræðrum »Sam.« að flyitja það með áhuga á næsta ári. Kosnir endurskoðendur reikninga »Sam,« til næsta árs. Kosningn lilutu þeir Jóhanu- es Bjarnason á Þverá og Kristján Jónsson í Veisu. Stjórnarnefndinni falið að semjaogsenda Stjórnarráði Islands skýrslu um starfsemi «Sam.« á árinu. Rætt um bindindisútbreiðslu á þessu ári. Réði fundurinn Karl Finnbogason til að ferðast um Skagafjörð, Húnavatnssýslu og víðar ef við yrði komið og vinna að bind- indisútbreiðslunni. Rætt um minningarsjóð Magnúsar sál. Jónssonar í Laufási. Brýndi fundurinn fyrir fulltrúum að halda því máli vakandi í fé- lögum sínum. Hólmgeir Þorsteinsson lagði fram kr, 5,00 frá bindindisfél. Grundarsóknar til sjóðs þessa og Bjarni Arason gaf til hans kr. 6,00 Húsabyggingar cru nú nokkrar hér í bænum eins ogvana- lega. Mest þeirra húsa sem nú er verið að vinna að, er Templarahúsið og verður nán- ar um það getið þegar smíði þess er lok- ið. Metúsalein kaupm. Jóhannsson hefir reist stórt hús og skrautlegt í Strandgötu í stað þess er brann í vetur. Jón J. Dalmann myndasmiður á hús í smíðum út með Brekku- götu og verður það þrílyft. Alþm. M. J. Kristjánsson hefirstækkað sölubúð sína mik- ið og prýtt. Auk þessa eru ýmsar smærri húsabyggingar á prjónunum Landlæknir dr. Jónassen hefir að sögn beðið um lausn frá embætti Nýlega varð hann dannebrogs- maður. Mislingar og skarlatsótt er haft eftir lækninum að komið hafi upp hér í bænum í þ. m. en sé nú í rénun. Mannalát. Ldtin eru heiðurshjónin Jón Jónatansson og Marin Sigurðardóttir frá Árhúsum í Skagafirði. Hann dó 18 maí en hún 8júní. Mestan sinn búskap bjuggu þau á Árhúsum fyrirmyndarbúi altaf og voru orðlógð fyrir skörungsskap og gestrisni. Þau voru jafn- götnul, fædd 1840, samhent í öllu og var hjúskaparlíf þeirra fyrirmynd. Fyrir 12 ár- um hættu þau búskap og fluttu þa lil tengda- sonar síns Ásgr. Þéturssonar bókhaldara í Hofsós. Þau höfðu verið 40 ár í hjóna- bandi. Hreppstjóri í Hofshrepp eða hreppsnefnd- aroddviti var Jón sál. lengst af búskapar- 1 C'nr Auíustinus | * munntóbak, neftóbak, reyktóbak J fæst alstaðar hjá kaupmönnum. ^ DEN NORSKE FISKEGARNSFABRIK CHRISTIANIA leiðir athygli manna að sínum nafnfrægu netum, síldarnótum og hringnótum (Snurpenoter. Umboðsmaður fyrir island og Færeyjar: LAURITZ JENSEN* Enghaveplads 11. Köbenhavn V. árum sinum og sveitarstoð og stytta í mörg- um efnvni. Kunnugur. Jörgen Sígurðsson á Hafursá í Skógum andaðist nýlega 28 ára gamall. Dugnaðar- maður og greindur vel«. Jónas Jónsson bóndi á Bessastöðum í Fljótsdal varð bráðkvaddur á Egilsstöðum 1. júlí. »Sóma og dugnaðar bóndi« Anna ívarsdóttir, kona Valdemars Sig- urðssonar á ísafirði andaðist í f. m. eftir nýafstaðin barnsburð. Elín Guðmundsdóttir í Rvík kona Þorv. Björnsson frá Þorvaldseyri andaðist 3. þ. m. Kristin Björnsdóttir móðir Sigurbjarnar Á. Gíslasonar kand. theol. í Rvík andaðist þar 6. þ. m. Hafði lengi búið góðu búiá Neðra- Ási i Hjaltadal. Einar Pétursson frá Ástbrandarstöðum í Vopnafirði, roskin maður að aldri, einhleyp- ur ogbarnlauser sagt að hafi horfjð snemina í júní s. 1. og ætla menn að hann hafi fyr- irfarið sér. Oðalsbændur. (Framh.) «Það er og drengurminn, þá getum við matast með góðri lyst. Að því búnu getum við talað saman, «hann hringdi klukkun ú: «Tvo diska ungfrú góð og svo eitthvað að drekka.» Gunnar hefði helzt kosið að þurfa ekki að setjast til borðs. Hin grátnu augu Mögðu, gamli dauðþreytti sýslu- maðurinn og óg’æfan sem vofði yfir höfði heimilisins, alt þetta dró hugann heim. En hann þekti gamla hersirinn og venjur hans of vel til þess, að honum ditti í hug að ræða við hann fyr en úlfshungrið væri slökt. «Komið þér hérna með diskinn, því annars kroppið þér bara beinin eins og vant er. Nú byrjum við orustuna,* sagði hersirinn og hóf atlöguna. Þeir höfðu lokið snæðingi, kaffi og franskt brennivín sjóð á borðinu, vindl- arnir voru góðir og brunnu vel, Hers- irinn rendi í staupin og rétti sig í sæt- inu. «Nú hefir dýrið í okkurfengið saðn- ingu og við erum aftur orðnir að mönn- um. Þér skuluð ekki halda að eg sé einvörðungu eigingjarn — en eg er gadd- hraustur enn þá þrátt fyrir aldur minn og hefi ágætlega hraustann maga og þá eðlilega beztu matarlyst. Hvað er það sem gengur nú helzt að hjá sýslumann- inum«? Gunnar sagði honum undan af og ofan af, en hersirinn var ekki ánægður með það. «Annaðhvort segið þér mér ofmikið eða of lítið. Segið mér eins og er, eg fer ekki að fleipra með það.» «Þegar maður veit ekkert með vissu. þá þarf að hafa gát á orðum sínum,» sagði Gunnar: Egverð að hætta á að segja yður það sem eg held en veit ekki ineð vissu. En hér þarf eitthvað að gera og það tafarlaust. Þegar Gunnar hafði lokið frásögn sinni horfði hersirinn um stund beint fram fyrir sig, lét síga brýrnar og stundi við, síðan tók hann til máls: «Skömm og vanvirða — — það var viðbúið að til þess drægi; eg hefi þó oft sagt Láru, aðeins oghún sáði mundi einnig uppskeran verða. Og hann let- ingiivi cg munaðarseggurinn setur nú kórónuna á alt saman. Hvað mikið haldið þér að þurfi?» «Það get eg ekki sagt með vissu;það þarf eflaust talsvert mikið. í bankan- um á Hamri heyrði eg í dag getið um nokkra grunsama víxla hvað áritun við- vék.» «Fjandinn hafi hann, strákinn og þorp- arann þann arna, eg hefi ekki handbært nema tvö eða þrjú hundruð dali. Aðrar eigur mínar eru í hlutabréfum og ekki hlaupið að því að koma þeim í hand- bært fé. þrjúhundruð dalir eru líklega sama og einn dropi í hafið. Hvað er hægt að gera til þess, að forða iöðurn- um og dætrunum frá tjóni og vanvirðu? Henni og uppstrokna hvolpinum gæti eg vei unt að fá dembuna og dýfuna, þau eiga það skilið fyrir allan hrokan. »Af hendingu heyrði eg í kveld, að frúin mundi snúa sér til yðar.. Hún kemur líkast til á morgun.» «Þá er henni líka bore[ið!» «Og samt sem áður verður það þó hersirinn, sem bjargar sóma ættarinnar.« «En eg hefi sagt yður . . » Skip. Eimsk. <■ Esbjerg , aukaskip frá því »sameinaða» kom 20. júlí. Farþ.: frá Rvík Pálmi Pálsson kennari með frú og syni, ungfr. Sigr. Möller af Hjalteyri, Jón Jónsson verzlunarerindreki og frá út- löndum Guðbj. Björnsson timburmeist- ari. Fór aftur 23. júlí með nál. 300 hesta fyrir Carl Höepfners verzlun. Far- þegar til útlanda: Björn Líndal exam. juris og kaupm. Sigtr. Jónsson. Eimsk. »Reidar» «Rjukan» og Ask- ur» koniu 21. júlí með 500, 180 og 600 tunnur af síld, er þau höföu aflað samdægurs hér úti fyrir í hringnætur. Sama dag komu «Ornulf», « Arvild* og «Snapop > fiskigufuskip Friis útgerð- armanns í Hafnarfirði. Eimsk. »Stettin» kom frá Siglufirði sama dag. Eimsk. «Mjölnir» kom frá útlöndum 23. júlí. Farþ. frú Kristín Guðjohnsen frá Húsavík. Fór sama dag áleiðis til Sauðárkróks. Eimsk. Elin kom 24. júlí með 300 tn. af síld veiddar í hringnót. Eimsk. «Reidar» kom aftur 25. júlí með 300 tunnur af síld. Kutter „Marianna« kom sama dag með 140 tn. af síld. Eimsk. «Prospero» (A. Stendhal) kom 25. júlí vestan af Blönduós. Farþ. Páll Stefánsson verzlunarerindreki. Fór aftur 27. júlí. Farþ. til Austfjarða: irú R. Möller, Gr. Laxdal kaupm. og Hallgr. Einarsson myndasmiður. Gjalddagi „Norára“ var 1. júlí. Hvað sannar að „Dan“-motorirm er beztur? Sv; Reynslan. Umboðsmenn á Aknreyri r Otto Tuliniusog Ragnar Olafsson.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.