Norðri


Norðri - 02.11.1906, Qupperneq 2

Norðri - 02.11.1906, Qupperneq 2
180 NORÐRI. NR. 45 NORÐRí Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hajnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. En dybtfölt Tak bringes herved til alle dem, der ved min An- komst hertil beredte mig en saa œrefuld og festlig Modtagelse. Erindringen om den vil altid blive et af mine lyseste og kær- este Minder. p. t. Akureyri, d. 18. okt. 1906. P. Houeland. ganga, en vernduðu þjóðerni sitt og tungu. — Útlendingadálæti það, er hér stend- ur allvíða í blóma árið um kring, bæði hjá karlmönnum og kvenfólki, ber því ekki vott um neinn sérlegan þjóðar- þroska, því miður. Og litlar glæsivon- ir er hægt að gera sér, ef það helzt við. Af illum táknum verður ilt ráðið. Fyr en vér höfum lært djarfmensku samfara prúðmensku í framkomu og háttsemi við útlendinga, verður þess eigi vænzt, að vér getum orðið sjálfstæð þjóð. G. Sv. Pingmannaförin. Eftir Árna prófast Jónsson. X. Sunnudaginn 22 júlí fóru nokkrir þingmenn úttil «Kongens Lyngby» sem liggur tæpar 2 milur frá Höfn, til að skoða landbúnaðarsafnið þar og fl. Einn- ig stóð til boða að skoða Thorvaldsens listasafn og Rósinborgarhöllina. Eg fór í kirkju kl. 10 því mig lang- aði þó, ekki síður en annað, til þess að hlýða messu þar í Höfn. En eigigafst mér kostur á að heyra til hinna atkvæða- meiri presta, því að sagt var, að þeir væru um þær mundir á brottu í sum- arleyfi sínu. — Eftir messu skoðaði eg listasafn Thorvaldssens, þar er hvert meistaraverkið öðru meira og um leið og maður með undrandi aðdáun horfir á þau, þá er eins og manni verði alt um hugðmæmara og finst mikið til um að minnast þess að meistarinn, sem bú- ið hefir þau til skuli hafa verið af ís- lenzkum ættum. Faðir hans var íslending- ur, Gottskálk Porvaldsson pnsts á Miklabæ. En ekki Iegg eg út í að lýsa þessu mikla og merkilega myndasafni. Eg næ ekki einusinni tökum á að lýsa Rikisþingsveízlunni sem hófst þennan dag kl. 4^/s í Odd- fellowhöllinni. Danir sjálfir töldu hátíða- hald þetta eitt hið mesta og merkasta fyrir margra hluta sakir. Par voru sam- an komnir stórhöfðingjar og stjórnar- menn af öllum stéttum, eigi aðeins úr Khofn heldur og einnig úr öðrum borg- um og utan af landinu. Par voru ráð- gjafar og ríkisþingsmenn, háskólakenn- arar og hæstaréttardómarar, biskupar og borgarstjórar, skáld og listamenn, þar voru fulltrúar landbúnaðar og fiskiveiða iðnaðar og siglinga, þar voru einnig ís- lenzkir studentar og margt fleira, als um 450 manns. Ríkisþingið hélt hátíð þessa og höfðu forsetar þess mikinn viðbúnað til henn- ar áður og skipað og raðað öllu niður svo snildarlega, að alt var samstilt og samróma og gekk eins og í sögu, Á boðsbréfunum stóð hvaða borð og sæti hver átti að hafa, en borðin voru als 13. Áður en gengið var inn í borð- salinn komu svo fram jafnmargir merkis- menn. það voru alt þingmenn með há- ar merkisstengur og mátti á þeim sjá sömu tölustafina 1—13. Gekk þá hver og einn þar undir merki sitt og síðan 1. 2. 3, flokkur og svo hver af öðrum í réttri röð inn í salinn og að sínu borði. En þar átti merkismaður hver forsæti, þar gaf nú á að líta hve borð- salurinn varskínandi skipulega skreyttur og prýddur með málverkum, blómum og beykitrjám. Höfðu þeir séð um þessa hallarprýði leikhúsmálari Karl Lund og garðyrkjari Einar Löwe. Veggirnir voru allir þaktir mikilfenglegum málverkum er Lund hafði málað frá ýmsum stöðum á íslandi og Danmölku. Rar mátti sjá: Ringvelli ogHornbjarg, «Fálkann»(varð- skipið) á Eskifirði og »Botnia« er hún kemur inn úr Eyrarsundi með alþing- ismennina. En á veggsyllunum stóðu (úttroðnar) álkur og æðarfuglar er virt- ust horfa þögulir og undrandi á alt, sem fram fór. Fyrir miðjum gafli, bak við háborðið er ríkismerkið, og fálkamerkið sín hvoru megin við það. En á hápall- inum í hinum enda salsins — bak við blómfléttur og byrkihríslur — er söng- flokkurinn úr lífverði konungs og leikur ,Rrymskviðuna‘ (eftir Hartmann) meðan gengið er inn og skemti síðan altaf með söng og hljóðfæraslætti meðan matast var. Háborðið var þvers um en hin 12 eftir endilöngum sal, í 2 flokkum 6 og 6 og breiður gangur á milli. Sagt var að lagt hefði verið á borð fyrir 457 manna og til þess hafði þurft 3000 diska og jafnmörgglös. En svo var öllu vel fyrir komið, að ekki þurfti að þvo svo mikið sem einn disk meðan á mál- tíðinni stóð. 73 þjónar gengu nreð borðum, einn fyrir hverja 10 gesti með matinn og einn fyrir hverja 20 með vínin. Öll voru borðin þakin lifandi blómum, þar voru og fryst blóm í gegn- sæum ísstykkjum. Var það bæði skreyt- andi og þægilegur svalandi. Hjá hverjum diski lá snoturlega prent- uð og innheft skrá með nöfnum allra boðsgestanna og hvar og í hvaða röð þá var að finna við borðin. Pi var þar einnig prentað fallegt kvæði fyrir minni konungs er Blaumúller prestur hafði orkt. Holger Drachmann hafði efnt orð sín er hann sagði við «Sexaen» og lá nú fyrir Iangt og snjalt kvæði frá honum „Til íslands“ Sr. Eiríkur Briem sat fyrir miðju há- borðinu og forsetarnir — Fólkþingsins og Landþingsins — sinn til hvorar hand- ar honum. Pví skal skotið hér inn í að sr. Eirikur var hvervetna fremsturað virðingu allra alþingismanna sem forseti sameinaðs þings, þar næst forsetar deild- anna og ráðherra. Ræðustóllinn var til hliðar fyrir miðjum sal. Þar mælti fyrst T h o m s e n forsetí Fólksþingsins fyrir minni konungs. Þar næst sté konferensráð H a n s e n forseti Landþingsins í ræðustólinn og mælti ryr- ir minni íslands og Alþingis sköruglega og vel. Drakk hann það síðan úr dýru silfurhorni er síðar kemur við sögma. Var og minni þetta drukkið með rr.ikl- um glaum og gleði um allan veizlusal- inn og jafnharðan leikið og sungið: »Eldgamla ísafold« Magnús Stephensen landshöfð- ingi þakkaði þessa skál með því, að mæla fyrir minni Danmerkur, þar töluðu síð- an: H. Trier, Madsen, Mygdal og pi'of.. Bohr, en mest þótti til þess koma þá er «kammersanger» Herold sté und- an borðum, gekk upp að söngpallinum og söng en prof. Otto Malling lék und- ir: ,Hvor Nilen vander Ægyptens Jord' þá dundi og glumdi allur salurinn af lófaklappi er Herold gekk aftur til sæt- is síns og við, sem næstir vorum, kom- um með glösin og klingdum við hann, hann var skamt frá mér, fjögur sæti á milli. — Sú var önnur nýung, að undir veizlu- lok komu fram hjá söngpallinum stúlk- ur ungar og drengir í dönskum þjóð- ingum einkennilegum og dönsuðu gamla þjóðdansa létu síðan berast ofan í sal- inn til gestanna með fyltar körfur fögr- um rósum er þau færðu þeim. Framh, Heilsuleysi sauðfjár í Pingeyjarsýslu og dýralæknaleysið. (Niðurlag.) Hvað á til bragðs að taka? Norðmenn og Skotar álíta bezt að forðast veiki þessa eða innferð ormanna með því að beita fé ekki í mýrar né votlendi, og fóðra það ekki á votlend- isheyi Er á Skotlandi kappsamlega unnið að því, að rista fram og þurka alt votlendi, sem er í beitilandinu, og jurtagróðrinum breytt í valllendisgróður með kalkáburði (skeljasand, jarðarmerg, leir o. fl.). Eg sé ekki líkur til þess, að sama aðferð hér geti nógu fljótt orðið til þess, að fyrirbyggja veikina, til þess er hér of mikið votlendi og of lítil vinnuráð. Líklegt er og að mýrar- gróður hér sé vegna kuldans ekki eins skaðlegur að þessu leyti og í heitari löndum. En mér dettur ekki í hug að hæla honum samt. Litla trú hefi eg og ámeðalainngjöfum, ormdrepandi lyfjum, þau segja ekkert þegar ormar eru í lung- unum. En eg hefi trú á að hægt sé að setja veiki þessari skorður, eins og nú til hagar, sem eftir minni skoðun gætu verið fullnægjandi: 1. Eg mundi reyna að hafa sem mesta samsvörun á vetrarfóðii og sum- arhögum. Par sem sumarhagar eru góðir, þarf vetrarfóðrið að vera betra en þar sem þeir eru rýrir. Hér er það talið gott gemlingafóður, ef horn fara að vaxa aftur á þeim um miðjan vetur Það er hægt að fóðra svo, að skepn- unni fari jafnt og stöðugt fram, þar til hún er fullvaxin; verði aldrei stönzun á hornavexti né öðrum vexti fyrri, og þannig er fóðrað þar sem talið er að fjárræktin sé í góðu lagi. Við segjumst ekki hafa tök á að fóðra lömb okkar þannig. Jæja, fyrst svo er, þá er að grípa til þess fjárkyns eða fjár-«typu», sem þolir allmiklar breytingar á lífskjör- um, fjárkyn sem er íklætt hreysti og harðfengi; það er of lítið af því fé í þingeyjarsýslu og á Fljótsdalshéraði. Eg hefi séð fé í sumum sveitum á Héraði og í fyrra haust sá eg 2x/2 þúsund fjár, er skipað var fram til útflutnings hér og hvar af Héraði; meginið var lingert við- kværr.t eða hvftt, fínuliað mörsöfnunarfé. 2. Eg mundi fóðra lömbin á vall- lendisheyi óræktuðu eða ræktuðu (töðu). Pví mun verða svarað, að sum bú hafi ekki annað en mýrarhey handa sauðfé; einnig að bleikja (stör) sé kraftmeira fóð- ur en votlendishey. Látum það svo vera. en hún er of stórgerð og erfið í melt- ingu handa lömbum, sem vanist hafa að melta nýgræðing og fíngerðasta vall- lendisgróður (vingul, sveifgras, kvíugresi o. sv. frv.), Ef eg hefði ekki tök á öðru en léctu heyi, þá mundi eg gefa lömb- unum kraftfóður með 6 — 8 lóð af ma- ís eða 5 — 7 lóð af höfrum á dag hverju lambi og hey svo mikið sem þau vildu éta. 3. Eg mundi Iáta vatn standa hjá lömbunum eða brynna þeim tvisvar á dag; þau drekka þá lítið og hæfilegur snjór er ekki fullnægjandi vökvun og óhollari en vatn; vanta í hann sölt, sem eru í uppsprettuvatni og eru skepn- unni nauðsynleg. Dýralæknirinn varar við brynningarstokkum í húsum og þyk- ir viðsjárvert að láta vatn standa hjá lömbum í húsum. Retta getur rétt ver- ið, ef brynningarstokkarnir eru hafðir á gólfi eða svo lágt settir við vegg, að kindur sparði í þá eða setji í þau önn- ur saurindi. Þeir þurfa auðvitað að vera jafn hátt settir og garðastokkur eða jötur. 4. Eg mundi færa dilkum frá um miðjan seftember, eða áður en grös færu að sölna mjög. Rá yrðu viðbrygð- in minni þegar þeir yrðu teknir á hey- gjöf. Öll breyting til hins lakara get- ur orsakað stönzun á framför eða þrif- um og lamað mótstöðuafl, því sneggri og meiri sem breytingin er, því hættu- legri er hún. Dilkar þurfa betra fóður en hagalömb, þeir hafa vanist betri lífs- skilyrðum. 5. Eg mundi reyna að hafa húsin þur svöl og björt; láta út til beitar í góðu veðri, ef nokkur kjarni er í landi ella út úr húsi til að hressa lömbin og viðra, 6. Eg mundi kjósa að hafa fjárhús- ið með fóðurgöngum. Núverandi lag fjárhúsa útilokar að maður geti viðhaft æskilegt hreinlæti við fjárhirðinguna, einkum þegar sjúkdóm- ar eru í fjenU. Menn bera með sér á fótunum, saurindi skepnanna upp í garð- ann og heyið; getur því tæpast hjá því farið, að skepnurnar smittist af þessu mikið frekar en af vatni, sem er í hæfi- lega hátt settum brynningarstokkum. Smátt og smátt sígur að því að byggja eitt hús fyrir alt féð og eina hlöðu fyr- ir alt hey með járnþaki í stað hinna mörgu og litlu kofa, sem nú standa eins og vörtur út um tún á hverju býli. Eg mundi einangra hverja skq»nu, sem sýktist, samstundis, en Iáta hana ekki þvælast innan um heilbrigða féð. * * * Eg dreg engar dulur á það, að eg er sannfærður um að dýralæknaskorturinn er fjármumalegt tap landbændanna og annara kvikfjáreigenda; góðir dýralækn- ar eru, óhætt að segja ein trygging kvik- fjáreignar hvers einstaklings og almenn- ings. Minna en 4 Iögskipaða dýralækna ættum vér ekkiaðlátaokkurnægja. Nú semstend- ur höfum við aðeins 1 og 1—2 menn aðrir eitthvað styrktir til að stunda dýra- Iækningar. Retta er nú alt og sumt á sjálfu kvikfjárræktarlandinu íslandi. Tala helstu alidýra okkar ár 1902 er hér um bil þetta: Hestar 44,996 naut- fé 25,820, sauðfé 534,032, geitur 400, það eru 605,248 dýr. í fjárlögum er ár 1905 veittar kr. 5000 til dýralækninga fyrir utan það, sem sem veitt er til útrýmingar fjárkláðanum. Til uppskiftingar eru þessi 5 þúj. kr. ca. átta aurar ájhvern einstakling þeirrar dýrategundar er nú voru refndar. Hér er eigi úr vegi, að gera lítils- háttar samanburð á íslandi og Ncregi í þessu efni. Tala helstu alidýra í Noregi var árið 1900:* Hestar 172,999, nautfé 950,201, sauðfé 998,819, geitur 214,594, svín 165,348 og hreindýr 108,774, það eru *) Norges Officielle Beretni.rg om Land- bruget i Norge 1901.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.