Norðri - 03.08.1906, Page 1
1906.
I., 33. Akureyri, föstudaginn 3. ágúst.
Hið nýja skáldakyn.
Eg las nýlega í Óðni nokkur mjög
lagleg kvæði, eftir Sig. Kristófer Péturs-
son, og sjaldan hefir mér runnið jafn
sárt til rifja og þegar eg komst að því,
að höf. er aðeins 23 ára gamall, en
sjúklingur á spítalanum í Laugarnesi. Eg
set hér eitt erindi úr kvæði, sem hann
kveður um hlíðina sína, er hann býst
ekki við að sjá framar, handa þeim, sem
ekki hafa Óðinn í höndum:
«Eg hugsa um þig,
er sól á öldum situr,
eg sé í anda töfrafegurð þína;
þá bærir heimþrá hörpustrengi mína,
mitt hjartans ljóð
þér aftangolan flytur.» — —
Það er einkennilegt, hve þess gætir
Iítið um þessi kvæði, að þau eru ort
af sjúkum mantú. Voreðli skáidsins, ef
svo mætti kveða að orði — virðist vera
svo ríkt, að hinn lfkamlegi sjúkdómur
Eiafi enn ekki megnað að buga það. —
Annað efnilegt skáld og þessu skylt í
anda er nýlega látið í Reykjavík: Jóh.
Q. Sigurðsson. Má um þetta segja með
Grími Thomsen:
«hann af enda ei valdi verra,
vandi’ er að skilja lífsins herra». —
Hér á landi eru nú sýnileg straum-
hvörf í ljóðagerð. Aðaleinkenni hins
«nýja skáldakyns* eru fínn skáldlistar-
stnekkur og rík tilhneiging til vandaðr-
ar efnisnteðferðar; en efnið er sjaldan
að sarna skapi stórt, og þess sér fá
merki að djúpt sé kafað í öldum lífsins.
— »Rómantikin«, sem lærðu mennirn-
ir héldu að væri dauð úr öllunt æðunt,
er að rísa á legg að nýju og þó í öðru
gerfi. Eftir þessu hefir verið tekið af
einstaka manni. Pannig kallar E. B.(?)
»Huldu« (Unni Benediktsdóttur) »fyrsta
gróður vors nýjasta skóla», í Ingólfi í
fyrra eða hitt eð fyrra. Petta er rétt
að því leyti að hér er, að vissu leyti,
um nýjan «skóla» (þ. e. stefnu) að ræða
en rangt að því leyti, að >Hulda» sé
hinn »fyrsti gróður» þeirrar stefnu. í
líkan streng og Einar Benediktsson tek-
ur Þorsteinn Erlingsson, í ritdómi um
kvæði »Huldu» í Þjóðviljanum síðastl.
sumar; en hjá honum verður áherzlan
nieiri á sambandi eða skyldleika hinnar
«nýju stefnu» við hið gamla og þjóð-
tegct; og svo sem vænta mátti eftir eðl-
'sfari hans (sem er »rómantikst«), og
skoðunum (sem eru »realiskar«), stend-
ur hann undrandi gagnvart hinum nýju
«rómantísku» fyrirbrigðum. Fyrir hon-
um virðist vaka eins og fleirum, að
»rómantik« og vísindi nútímans þrífist
ekki saman. En þessi skoðun, sem
gerðist rótgróin á síðari hluta næstlið-
mnar aldar, er í rauninni ósönnuð
»kredda«, er stafa mun af því, að sam-
an hafi verið blandað innri og ytri hlið
(eðli og afrakstri) hins »rómantiska»
tímabils aldarinnar. »Rómantikin», sem
í sínu insta eðli er stórhuga framsókn-
arþrá, ætla eg að ætíð verði til og æ
komi fram í ýmsum myndum, á með-
an nokkur veruleg framsóknardáð er í
mannkyninu. Pó hún fari í gönur eða
brenni sig til skaða í svip, þá rís hún
úr ösku — eins og fuglinn Försix — æ
á ný, stöðugt leitandi og stöðugt finn-
andi eitthvað sem til framsóknar horfir.
— Eg hefi áður tekið það fram, að
rangt væri að kalla Huldu »fyrstagróð-
ur» hinnar nýju stefnu. Par er ekki
hægt að benda á neitt ákveðið skáld tú
orustu, heldur má kveða svo að orði,
að þjóðarandinn og sérstaklega vorhug-
ur þjóðarinnar brjóti sér þannig veg,
ósjálfrátt á fleiri stöðum í senn — og
þó eínna fyrst hér í Þingeyjarsýslu.
Má vera að þetta bendi til þess, að vér
íslendingar stöndum nú á líku þroska-
stigi, sem þjóð og aðalmentaþjóðir álf-
unnar á fyrri hluta næstliðinnar aldar,
þegar «rómantíkin» hófst þar til blóma.
Til hins nýja »rómantiska» skóla hér
á landi má, auk Huldu og þeirra manna
tveggja, sem getið er í uppliafi þessar-
ar ritgerðar, telja Quðm. Gúðmunds-
son og hann kemur einna fyrst fram
opinberlega. Aðaltónninn í hörpu hans
er »rómantísk« þrá, en hann vantar
hina rómantísku trú á lífið, og fyrir þá
sök (o. fl.) fá kvæði hans haustlegan
hnignunarblæ, Sig. Sigurðsson er nokk-
uð skyldur Quðm., en lífsþrótturinn og
vandvirknin meiri. Jónas Guðlaugsson
virðist og ætla að hneigjast í þá átt.
Hann á enn langt í land með að læra
þá megin reglu listarinnar að segja þau
orð ein, sem hitta rétt, en í honum er
mikið efni og líklega mest þessara skálda.
Til þessa flokks má enn telja að minsta
kosti tvö skáid auk Huldu hér í Ping-
eyjarsýslu. Pingeysku skáldin eru að
því leyti frábrugðin hinum, að þau eru
trú meiri á Iífið, og ef til vill er það
laað, sem Þorsteini Erlingssyni kemur á
óvart, og það, er E. B. kallar hinn
«fyrsta gróður vors nýjasta skóla«. En
flestöll eiga þessu rómantísku skáld
sammerkt í því, að þau elska heitt land
sitt og þjóðerni, og kveða til þess í
einni eða annari mynd sín «dýrustu»
»hjartans ljóð«. — —
Sigurjón Friðjónsson.
Ráðherra H. Hafstein
ætlar að öllu foríallalausu að koma
landveg hingað frá Seyðisfirði þegar
hann kemur úr konungs-heimsókninni.
Björn Jónsson prentsmiðjueigandi verður
fylgdarmaður hans og fór hann austur
nú í vikunni sem leið.
Sæsímann
er nú verið að leggja milli Seyðis-
fjarðar og útlanda og er ætlast til að
hann verði fullger um lok þ. m. eða
því sem næst, Formaður símastoðvar-
innar á Seyðisfirði heitir J. P. Trap-Holm
og er kominn þangað.
Ritsímastöðin
á Akureyri á að verða í Hafnarstræti
3 þar sem nú er afgreiðslustofa Norðra.
Stöðvarstjórinn heitir Smith, er ungur
maður og einhleypur. Hann er vænt-
anlegur hingað í næsta mánuði.
Símritunarprófi
hafa lokið Gísli J. Olafsson og Björn
Magnússon með 1. eink., Halldór Skafta-
son og Magnús Thorberg með Ii. eink.
Nám æskulýðsins.
Eftir Stefán Bergsson á Pverá
Petta mál var eitt af jjeim, sem dög-
uðu uppi, eða ekki urðu útrædd á þing-
inu. Ao líkindum mun það hafa verið
fyrir tímaskort, en ekki áhugaleysi þing-
manna, að svo fór, því inörgum, ef ekki
flestum, mun verá orðið Ijóst, að knýandi
nauðsyn sé, að breyta og laga unglinga-
kensluna á landi voru, enda ber hið ó-
útrædda frumvarp, sem er að mörgu
leyti hagfelt, þess ljósan vott, þó málið
næði ekki á þessu þingi svo miklu fylgi
að það kæmist í gegnum þingið. Sú
aðferð, er og líka heppilegri, að fresta
þeirn málum, sem að einhverju leyti eru
illa undir búin, heldur en að hamra þau
í gegn með svo stórum göllum, að
næsta þing sé nauðbeygt til að taka þau
aftur til meðíerðar og stjórnarbreytingar.
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir tals-
verðum landsjóðsstyrk, sem eðlilegt er,
því seint mun mentun unglinga taka
rniklum breytingum til batnaðar, án þess
hið opinbera styrki að því með fjár-
framlagi. í frumv. er gert ráð fyrir, að
styrkja: 1. Heimakenslu 2. Umgangs-
kenslu, 3. Farkenslu og 4. Heimavistar-
skólakenslu. Petta er nú á sinn hátt
gott, en »bón fylgir bréfi og böggull
sendingu«, Allar styrkveitingar þessar
eru bundnar því skilyrði, að kennur-
um séu borguð ákveðin laun, eða með
öðrum orðum: Pað er sett lágmark launa
þeirra, sem kenslu þiggjendur verða að
borga kennurunum, ef þeir vilja ná í
peninga úr landsjóði. Pó er sleginn sá
varnagli, að ákvæði þetta nái ekAri að
koma til framkvæmdar, fyr en kennara-
skóli er kominn á stofn og búinn að
standa í fjögur ár.
Það er nú reyndar ekki gott að vita,
hve lengi verður eftir kennaraskóla að
biða, þar sem það mál var að síðustu
felt á þinginu síðasta, aðallega, eftir því
sem séð verður, vegna þess, að þing-
mönnunum kom ekki saman um, hvort
skólinn skildi standa í Hafnarfjarðar-
kaupstað, sem er svo að kalla rétt við
Reykjavík, eða í Reykjavíkurkaupstaðnum
sjálfum. Má ske að næsta þing komi
sér saman um að setja hann niður mitt
á milli kaupstaðanna. Vér viljum vona
að eitthvað rætist fram úr þessum ágrein-
ingi. Alþýðufræðslumálið er svo þýð-
ingarmikið fyrir hagsæld þjóðárinnar að
þingið verður, vilji það gæta sóma síns
að koma því til heppilegra framkvæmda.
Og þar sem það mun vera af mörgum
viðurkent, að góður kennaraskóli sé eitf-
hvert fyrsta skilyrðið, sé fyrsta undirstað-
an sem alþýðumentunin verði að byggjast
á, þá virðist mega ætla, að þingmenn
láti ekki slíkan ágreining standa sem
kínverskan múr fyrir því nauðsynja
máli.
Annað mál er það, hvort rétt sé af
þinginu, að blanda sér inn í þau samn-
ingamál, sem ættu að vera frjáls milli
umsækjenda og þiggjenda, eða kennara
og nemenda eða umráðamanna þeirra,
nema því aðeins að tilætlunin sé, að
skólarnir, að öllu leyti, hvíli á landsjóði,
setn þó ekki myndi heppilegra, jafnvel
ekki að neinu leyti, Pað er annars eins
og sumir menn haldi, að kennai a hæfi-
legleikar séu að öllu leyti komnii undir
háum launum, en hvað segir svo reynsl-
an um það mál? Eru það alt betri
kennarar, sem lukkuhjólið hefir sett í hin
hærri kennara embætti, heldur en hinir
sem hafa orðið að sætta sig við hin
lægri? Nei svo er ekki alla tíð. Aðal-
skilyrðið er, að maðurinn hafi góöa hæfi-
legleika til að taka stöðuna að sér, hver
helzt sem hún er. Enginn maðui sem
vantar hæfilegleika til að takast á hend-
ur lífsstöðu þá sem hann velur sér, get-
ur gengt henni vel, þrátt fyrir alla ment-
un. Aftur á móti er mentunin vitanlega
ómissandi til að glæða ekki einasta hæfi-
legleikana sjálfa, heldur jafnvel einnig
tíl að vísa manninum á hæfilegleika sjálfs
sín. Pað er því fjærri oss að amast
við undirbúningsmentun kennaraefna, þótt
hún að sjálfsögðu beri með sér aukin
peningaútlát, Vér álítum að þingið ætti
fyrst að koma sér saman um einn mynd-
arlegan kennaraskóla handa þeim mönn-
um, sem vildu gera það að lífsstarfi
sínu, að fræða æskulýðinn og þar næst,
eða jafnhliða, styrkja að uppkomu eins
eða fleiri unglingaskóla í landinu, svo
nemendurnir frá kennaraskólanum gætu
fengið eitthvað að starfa. Pá en ekki
fyr er tími til kominn að tala um laun-
in. Alt þetta launatal og öll þessi launa-
ráðagerð skapar engan skóia. En aftur
á móti getur verið dálítil grýla í augum
fólksins, því það vill, sem vonlegt er,
spara öll peningaútlát og reynir því að
athuga kostnaðarspurnsmálið, eins og
líka rétt er, en aftur á móti er ekki
víst að allir gæti eins vel að árángri af
góðri mentun.
Eins og áður er sagt gerir frumv, ráð
fyrir landsjóðsstyrk fyrir eftirlit með
heimakenslu, auk umgangskenslu, far-
skóla og heimavistarskólakenslu. Sénú
þessu haldið áfram óbreyttu, teljum vér
sennilegt að landsjóðsstyrkurinn verði
í sveitum inest notaður til heimakensl-
unnar, svo framarlega að nokkurt gagn
verði sjáanlegt að þessari eftirlitskenslu
en það verður að sjálfsögðu mest kom-
ið undir dugnaði og áhuga eftirlitsstjór-
anna, en hvert há laun sköpuðu þann
dugnað og áhuga, er óvíst. Kæmist nú
í framkvæmdinni gott lag á þetta þá
væri það gott, að því leyti að heima-
kenslan kynni þá að aukast aftur, þai
sera hún nú er sumstaðar orðin mjög
lítil. Aftur á móti er athugavert, hvort
vert sé að demba öllum þeim kostnaði
á landsjóðinn.
Kæmist þetta mál einhverntíma á þann
rekspöl, að unglinga-farskólar eða heima-
vistarskólar væru stofnaðir og hinn um-
ræddi kennaraskóli félli einhverstaðar
niður á íslenzka jörð, sem gæfi þann
ávöxt, að kennara efni þaðan fengjust
til unglingaskólanna, þá gæti verið fult
spursmál um hvert ekki væri rétt eða
hvert tiltækilegt væri að að halda áfram
með styrk heimavistarinnar. Pað er
mjög svo óvíst hvert réttara er, að láta
peninga landsmanna renna svo inn í
landssjóðinn og svo úr lionum til baka,