Norðri - 02.11.1906, Blaðsíða 3
NR. 45
NORÐRl.
181
samtals 2,610,745 dýr. Tala lögskipaðra
(Autoriserede) dýralækna íNoregi ár
1902** var: 156; af þeim voru 85 amts-
dýralæknar, aðrir stunduðu dyralækn-
ingar upp á eigin hönd o. s. frv. Sama
ár var varið úr ríkissjóði 155,377 kr.
og eru pað ca. 6 aur. á hvert alidýr.
Eftir þessu er meir en 7 sinnuin kost-
að til dýralækninga í Noregi en hér,
og skifti maður húsdýratölunni milli
amtslæknanna einungis, (85) hefir hver
30,714 dýr; en okkar eini dýralæknir
hefir 605,258 dýr eða nær 20 sinnum
fleiri en hver amtslæknir í Noregi. Sum-
ir þykjast vísast geta réttlætt fæð dýra-
læknanna hér með því: að hér sé minna
um dýrasjúkdóma en í Noregi og öðr-
um suðlægum löndum. Ekki verður
um þetta sagt með vissu heldur út í
bláinn, því alt að þessum tíma hefir
engum skýrslum verið safnað um alidýra-
sjúkdóma hér á landi. Pegar við er-
um búnir að safna all-nákvæmum skýrsl-
um dýrasjúkdóma eins og gert er t. d.
í Noregi, þá fyrst er hægt að bera ís-
land saman við önnur lönd í þessu
efm.
Eftir skýrslum dýralækna í Noregi,
komu smittandi sjúkdómar tyrir árið
1901 25,666 hestum, 36,570 nautgrip-
um, 751 sauðkindum, 361 geitkind og
5,754 svínum. Af þessum skepnum
dóu eða voru deyddar: 540 hross, 2188
naut, 386 kindur, 31 geit og 731 svín.
Sá orðasveimur manna hér norðan-
lands að minstakosti að núverandi dýra-
Iæknir okkar »geri hér ekkert gagn« er
sleggjudómur. Þeir er til þekkja, vita
að hann hefir marga skepnu læknað og
bjargað frá dauða, gefið mörg góð ráð
og skrifað margar þarflegar ritgerðir um
sjúkdóma og dýralækningar. Auðvitað
gerir hann mest gagn næst bústað sín-
um og er engin von til að hann nái
útfyrir alt landið til að gera jafnt gagn,
þar sem samgöngur til lands og sjávar
eru ekki örari en við vitum að er. Tal-
síminn bætir nokkuð úr þessu; hann
má nota til þess, að frétta dýralæknir-
inn um meðferð ýmsra dýrasjúkdóma.
Þar getur þó síminn að minsta kosti á
einum stað komið bændum að góðum
notum. —
H. P.
**) Berelning om Veterinvaesenæt i Norge
1901.
Kveðja
til
skipstjóra P. Houeland.
(Flutt í samsæti á Akureyri 17 okt. 1906).
Kom þú nú heill oq sœll hingað sendur,
Houeland vinur, með friðum knör.
ísalands norður og austur-sirendur
Unnandi brosa mót þinni för;
Því engan vitum þér fremri finnast
Á ferð yflr Ránar-sundin köld;
Og því er Ijúft að mega þín minnast
Og með þér drekka vinarskál i kvöld
Vikingar fyrr héldu hratt að landi,
Þá haustvindar blésu’ yfir lönd og sœ
Og knerrina fríðu festu með bandi
Og fluttu svo drápur i konunga-bœ.
En þú komst ogfœrðír fjölda gœða,
Fréttír og varning i skammdegis hrið,
Alt til að frœða, allt til að glœða
Orku og manndáð um vetrar tið.
Þökk sé þér int. — Gœfu, gull og frama
Greiði þér íslands vœttir hlýrrimund.
Sigl þú með skrautbúna skeið og tama
Hjá skergörðum vorum um langa stund;
Þá munt þú eignast óðul í fjörðum,
Andans Ijós meira hjá niðjunum sjá,
En bjartast þó skina, / haustblœ hörðum
Hraðleifturs-bál frá hverri nesja-tá.
J. N.
Reykjavíkur-bréf.
____ 18/io 1906.
Eldsvoðar og brennuvargar. — Tíðar-
far og aflabrögð — Mentunarþorstinn —
Vaxtahækkun. — Síminn. — Loftskeytin.
— Klaufaleg mistök. — Götulýsingin.—
Kaupmenn prýða bæinn.
Það er orðið langt síðan eg hefi sent þér
línu Norðri minn, og vil eg nú reyna að
bæta það upp að nokkru. Af því sem við
hefir borið síðan eg ritaði síðast eru mér
minnisstæðastir eldsvoðarnir á síðastliðnu
vori og sumri. Það munu flestir vera á
þeirri skoðun, að ekki sé einleikið með þá
að þeir séu af manna völdum. Snema í
vor kom eldur upp um nætur tíma í búð
eins kaupmannsins á Laugavegi, en af því
að vart varð við eldinn áður hann magn-
aðist varð ekki mikið tjón að. En grun-
samur þótti mörgum sá bruni. Nótt var þá
orðin björt og menn alment hættir að leggja
í ofna. Á hvítasunnunótt voru bæjarbúar
vaktir um lágnættið með eldlúðrunum. Þá
var kominn eldur upp i búð annars kaup-
manns í uppbænum, sem þá var ekki heima
og hafði búðin verið lokuð nokkra daga
þar á undan, svo að sagt var að enginn
hefði haft umgang um hana. En þar voru
augljós merki þess, að í hafði verið kveikt
hefilspónahrúgur inni vættar steinolíu. í búð
þessa var enginn inngangur nema frá göt-
unni, og hefir því sá sem kveikti í orðið
að fara inn um dyrnar til að undirbúa eld-
inn. Að vísu var þar brotin rúða, en það
gat var ekki svo stórt að maður kæmist inn
um. Það var eins með þennan eldsvoða
og hinn fyrri, að við hann varð vart áður
en hann magnaðist, svo að von bráðar var
slökt. í báðum þessum húsum bjó fólk
ekki allfátt, sem var í fasta svefni, og hefði
ekki svona heppilega viljað til, að vaitvarð
við eldinn í tíma, er ekki hægt að segja hve
mikið tjón hefði hlotist af. Ekkert vitnaðist
hver eða hverjir væru valdir að þessu, og
fanst mönnum alment að lögreglan hér sýna
af sér litla rögg í því máli. Enginn var
tekinn fastur, ekki einu sinni sá sem búðar-
lykilinn geymdi. Næsti eldsvoði kom fyrir
að kveldi hins 2. ágústmánaðar (Þjóðminn-
ingardagskvöldið). Þá brann klæðaverksmiðj-
an »Iðunn< til kaldra kola á örstuttum tíma.
Það var voðabál en veður var stilt, og verk-
smiðjan ekki mjög nærri öðrum húsum, svo
að eldurinn náði eigi að breiðast út fyrir
hana, enda vel framgengið að verja. Næstu
nótt þar á eítir sýndist gerð tilraun til að
kveikja í verzlunarbúð á Laugavegi, þótt eigi
yrði mein að, því að eftir því var tekið í
tíma. Þar var kviknað í hálmi og tómum
kössum, sem voru tindir bakhlið hússins og
vantaði lítið til að eldurinn næði húsinu,
þegar slökkviliðið kom. Snemma í þessum
mánuði kviknaði í steinolíutunnu suður á
meium, sem lá úti fyrir skúr þeim, er kaup-
menn geyma steinolíu sína í. Það var um
hádegisbil í bezta veðri og glaða sólskini.
svo heppilega vildi þó til þarna, að ekki
brann nema þetta eina fat. Hefði eldurinn
náð í fötin, sem voru inn í skúrnum, hefði
ekki orðið við neitt ráðið og bágt að segja
hvað af hefði hlotist. Ekki kemst neitt upp
af þessu og veit enginn hver er valdur að,
þótt svo líti út, sem hérséu einhverjir brenni-
vargar í bænum.
En afleiðingar af þessu eru þær, að nú,
hafa öll brunabótafélög, sem hafa viðskifti
við ísland, hækkað iðgjöld sín um 50°/o.
Það er ekki smáræðis útgjaldaauki. Sá sem
áður þurfti að borga kr. 40.00 iðgjald, verð-
ur framvegis að borga kr. 60.00 árlega. Og
fari þessu fram lítur helzt út fyrir að eigi
fáist vátryggt.
Vortíðin var hér fremur köld og greri
jörð með seinna móti. En óvanalega var
hér þurviðrasamt i sumar. Fiskiafli á þil-
skipum varð í meðallagi góður. í sept-
embermánuði fer að bregða til votviðra og
hefir haldist síðan yfirleitt, þó eigi þunga-
rigningar að jafnaði. Nú er komið frost og
gránaði í dag ofan i sjó Hér er margt um
manninn þessa daga, fólkið streymir tíl
borgarinnar þessa daga hvaðanæfa margir,
bæði konur og karlar, að leita sér mentun-
ar í hinum ýmsu mentstofnunum höfuðstað-
arins, svo sem hinum almenna mentaskóla
landsins, hinum nýstofnaða iðnskóla, verzl-
unarskólanum og sumir til að komast að
einhverju af gæðum þeim sem borgin hef-
ir að bjóða. Þótt stórhýsin þjóti hér upp
eins ótt og gorkúlur á mykjuhaugi, þá virð-
ist svo, sem ekki sé of mikið um hús^peði
hér. Það verður fróðiegt að vita hve marga
ibúa Reykjavík telur í haust, þegar mann-
talinu er lokið. En alt útlit er fyrir að þeir
hafi fjölgað að mun síðan í fyrra.
íslandsbanka barst símaskeyti frá útland-
inu nýlega um, að »diskonto« væri hækk-
uð í útlandinu um l-l1/2°/o, og hefir bank-
inn hækkað vextina af útlánum upp í 6°/o.
Landsbankinn verður líkiega að fylgast þar
með. Sagt er að þetta stafi af peninga ettir-
spurn frá Ameríku og Rússlandi sérstak-
lega. Ekki er mjer kunnugt um hvert spari-
sjóðsvextir verði hækkaðirupp að samaskapi,
en öll sanngirni sýnist mæla með því að
það yrði.
Nú er komið símasamband við umheim-
inn og geta allar fréttir borist fljótt hvað-
an úr heimi sem er. En lítið hefir enn birst
af þannig löguðum fréttum ennsem komið
er í blöðunum hér.
Loftskeytin eru alveg hætt að koma hing-
að. Hverjar orsakir eru til þess, veit eg
eg ekki, en einhver gat þess til, að loft-
skeytamaðurinn hérna mundi hafa móðgast
af því, að eitt blaðið, sem stöðugt hefir
haldið fram þeirri hraðskeyta aðferð og tal-
ið hana bezta, lét i ljós í haust að henni
mundi vera að fara aftur. Að vísu fór blað-
stjórinn aftur að hæla loftskeytunum, en
það sýnist ekki hafa komið að notum, eða
haft nein áhrif á framhald þeirra.
Götulýsing bæjarins er að taka miklum
bótum. Þeir sem hér eru kunnugir, muna
víst eftir götuljósunum gömlu, þessum mó-
rauðu tírum. sem voru héroghvar á stangli
um göturnar, eu lýstu nauða lítið. Það er
samt ekki bæjarstjórnin sem hefir bætt götu-
lýsinguna, heldur er það kaupmenn bæjar-
ins, sem 'keppast nú hver við annan að
koma upp fyrir framan búðir sínar, skær-
um Luxlampa-ljósum. Alt Hafnarstræti og
Austurstræti er nú á hverju kvöldí uppljóm-
að af ljósum þessum, svo að nálega hvergi
ber skugga á. Og Bankastræti og Lauga-
vegur eins. Ljós þessi fjölga með hverju
kvöldi og er það stór mikil framför. Þó
eru gömlu tírurnar enn þá innan um og
eru til lítils sóma fyrir borgina. Munurinn
á Luxlampa-ljósum og þeim, er eins mikill
eða meiri en á góðum olíulampaljósum og
grútartírum, sem notaðar voru áður en stein-
olía tók að flytjast. Eg vildi helzt ráða
bæjarstórninni til að flytja gömlu luktirnar
burtu af þessum aðalgötum, og setja þær
í úthverfi bæjarins, þar sem engin Ijóstíra
er; þar eru þær skárri en ekki, en innan um
Lúxljósin eru þær að mínu álitf til skamm-
ar og svívirðingar fyrir höfuðstað landsins.
»Ceres« kom að austan um miðjan dag
15. október með fjölda farþega, flest er-
fiðisfólk.
I dag afspyrnurok á norðan með frosti
svo ekkert varð aðhafst á sjó. Það er kom-
inn fullkominn vetrarbragur á tíðina og
sumaraukans ætlar ekki að verða vartnema
í almanakinu.
Skipaferðir.
»Ceres« (Gad) kom sunnan um Iand
28. okt. og fór aftur áleiðis til útlanda
hinn31. Farþ.lngólfur læknir Gíslason og
fjölskylda hans til Vopnafjarðar. Til út-
landa fóru Þingeyingarnir er nefndir voru
í síðasta blaði.
„Vesta” (Gottfredsen) kom frá útl.
29. okt. Með henni var Jón Jónsson
héraðslæknir frá Vopnafirði áleiðis til
Blönduóss. Farþ. héðan: Ó. V. Davíðs-
son (Verðlaunaglímu-sigurvegarinn) o. fl.
Læknar.
Guðm. Björnsson héraðslækniríReykja-
vík er settur landlæknir frá 1. október
og jafnframt forstöðumaður læknaskól-
ans en Steingrímur Matthíasson er aft-
ur settur héraðslæknir í Reykjavík. Ing-
ólfi Gíslasyni Reykdælalækni er veitt
Vopnafjarðarhérað og flytur hann þang-
að búferlum með »Ceres». Þorbirni þórð-
arsyni lækni í Nauteyrarhéraði er veitt
Bíldudalshérað.
Höfðfngleg ræktarsemi
er það sem Vestur-Islendingar hafa
sýnt með þátt-töku sinni í < mannskaða
samskotunum*
Það eru alls kr: 10,428,30 er þeir
hafa skotið saman og sent í bankaávís-
unum til gjaldkera samskotanefndarinn-
ar Geirs kaupmanns Zöega í Reykjavík.
Fyrir samskotunum gekst félagið «Helgi
magri* í Winnipeg en í því eru marg-
ir góðir menn og merkir, Ólafur S.
Thorgeirsson er formaður þess. — Séra
Friðrik J. Bergmann skrifaði áskorun til
almennings um samskotin fyrir hönd
félagsins en gjaldkeri samskotanna var
Albert Johnson.
Það er ekki í fyrsta sinni að landar
vorir vestan hafs hafa sýnt örlæti og rausn
þegar eitthvert mótlæti ber að hönd-
um hér heima og er það ánægjulegur
vottur um það ræktarþel er þeir munu
beta til hinnar gömlu ættjarðar sinnar.
Hákarlslýsi
hefir stigið erlendis um 3 kr. tunnan.
Símskeyti frá Rvík 2/ii:
„Ingi kongur« fór í gærdag áleiðis
vestur um land til Akureyrar. Engin
erlend tíðindi markverð.
cctxÆcccccmctmccccccccB
xo
<n aj
eö C
a
Cð -43
X
eð >
e*-
Cð XO
J=
> u.
3 'o
'O
c cð
c c
•= c
E 13
oj
|° %
‘C .
.b
<v <v
>
m
XO
rt
<n
c
'3
C
c
o
<u
<u
>
3
xo
'O ‘C 1
ÖJO O
Q.
33 cfi
T3 u.
c
<U u.
E 3
ir
'Cð vr-,
tS) *g
E
E 'O
3
C
o;
L
os <
O ^3
cfi «
o •=;
í5
(S)
- V,
§ 03
So S
V
03
0
O
Cfi
tfi
O
OJ
t 'K
E
3
C
3
cuo
c
<u
'03
Ættarnafn og húsnafn.
Ættarnafn hefi eg undirritaður tekið
mér, og bið menn svo vel gjöra að
nefna ogskrifa mig Jón G. Isfjörð.
Ennfremur tilkynnist að eg nefni hús
ið mitt Melstað.
Oddeyri 1. nóv. 1906.
Jón Guðmundsson
skósmidur.
Sigluneshákarl
og
tros
bezt og ódýrast í verzlun
M. Jóhannssonar.
Otto fflonsteds
danska smjörlíki.
er bezt.